Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 „Danmörk er gleðisnauðari að Dirch Passer gengnum .. 44 Kaupmannahöfn 5. septemhpr. DIRCH Passer, frægasti xam- anleikari Dana, lézt á miðviku- dagskvöldið, skömmu áður en átti að hefja sýningu i Tivolí- leikhúsinu í Kaupmannahöfn, hvar hann fór með aðalhlut- verkið, i revíu sem þar hefur verið sýnd í sumar við miklar og t?(')ðar undirtektir. Kvöldið áður hafði Dirch Passer fensið aðkenningu af hjartaslatfi á miðri sýninuu otf var fluttur i skyndi á sjúkrahús. Læknar töldu óhætt að hann fengi að leika kvöldið eftir otc ttladdist Dirch svo mjöff yfir því, að veikindin voru ekki talin alvar- letf. að hann fékk leyfi leikstjór- ans til að tfætfjast fram fyrir tjaldið otf heilsa áhorfendum „Hæ, ég er kominn aftur,“ hrópaði hann glaðbeittur otc var honum innilega fagnað. Nokkrum minútum siðar átti sýnintc að hefjast og voru leik- arar tilbúnir að fara inn á sviðið, þegar Dirch Passer hneig skyndilega niður. Hann var fluttur umsvifalaust á Rík- isspítalann. en var látinn þegar þangað kom. Dirch Passer hóf leikferil sinn árið 1946 í Friðriksbergsleikhúsi og ferli hans lauk 34 árum síðar í Tivolíleikhúsinu, eins og áður segir. Hann gat sér fljótlega mikið orð sem revíu- og gaman- leikari og síðan hóf hann störf við ABC leikhúsið í Kaupmanna- höfn hjá hinum fræga skemmti- iðnaðarmanni Danmerkur Stig heitnum Lommer. Árið 1955 hófst samstarf hans og leikarans Kjeld Petersen, í revíunum og urðu þeir vinsælasta og þekkt- asta „leikhús-par“ fram til árs- ins 1961, er Petersen andaðist. Eftir það haslaði Dirch Passer sér meðal annars völl í kvik- myndum og í sjónvarpi lék hann einnig. Hann kom fram í mörg- um leikhúsum í Kaupmannahöfn og fór yfirleitt með gamanhlut- verk og þótti takast þar bezt upp. Þó fór hann með alvarleg hlutverk, m.a. lék hann Lenna í leikriti Steinbecks „Mýs og rnenn" en þar sem hann var fyrst og fremst grínleikari í augum landa sinna átti hann nokkuð erfitt uppdráttar í alvarlegum hlutverkum og sjálfur taldi hann að bezt ætti við sig að fást við skopleg hlutverk enda kæmu hæfileikar hans þar bezt til góða. Mönnum ber saman um að Dirch Passer hafi verið mestur gamanleikari Danmerkur, en umfram allt var hann snillingur í revíunum. Eitt af mörgum hlutverkum hans, sem hann öðl- aðist mikla hylli fyrir var skopstæling hans á Amin, fyrr- verandi einræðisherra í Uganda. Hlutverk það sem Dirch Pass- er fór með í Tivolíleikhúsinu nú var Larsen poppsöngvari og hafði hlutverkið verið skrifað beinlínis fyrir Dirch. Það gerði mjög verulegar líkamlegar kröf- ur til leikarans. Dirch Passer hafð' kennt sér meins öðru hverju síðustu ár og fyrr í sumar fékk hann og aðkenningu af hjartaslagi og þegar hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu sagði hann í blaða- viðtali að hann væri dálitið hræddur við þetta hlutverk. Dirch Passer varð 54 ára gamall. Margir danskir listamenn og vinir og velunnarar hans hafa minnst hans lofsamlega. Þeim ber ásamt um að Danmörk sé gleðisnauðari að honum gengn- um. Portúgal: Viðbrögð á ýmsa lund við framboði Eanesar Lissahon, 5. sept. — AP. VIÐBRÖGÐ manna i Portúgal við þeirri ákvörðun Ramahlo Eanes forseta að gefa á ný kost á sér í forsetakosningunum í desember eru á ýmsa lund eins og vænta má og draga dám af því hvort um er að ræða stuðningsmenn AD-kosningabandalags stjórnar flokkanna ellegar forsvarsmenn sósíalista og kommúnista. að þvi er heimildir frá Lissabon greina í dag. Kallað á stuðning við Sakharov Haag, 5. sept. — AP. ÞÁTTTAKENDUR í ráðstefnu 1 Haag, sem fjallar um ofsóknir á hendur andófsmonnum i Sovétrikjunum. samþykktu i dag yfirlýsingu, þar sem skorað er á sovésk yfirvöld að leysa úr haldi eðlisfræðinginn Andrei Sakharov, sem verið hefur i útlegð í borginni Gorkiy frá því í janúar sl. Þrir nóbelsverðlaunahafar, sem eru meðal þátttakenda. skoruðu á nóbelsverðlaunahafa og annað fólk úr visindaheiminum, að styðja við bakið á samviskuíöngunum í sovétrikjunum, enda væru þeir annars að vanrækja siðferðilegar skyldur sinar. Þeir sögðust þó vera því mótfallnir að visindamenn á Vesturlöndum hættu samskiptum við starfsbræður þeirra í Sovétríkjunum í þeim tilgangi að knýja á sovésk yfirvöld. Eanes kunngerði í gærkvöldi framboð sitt. AD-hefur fyrir all- löngu ákveðið stuðning við Soares Carneiro, hershöfðingja, sem er lítt þekktur í Portúgal, en hefur að sögn fréttamanna unnið töluvert á síðan framboð hans var ákveðið. Eanes forseti þykir eiga töluvert undir högg að sækja og bæði hann og Sa Carneiro forsætisráðherra telja það miklu skipta fyrir fram- tíðina hvor fer með sigur af hólmi. Sa Carneiro og Eanes hafa elt saman grátt silfur síðasta árið og kveðst forsætisráðherrann ekki getað unnið með Eanes. Eanes var kosinn með 61% atkvæða fylgi fyrir fjorum árum. Samkvæmt skoðanakönnunum Eanes forseti Portúgals. sem hafa verið birtar sl. vikur mun Eanes vinna kosningarnar. Áður en þær fara fram munu verða þingkosningar þann 5. október. Fari AD með sigur af hólmi mun staða Carneiro forseta- frambjóðanda væntanlega styrkj- ast að mun. ____IWl | i— t Orlov dæmdur til einangrunar Moskvu. 5. september. AP. RÚSSNESKI andófsmaðurinn og eðlisfræðingurinn Yuri Orlov hefur verið dæmdur til annarrar hálfs árs einangrunar i vinnu- búðunum í Úral-fjöllum þar sem hann er hafður í haldi, að þvi er haft var eftir konu hans i dag. Irina Orlov, eiginkona Yuri Orlovs, sagði í tilkynningu sem komið var til vestrænna fréttarit- ara, að maður hennar hefði verið dæmdur til einangrunar í refsi- fangeisi vinnubúðanna fram í febrúar á næsta ári. Fjölskylda hans fær ekki að heimsækja hann og bannað er að senda honum matarpakka. Irina sagði, að verið væri að refsa manni hennar fyrir að mót- mæia því, að hann fengi ekki að eiga bréfaskipti við vini sína og vísindabræður. Einnig hafði hann krafist bættra skilyrða í fangels- inu. Orlov var formaður Helsinki- nefndarinnar í Moskvu sem fylgd- ist með því hvernig rússnesk stjórnvöld stæðu við ákvæði Helsinki-samþykktarinnar. I maí 1978 var hann dæmdur til sjö ára þrælabúðavinnu og fimm ára út- legðar í Sovétríkjunum. Uppþot í Ziirich Zurích, r>. «ept. — AP. HUNDRUÐ unglinga gengu ber- serksgang um götur Zúrich í Sviss í nótt og kröfðust þess að félags- heimili fyrir unglinga sem lokað var nýlega, yrði opnað aftur innan sólarhrings. Einnig kröfðust þeir 15 milljón króna styrks frá borg- aryfirvöldum til þess að geta endurnýjað húsbúnað félagsheim- ilisins og hafið starfsemina þar að nýju. „Unglingarnir köstuðu bensín- sprengjum, settu upp vegatálma, eyðilögðu bíla og brutu rúður í verslunum og þetta eru um- fangsmestu uppþot sem orðið hafa í borginni," sagði talsmaður lög- reglunnar. Tuttugu og fjórir ungl- ingar á aldrinum 15 til 21 árs voru handteknir og tjónið af völdum óeirðanna er talið nema 15 millj- ónum króna. ÞETTA GERÐIST 6. SEPTEMBER Sakharov var sviptur öllum vís- indalegum heiðurstitlum sínum og sendur í útlegð eftir að hann mótmælti opinberlega innrás Sov- étmanna í Afganistan. Sakharov sem er 59 ára gamall tók þátt í smíði sovésku kjarnorkusprengj- unnar. Hann hefur tekið virkan þátt í baráttu fyrir auknum mannrétt- indúm í Sovétríkjunum og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1975 fyrir störf sín á þeim vettvangi. Á ráðstefnunni var saminn listi yfir vini og samstarfsmenn Sakhar- ovs, sem einnig hafa verið sviptir frelsi vegna skoðana sinna og voru yfirvöld í Sovétríkjunum hvött til að láta þá menn einnig lausa. Utanríkisráðherra Tyrklands rekinn Ankara. 5. .*»ept. — AP. TYRKNESKA þingið samþykkti í dag að víkja úr embætti Hayrettin Erkmen, utanríkisráðherra i stjórn Demirels. Til þess að samþykktin yrði gild þurftu 226 þingmenn af 450 að greiða henni atkvæði. Niðurstaða varð að 230 greiddu atkvæði með henni. Það var smáflokkur sanntrúaðra Múhameðstrúarmanna sem lagði fram þcssa tillögu. Fréttamenn í Ankara velta nú á tvo ráðherra til viðbótar verið vöngum yfir því hversu lengi stjórn lagðar fram og verða afgreiddar Demirels geti notið trausts úr þessu eftir helgi. enda hafa viðlíka vantrauststillögur 1975 — Rúmlega 2.300 farast í jarðskjálfta í Tyrklandi. 1970 — Palestínumenn ræna þremur flugvélum. 1968 — Swaziland fær sjálfstæði. 1966 — Hendrik Verwoerd, for- sætisráðherra Suður-Afríku, ráð- inn af dögum á þingfundi í Höfða- borg. 1965 — Innrás Indverja í Vestur- Pakistan hefst. 1955 — Óeirðir gegn Grikkjum í Istanbul og Izmir, Tyrklandi. 1954 — Manila-ráðstefnan hefst. 1948 — Júlíana verður Hollands- drottning. 1940 — Antonescu marskálkur verður einræðisherra í Rúmeníu og Carol konungur leggur niður völd. 1926 — Herlið Chiang Kai Shek tekur Hankow. 1914 — Orrustan við Marne hefst. 1909 — Robert E. Peary tilkynnir að hann hafi komizt á Norðurpól- ínn fimm mánuðum áður. 1901 — McKinley forseti veginn af stjórnleysingja í Buffalo, New York ríki. og 1899 — Tillaga Bandarikjanna um „opnar dyr“ í Kína. 1813 — Her Prússa sigrar Ney marskálk við Dennewitz. 1782 — Sjóorrusta Breta Frakka við Cuddalore. 1715 — Uppreisn Jakobíta í Brae- mer í Skotlandi. 1688 — Leopold I tekur Belgrad. 1672 — Vilhjálmur af Óraníu tek- ur Naarden, Hollandi. 1666 — Eldsvoðanum mikla í Lundúnum lýkur. 1651 — Karl II felur sig í tré eftir orrustuna við Worchester. 1620 — „Mayflower“ fer með píla- grimana frá Plymouth til Norður- Ameríku. 1565 — Tyrkir neyddir til að af- létta umsátri um Möltu. 1522 — Magellan kemur til Spán- ar eftir heimssiglingu sína. Afmæli. Guillaume Dubois, franskur stjórnmálaleiðtogi (1656-1723) - Moses Mendeis- sohn, þýzkur stjórnmálaleiðtogi (1729—1786) — Lafayette mark- greifi, franskur hermaður og stjórnmálaleiðtogi (1757—1854) — Montague Norman, brezkur fjár- málasérfræðingur (1871 — 1950). Andlát. 1858 d. Ando Hiroshige, listmálari. Innlent. 1237Þórður kakali kemur til Eyjafjarðar af konungsfundi — 1713 Narfeyrarfundur Jóns Vída- líns og Odds lögmanns Sigurðsson- ar — 1720 Utför Jóns biskups Vídalíns í Skálholti - 1722 f. Sveinn lögmaður Sölvason — 1896 Jarðskjálftakippur leggur Ölfusið í rúst — 1903 d. Ólafur Davíðsson (drukknaði í Hörgá) — 1928 Bandalag ísi. listamanna stofnað — 1952 Iðnsýning — 1963 Tveimur hvölum banað í einu skoti — 1965 d. Gísli J. Johnsen — 1967 Tilraun- ir með svifnökkva. — 1978 Gengis- felling. Orð dagsins. Meðalmennska þekk- ir ekkert sjálfu sér æðra, en hæfileikar þekkja snilligáfu sam- stundis — Sir Arthur Conan Doyle (1859-1930).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.