Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 47 Sanngjarn sigur Þórs gegn Haukum í GÆRKVÖLDI sigraði Þór Hauka 1 — 0 í 2. deild á Akureyri. Sigur Þórs var sanngjarn þrátt fyrir að þeir léku einum manni færra allan seinni hálfleik- inn, því að Nóa Björnssyni var vikið af leikvelli í upphafi hálfleiksins fyrir að slá til leikmanns. Með þessum sigri eru Þórsarar svo gott sem komnir í 1. deild og eiga aðeins eftir að loka á eftir sér dyrun- um. Leikurinn í gærkvöldi var ágætlega leikinn á köfl- um en veðrið var mjög leiðinlegt og setti oft strik í reikninginn. Haukar byrj- uðu leikinn af miklum krafti og strax á 5. mínútu komst Sigurður Aðalsteins- son einn innfyrir vörn Þórs en skot hans af stuttu færi geigaði. Skömmu síðar fékk Sigurður aftur svipað færi en Eiríkur varði meistara- lega. Fyrri hálfleikur var allur nokkuð jafn. Undir lok fyrri hálfleiksins átti Þór tvö ágæt tækifæri sem Þór i-n —Haukar ■■w ekki nýttust. Staðan í hálf- leik var 0—0. Eftir að Nóa Björnssyni hafði verið vikið af velli kom mikil barátta upp í liði Þórs og átti liðið mun meira í síðari hálfleiknum. Á 10. mínútu fékk Þór aukaspyrnu og skaut Árni Stefánsson beint i stöngina og síðan var skallað að marki í stöngina og eftir mikinn darraðardans tókst Haukum að bjarga í horn. Þórsarar pressuðu nokkuð stíft og á 70. mínútu var brotið illa á Hafþóri Helga- syni og dæmt víti á Hauka. Úr því skoraði Árni Stef- ánsson af öryggi. Var það sigurmark leiksins. Bestu menn Þórs voru Eiríkur í markinu og Þórarinn í vörninni. Lið Hauka var mjög jafnt. SOR. • Þaó yrði Val mikill styrkur gegn Zagreb, ef Pétur léki með liðinu. Víta framkomu KSÍ SÍÐASTLIÐIÐ miðvikudagskvöld hindruðu forráðamenn Knattspyrnusambands íslands Bjarna Felixson, íþróttafréttam- ann sjónvarps, og aðstoðarmenn hans við fréttaöflun af landsleik íslands og Sovétríkjanna á Laugardalsvellinum. Samtök íþróttafréttamanna víta framkomu KSI i þessu tilfelli og vonast til að stjórn KSÍ sjái svo um að slíkt endurtaki sig ekki. Með þessu athæfi hefur KSl þverbrotið þær venjur sem i heiðri hafa verið hafðar við fréttaöflun. Þá líta samtökin svo á, að með þessu hafi verið höggvið nærri því góða samstarfi sem verið hefur á milli Knattspyrnusambandsins og Samtaka iþróttafréttamanna. • Leopoldo Luque sættir sig örugglega ekki við niðurskorið launaumslag... ÍBÍ og Ármann deildu með sér stigunum í gær LIÐ Ármanns og ÍBÍ skildu jöfn á Laugardalsvellinum í gærkvöldi er þau mættust í 2. deild. Bæði liðin skoruðu þrjú mörk. Leikmenn Ármanns voru þó komnir með tveggja marka forskot en urðu að sætta sig við að missa leikinn niður í jafntefli. Mikil barátta var í leikmönnum beggja liða og oft á tíðum leikin sæmileg knattspyrna. Ármenningar voru fyrri til að skora, Ivar Jósafatsson skoraði mjög laglega og kom Ármenning- um á bragðið. Jón Björnsson náði að jafna fyrir ÍBÍ og staðan í hálfleik var jöfn 1—1. Mikill kraftur var í liði Ármenninga í síðari hálfleik og tókst þeim að ná tveggja marka forystu. Að vísu voru bæði mörkin skoruð úr víta- Ármann —ÍBÍ spyrnu en þær voru réttilega dæmdar. Sveinn Guðnason tók báðar spyrnurnar og framkvæmdi þær af miklu öryggi. ísfirðingar voru pö ekki á því að gefa sig og sóttu af kappi og Andrés Kristjánsson skoraði fal- legt mark og minnkaði muninn niður í eitt mark. Haraldur Leifs- son jafnaði svo metin úr víta- spyrnu. Má segja að úrslit leiksins hafi verið sanngjörn eftir gðngi hans. Frægasta félag Suður Ameríku á hausnum! FRÆGASTA knattspyrnufélag Suður Ameriku er líklega argen- tinska félagið River Plate. Nú vofir glötun yfir félaginu. þar sem liðið var mjog óvænt slegið út úr meistarakeppni suður Am- eriku, hinni svoköluðu „Copa Libertadors“ keppni. í þeirri keppni eigast við efstu lið hvers lands i Mið- og Suður-Ameriku og er hér um mikla peningakeppni að ræða. Framtið River Plate hefur verið tryggð jafnan síðustu árin vegna góðrar frammistöðu i keppninni, þannig hefur RP unn- ið keppnina fjórum sinnum á siðustu sex árum. Vegna þessa þykir sýnt, að River Plate getur ekki greitt öllum landsliðsmönnum sínum þau laun sem samningar þeirra kveða á um. Þarf ekki að fara í grafgötur með að þeir sömu landsliðsmenn munu heimta sölur. Hér er um fimm heimsfræga kappa að ræða og má með sanni segja að liðið myndi leysast upp ef þeir yfirgefa allir félagið. Leikmennirnir fimm eru Daniel Passarella, Alberto Tar- antini, Norberto Alonso, Leopoldo Luque og markvörðurinn Ubaldo Fillol. Austri fallinn STAÐAN i 2. deild íslandsmóts- ins í knattspyrnu er nú þessi: KA 15121 2 53:11 25 Þór 1G 10 3 3 30:13 23 Þróttur 15 6 5 4 21:21 17 ÍBÍ 16 4 8 4 31:33 16 Haukar 16 5 56 27:32 15 Fylkir 15 5 4 6 25:20 14 Selfoss 16 5 4 7 23:35 14 Ármann 16 3 7 6 24:31 13 Völsungur 15 35 7 17:27 11 Austri 16 1 69 16:44 8 Eins og sjá má á þessari stöðu er lið Austra fallið í 3. deild. 3—3 Pétur að öllum líkindum með Val — gegn júgóslavnesku bikarmeisturunum í Höllinni ALLAR likur eru á þvi, að risinn Pétur Guðmundsson muni leika með Val gegn júgóslavneska lið- inu Chibona Zagreb i Evrópu- keppni hikarhafa i körfuknatt- leik i næsta mánuði. Pétur spilar nú með argentinska félaginu River Plate. Það verður því mjög sterkt Valsliðið, sem mætir Júgó- slövunum. Sem kunnugt er, mun Flosi Sigurðsson, sem nú leikur i Bandarikjunum, leika Evrópu- leikina. Bandarikjamaðurinn i liði Vals, Roy Jones, hefur leikið í NBA-atvinnudeildinni í Banda- rikjunum og er þvi enginn auk- visi. Þá munu Vaismenn fá annan Bandarikjamann til liðs við sig. Það er því ljóst, að Evrópuleik- irnir i Laugardalshöllinni verða ákaflega tvisýnir og Valsmenn munu leggja allt i sölurnar til að komast i 2. umferð. Pétri Guðmundssyni hefur vegnað vel með félagi sínu, River Plate í Argentínu. Asamt honum leika tveir Bandaríkjamenn með River Plate en aðeins tveir útlend- ingar fá að leika samtímis. Ferro er í efsta sæti deildarinnar eftir 6. umferðir með 12 stig — hefur unnið alla sína leiki. River Plate er í öðru sæti með 10 stig, — beið nauman ósigur fyrir Ferro. Deild- arkeppnin í Argentínu er með því sniði, að á 6 vikna fresti er gert hlé í viku eða svo. Þetta gerir það að verkum, að líklegt er, að Pétur komist heim til að leika með Valsmönnum og einnig með lands- liðinu, sem mætir Kínverjum í Laugardalshöll. H. Halls gegn Þrótti á Laugardalsvelli í dag kl. 2. Víkingar! Fjölmennið á síöasta heimaleikinn okkar í sumar. AFRAM VÍKINGUR!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.