Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 27 Sögulegar prestkosningar SÍÐASTLIÐINN sunnudag var séra Valgeir Ástráðsson kosinn prestur í Seljasókn í Reykjavík. Hann hlaut 903 atkvæði en mótframbjóðandi hans, séra Ulfar Guðmundsson hlaut 873. Það vakti athygli, að margir, — þeirra á meðal gjaldkeri sóknarinnar, voru ekki skráðir í Þjóðkirkjuna. Þá voru óvenju- mörg atkvæði — 66, dæmd ógild, vegna þess að viðkomandi höfðu ekki skipt úr trúfélagi í Þjóðkirkjuna fyrir 1. desember. Kosningarnar urðu því að ýmsu leyti sögulegar og Mbl. ræddi við nokkra aðila, sem við sögu komu. „Mun mælast til, að prestar kanni hvort fermingarbörn séu í Þjóð- kirkjunni44 — segir séra ólafur Skúlason „ÞAÐ HEFUR komið upp í hverjum prestkosningum, að fólk sé ekki á kjörskrá en ekki í jafn ríkum mæli og átti sér stað við prestkosrlingarnar í Selja- sókn,“ sagði séra Ólafur Skúla- son, dómprófastur í samtali við Mbl., en séra Ólafur átti sæti í yfirkjörstjórn. „í Breiðholti voru óvenju- margir utan Þjóðkirkjunnar. Kjörstjórn ákvað því að leyfa því fólki sem hafði skipt um trúfélag og kært sig inn á kjörstjórn, að kjósa. Þessi atkvæði voru sett í lokuð umslög til úrskurðar yfir- kjörstjórnar. Yfirkjörstjórn úr: skurðaði þessi atkvæði ógild. í þessu sambandi verður að gera sterkan greinarmun á þeim, sem höfðu fært sig búferlum en aldrei yfirgefið Þjóðkirkjuna. Það fólk fékk að kjósa og hinum, sem höfðu sagt sig úr öðrum trúflokki. Það fólk varð að vera búið að tilkynna skiptin fyrir 1. desember. Atkvæði þeirra, sem sögðu sig úr öðrum trúflokki en ekki tilkynnt það fyrir 1. des. voru dæmd ógild. Það var byggt á reglu, sem var mótuð 1963, þegar sex prestar bættust í hóp þjónandi presta í Reykjavík. Eftir þessa reynslu, mun ég fara fram á það við presta, að þeir kanni hvort fermingarbðrn næsta árs séu í Þjóðkirkjunni. Reglan hefur verið sú, að barn fylgir móður í trúarsöfnuði. Ég fæ fæðingartilkynningar um börn, hvers mæður eru í Þjóð- kirkjunni. Ef móðirin er ekki í Þjóðkirkjunni, þá fer fæðingar- tilkynningin beint til Hagstof- unnar. Það getur því átt sér stað, að barn sé skírt, viðkomandi síðan fermdur, þá giftur í kirkju, án þess að vera í Þjóðkirkjunni. Þetta verður að koma í veg fyrir.“ Nú kom upp tilvik, að einn sóknarnefndarmanna var ekki á kjörskrá, — og þar af leiðandi ekki í Þjóðkirkjunni. Er það ekki í andstöðu við lög. „Auðvitað, — það segir sig sjálft, að sóknar- nefndarmenn eru í Þjóðkirkj- unni. I þessu tilviki stóð viðkom- andi í þeirri trú, að hann væri í Þjóðkirkjunni og gaf kost á sér í stjórn safnaðarins vegna þess. Hann var kosinn, vegna þess að allir álitu að hann væri í Þjóð- kirkjunni. Auðvitað geta mistök alltaf átt sér stað, — að óvart hafi verið slegið á 0 hjá mann- talsskrifstofunni, — en 0 þýðir utan Þjóðkirkju." Hver er þín afstaða til prest- kosninga? „Ég held, að allir þeir, sem kynnst hafa prestkosningum hljóti að fyllast eldmóði gegn þeim og berjast fyrir afnámi þeirra. Prestastefnur og kirkju- þing hafa gert ályktanir um afnám prestkosninga en málið hefur ekki fundið náð fyrir hinu háa Alþingi. í Seljasókn voru tveir prýð- ismenn, sem hafa sannað ágæti sitt í sókniim sínum. Þeir verða að etja saman kappi um atkvæði fólksins, sem er stillt upp við vegg. Það verður að velja annan hvorn, — hafna hinum. Ég vil ekki svipta söfnuði íhlutunar- rétti um val presta en það er ekki hægt að standa í svona vitleysu. Það er ekki tekist á um stefnur, — heldur einstaklinga. Fólk verður að velja, — eftir hverju? Það veit ég ekki, því auðvitað hefur það ekki aðstöðu til að kynnast viðkomandi prestsefnum þannig að gagn sé af.“ Allir tapa í prestkosningum Rætt við séra Bernharð Guðmundsson, blaða- fulltrúa Þjóðkirkjunnar „ÞAÐ VAR yfirkjörstjórn, sem ákvað að atkvæðin giltu ekki, en hana skipa þeir Baldur Möller, ráðuneytisstjóri, biskupinn yfir íslandi, séra Sigurbjörn Ein- arsson og séra Ólafur Skúlason, dómprófastur," sagði séra Bern- harður Guðmundsson, blaðafull- trúi Þjóðkirkjunnar í samtali við blaðamann Mbl. „Ein skýringin á því, að fólk var ekki á kjörskrá, er sú, að barn fylgir móður í trúfélag. Þannig getur fólk verið skráð utan Þjóðkirkjunnar, þó það hafi ekki hugmynd um, að svo sé. Þessar prestkosningar vekja upp ýmsar spurningar. Svosem hvort ekki beri að taka upp utankjörstaðakosningu. Það get- ur verið bagalegt í sjávarþorpi, ef togarinn er ef til vill ekki í landi á kjördag, — þá eiga sjómennirnir engan kost að kjósa. Þá er einnig deginum ljósara, að prestkosningafyrirkomulagið á engan veginn við í dag. Það er ósanngirni að prestar þurfi að sæta svona, og er í andstöðu við starf prestsins. Þetta getur vald- ið klofningi, eins og dæmi eru til um. Prestkosningar eru engum til framdráttar — allir tapa. Ef kosningafyrirkomulag það, sem prestar verða að sætta sig við, væri gott kerfi, þá væri fyrir löngu búið að taka það upp við aðrar starfsveitingar," sagði séra Bernharður Guðmundsson. „Rekur á eftir nýjum kosninga- lögum“ Rætt við Baldur Möller, ráðuneytisstjóra „Þetta er ákvörðun um kjör- skrárgjörðina, sem var ákveðin 1963 og hefur verið haldið síðan. Að taka ekki inn í prestkosn- ingar flutning milli trúfélaga, nema sá flutningur hafi verið gerður fyrir síðasta 1. desember, og áður en kosning hefur verið- auglýst," sagði Baldur Möller, ráðuneytisstjóri en hann á sæti í yfirkjörstjórn. „Kosningalögin vísa aftur til firnagamalla laga um prest- kosningar, — frá 1915 og vísa raunar aftur til laga frá 1907 ef ég man rétt. Þau eru fremur fátækleg um margt. Árið 1963 var kosið í fimm prestaköllum þegar þeim var fjölgað í borg- inni. Þá var sérstaklega tekin fyrir sú hætta, sem er á því-, að Þjóðkirkjan hefur þá sérstöðu að hafa prestkosningar. Það þótti augljós hætta á því, að slíkar kosningar eru gjarnan sóttar af kappi, og að þetta mundi verka eins ,ágangur af þjóðkirkjunnar hálfu á hendur litlu söfnuðun- um. Vegna þess að kosningar- hafa þann sérstaka eiginleika að það er beitt miklu kappi frá ef til vill fjölda aðila. Og þar sem þessir veiku söfnuðir hafa ekki neinn varnarmöguleika gagn- vart slíkum áróðri og ekki getu til að geta beitt þjóðkirkjuna sama, þá þótti þetta óhjákvæmi- legt að setja tímamörk um flutning við 1. des. Þessar kosn- ingar fara fram aftur og aftur og þau 17 ár sem liðin eru síðan þetta var tekið upp og því hefur verið haldið. í gegn um þessi ár eru sárafá atkvæði, sem hafa komið með þessum hætti. Með þessu hefur verið forðað því, að Þjóðkirkjan verði sökuð um óeðlilegan ágang á litlu söfnuðina. Að áhrif kosninga- spennu og því sem slíku fylgir hafi ekki áhrif á litlu söfnuðina. Þegar menn koma á kjörskrá og eru ekki á kjörskrá og telja það stafi af einhverjum óeðlilegum ástæðum og óska að fá að kjósa, þá hafa undirkjörstjórnirnar haft það ráð, að leyfa mönnum, ef vilji væri á kosningarétti, að kjósa og velta vandanum á yfirkjörstjórn. Það hafa verið við hverjar kosningar einhverjir svona seðl- ar. En það brá svo við við þessar kosningar, að ólíkt sem verið hefur 3 til 4 seðlar, — þá voru 66 seðlar nú, held ég. Þetta var tilkynnt fyrirfram og báðir aðil- ar vissu um þessa reglu. En sumir fylgismanna voru ekki sáttir við hana en það var staðið á henni. Auðvitað mega menn deila, það er ekki það. Báðir aðilar vissu þetta fyrirfram og yfirkjörstjórn breytti ekki sinni afstöðu, frekar en 17 ár sem undan eru gengin. Óánægju hef- ur ekki verið lýst, svo ég muni, áður að minnsta kosti að neinu ráði. Ég held, að þeir sem lýstu óánægju nú, hafi talið að þessi atkvæði hefðu ekki breytt neinu um úrslit. Þetta rekur á eftir því, að ný kosningalög komi til,“ sagði Baldur Möller að lokum. Er andvígur prestkosningum Rætt við séra Valgeir Ástráðsson, nýkjörinn prest í Seljasókn „ÞETTA var úrskurður yfirkjör- stjórnar og við vorum ekkert að því spurðir. Litt'' var ljóst um leið og kjörskrá var auglýst. Þá var þessi stefna, að dæma at- kvæðin gefin til kynna, ótvírætt. Ég átti ekki von á svona miklum fjölda ógildra atkvæða og eins hve margir höfðu ekki vitneskju um að þeir væru ekki í Þjóð- kirkjunni", sagði séra Valgeir Ástráðsson, nýkjörinn prestur í Seljasókn í Reykjavík. Hver er afstaða þín til prest- kosninga, eftir að þú nú hefur sjálfur tekið þátt í þeim. „Ég er ekki hlynntur prestkosningum. Ég tel eðlilegra að prestur sé valinn á annan hátt. Þarna er verið að kjósa embættismann, en ekki mann til skamms tíma eins og til Alþingis, til að mynda. Ég tel þetta, auk ýmissa annarra ástæðna, ákaflega óeðlilegt," sagði séra Valgeir að lokum. „Sætti mig við úrskurðinn“ — segir séra Úlíar Guðmundsson „ÉG SÆTTI mig við þennan úrskurð, en svona nokkuð verður auðvitað að koma í veg fyrir í framtíðinni. Mönnum ber að gleyma þessum kosningum og söfnuðurinn sameinist nú um séra Valgeir," sagði séra Úlfar Guðmundsson, en hann var í framboði til prestsembættis í Seljasókn. „Það kemur mér ekki á óvart þó svona margir hafi verið utan Þjóðkirkjunnar. Þá hefur Frí- kirkjufólk sjálfsagt óskað eftir því að flytja sig í Þjóðkirkjuna, þar sem það hefur enga aðstöðu í Breiðholti og það veigrar sér við því að senda börn sín niður í bæ til að gangast undir fermingar- undirbúning. Svona atkvæði hafa áður verið úrskurðuð gild, að því mér skilst og þá í prestkosningum í Breiðholti ’72. Þá fóru atkvæðin aldrei til yfirkjörstjórnar, heldur úr- skurðuð gild af kjörstjórn á staðnum. Hver er afstaða þín til prest- kosninga, nú þegar svo stutt er síðan þú hefur háð kosningabar- áttu þína. „Það eru náttúrlega allir kirkjulegir aðilar búnir að biðja um endurskoðun á þeim. Þetta er ákaflega þungt í vöfum. Hugsaðu þér til dæmis mig. Ég get ekki átt við þetta nema að sumri til. Maður er fastur við embættisverk og kennslu — veð- ur eru válynd að vetrarlagi. Enginn til að taka við. Það er meira en að segja það við söfnuð sinn, að nú sé maður farinn í tvo mánuði til að ganga í hús í Reykjavík. Mannleg mistök — segir Þórarinn Ragnarsson, gjaldkeri Seljasóknar en í ljós kom að hann var ekki skráður í Þjóðkirkjuna „Það kom mér og mörgum öðrum mjög á óvart, þegar í ljós kom, að við vorum ekki skráð í þjóðkirkjuna og því ekki kosn- ingabær," sagði Þórarinn Ragn- arsson, gjaldkeri Seljasóknar í samtali við blaðamann, en Þór- arinn fékk ekki að neyta atkvæð- isréttar síns í prestkosningunum í Seljasókn. „Samkvæmt manntalsskrif- stofunni þá var ég utan þjóð- kirkjunnar. Af hverju veit ég ekki, því foreldrar mínir eru bæði í þjóðkirkjunni. Ég var skírður, fermdur og kvongaðist í kirkju og fór til Bandaríkjanna sem skiptinemi á vegum þjóð- kirkjunnar. Sjálfsagt liggja mannleg mistök þarna að baki. Ég tel rétt, að úrbætur verði gerðar á þessu, því margir urðu mjög reiðir þegar þeir fengu ekki að kjósa og áttu erfitt með að skilja forsendurnar þar að baki. Það eru margir sem álíta að þeir séu skráðir í þjóðkirkjuna, — það gangi sjálfkrafa fyrir sig. Svo er ekki og reglan er, að barn fylgir móður sinni í trúfélag. Ég tel því rétt, að þegar prestar ferma börn, að þá sé gengið úr skugga um, að börnin séu í þjóðkirkjunni. Það var algjör tilviljun, að ég komst að því að ég var utan þjóðkirkjunnar. Hefði ég búið í einhverju öðru hverfi, þar sem prestkosningar hefðu ekki farið fram, þá hefði allt eins getað gerst að ég væri utan þjóðkirkjunnar allt mitt líf.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.