Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 KAfp/no v, fs (ð GRANI GÖSLARI As( er... ... aó vera ekki ein þó hann sé aó heiman. TM Reg US Pat Oft all nghts roMrved • 1978 Los Ange*— Tlmw Syndtcef í fyrsta la«i kcmur systir mín ekki fyrr en eftir 10 mínútur. — í öðru lasi siturðu á kúlutyKKjóinu minu! 829 ' 4^0* Veit hér enginn nær tölvan kemst aftur i las? BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Bandaríkjamaðurinn Oswald Jacoby var einn af landkönnuðum bridgespilsins fyrir um 50 árum síðan. Og enn er hann í fullu fjöri. I spili dálksins var hann með spil suðurs og andstæðingar voru ekki af lakara taginu, sjálf hjónin Josephine og Ely Culbertson. Ekk- ert á ég skráð um gjafara og hættur, enda spilið gamalt, en Jacoby var sagnhafi í 6 laufum. Norður S. ÁK2 H. D8 T. G73 L. KG875 Vestur Austur S. 75 S. D1098643 H. G6542 H. Á107 T. D1064 T. 98 L. 102 L. 6 Suður S. G H. K93 T. ÁK52 L. ÁD943 Austur hafði sagt spaða og vestur spilaði út spaðasjö. Hvernig líst þér á að skrapa saman 12 slögum? Utspilið var tekið með kóng í blindum og eftir að hafa tekið tvo slagi á tromp spilaði sagnhafi hjartaáttunni frá norðri. Taki austur þá ásinn getur sagnhafi seinna látið tapslaginn í tígli í hjartakónginn. Enda féll frú Jos- ephine ekki í þessa gildru og suður fékk slaginn á kónginn. Og enn var eftir að losna við tapslag úr öðrum hvorum rauðu litanna. Jacoby leysti vandann á glæsi- legan hátt. Hann spilaði trompi á blindan, lét hjarta af hendinni í spaðaás og trompaði síðasta spað- ann. Því næst tók hann á ás og kóng í tígli og úr því drottningin kom ekki í, spilaði hann hjartanu sínu og blessuð frúin festist inni. Hún átti bara eftir spil í hálitun- um en slík spil átti sagnhafi hvorki heima né í blindum. Og þegar hún reyndi hjartað tromp- aði Jacoby heima en lét tígulinn frá blindum. Og þá voru bara tromp eftir í blindum, unnið spil. Svona spilaði þessi náungi fyrir næstum 50 árum og enn má sjá lík tilþrif hjá honum í ýmsum mótum vestan hafs. Burt með þenn- an óaldarlýð Sigriður Sveinsdóttir skrifar: „Fólk er almennt orðið orðlaust yfir, hvað sumir unglingar nú um stundir eru óskammfeilnir að leyfa sér að vaða svona um eins og verstu óþokkar og skemma alla skapaða hluti fyrir náunganum, sem er að snyrta og fegra í kringum sig og okkur öll eftir bestu getu. Hvers konar innræti er þetta eiginlega í þessum ung- mennum? Eg bara spyr. Sjálfsagt eru þau meira og minna dauða- drukkin eins og þeirra er vandi, en það er engin afsökun fyrir þau — og reyndar engan — þegar þau haga sér eins og villidýr. • Aðfarirnar við Austurvöll Tökum t.d. aðfarirnar við Austurvöll og nágrenni um síð- ustu helgi. Maður gæti nú ímynd- að sér að allir hefðu ánægju af vel hirtum trjám og blómaskrúði eins og reynt er að hafa þar, flestum til augnayndis. En því miður er þessi lýður þannig innrættur að hann kærir sig kollóttan um allt og alla nema það að þjóna lund sinni og heldur að það sé mikill vegsauki að því að haga sér svona. • Bleytum ræki- lega i lýðnum En mér, og ég held flestum, finnst nú vera kominn tími til að eitthvað reglulega raunhæft verði gert í þessum málum, svo að þessi lýður komist ekki upp með áfram- haldandi skrílslæti. Ég veit að lögreglan gerir sitt besta í þessu Námskeið Bridge- skólans að hefjast Námskeið Bridgeskólans í Reykjavík eru nú að hefjast aftur að loknum sumarleyfum. Sjálfsagt mun mörgum þykja tími til kominn, þar sem bók- stafurinn R er kominn í mánað- arheitið aftur. En samkvæmt gamalli venju má ekki spila á kort þá fjóra mánuði ársins, sem ekki bera þennan bókstaf. Eflaust þykir mörgum ein- kennilegt, að setjast þurfi á skólabekk til að læra bridge, þetta vinsæla spil. En það er staðreynd, að þeir, sem kunna spilið eru latir að kenna það öðrum. Og af þessari ástæðu þykja bridgeskólar sjálfsagðir í öllum stærri bæjum hins vest- ræna heims. Nú sem fyrr fer kennsla skól- ans fram í formi námskeiða og hefst miðvikudaginn 10. sept. með námskeiði fyrir byrjendur. Og laugardaginn 13. september hefst siðan námskeið ætlað þeim fjölmörgu, sem dálítið hafa spil- að en langar til að skerpa og auka kunnáttu sína. Er nám- skeið þetta jafnframt sniðið við hæfi þeirra, sem lokið hafa byrjendanámskeiði skólans. Hér á íslandi hefur almenn- ingi nokkrum sinnum verið boð- in skipulögð bridgekennsla. En slík fyrirtæki hafa sjaldan notið langlífis. Ásinn, Bridgeskóli Páls Bergssonar hóf göngu sína haustið 1979 og kom strax í ljós nauðsyn slíks skólahalds. Þá strax fékk Páll til liðs við sig reynda kennara, Guðjón Sig- urðsson og Guðmund Pál Arnar- son. Nafni skólans hefur nú verið breytt í Ásinn, Bridgeskól- inn í Reykjavík en kennarar verða þeir sömu og áður. Og sömu kennsluaðferðir verða við- hafðar. Myndvarpa og sérstak- lega undirbúin spil notuð sam- kvæmt bandarískri fyrirmynd, í Bridgeskóla Reykjavíkur. viðurkenndri af sambandi bridgekennara þar í landi. Fljótlega kom fram áhugi á stofnun útibúa frá skólanum. Og úr varð, að við fjölbrautaskólann á Reyðarfirði og seinna einnig á Akranesi lærðu um 30 ungmenni bridge og þóttu námskeið þessi takast nokkuð vel. Og ef svo fer sem horfir má reikna með að slíkt námskeiðahald verði reynt á fleiri stöðum í vetur. Síðar skaut upp áhuga nem- enda skólans á stofnun félags- skapar til ao sjá um spila- mennsku á eigin vegum. Og mun skólinn veita alla hugsanlega hjálp til að koma hugmynd þessari í framkvæmd. Ekki er ljóst hvort kennslustaðurinn, Félagsheimili hestamannafé- lagsins Fáks, hentar til slíkra spilakvölda. En eflaust þætti mörgum bridgespilaranum feng- ur að stað, þar sem hægt væri að líta inn stöku sinnum og grípa í spil í góðum hópi. (Fréttatilkynning)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.