Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 31 Þrjár nýjar bækur frá Hvítasunnu- söfnuðinum Ógleymanleg frásðgn ungrar stúlku um hetjulega FRANK MANGS VEGUR FRELSISINS Ilvitasunnusöfnuúurinn hefur ftefið út þrjár bækur! „Joni" eftir Joni Eareckson, „Lækningr Iök- reglumannsins" eftir Kathrynu Kulhman og „Vegur frelsisins" eftir Frank ManKS. t bókinni Joni setnr höfundurinn frá slysi sem hún varð fyrir aðeins 17 ára gomul. Hún hálsbrotnaði og lamaðist frá hálsi og niður úr. Joni segir frá vonbrigðum og baráttunni sem hún átti í. Hún lysir sjúkrahússvistinni, endurhæfingar- stoðinni og stofnunum frá sjónarhóli sjúklingsins. Hún segir frá viðbrögð- um félaga sinna og lýsir því hvernig það er að hverfa út úr hringiðu æskuáranna. Joni er nú þekktur munnmálari og fyrirlesari í Bandaríkjunum. Nýlega var gerð kvikmynd eftir þessari bók og fer Joni sjálf með aðalhlutverkið í myndinni. í „Lækning lögreglumannsins" segir Kathryn Kuhlman, sem er þekkt fyrir lækningasamkomur sín- ar, frá lögreglumanninum Jon Le Vrier. Hann var heltekinn af krabbameini en læknaðist á sam- komu hjá Kuhiman. Bókin „Vegur frelsisins" er endur- útgefin eftir að hafa verið ófáanleg um árabil. í bókinni útskýrir Frank Mang friðþægingu syndanna og ei- líft líf. Mang er þekktur kristniboði sem starfað hefur á Norðurlöndun- um síðustu áratugi. ■ Carl Bang, sumarljósmyndari, bíður þess með óþreyju að mótífið komi fram á polaroid-filmunni. Og í baksýn bíða fyrisætur hans: Gréta Sigfúsdóttir. Kenneth Goodwin og Oddur Knudsen eftir árangrinum. (Ljósm.: Jan B. Henri’ksen) gjarna veður úr einu í annað. Við tökum því hliðarspor og segjum frá því þegar Bang sem ungur aðstoðarmaður fékk heimsókn í búðina af einkar föngulegri konu frá Austurlandi. Konan hafði tekið sér stöðu framan við hillu með fáeinum bókum eftir Sigríði Undset og sagði að sig langaði til að líta á bækur. Bang brást skjótt við, en taldi að bækur eftir Sigríði Undset væru tæplega neitt fyrir hana. Hún ætti heldur að fara með honum í deildina þar sem hin fræga metsölubók Sig- ríðar Bo, „Við sem vinnum eld- hússtörfin", hafði hlotið heið- urspláss. En konan föngulega sagði þá kurteislega að við nánari íhugun hefði hún ekki áhuga á að líta á bækur og gekk út úr búðinni. Daginn eftir sat ungi bóksölu- lærlingurinn og gluggaði í eitt af dagblöðum borgarinnar. Þar var m.vnd og feitletruð fyrirsögn þess efnis, að Sigríður Undset hefði verið í Stafangri. Og hún var einmitt konan sem Bang hafði álitið að bæri mest úr býtum með því að lesa „Við sem vinnum eldhússtörfin". Frá Stafangri (klippt úr Rogaland Avis). Gréta Sigfúsdóttir þýddi. Þegar Carl Bang hvatti Sigríði Undset til að snúa sér að eldhússtörfum Sumarsvipmyndir Rogaland Avis Það er ekkert launungarmál, að hinn vinsæli Stafangur- bóksali Carl Bang er maður fjarhuga. Sú saga gengur m.a. að hann hafi einhverju sinni fyrir stríð verið kominn út á stökk- brettið á baðstaðnum Vaulen þegar einn kunningi hans upp- götvaði að hann hafði ekki tekið af sér armbandsúrið. — Klukkan! Klukkan! æpti kunningi hans. Bang leit á arm- bandsúrið. — Klukkan er fjögur, anzaði hann og steypti sér til sunds. En Bang er þó ekki svo utan við sig að hann gleymdi að ýta á takkann í tilefni af verðlauna- seríu okkar. En honum láðist að stilla inn á rétta fjarlægð. Þess vegna varð framlag hans dálítið óskýrt, en ekki óskýrara en svo að unnt er að greina myndina. Og það voru viðskipta- vinir úr bókabúðinni í Ólafskleif sem Bang hafði teymt út á götu til ljósmyndunar. Daman heitir Gréta Sigfúsdóttir. Hún er ís- lenzk og hefur skrifað fimm bækur. Noregsdvöl hennar er í sambandi við nýja skáldsögu sem hún er með í smíðum. Herra- mennirnir á myndinni eru þeir Kenneth Goodwin frá Aberdeen og Oddur Knudsen olíuráðgjafi. Goodwin er í olíubransanum og var í erindagerðum í Stafangri. Hér hafði hann verið á vegum Knudsens. Bang bóksali er maður sem Hér höfum við sumarsvipmynd Bangs af viðskiptavinum fyrir framan búðina sína. Myndin er þvi miður fremur óskýr. (RA: Lars Chr. Sande) 9* HÆÐUM I TORGINU Austurstræti 10 sinii: 27211 B4TN/4ÐUR Á ÆLA FJÖLSKYLDUM4

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.