Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 25 þaö stendur til, aö hluti þessar- ar sýningar fari noröur til Akur- eyrar í Háhól, það væri einmitt ágætt aö þetta kæmi fram, ef þaö skyldi veröa af því. Finnst ykkur þetta góö sýn- ing? spurði nú blaðakonan. Það eru eilíf sannindi, segir Valtýr, aö nýjasta sýning listamanns er alltaf, aö hans dómi, sú bezta sem hann hefur haldiö. Valtýr haföi varla sleppt oröinu fyrr en Þorvaldur tók að mótmæla kröftuglega og svo mótmæltu þeir hver í kapp viö annan. — Þaö eru sex ólíkar skoöanir á þessu máli hér, sagöi Jóhannes loks, þegar menn höföu skammaö Valtý góöa stund. „Menningarfrontur“ Er þetta sölusýning?, spurði blaðakonan aftur áfram. Sölu- sýning! Minnstu ekki á það orö, sagöi Þorvaldur. Blaöakonan lofaöi því. Viö leggjum hér fram okkar vinnu í heilt ár, hélt Þorvaldur áfram. Þessi sýning er okkar játning. Taktu okkur ekki alvarlega, hvíslaöi nú einhver, við erum orönir gamlir. Við erum aö reyna öa halda uppi smá „menningarfronti", sagöi Kristján. — Þessi hópur er kannski einmitt tilorðinn þess vegna að þaö er alls konar fólk að sýna útum allar jaröir, heyrð- ist líka. Karl gat tekið undir þaö. Þaö er annar hver maöur farinn aö halda málverkasýningar og fjölmiðlar gefa öllum jafn mikiö rúm. Horfiöi á sjónvarpsfréttirn- ar á föstudagskvöldum. Og það er taliö fréttnæmt ef einhverjum kaupfélagsstjóra, komum á elli- laun, dettur í hug aö fara aö máia og svo aö sýna. Valtýr og Satan Nú fer Kristján aö tala um aö sig langi til þess aö mála Valtý, augabrúnirnar hans sveigist svo skemmtilega upp, hefur senni- lega veriö aö þakka tíu þúsund kallinn. — Þaö minnir mig á það, segir Valtýr, aö einu sinni þegar ég var úti í löndum, vék sér aö mér útlenzkur leikstjóri og sagði: Heyröu! Þú gætir leikiö sjálfan Satan, án þess aö bregöa á þig grímu! Heimsfrægöín ... Ég spyr þá um nýlist. Nýlist! Þetta sem kallað er nýlist á ekkert skylt viö nýlist, allt þaö sem þaö fólk er aö gera, hefur verið gert allar götur síðan 1920. Annars, segir Valtýr, finnst mér hugdettur miklu betra orö og rétt þýöing á enska orðinu concept. Ég spyr þá hvort þeir hafi ekki fariö á Korpúlfsstaöi. — Þetta er nokkuð sem veröur aö ganga yfir, segir Þorvaldur. Ef einhvers staöar er ólga veröur hún aö koma fram. Helvíti gróteskar hræringar verða aö vera annaö veifiö til aö halda lífi í myndlistinni. Og allir höfum við veriö ungir. En Valtýr er haröur á því aö hugdettur eigi ekkert skylt viö list, en hinir eru hógværir og segja aö hann sé kominn út á hættulegar brautir. Viö erum ekkert aö agnúast útí þetta, segja þeir. Þaö er nauðsynlegt aö ungir menn geri eitthvaö af þessu tagi. Þeir sögöu mér í Suðurgötu 7, aö þar væri virtasta gallerí Evrópu? Jæja, sögöu þeir þaö. Já, það má vera og vonandi það verði áfram það. — Þetta meö heimsfrægöina, segir Valtýr, þaö er eins og fyrir íslending aö fara yfir Atlantshaf- iö, þaö er svo mikiö fyrirtæki, aö íslendingar halda aö þeir séu orönir heimsfrægir viö jaaö eitt, aö fara yfir Atlantshafiö. — Þaö væri heppilegt þú týndir þessum blööum, sagöi Karl. — Já, fyrir alla muni, týndu þessum blööum, segir Guömunda. Gamalt fólk og 85 tímar á dekki Ég var, skal ég segja ykkur, aö spjalla viö elzta karl í togarastétt. Nú, hver er þaö? Það er hann Tjái og þiö getið lesið um hann á sunnudaginn. Hann er níutíu ára og í fullu fjöri. Þaö þótti þeim merkilegt. Hann fór á Snorra Sturluson 1908, segi ég, þá hefur þú veriö tveggja ára, Þorvaldur? Já, seg- ir Þorvaldur og hlær, ég hef veriö tveggja ára þegar Tjái fór á togara. Ég á eina frænku, segir Valtýr, hún er 96 ára og stundar búskap enn. Þaö þótti öllum merkilegt að heyra, að Valtýr ætti svo gamla frænku. En heyrðu Valtýr, segir Guðmunda, fyrst þú talar um frænku, viö eigum sameiginlega frænku úti í Amríku. — Jæja, hver er þaö? — í guös bænum farið ekki að rekja saman ættir ykkar, segir Þorvaldur. En hann Tjái, segi ég, hann vakti mest í 85 tíma. Þaö þótti þeim vel af sér vikið. — Þaö þýddi ekki aö bjóða þeim Environment-mönnum í Suðurgötu 7 upp á það, sagöi Valtýr. Þegar ég haföi kvatt þetta heiöursfólk, baö Karl mig bless- aöan aö týna þessu skrifi, en Valtýr sagöi að þetta heföi verið skemmtilegur blaöamannafund- ur. Einhver þakkaði þaö viskí- inu. - J.F.Á. vetur og verður í umsjón listfróðra manna, en ekki hef- ur verið gengið frá því hverjir þeir menn verða. Að sögn Emils Björnssonar, yfirmanns frétta- og fræðsludeildar sjón- varpsins, þykir sérstaklega tímabært, vegna lit- sjónvarpsins, að hleypa slíkum þætti af stokkunum. Fastir umræðuþættir verða annan hvern þriðjudag, en ekki er ákveðið hverjir koma til með að stjórna þeim. Þing- sjá verður einu sinni í mánuði á þriðjudögum og einnig held- ur þátturinn Maður er nefnd- ur áfram. í fyrsta þætti vetr- arins sem sýndur verður í byrjun október, verður rætt við Guðmund Daníelsson, rit- höfund. Þáttur Sigrúnar Stefáns- dóttur, Þjóðlíf, hefur göngu sína á ný í janúar í vetur og verður fram á vorið. Þá má geta þess, að sjónvarpið hefur útbúið dagskrá um Horn- strandir sem nefnist Eyði- byggð, sem sýnd verður ein- hvern tíma í vetur. Ómar Ragnarsson sá um gerð þeirrar dagskrár og hefur vinna við þáttinn staðið yfir undanfarin tvö ár. Einnig hefur Ómar Ragnarsson gert þátt, sem sýndur verður í vetur um ríki Vatnajökuls og Kverkfjalla. Vetraráætlun Flugleiða í millilandaflugi: Luxemburg inni, en stórt „Ef“ fylgir 9 farþegaflug til Evrópu, tvö til New York „Vetraráætlunin í utanlands- fluginu liggur fyrir að öðru leiti en því að einn óvissuþáttur er í því, Luxemborgarflugið,“ sagði Leifur Magnússon framkvæmda- stjóri flugrekstrarsviðs Flug- leiða í samtali við Mbl. i gær. „Inni í áætluninni stendur að tvö flug á viku séu með viðkomu á íslandi milli Luxemborgar og New York, en ferðirnar til Lux- emborgar verða eftir því hver verður niðurstaðan í Luxemborg- arviðræðunum. Miðað er við að DC-ti verði i Lux-ísland-New York fluginu. en verði ekki flogið til Luxemborgar er gert ráð fyrir tveimur Boeing-flugum á sömu dögum vestur um haf, þ.e. á þriðjudögum og laugardögum frá Islandi. Er þá gert ráð fyrir eldri vélinni á þriðjudögum, en þar er einnig möguleiki að flytja vörur, og nýju vélinni á laugardögum. þegar farþegaumferð er meiri. Á sl. ári voru 10 flug á viku milli íslands og Evrópu, fyrir utan Luxemborg, en í vetur er gert ráð fyrir 9 ferðum með Boeing 727. Mun nýja vélin fara 5 ferðir og eldri vél 4 ferðir. Þá er gert ráð fyrir sérstökum vöruflugferðum sitt hvora ferðina í viku til London og Kaupmannahafnar. í vetraráætluninni er gert ráð fyrir tveimur beinum flugum til Kaupmannahafnar í viku, þremur um Osló og Kaupmannahöfn, 1 flugi um Glasgow á báðum leiðum til Kaupmannahafnar og þremur flugum á viku til London. Þá er gert ráð fyrir því að unnt sé að fljúga viðbótaráætlun bæði til Evrópu og Ameríku og einnig er rýmilegt pláss fyrir leiguferðir sem kunna að koma upp.“ Séð yfir Kleppsveg, að Kleppsspítala og út á Sundin. 1 horninu til hægri fremst á myndinni á hin mikla skrifstofubygging Sambandsins að rísa, átta hæða hús. Ljósm.: Ragnar Axeisson. Stórhýsi Sambandsins við Sundin: Óþolandi að átta hæða skrif- stofuhús loki fyrir allt útsýni — sagði Davíð Oddsson við umræður í borgarstjórn BORGARSTJÓRN Reykjavikur hefur fyrir sitt leyti samþykkt að Samband íslenskra samvinnufé- laga verði heimilað að reisa stórhýsi við Sundin, átta hæða skrifstofubyggingu í grennd við hús Sambandsins við Holtagarða. Við umræður um málið i bórgar- stiórn voru niu fylgjandi þvi að SIS fengi að byggja á umræddri lóð, en sex voru þvi andvigir. Þeir sem samþykkir voru, voru borgarfulltrúar Alþýðuflokks. Alþýðubandalags og Framsókn- arflokks. og Sveinn Björnsson (forseti ISÍ), sem var varamaður Alberts Guðmundssonar á fund- inum. — Áður hafði Albert sagst vera hlynntur umsókn SÍS. And- vígir voru sex fulltrúar sjálfstæð- ismanna, sem töldu heppilegra að Sambandið byggði á öðrum stað i borginni, til dæmis í nýja mið- bænum. Við umræður um málið sagði Davíð Oddson, að ekki þyrfti að taka alvarlega hótanir SIS um að fyrirtækið hygðist flytja starf- semi sína úr borginni, fengi það ekki umbeðna lóð við Sundin. Hér væri aðeins um hótun auðhrings að ræða, sem hygðist með kúgun- araðgerðum taka ráðin af sveitar- félaginu sem hlyti að hafa síðasta orðið í máli sem þessu. Sagði Davíð Sambandið alls ekki geta kvartað yfir fyrirgreiðslu borgar- yfirvalda, sem jafnan hefðu verið boðin og búin til að greiða fyrir fyrirtækinu. Mætti í því sambandi minna á markað Sambandsins í Holtagörðum og einstæða hafnar- aðstöðu Skipadeildar Sambands- ins í Reykjavík. Mergurinn máls- ins væri á hinn bóginn sá, að í umræddu skrifstofuhúsnæði Sam- bandsins yrði ekki nema að mjög óverulegu leyti „hafnsækin" starf- semi. Skrifstofuhúsnæði Sam- bandsins mætti því sem best byggja annars staðar, og stæði ekki á borgaryfirvöldum að útvega góða lóð í því sambandi. — Undarlegt væri hins vegar að heyra forráðamenn SÍS tala um að flytja starfsemi sína út fyrir borgarmörkin, ef til vill langt í burtu, þá segðu þeir lóðina við Sundin nánast vera þá einu sem þeir gætu notað. Þá sagði Davíð, að nú þegar lægi fyrir umsókn frá Skipadeild Sambandsins, um lóð fyrir aðstöðu sína á þessu svæði, og sýndi það betur en allt annað, að Skipadeildinni væri ekki ætlað rými í skrifstofubyggingunni átta hæða. Tæki það af öll tvímæli um að þar yrði ekki til húsa hafnsæk- in starfsemi. Sagði Davíð nauðsynlegt að gæta þess, að við höfnina yrði eingöngu starfsemi sem tengdist henni, en ekki fyrirtæki sem allt eins gætu verið staðsett annars- staðar. Ætti ekki að þurfa að rökstyðja slíkt með mörgum orð- um. Af þeim sökum væri hann á móti því að Sambandið fengi að byggja hina stóru skrifstofubygg- ingu sína á umræddu svæði. En aðrar ástæður kæmu einnig til, og þær ekki síður mikilvægar. Þær væru einkum, að með byggingunni yrði lokað fyrir útsýni yfir Sund- in, sem íbúum á þessu svæði hefði þó verið lofað að yrði ekki gert. Væri vitaskuld óþolandi fyrir fólk að borgaryfirvöld gengju á bak orða sinna í slíku máli. Alla tíð hefði verið reynt að hafa hús á þessum slóðum mjög lág, svo þau spilltu útsýni íbúðarhverfanna ekki nema sem allra minnst. Nú væri greinilega horfið frá því, með því að leyfa byggingu stórhýsis eina auðhringsins hér á landi, Sambands íslenskra samvinnufé- laga. En Davíð kvaðst þó hafa von um að ekki yrði af þessum fram- kvæmdum, þar sem hann ætti sér stuðningsmann í röðum meirihlut- ans, en það væri sjálfur forseti borgarstjórnar og foringi meiri- hlutans, Sigurjón Pétursson. Árið 1977 hefði Sigurjón gert svofellda bókun í borgarráði: „Þar sem þetta skipulag mun takmarka verulega útsýni til norð- urs og austurs af Elliðaárvogi og þar sem þetta svæði er það eina þar sem ekki hefur enn verið byggt að fullu fyrir útsýni, get ég ekki fallist á að iðnaðarhús af þessari hæð verði byggt þarna og greiði atkvæði á móti skipulag- inu.“ I samræmi við þessa bókun taldi Davíð víst að Sigurjón væri and- vígur byggingu SÍS-hússins, sem væri mun stærra og hærra en þær byggingar sem um var fjallað í umræddri bókun. Sigurjón tók ekki til máls í þessum umræðum, en þau Gerður Steinþórsdóttir varaborgar- fulltrúi Framsóknarflokksins og Björgvin Guðmundsson alþýðu- flokksmaður kváðust styðja bygg- ingaráformin. Magnús L. Sveins- son mótmælti þeim hins vegar harðiega, og sagði erfitt vera að koma í veg fycir hækkun húsa eða nýbygginga hárra húsa á þessu svæði ef SÍS fengi að reisa um- rædda byggingu. Kvað Magnús þetta óþolandi fyrir fólk í ná- grenninu, sem núna missti fagurt útsýni yfir sundin, þrátt fyrir skýlaus og margítrekuð loforð borgaryfirvalda.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.