Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 17 Ágúst Ágústsson fjármálastjóri Fríhafnarinnar: Fríhöfnin fullkom- lega samkeppnisfær við aðrar fríhafnir Ekki alls fyrir löngu sló Dag- blaðið upp frétt á neytendasíðu „Okur í Fríhöfninni". I fréttinni segir, að einhver hafi keypt Sony segulbandstæki í Fríhöfninni fyrir $129.000 en seinna komist að raun um, að samskonar tæki kosti aðeins $56.50 í New York. Til staðfestingar var birt úrklippa úr verðlista frá 47th Street-fyrirtæk- inu í New York, sem um árabil hefur getað boðið ýmsar raf- magns- og ljósmyndavörur á mjög hagstæðu verði. Rétt er að stað- festa, að frétt Dagblaðsins er að öllu leyti rétt hvað snertir verð á þessu segulbandstæki. Þó hefði góður blaðamaður getið þess, að við New York-verðið bætist sölu- skattur, sem nemur 8% og að ábyrgð á tækinu er takmörkuð, þannig að viðgerð getur aðeins farið fram hjá New York-fyrir- tækinu sjálfu. Að vonum spyr blaðamaður hvað valdi þessum verðmismun. Pétur Steingrímsson hjá Japis, Sony-umboðinu á Islandi, segir, að tvær ástæður liggi til grundvallar háu verði í Fríhöfninni. í fyrsta lagi, segir Pétur, að verð á japönskum vörum sé mun hærra í Evrópu en í Ameríku, en Japis flytur Sony-vörur inn á Evrópuverði. í öðru lagi leggur Fríhöfnin yfir 50% á allar vörur, sem keyptar eru frá Japis. Að lokum segir Pétur: „Okkur blöskr- aði þegar við heyrðum verðið á Sony-vörum í Fríhöfninni." Ekki er að undra þó að Pétri og Dagblaðinu blöskri, því að glöggur lesandi sér að sjálfsögðu strax, að Sony-umboðið á íslandi getur ekki einu sinni boðið innflutningsverð, sem jafnast á við smásöluverð í Ameríku. Smásöluverð í Ameríku er $56.50 en Sony-umboðið selur Fríhöfninni samskonar tæki á rúma $80.00. Það hefði borgað sig fyrir Fríhöfnina að kaupa þetta segulbandstæki frá smásala í Am- eríku fyrir $56.50 og leggja 50% á það, og útsöluverð hefði þá orðið $84.75 í stað $129.00. Neytendasíða Dagblaðsins hlýtur að spyrja Pét- ur hvað valdi því að innflutnings- verð hjá Japis er $23.50 hærra en hjá smásöluverzlun í Ameríku? Hvað snertir 50% álagningu hjá Skagfirska söngsveitin gefur út plötu Um síðustu helgi kom út plata Skagfirsku söngsveitarinnar i Reykjavik, sem ber heitið „Heili þér Drangey“. Er platan gefin út á 10 ára afmæli Söngsveitarinnar, en upp- tökur þessar voru að mestu gerð- ar á hliómleikum i Háteigskirkju 1975. I söngsveitinni eru sextiu félagar, en söngstjóri er Snæ- björg Snæbjarnardóttir. A „Heill þér Drangey" eru ellefu lög, þar af þrjú eftir Þórarin Guðmundsson og tvö eftir Pál ísólfsson, en auk þess eru þekkt erlend sálmalög eins og „Ave Maria" eftir Bruckner og „Sanct- us“ eftir Schubert. Undirleikur er í flestum lag- anna ýmist orgel eða píanó og leikur Árni Arinbjarnarson á orgelið en Ólafur Vignir Alberts- son á píanóið. Barnakór söngsveitarfólksins syngur auk 'þess í tveimur lag- anna. Á framhlið plötuhulsturs er nýtt merki söngsveitarinar sem var hannað af eiginkonu eins söngsveitarmanns, Ingibjörgu Andrésdóttur, en platti hefur einnig verið gerður með merkinu á og eru 300 tölusettir plattar til sölu í frímerkjaversluninni Magna og svo hjá kórfélögum. SATT-kvöld á Borginni SATT-KVÖLD verður að Hótel Borg næstkomandi miðvikudags- kvöld 10. sept. Fram koma hljómsveitirnar Start og hinn nýstofnaði Jazz- kvartett Reynis Sigurðssonar, en auk hans skipa kvartettinn Þórður Árnason, Tómas Tómasson og Ásgeir Óskarsson, allir meðlimir í Hinum íslenzka Þursaflokki. Boðið verður upp á jam-session og má búast við að ýmsir kunnir spilarar láti í sér heyra. Þorgeir Ástvaldsson sér um kynningu og bregður jafnframt íslenskum plötum á fóninn. (Fréttatilkynning frá SATT) Skagfirska söngsveitin gefur plötuna út, en Fálkinn hf. sér um dreifingu á henni. HIA Fríhöfninni er auðvelt að útskýra hvernig hún er tilkomin. Á árinu 1979 voru laun hjá Fríhöfninni rétt um 20% af veltu en hagnaður 21%, þetta gerir samtals 41% og eru þá eftir 9% til að standa undir öllum öðrum kostnaði. Sumum finnst e.t.v. 21% hagnaður há tala. Það má samt ekki gleyma því að hagnaður rennur í ríkissjóð og er m.a. notaður til að greiða niður dilkakjöt og styrkja listamenn. Spurningin er því ekki hvort álagningin eigi að vera mikil heldur hve 'náan skatt (tekjur) ríkissjóður ætlar sér vegna rekst- urs fríhafnar. Áður en lengra er haldið vil ég nota tækifærið og fullyrða að verð á vörum í Fríhöfninni er mjög hagstætt miðað við verzlanir og fríhafnir víðast hvar. Að vísu er það rétt að sem stendur eru ljósmyndavörur og rafmagnstæki boðin á mjög góðu verði í Amer- íku. Þrátt fyrir það er munurinn oftast ekki mikill á verði Fríhafn- arinnar og verzlana í t.d. New York. Það vill nefnilega mjög oft brenna við að verðsamanburður er rangur. Sem dæmi má nefna að myndavélar eru oftast auglýstar þannig, að verðið nær aðeins yfir sjálfa vélina, en þá á eftir að bæta við söluskatti, tösku og rafhlöðu til þess að verðið sé sambærilegt við verð í Fríhöfninni á Keflavík- urflugvelli. Þessir þrír þættir nema oftast um það bil $50 á myndavél sem kostar $250 út úr búð í Ameríku. Eins og áður er sagt er óhætt að fullyrða að verð hjá Fríhöfninni er fullkomlega samkeppnisfært við hvaða verzlun eða fríhöfn sem er. Þessu til staðfestingar birtist hér úrdráttur úr könnun sem danska dagblaðið Jyllandsposten gerði fyrir rúmum mánuði. Könn- unin sýnir tvímælalaust að Frí- höfnin í Keflavík býður upp á verð MORGENAVISEN______________ Jyfland-s B>sten 1 200 cigaret- ter 25 cigarer 100 g pibe- tobak 1 liter alm. whisky 1 liter luksus whisky 0,7 liter 1 liter 1 liter cognac Campari Martini Billund 40,00 40,00 12,00 50,00 90,00 90,00 (1 liter) 45,00 25,00 Kastrup 46,00 53,00 17,00 65,00 105,00 80,00 56,00 25,00 Stockholm 45,85 55,00 21,00 48,45 90,40 98,25 55,00 26,20 Amsterdam 29,90 35,90 10,90 36,70 63,90 36,70 (0751) 23,95 (0.901) 14,15 Frankfurt am Main 40,00 31,00 18,60 31,00 80,30 71,30 40,30 18,60 * Hamborg 35,65 43,40 15,50 49,60 86,80 71,30 43,40 18,60 Geneve 33,70 40,45 20,20 40,45 64,05 60,65 43,80 (0,92 1) Keflavik 21,75 27,20 9,50 40,80 59,85 (0 95 1) 58,50 (0.95 1) 28,55 (0.921) 19,05 Spanske 12,50 26,50 15,60 46,80 85,80 15,60 (11 spansk) 24,95 12,10 (0,931) Vejledende priser i Danmark 166,00 67,50 17,60 103,00 168,50 163,30 (C.7!) (0 7 1) 86,80 (0.7 1) 40,85 DANSKA blaðið Jyllandsposten birti fyrir skömmu frétt þar sem sagt var að fríhafnirnar á Keflavíkurflugvelli og í Amsterdam biðu mjög lágt verð á tollfrjálsum vörum og m.a. birti blaðið lista sem sýnir verðið á nokkrum vörutegundum í ýmsum frihöfnum. sem fáar fríhafnir í Evrópu geta státað sig af (Verð á Spáni eru á spánskum vörum). Eftir að hafa skoðað verðsam- anburð spyr ef til vill einhver: hvers vegna er þessi verðmismun- ur? Spurningunni er auðvelt að svara. Stjórnvöld hinna ýmsu landa hafa mismunandi skoðanir á því hvað beri að skattleggja þá sem verzla í fríhöfn. í öllum þeim fríhöfnum, sem teknar eru með í könnun Jyllandsposten, er um útleigu að ræða. Það er að segja, einkafyrirtæki borgar ákveðið hlutfall af veltu til ríkissjóðs fyrir að fá að nota aðstöðuna á flugvelli til að reka fríhöfn. Þetta hlutfall er mismunandi eftir því hvaða land á í hlut, en tekjur stjórnvalda eru skattur engu að síður. Ríkis- sjóður íslands rekur fríhöfnina fyrir eigin reikning og voru tekjur (skattar) um 21% af veltu árið 1979. Til samanburðar má nefna að tekjur Dana eru 57% af veltu, Svía 50%, Norðmanna 45% og Spánverja 30% árið 1979. Af ofangreindum upplýsingum er óhætt að fullyrða að viðskipta- vinir Fríhafnarinnar gera yfirleitt góð kaup. Á hinn bóginn er íslenzkur skattborgari ef til vill hlunnfarinn ef miðað er við tekjur Norðurlandaþjóðanna af fríhöfn- um. Barry sófasettió Ulferts skipar eitt efstu sætanna á sölulista ULFERTS . . . ástæðan er augljós þegar þú hefur skoðað það nánar. Eins, tveggja og þriggja sæta, með tauáklæði sem taka má af og hreinsa. KRISTJÁn SIGGEIRSSOn HF. LAUGAVEG113, REYKJAVÍK, SÍMI 25870

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.