Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 06.09.1980, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 6. SEPTEMBER 1980 37 Helgi Geirsson: Við eigum að gæta bræðra okkar í Morgunblaðinu þann 26. ágúst birtist grein með fyrirsögninni Á ég að gæta bróður míns? eftir Björn Friðfinnsson. Ég eins og fjölmargir íslendingar er mjög andvígur sjónarmiði Bjarnar í þessum efnum og leyfi ég mér því að svara grein hans lítillega. Grein Bjarnar er löng, eða eins og hálf síða Morgunblaðsins, en er mest lestur sem ekki kemur mál- efninu við, sem er, hvort eigi að leyfa búsetu fólks á íslandi sem er af gjörólíkum kynþáttum þeim íslendingar eru af. Því er ég algjörlega mótfallinn en Björn er í einurð með því, og dregur laun af starfsemi sem að því stuðlar. Til að byrja með spyr Björn Friðfinnsson hástöfum eins og maður sem ekki er alveg viss, á ég að gæta bróður míns??? Þó Björn sé ekki viss, þá er ég viss um að svo eigum við að gera ... En eitt vandamál Bjarnar eins og svo margra alþjóðasinna, er að hann veit ekki hver bróðir hans er. íslendingar telja þá, sem eru af sömu foreldrum, bræður sína. Ennfremur hefur bræðraskilning- ur íslendinga vegna vitundar þeirra um sameiginlegan uppruna talið þá sem þjóð, systkini eða bræður. En þegar við tölum um útlendinga, jafnvel af Norðurlönd- um, þá tölum við um frændur, ekki bræður, hvað þá þegar um er að ræða fjarlægt fólk algjörlega óskylt okkur. Því segi ég að við eigum að gæta bræðra okkar, jafnvel þó lífið sjálft lægi við, en bræður íslendinga eru einungis íslendingar sjálfir ... í þessu máli er því frumskilyrði að menn þekki skyldleika sinn og skyldur. Einnig verða menn að vinna þannig að hugsjónum sínum að tilfinningar þeirra hlaupi ekki með þá í gönur, og að þeir geri ekki meira illt en gott með yfir- borðskenndri eða falskri góð- mennsku sinni ... Þegar menn veljast til að koma fram fyrir hönd Islendinga erlendis, er lífs- nauðsynlegt að þeir telji íslend- inga bræður sína og þeir þjóni hagsmunum íslendinga eingöngu, því það er engpn hætta á því að útlendingar hugsi ekki fyrst og fremst um sjálfa sig, og hafi engar áhyggjur af okkur. Það er svo önnur saga hvernig og hverjir veljast í aðstöðu til að taka jafn afdrifaríkar ákvarðanir fyrir hönd allrár íslensku þjóðar- innar eins og að tæla og flytja fólk af gjörólíkum kynstofnum til ís- lands. Menn verða að skilja að hin fámenna og viðkvæma íslenska þjóð er algjörlega i sérstöðu meðal þjóða heims, hún er upp á líf og dauða í baráttu fyrir tilveru sinni sem sannir niðjar forfeðra sinna, þegar best lætur, hvað þá þegar synir hennar svíkja hana. Rauði kross íslands, sem er undir annarlegum erlendum áhrifum hefur farið langt út fyrir tilætlað verksvið sitt og má auð- vitað kenna huglausum íslenskum stjórnmálamönnum um að slíkt geti gerst. Við eigum alls konar alíslenskar líknarstofnanir og hjálparfélög sem eru að veslast upp af næringarskorti, á meðan hinn alþjóðlegi Rauði kross ís- lands veður uppi í þjóðfélaginu eins og ríki í ríkinú, á borð við harðvítugustu mafíur erlendis. Rauði krossinn þrýstir á stjórn- völd og almenning, heimtar og betlar og rekur jafnvel harðvítugt spilavíti meðal landsmanna, þar sem veikgeðja þegnarnir, ungir sem gamlir, eyða aurum sínum. Þeir spilavítiskassar, sem Rauði krossinn notar til að plokka pen- inga af fólki og þá sérstaklega börnum, yrðu ekki leyfðir á al- mannafæri í forhertustu þjóðfé- lögum erlendis. Ef Björn Friðfinnsson vill gæta litlu bræðra „sinna“ ætti hann að beita sér fyrir að spilavítiskass- arnir séu fjarlægðir. Ef Björn og honum líkir sjá ekki næg verkefni til líknar- og hjálparstarfa á meðal íslendinga, að vonum bræðra þeirra, þá skora ég á þá að hverfa til þeirra sem þeir telja sér skyldari og hjálpi og þjáist með þeim eins og uppréttir menn. Björn Friðfinnsson talar mest um allskonar alþjóðasamtök og þá samningsleg tengsl íslendinga við þau, og vill nota það sem einhver rök fyrir starfsemi sinni og ferða- lögum heimshornanna á milli til að selja aumingjum ísland. Svarið er einfaldlega það að við Islend- ingar viljum ekkert með þau samtök gera sem stefna að tortím- ingu íslensku þjóðarinnar og við verðum að segja þeim samningum upp sem binda okkur við slíkar ófreskjur... Auðvitað kennir maður í brjósti um þetta vesalings fólk sem þjáist í fjarlægum löndum, þó það sé okkur óviðkomandi. Maður vildi gjarnan Ijá því hjálparhönd eftir mætti, en EKKI á kostnað tilveru íslensku þjóðarinnar. Hörmungar þessa fólks eru undir eins ákveðnu lögmáli og árstíðirnar eins og mannkynssagan segir okkur, svo geigvænlegt vandamál er um að ræða. öll okkar hjálp verður að bindast algjörlega við hjálp í þess heimahögum ... Ég vil ekki dæma það fólk sem til Islands hefur komið, en þar sem Björn Friðfinnsson telur það sér í lagi greint, og líklegt til að hafa bætandi áhrif á íslenska menningu, þá tek ég því svo, að Björn sé hér að fara í mannjöfnuð og hallist á íslensku þjóðina. Þessu mótmæli ég. Vil ég því taka annarra manna orð mér í munn og lýsa því yfir að Víetnamar telja fíótta- eða bátafólkið eins og það er kallað, yfir höfuð úrhrak víet- nömsku þjóðarinnar. Þetta er yf- irleitt fólk af kínverskum kyn- stofni sem gat aldrei samlagast víetnömsku þjóðinni á mörgum mannsöldrum, þótt um væri að ræða náskyldleik, bræður Það er sagt að þetta fólk hafi lifað á stríðshörmungum víetnömsku þjóðarinnar, án þess að berjast við hlið hennar. Það var nánir vinir og starfsmenn Bandaríkjamanna og Kínverja. Hóruhús, fíknilyfja- EF ÞAÐ ER FRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU * Al (ÍI.YSINÍÍ A- SIMINN KU: 22480 verslun og svartamarkaðsbrask var meðal atvinnuvega þess, svo það er ekki furða þó Víetnamar hafi talið þetta fólk óvelkomið úrhrak. Það hlýtur að liggja í augum uppi að Kínverjar og Bandaríkjamenn bera obba ábyrgðar á þessu fólki, og svo það sjálft. En eitt er víst að íslend- ingar bera enga ábyrgð á því né hafa við það skyldur, litum okkur nær ... Eins og málum er nú komið á íslandi er íslenski kynstofninn í bráðri hættu og er það fyrst og fremst að kenna úrkynjun ís- lenskra einstaklinga sem ekki þekkja skyldur og hollustu við þjóð sína. Það blessað fólk sem nú er búsett á íslandi og er af kynstofni gjörólíkum íslending- um, verður að hverfa af landinu, hvernig sem það er tengt íslensk- um einstaklingum. Það er réttlæt- ismál að stjórnvöld íslands, Rauði krossinn og almenningur leggist á eitt til að hjálpa þessu fólki til að hverfa úr landi, á sem hagkvæm- astan hátt fyrir það, og mætti eyða hundraðfalt hærri fjárupp- hæð til að koma fólkinu fyrir erlendis, en var eytt til að koma því hingað. Ekki væri fráleitt að nú þegar yrði stofnaður opinber sjóður sem notaður yrði fyrir þetta fólk til að koma sér úr landi og setjast sómasamlega að aftur í heimalandi sínu eða meðal fólks síns annarsstaðar erlendis. Hin aldagamla krafa íslendinga ísland fyrir íslendinga ... skal aldrei þagna og þeir sem ögra henni bera ábyrgð á afleiðingun- ATHUGASEMD - Engin ástæða er til annars en birta grein þessa, þó að árásir á Rauða kross íslands og alhæfing á vietnömsku flóttamönnunum séu ekki beinlínis í anda íslenskr- ar mannúðarstefnu. Ritstj. Mbl. ráðleggja greinarhöfundi að fylgjast með Helförinni i sjón- varpinu. „Of mikill þorskur" FRÁ ÞVÍ er greint í grein á forsiðu tímaritsins Fishing News nýlega, að íslendingar og Kanadamenn hafi nú séð árangur af baráttu sinni fyrir útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Segir blaðið, að nú sé svo komið, að fiskstofnar hafi rétt úr kútnum, meiri afli hafi borizt á land og framtiðarhorfur fiskimanna séu bjartar i þessum löndum. Á þeim miðum, sem Rússar, Pólverjar, Þjóðverjar og aðrar erlendar þjóðir hafi mokað upp fiskinum svo nam rúmlega milljón tonnum, hafi Kanadamenn undanfarin ár markvisst unnið að friðun fiskstofnanna, en um leið aukið sinn eigin þorskafla. Á siðasta ári veiddu Kanadamenn um 385 þúsund tonn af þorski og þeir reikna með, að botnfiskaflinn aukist úr 884 þúsund tonnum á siðasta ári i rúmlega milljón tonn árið 1983 og hátt i 1,1 milljón tonna árið 1985. t blaðinu er einnig rakin þróun siðustu ára hér á landi. „Á sama tima og Islendingar og Kanadamenn hafa aukið mjög þorskafla sinn hefur orðið samdráttur i bandarisku efnahagslifi og hann valdið verðlækkun á þessum þýðingarmesta fiskmarkaði þessara tveggja þjóða. I báðum löndum hafa safnazt saman miklar birgðir af frosnum flökum, sem erfitt hefur reynzt að selja i Bandarikjunum. íslendingar eiga fárra góðra kosta völ. Efnahagslif þeirra er byggt á fiskútflutningi og fiskiðjuverin geta ekki selt þessa vönduðu vöru fyrir það lága verð, sem aðrir markaðir kunna að bjóða fyrir fiskinn," segir i niðurlagi forsíðufréttar Fishing News. Mynd á forsiðu er tekin i frystihúsi ísbjarnarins i Reykjavik og i myndartexta greint frá þvi, að i næsta tölublaði Fishing News verði sagt frá þróun fiskiðnaðar á íslandi siðustu árin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.