Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 241. tbl. 68. árg. FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 Prentsmiðja Morgunhlaðsins. „Rússar hafa drepið yfir milljón Afgana44 Frankfurt. 29. október. — AP. ------------iii— Frambjóðendur banda- rísku stjórnmálaflokk- anna við forsetakosn- inKarnar í næstu viku leggja áherzlu á mál sitt í sjónvarpskapp- ræðu í fyrrinótt. Simamynd — AP. MOHAMMED Paktiawal fulltrúi Afganistans á þingi Menningar- og framfarastofnunar SÞ í Belgrað, er sótti um hæli í V-Þýzkalandi eftir að hafa fordæmt mjög harkalega innrás Sovétmanna í Afganistan á þinginu, kenndi Sovétmönnum um dauða yfir milljón Afgana frá því í innrásinni í desember í viðtali við vestur-þýzka blaðið BILD, er skýrt var frá í kvöld. „Rússar hafa drepið yfir eina milljón saklausra Afgana, þar á meðal konur og börn, frá því að þeir réðust inn í landið," sagði Patkiawal í viðtalinu. „Og frá því að kommúnistar komust til valda 1978 hafa 16.000 námsmenn, há- skólalærðir menn og kaupsýslu- menn verið teknir af lífi í aðalfangelsi Kabúlborgar,“ sagði hann ennfremur. Prestar fá að giftast Vatikaninu. 29. október — AP. JÓHANNES Páll páfi annar hefur ákveðið að veita undan- þágur frá 1.500 ára gömlum reglum kaþólsku kirkjunnar og veita prestum leyfi undir ákveðnum kringumstæðum til að ganga i hjónaband. Talið er að þessi ákvörðun muni að einhverju leyti koma í veg fyrir það að þúsundir presta snúi við kirkjunni ár- lega. Að jafnaði láta um fjögur þúsund prestar á ári af prestskap vegna ákvæðanna um einlifi. Nú liggja umsóknir frá um fimm þúsund prestum hjá Vatikaninu um leyfi til hjúskapar. Paktiawal sagði einnig í viðtal- inu, að hin borgaralega stjórn Babraks Karmals réði engu í landinu, völdin væru í höndum æðstu manna hersins. Hann sagði að Sovétmenn réðu lögum og lofum í Kabul og örfáum öðrum stórum borgum, en að frelsissveitir réðu sléttunum og í fjallahéruðunum. Ennfremur sagði hann, að tékkneskir og kúbanskir ráðgjaf- ar sæu um það hlutverk að þjálfa afganska stjórnarherinn og að austur-þýzkum fulltrúum „hefði verið falið að gera lögreglu og öryggisvörzlu í landinu fyrsta flokks“. Samtök afganskra uppreisn- armanna lýstu því yfir í dag, að skæruliðar hefðu gert árás á Jalalabadflugvöll í austurhluta Afganistan á laugardag og eyði- lagt a.m.k. tvær sovézkar árásar- þyrlur og valdið þar þó nokkru tjóni. Uppreisnarmenn gerðu árás á þennan sama flugvöll í síðasta mánuði og ollu þá einnig tjóni á hergögnum sovézka innrásarliðs- ins. Hins vegar fóru engar fregn- ir af mannfalli í gerðum þessum. Jalalabad er miðstöð Nangarh- arfylkis við landamæri Pakist- ans. Unnu álíka fylgi í röðum óákveðinna WashinKton. 29. október. — AP. JIMMY Carter og Ronald Reag- an framhjóðendur bandarísku stjórnmálaflokkanna við forseta- Irösk sprengjuflugvél skotin niður við Qom Beirút, 29. október. — AP. ÍRANIR sögðust í dag hafa skotiö niður langdra'ga Tupolev sprengju- flugvél fyrir írökum nærri hinni helgu borg Qom þar sem Khomeini erkiklerkur hefur höfuðstöðvar sín- ar, en ekki var þess getið hvort sprengjum hefði verið varpað á horgina, sem ekki hefur verið 1 viglínu í stríði írana og íraka hingað til. Einnig sögðust tranir hafa skotið niður sprengjuflugvél af sömu gerð við Isfahan. 1 tilkynningu írönsku herstjórnar- innar var skýrt frá miklum loftárás- um stórskotaliðs á skotmörk í írak, þ.á m. hefðu orrustuþotur valdið miklu tjóni í stærstu olíuhreinsun- arstöð íraka við Baghdad og í hafnarborginni Basra. Þá hefðu ír- anskar hersveitir hrint skriðdreka- árásum Iraka á Abadan. Af hálfu yfirvalda í írak var því mótmælt að íranskar orrustuþotur hefðu valdið miklu tjóni á olíustöð- inni við Bagdad. Þá voru fregnir frá írak af manntjóni talsvert lægri en íranir hermdu að fallið hefðu í dag. íranska þingið ræddi gíslamálið í dag fyrir luktum dyrum, og haft var eftir einum þingmanna að sam- komulag hefði verið um ný skilyrði fyrir framsali gíslanna, en ekki hefði náðst samstaða um öll atriði máls- íns, m.a. um þær kröfur að auði keisara yrði skilað. Búist er við að málið verði til lykta leitt á morgun, fimmtudag, að sögn talsmanns þingsins og skilyrðin fyrir framsali gíslanna þá kunngerð. Sænska út- varpið hafði í dag eftir Sadegh Khalkali æðsta dómara byltingar- dómstólanna og þingmanni í íranska þinginu að yfirvöld í Teheran vildu skipta á gíslunum og bandarískum vopnum, helzt fyrir forsetakosn- ingarnar næstkomandi þriðjudag. Einn af nánustu samstarfs- mönnum Carters forseta sagði í dag, að Khomeini erkiklerkur þjáðist af krabba í þörmum og ætti „mjög skammt eftir ólifað“. kosningarnar í næstu viku unnu álíka marga óákveðna kjósendur á sitt band samkvæmt skoðana- könnun AP-íréttastofunnar skömmu eftir kappra'ður þeirra i sjónvarpi í gærkvöldi. Jókst fylgi hvors um sex prósent. Samkvæmt könnuninni horfðu fleiri stuðn- ingsmenn Reagans á kappræð- urnar og sögðu 16 af hundraði aðspurðra að hann hefði staðið sig betur en Carter, sem 36% sögðu að staðið hefði sig hetur. Konnunin leiddi einnig í Ijós að hvorugur vann fylgi af hinum svo að talandi sé um. Fréttaskýrendur voru þeirrar skoðunar að Carter hefði verið málefnalegri en Reagan. Á einum stað sagði að Reagan hefði fært sér í nyt leikarahæfileika sína til hins ýtrasta og líklega unnið hug kjósenda með látbragði og leikaratöktum. Sjö útvaldir sérfræðingar fylgd- ust með kappræðunum í sjón- varpssal og gáfu frambjóðendun- um stig fyrir frammistöðuna. Hlaut Reagan 161 stig og Carter 160, en dómararnir gátu gefið hvorum allt að 30 stig. Þrír dómaranna dæmdu Reagan mjög nauman sigur, tveir dæmdu Cart- er sigur og tveir gáfu hvorum jafn mörg stig. Sjá nánar fréttir af kappræðun- um á bls. 22 og 23. Drottningu sýnd óvirðing í Marokkó Hretum þ<)tti í gær sem þjóðhöfð- ingja þeirra. Elísahetu drottn- ingu, hefði verið sýnd óvirðing i opinherri heimsókn drottningar til Marokkó og létu hrezk blöð úspart í Ijós vanþóknun sina á Hassan konungi og hirð hans af þvi tilefni. Á þessari símamynd AP, sem tekin var í gær á sjónleik sem haldinn var til heiðurs drottningu, virðist Elísabet mæðuleg á svipinn, og Hassan konungur, sem er lengst til hægri, er heldur ekki með hugann við það sem fram fer. Fregnir bárust af því að kastast hefði í kekki með gestgjöfunum og gestunum í heimsókninni vegna „ýmissa furðulegra ráðstafana" gestgjafanna. Sprenging Peking r 1 Peking. 29. október. — AP. SPRENGING varð á aðaljárn- hrautarstöðinni í Peking í dag, og herma óstaðfestar fregnir að um 20 manns hefðu týnt lífi. Yfirvöld og lögregla forðuðust allra fregna af sprengingunni og að hvað hefði valdið henni. en sjónarvottur sagði. að slysið hefði orðið í lyftu og að 20 hefðu farist eða særst. Stöðugur straumur sjúkrabíla var til og frá stöðinni. Þúsundir manna söfnuðust saman í ná- grenni við járnbrautarstöðina, en engin verksummerki var að sjá á stöðinni utanfrá og járnbrautar- ferðir röskuðust ekki, en farþeg- ar voru látnir fara inn og út af stöðinni um hlið til hliðar við aðalinnganginn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.