Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 Friðrik tapaði fyrir Balashov Bu<*nos Alreti, 29. októbor. — AP. FRIDRIK Ólafsson tapaOi í níundu umfcrð alþjoða skákmútsins i Buen- us Aires fyrir Sovétmanninum Yuri Balashov. I>ar meú vann Balashov sína fyrstu skák á mótinu. Friðrik Kafst upp eftir 35 leiki. Hann stýrði svortu mönnunum og tefldi vörnina mjöK veikt eftir uppskipti á drottn- inKum ok missti peð. Hann átti mjöK í vök að verjast ok varð að Kefast upp eftir 35 leiki. Aðeins einni annarri skák lyktaði með sigri — Walter Browne vann MÍKuel Quinteros ok vann þar með sína fyrstu skák á mótinu. Skák Bents Larsens ok Jans Timmans fór í bið eftir 42 leiki ok að söKn skákskýrenda á Larsen KÓða vinn- inKsmöKuleika eftir að hafa yfirspil- að Hollendinginn. Anatoly Karpov, heimsmeistari, hefur átt fremur erfitt uppdráttar í Buenos Aires á eÍRÍn mælikvarða. í níundu umferð samdi hann um jafntefli við Lubomir Kavalek eftir 25 leiki. Þá gerðu þeir Oscar Panno ok Ulf Anderson jafntefli, svo og Vlastimil Hort og Miguel Najdorf. Skák Giardelli og Ljubojevic var frestað vegna veikinda Ljubojevic. Larsen er nú langefstur á mótinu — hefur hlotið 7 vinninga og á eina biðskák. Friðrik hefur aðeins hlotið 2,5 vinninga og á eina biðskák. Veður víða um heim Akureyri -1 skýjað Amsterdam 15 skýjað Aþena 20 skýjaö Berlin 14 skýjað BrUssel 15 léttskýjaö Chicago 6 heiöskírt Feneyjar 10 þoka Frankfurt 17 heiöskírt Færeyjar 4 léttskýjaö Genf 15 léttskýjað Helsinki 6 skýjaö Jerúsalem 23 heiöskírt Jóhannesarborg 28 heiðskírt Kaupmannahöfn 13 skýjað Las Palmas 13 skýjaö Líssabon 21 heiöskírt London 16 heiöskírt Los Angeles 28 heiðskírt Madrid 23 heiöskírt Malaga 24 skýjaö Mallorca 21 léttskýjaö Miamí 29 skýjað Moskva 1 skýjaö New York 13 heiðskírt Osló 5 skýjaö París 17 skýjaö Reykjavík 5 rigning Ríó de Janeiro 39 skýjaö Rómaborg 23 heiöskírt Stokkhólmur 7 rigning Tel Aviv 25 heiöskírt Tókýó 17 heiðskírt Vancouver 14 heiðskírt Vínarborg 18 heiöskírt Walesa óánægður með ferðatakmarkanir aust- ur-þýzkra stjórnvalda Fleiri oddar í eld- flaugar Poseidonbáta WashinKton. 29. októhrr. — AP. BANDARÍKJAMENN ætla að fjölga kjarnaoddum í Poseidon-kaf- hátaflaugum sínum samkvæmt heimildum í dag. Kjarnaoddunum mun verða fjölg- að úr 10 í 14 og sú fjölgun er talin vega upp á móti áhrifunum af því, að allir 10 gömlu Polaris-kafbátarnir verða teknir úr umferð eða breyt- ingar gerðar á þeim á næstu 14 mánuðum. Þeim möguleika er haldið opnum að nota suma Polaris-kafbát- ana fyrir eldflaugabáta lengur en ráðgert hefur verið. Bandaríkjafloti á 17 kafbáta búna Poseidon-flaugum og fjóra Poseidon báta, sem hafa verið búnir Trident- flaugum, nýjustu eldflaugagerðinni. Hver Polaris- og Poseidon-kafbátur er búinn 16 flaugum, sem draga um 4.800 km. Trident-bátarnir eru búnir 24 flaugum hver og þær draga um 7.200 km. Trident-flaugarnar eru búnar átta öflugri kjarnaoddum. A-Ucrlín. Varsjá. 29. októbcr. — AP. „ÉG ER ákaflega óánægður með ákvörðun A-Þjóðverja um að takmarka ferðalög milli A-Þýzkalands og Pól- lands. Við munum reyna að þrýsta á pólsku stjórnina um að fá þessu breytt þegar við ra'ðum við Jozef Pin- kowski, forsætisráðherra á föstudag,“ sagði Lech Wal- esa, leiðtogi Samstöðu — hins óháða verkalýðsfélags í Póllandi um ákvörðun A-Þjóðverja að takmarka ferðalög milli landanna. „Nú verða pólskir ríkisborgarar að fá opinbert boð um heimsókn til vina og ættingja í A-Þýzkalandi,“ sagði Valesa ennfremur. A-Þjóðverjar segjast hafa sett ferðabann milli land- anna „aðeins til bráðabirgða þar til ástandið í Póllandi verður stöðugt," og var greinilegt, að þar var átt við frelsisbylgjuna, sem farið hefur um Pólland undanfarið og stofnun óháðra verkalýðsfélaga í landinu. Stanislaw Kania, leiðtogi pólska kommúnistaflokksins heldur síðar í vikunni til Moskvu, að því er áreiðanlegar heimildir frá Varsjá herma. Kania- fór í stutta ferð til Moskvu skömmu eftir valdatöku sína. Heimildir í Varsjá segja, að Kania muni gefa sovéskum ráða- mönnum skýrslu um ástandið í landinu. Sú ákvörðun a-þýzkra stjórnvalda, að hefta ferðalög milli Póllands, svo og deilur óháðra verkalýðsfélaga nú við ríkisvaldið í Póllandi hafa gert ástandið í landinu viðsjárvert. Að sögn, óttast margir Pólverjar nú íhlutun Sovétmanna í innanrík- ismál Póllands. Þá eru Kremlverj- ar sagðir óánægðir með, að mörg- um „dyggum Moskvumönnum" hefur ýerið vikið til hliðar í Póllandi að undanförnu. Carrington lávarður, utanríkis- ráðherra Bretlands kom í dag í heimsókn til Varsjár. Fyrir kom- una til Varsjár sagði Carrington, að Pólverjar einir væru færir um að leysa vandamál sín. Carrington er fyrsti vestræni ráðherrann, sem kemurí heimsókn til Póllands eftir verkföllin í landinu. Lech Walesa Svíþjóð: Frumvarp um skattalækkanir Stokkhólmi. 29. októixT. frá (■uófinnu Ra^narsdóttur fréttaritara Mhl. SÆNSKA ríkisstjórnin lagði í dag fram frumvarp um breytingu á sköttum, en samkvæmt henni eiga skattar að lækka um samtals einn milljarð sænskra króna á næsta ári. Skattalækkunin á fyrst og fremst að auðvelda samninga atvinnurekenda og launafólks sem nú eru að hefjast, en ríkisstjórnin hefur að undanförnu átt langar viðra'ður við hin ýmsu hagsmunafélög og félög atvinnurekenda. Fyrstu viðbrögð verkalýðsfé- launafólki. Atvinnurekendur laganna við skattalækkuninni hafa einnig lýst vanþóknun sinni voru mjög neikvæð. L.O. (sænska á tillögunni sem hefur í för með alþýðusambandið) og jafnaðar- menn héldu því fram að skatta- lækkunin væri alltof mikil hjá hálaunafólki og of lítil hjá lág- Norski Verkamannaflokkurinn: V axandi andstaða er nú gegn formennsku Steens Frá Jan Erik Laure. fréttaritara Mbl. í Osló. 29. október. NIJ VINNA sterk öfl innan Verkamannaflokksins að því að setja Reiulf Steen af sem formann flokksins. Þess í stað hyggjast sömu aðilar koma Gro Harlem Brundtland, varaformanni flokksins í formannsembættið. Þessi átök innan Verkamannaflokksins komu berlega upp á yfirborð- ið í vikunni. En Verkamannaflokkurinn á ekki aðeins í innbyrðis átökum. Borgaraflokkarnir eru einnig skiptir í afstöðu til ríkisfjármála. Það verður æ líklegra að borgaraflokkarnir klofni í afstöðu til fjárlagafrumvarps Verkamannaflokksins, — að kristilega þjóðarflokkinn og Miðflokkinn greini á við Hægri flokkinn. Um langt skeið hefur verið ólga innan Verkamannaflokksins vegna formennsku Reiulf Steens. Hann hefur átt undir högg að sækja og andstæðingar hans hafa ásakað hann um linkind. Honum hafi ekki tekist að sætta nægilega vel and- stæður innan flokksins og varð- veita einingu hans. Andstaðan gegn Steen gengur jafnvel svo langt, að hörð barátta er gegn honum í kjördæmi hans, Osló. Kann jafnvel svo að fara, að hann missi þingmannssæti sitt. Steen gegnir nú embætti viðskiptaráð- herra og svo kann að fara, að ráðherraembætti hans verði hans einasta eftir kosningar í Noregi. Pólitískir fréttaskýrendur í Osló hafa sagt blaðamanni Mbl. að vel sé hugsanleg að Gro Harlem Brundtland, varaformaður flokks- ins, fari fram á móti Steen til Reiulf Steen — sætir nú vaxandi andstöðu i Verkamannaflokkn- um. formennsku í flokknum og beri hærri hlut á flokksþingi. Dagblöð Verkamannaflokksins í N-Noregi tóku í sínum leiðurum afstöðu gegn Reiulf Steen og segja að skipta beri um formann. Þar með er andstaða gegn Steen orðin opinber og víst að átök verða í vetur innan flokksins. Dagblöðin tóku afstöðu með Brundtiand sem formanni og þeim Bjartmar Gerde, sem nýlega sagði af sér embætti olíu- og orkumálaráðherra, Rolf Hansen, umhverfismálaráðherra og fyrrum varnarmálaráðherra, sem forustumönnum við hlið Brundtland. óeining borgaraflokk- anna dregur athygli frá Verkamannaflokknum Óeining borgaraflokkanna hefur komið Verkamannaflokknum ákaf- lega vel, því hún dregur athygli frá innbyrðis átökum innan flokksins. Þegar fjárlagafrumvarp Verka- mannaflokksins verður lagt fram, munu Kristilegi þjóðarflokkurinn og Miðflokkurinn leggja fram eigin skattatillögur. Þessum tveimur flokkum ásamt Hægri flokknum hefur verið mjög í mun, að sanna fyrir kjósendum að þeir geti unnið saman en snurða er hlaupin á þráðinn. Hægri flokkurinn hefur harðlega gagnrýnt skattatillögur hinna tveggja flokkanna og for- maður flokksins, Kare Wiloch hef- ur sagt, að þessar tillögur muni skaða flokkana þrjá í þingkosning- unum á næsta ári. Aftenposten segir í dag í leiðara að Hægri flokkurinn eigi að íhuga alvarlega að fara í minnihlutastjórn borg- araflokkanna vinni þeir kosninga- sigur í komandi þingkosningum. 1 fjárlagafrumvarpi sínu gerir Verkamannaflokkurinn ráð fyrir verulegum skattalækkunum — og það sem mestum deilum hefur valdið — til þeirra sem betur eru settir í þjóðfélaginu. Alþýðusam- band Noregs hefur brugðist hart við þessum tillögum. „Það er gegn stefnu flokksins, að veita hinum ríku verulegar skattalækkanir — mun meiri en hinum tekjulægri í þjóðfélaginu,“ sagði Tor Halvor- sen, formaður Alþúðusambands Noregs. Hann segir, að skattatil- lögurnar séu hrein hægristefna. Það þarf því engum að koma á óvart, að Hægri flokkurinn hyggst styðja fjárlagafrumvarp Verka- mannaflokksins á Stórþinginu. Formenn Kristilegra og Miðflokks- ins hafa harðlega gagnrýnt Will- och, leiðtoga Hægri flokksins vegna þessa og hafa látið hafa það eftir sér, að þessi afstaða hægri manna muni mjög torvelda mynd- un borgaralegrar stjórnar, fari svo að borgaraflokkarnir beri sigur í þingkosningunum næsta haust. sér, að af meðal Verkamanns- launum, sem eru um 60 þúsund sænskar krónur á ári, borgar maður 19.331 krónu í skatt á árinu 1980, en 18.460 á næsta ári. Hátekjufólk með 120 þúsund krónur í árstekjur borgar 61.273 krónur en 58 þúsund á næsta ári. „Við gerum okkur grein fyrir því, að þessi tillaga uppfyllir ekki allar kröfur samningsaðila og við erum viðbúnir neikvæðum við- brögðum," sagði Rolf Wurtém fjárhagsáætlanaráðherra, „en efnahagsástandið leyfir ekki meiri lækkun og ríkisstjórnin mun ekki víkja frá þessari til- lögu,“ sagði hann. Játaði njósnir Baltimore. 29. október. — AP. FYRRVERANDI starfsmaður CIA, David H. Barnett, játaði fyrir rétti í dag, að hann hefði stundað njósnir fyrir Rússa, og stjórnvöld segja, að KGB hafi greitt honum 92,600 doliara. Bæði CIA og FBI hafa yfirheyrt Barnett um njósnir hans í þágu Rússa. Saksóknari sagði í réttar- höldunum, að ríkisstjórnin mundi enga tillögu bera fram um dóm yfir Barnett, en vildi skýra frá því að hann hefði verið samvinnuþýður. Hámarksrefsing er ævilangt fang- elsi. Lögfræðingur dómsmálaráðuneyt- isins, George Matava, sagði að við- kvæmustu upplýsingarnar, sem Barnett hefði látið Rússum í té, hefðu verið þær, að Bandaríkjamenn hefðu uppgötvað útvarpstíðni sov- ézkra SA-2 loftvarnaeldflauga og þann tíma, sem sovézkir W-kafbátar gætu verið í kafi. Upplýsingarnar fengust í CIA- aðgerðinni Ha-Brink. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum vann Barn- ett við hana í Indónesíu 1967—’70.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.