Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 23 WaKhinKton. 29. október. frá önnu Bjarnadóttur. fróttaritara Mbl. KAPPR/EÐUR forsetaframbjóð- enda bandarísku stjórnmála- flokkanna voru haldnar í Cleve- land, Ohio, á þriójudaKskvöld. viku fyrir kosniniíar. Þeirra var beðið með mikilli eftirvæntinf?u. Búizt var við. að tugir milljóna kjósenda myndu horfa á kapp- ra>ðurnar 1 sjónvarpi, og jafnvel mun fleiri en ætla á kjörstað 4. nóvember n.k. Skoðanakannanir sýna litinn mun á fylgi Jimmy Carters frambjóðanda demókrata ok Ronalds Reauan frambjóð- anda repúblikana meöal kjós- enda. Báðir mennirnir áttu þvt mikiö undir kappræðunum. Þeir reyndust báðir ánægðir með frammistöðu sína að þeim lokn- um, ok erfitt er að kalla annan sÍKurveKara. Fyrstu viðbrögð áhorfenda, sem sjónvarpsstöðvarnar töluðu við. Jimmy Carter og Ronald Reagan takast i hendur fyrir kappræð- una í sjónvarpssal i Cleveland. sim»mynd-AP. Kappræður bandarísku forsetaframbjóðendanna: Carter og Reagan báðir ánægðir með frammistöðu sína voru, að báðir mennirnir hefðu staðið sig vel. Stuðningsmenn hvors um sig virtust ánægðir með sinn mann, en óákveðnir voru jafn óákveðnir eftir sem áður. ABC- sjónvarpsstöðin gerði þá tilraun að láta fólk hringja eftir kappræð- urnar og segja hvor frambjóðand- inn þeim hefði líkað betur. Niður- stöður könnunarinnar urðu þær, að 67% þeirra, sem hringdu, voru hrifnari af frammistöðu Reagans, en 33% þóttu Carter hafa staðið sig betur. Alls hringdu tæplega 700.000 manns. Samtök kvenkjósenda buðu frambjóðendunum til kappræðn- anna. Langra samningafunda var þörf, áður en þeir tóku boðinu. Þeir vildu ráða stund og stað, hæð og gerð ræðustóla, fjölda áhorfenda í salnum og hvaða fjórir fréttámenn spyrðu þá spurninga. Þeir voru báðir mjög vel undirbúnir fyrir kappræðurn- ar, voru orðvarir, en komu skoðun- um sínum til skila. Carter gerði mikið úr skoðana- mun hans og Reagans í kappræð- unum og minnti á sögulegan mun á stefnu Demókrata- og Repúblik- anaflokksins. Það er mjög algengt í þessari kosningabaráttu, að al- menningur segist vera demókrat- ar, en ætli þó að kjósa Reagan, því Carter sé ómögulegur. Carter reyndi að ná til þessa fólks með orðum sínum. Hann gerði einnig mikið úr reynslu sinni í forseta- stóli sl. 4 ár. Hann nefndi kjarn- orkuvopn við hvert tækifæri, sem gafst, en ein helzta baráttuaðferð hans ge^n Reagan hefur verið að láta líta út sem utanríkisstefna Reagans muni leiða þjóðina út í styrjöld fyrr en varir. Reagan virtist afslappaðri en Carter og brá fyrir sig glensi. Hann leiðrétti ýmislegt, sem Cart- er sagði um stefnu hans og sagðist t.d. aldrei hafa verið andvígur takmörkun útbreiðslu kjarnorku- vopna. Hann hló við, þegar Carter minnti á gagnrýni Reagans í forkosningabaráttunni. Reagan sagði, að Carter væri eins og skottulæknir, sem reiddist, þegar alvöru læknir stingi upp á lækn- ingu, sem gagn væri að. Frambjóðendurnir voru spurðir um utanríkis- og varnarmál, efna- hags- og orkumál, borga- og fé- lagsmál og hvers vegna þeir teldu, að kjósendur ættu ekki að greiða andstæðing þeirra atkvæði sitt. Þeir svöruðu spurningunum með sömu orðum og þeir nota í kosn- ingaræðum sínum. Carter vill stuðla að friði í heiminum með samningaviðræðum við Sovétrík- in, og Reagan vill efla varnir landsins til muna. Carter ver efnahagsstefnu sína og kennir miklum olíuverðhækkunum um erfiðleika í efnahagsmálum. Hann leggur hart að fólki að gæta sparnaðar í orkunotkun og vill auka orkuframleiðslu í landinu. Reagan kennir reglugerðum ríkis- stjórnarinnar um orkuskortinn og stefnu Carters um efnahagsvand- ann. Carter er hreykinn af stefnu Demókrataflokksins í borga- og félagsmálum, en Reagan vill að afskipti alríkisstjórnarinnar verði minni og einkaframtakið hjálpi við endurreisn stórborga og vandamál fátækra og sjúkra. í svari sínu við síðustu spurn- ingunni nefndu frambjóðendurnir þau atriði þar sem andstæðingur þeirra er veikastur fyrir. Carter talaði um hættu á kjarnorkustyrj- öld og Reagan um verðbólgu og atvinnuleysi. Báðir frambjóðend- urnir voru varkárir að tala ekki af sér og láta ekki mistök henda sig, eins og Gerald Ford í kappræðum hans við Carter 1976. Ford sagði þá, að almenningur í Póllandi væri frjáls og ánægður, en það olli milku fjaðrafoki og sumir segja, að það hafi jafnvel kostað hann sigur. Það þótti einkennilegt á þriðjudagskvöld, að Carter sagðist hafa spurt Amy dóttur sína hvað ylli henni áhyggjum í heiminum. Hún svaraði: „kjarnorkuvopn". Repúblikanar voru fljótir að segja, að nú vissi þjóðin hver væri helzti ráðgjafi Carters. Hár aldur Rea- gans, sem er 69 ára, hefur ekki háð honum í baráttunni, en hann leit heldur elli- og þreytulega út á þriðjudagskvöld, og það gæti skipt einhverju máli næstkomandi þriðjudag. Hermenn gæta brezkra fanga London. 29. októbcr. — AP. NEÐRI málstofan samþvkkti snemma í morgun að veita ríkisstjórn Margaret Thatchers víðtæk völd til að beita herliði til að gæta fanga. sem hefur orðið að flytja úr fangelsum í Bretlandi vegna Stjórnin fær einnig völd til að sleppa sérstaklega völdum föng- um vegna þess öngþveitis, sem hefur skapazt vegna þess að rúmlega 3,500 föngum hefur ver- ið komið fyrir í fangageymslum lögreglunnar. Frumvarp um þetta var sam- þykkt með 108 atkvæðum gegn 7 eftir maraþonumræður í alla nótt, þrátt fyrir nokkra andstöðu hægrisinnaðra íhaldsþingmanna gegn því að William Whitelaw innanríkisráðherra fái völd til að sleppa ákveðnum föngum. Frumvarpið fór því næst fyrir lávarðadeildina og búizt var við að það yrði samþykkt fljótlega. Jafnframt mun öngþveitið, sem þriggja vikna deila við fanga- verði hefur valdið í fangelsum í Englandi og Wales, breiðst út til Norður-írlands. Fimmtán hundr- uð fangaverðir Norður-írlands samþykktu þátttöku í verkfallinu í dag. Þetta mun auka spennuna í fjórum fangelsum Norður- írlands, þar sem rúmlega 1.000 dæmdir hryðjuverkamenn eru í haldi. Sjö skæruliðar írska lýð- veldishersins hafa gert hungur- verkfall til að leggja áherzlu á kröfur um að farið verði með þá eins og pólitíska fanga. launadeilu fangavarða. Ráðgerðu moskító- aðgerðir W ashinjíton. 29. októher. — AP. BANDARÍKJAIIER hafði til alvarlegrar athugunar að koma sér upp hundruðum milljóna sýktra moskító- flugna til að beita gegn Sovét- rikjunum samkvæmt leyni- skjölum. sem hafa fengizt birt. Samkvæmt skjölunum hefðu Rússar ekki getað skipulagt nógu skjótvirka bólusetn- ingarherferð milljóna manna gegn slíkum moskítóárásum. Onæmum moskítóflugum var varpað úr flugvélum yfir Savannah, Georgíu, og nálægt Avon Park-skotsvæðinu á Florida 1956 til að kanna hve auðveldlega flugurnar kæmust inn á heimili og bannsvæði. Á þeim tíma börðust yfir- völd í Savannah gegn moskító- flugum, en þeim var ekki tilkynnt um tilraunirnar. Þótt flugurnar væru ónæmar er staðhæft að þær hafi getað borið sjúkdóma. F alangistar í Líbanon sigra Bcirút. 29. tiktóhcr. — AI*. STORMSVEITARMENN falangista. fjölmennasta hægriflokksins í Líbanon. hröktu andsta“ðinKa sína. „tÍKrisdýra“-sveitir Þjóðlega frjáls- lynda flokksins undir forystu Camille Chamoun fyrrverandi forseta. frá fátækrahverfinu Ein .Rummaneh í daK. eftir fjöKurra daga gotuhardaga i hinum kristna austurhluta Beirút. „Tígrisdýrin" hörfuðu úr síðustu vígjum sinum i kristna borgarhlut- anum og flúðu til borgarhluta múhameðstrúarmanna að sögn talsmanns lögreglunnar. Sveitir falangista sóttu inn í Ein Rummaneh úr öllum áttum eftir stórskotaliðsárásir. sem stóðu í alla nótt og náðu á sitt vald aðalstöðvum „Tígrisdýranna" um hádegi. Níu féllu í bardögunum og rúm- lega 40 særðust. Mörg hundruð fjölskyldur leituðu athvarfs í kjöll- urum og neðanjarðarbyrgjum. Eld- ur kom upp í nokkrum byggingum. Falangistar og frjálslyndir voru aðalhreyfingar kristinna manna í borgarastríðinu 1975—76 gegn vinstrisinnuðum múhameðstrúar- mönnum og palestínskum skærulið- um, en klofnuðu eftir stríðið. Bar- átta þeirra um yfirráðin í röðum kristinna manna náði hámarki í júlí sl., þegar falangistar náðu á sitt vald mestöllum austurhluta Beirút og svæði kristinna manna við Líb- anonsfjall. Falangistar sögðu, að 75 „tígris- dýr“ hefðu fallið í bardögunum í júlí, en yfirmaður „tígrisdýranna, Danny Chamoun, yngri sonur for- setans, sem síðan hefur flúið frá kristnu svæðunum, sagði að 532 stuðningsmenn hans hefðu fallið. Ford tapaði liðlega 676 miUjörðum króna fyrstu níu mánuðina Dctroit. 29. október. — AP. Fordbilaverksmiðjurnar í Bandarikjunum hafa orðið að sæta gífurlegu rekstrartapi það scm af er árinu. Á fyrstu níu mánuðum ársins tapaði Ford hvorki meira né minna en sem nemur 676.5 milljörðum ís- ERLENT lenzkra króna. Þetta tap Ford er hið mesta hjá nokkru fyrirtæki í sögu Banda- ríkjanna. Tilkynning Fdrd kemur í kjölfar tilkynningar frá General Motors, sem segist hafa tapað sem nemur 320 milljörðum íslenzkra króna. Raunar höfðu margir fjár- málaspekúlantar í Wall Street spáð Ford meira tapi en raun varð á. Erfiðleikar þessara tveggja bandarísku risa, endurspegla slæmt ástand í bandarískum bíla- iðnaði nú. Þetta gerðist 1974 — Fimmtán gíslum bjargað úr fangakapellu nálægt Haag. 1%3 — Alsír og Marokkó undir- rita friðarsamning eftir landa- mærastríð. 1956 — Bretar og Frakkar setja Egyptum úrslitakosti með áskor- un um vopnahlé. 1955 — Soldáninn í Marokkó leggur niður völd. 1930 — Vináttusamningur Grikkja og Tyrkja undirritaður. 1928 — Tilraunir með sjónvarp hefjast í Bretlandi. 1922 — Benito Mussolini myndar fasistastjórn og verður einvaldur á Ítalíu. 1918 — Tékkóslóvakía lýst sjálfstætt lýðveldi. 1905 — Rússakeisari beygir sig fyrir kröfum Dúmunnar um aukin völd. 1841 — Eldur í Tower í Ijondon. 1817 — Símop Bolivar myndar 9jálfstæða ríkisstjórn í Venezu- ela. 1687 — Ryswick-friður Frakka og Austurríkismanna. 1546 — Bæheimskur liðsafli gerir innrás í Saxlánd. Afmæli. Richard Brinsley Sheri- dan, írskur rithöfundur (1741 — 1816) — Feodor Dostoievsky, rússneskur skáldsagnahöfundur (1821—1881) — Leon Gambetta, franskur stjórnmálaleiðtogi (1838-1882) Andlát. 1910 Henri Dunant, stofnandi Rauða krossins. Innlent. 1270 d. Margrét drottn- ing Skúladóttir — 1886 ^Þjóðvilj- inn“ hefur göngu sína á Isafirði — 1940 Togarinn „Bragi“ ferst við England — 1979 Fundur forsæt- isráðherra Norðurlanda í Reykja- vík — 1877 f. Matthías Þórðarson. Orð dagsins. Allir tala um veðrið, en enginn gerir neitt í rnálinu — C.D. Warner, bandarískur rithöf- undur (1829-1900).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.