Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 25
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUÐAGUR 30. OKTÓBER 1980 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 25 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19,_sími 83033. Áskriftargjald 5.500.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 280 kr. eintakið. Hunzar ríkis- stjórnin ASÍ-þing? Forsætisráðherra setti fyrr í þessum mánuði reglu- gerð um samráð stjórnvalda við vinnuveitendur og launafólk í efnahags- og kjaramálum. Þessi reglugerð er byggð á skýlausum ákvæðum svokallaðra Ólafslaga. í þessari reglugerð er kveðið svo á, að forsætisráðherra skuli í októbermánuði ár hvert kalla til aðila vinnumark- aðarins og gera þeim grein fyrir framvindu mikilvæg- ustu þjóðhagsstærða líðandi árs og horfum á hinu næsta; og þá fyrst og fremst þeim markmiðum, sem ríkisstjórnin setur sér um hagþróun á næsta ári og helztu efnahagsráðstöfunum, sem hún hyggst beita til þess að þau náist. Bersýnilegt er að ríkisstjórnin hyggur á einskonar efnahagsráðstafanir, í kjölfar kjarasamninga, til að stemma stigu við sjálfvirkni í verðlagsþróun, og þá fyrst og fremst til skerðingar vísitöluákvæða. Sagan endur- tekur sig, segir máltækið, og engu er líkara en að núverandi ríkisstjórn standi í hliðstæðum sporum og ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar 1977, er „sólstöðu- samningar“ blésu á ný að glóðum verðbólgunnar, eftir að tekizt hafði að hægja á henni úr 54% í 26% á miðju því ári. Eini munurinn er sá, að núverandi ríkisstjórn hefur alls ekki tekizt að ná verðbólguvexti niður, er hún stendur nú frammi fyrir nýrri „holskeflu verðbólgunn- ar“, eins og verðlagsmálaráðherra komst að orði um framvindu mála eftir 1. desember nk., ef ekkert verður að gert. En hvað hyggst ríkisstjórnin fyrir? Væntanlega gerir hún aðilum vinnumarkaðarins grein fyrir áform- um sínum um skerðingu vísitölubótanna. Jón Kjartansson, formaður Verkalýðsfélagsins í Vest- mannaeyjum, segir í viðtali við Mbl. í gær, að hann muni beita sér fyrir því, að „spurzt verði fyrir um þau kjaraskerðingaráform, sem rætt hafi verið um í blöðum á samráðsfundum verkalýðshreyfingarinnar með stjórn- völdum“. Hann leggur á það megináherzlu, að væntan- legar efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar fáist fram lagðar og ræddar á ASÍ-þingi, sem framundan er, enda væru slíkir starfshættir í samræmi við fyrirheit þar um, lög og reglugerð. Sú spurning, sem almenningur í landinu veltir fyrst og fremst fyrir sér í dag, er þessi: Grípur núverandi ríkisstjórn til hliðstæðra aðgerða og fólust í febrúar- og maílögum ríkisstjórnar Geirs Hallgrímssonar 1978? Hefði sú stefna, sem þá var mörkuð, ekki verið brotin á bak aftur með misbeitingu verkalýðshreyfingar, ólögleg- um verkföllum og útflutningsbanni, byggjum við í dag við hliðstætt verðbólgustig og nágrannaþjóðir. Þá væri því markmiði þegar náð, sem núverandi ríkisstjórn segist keppa að. Það var Alþýðubandalagið, sem fyrst og fremst beitti sér fyrir þeim átökum í þjóðfélaginu, er komu í veg fyrir áframhaldandi árangur af verðbólguviðnámi ríkisstjórn- arinnar 1974—78. — Ef ríkisstjórn, sem Alþýðubanda- lagið á aðild að, gripur nú til hliðstæðra aðgerða, og stærst orð vóru höfð um 1978, hver verða þá viðbrögð verkalýðshreyfingarinnar? Ef ríkisstjórnin gengur þá götu, sem forveri hennar 1978 lagði, er þá nokkuð eftir af allri slagorðamergðinni, sem matreidd var í kokkhúsi kommúnista á þeirri tíð, sem ráðherrar og forysta Alþýðubandalagsins hefur etið ofan í sig, ekki einu sinni, heldur að hætti jórturdýra? Launþegar um gjörvallt landið munu fylgjast með því af gaumgæfni, hvort efnahagsráðstafanir, sem varða kjör þeirra og gerða samninga, verða lagðar fyrir ASÍ-þing eða ekki. Ef ASÍ-þing verður hunzað af ríkisstjórninni, þrátt fyrir gefin heit, lög og reglugerð sjálfs forsætisráðherra, þarf naumast frekari vitna við. Huginn írá Vestmannaeyjum og Hilmir frá Fáskrúðsfirði á loðnumiðunum nýlega. (Ljósm. J«n í*áii). Mun hafa mjög alvarlegar afleið- ingar fyrir okkur segir Ólafur Gunnars- son, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað um nýju kvótareglurnar á loðnuveiðum „ÞAÐ ER alveg ljóst, að þessar nýju reglur munu hafa mjöK alvarlegar afleiðingar fyrir okkur. þar sem við erum með mjög afkastamikla bræðslu, sem verður ekki nýtt nema að litlum hluta," sagði ólafur Gunnarsson, fram- kvaemdastjóri Síldarvinnsl- unnar í Neskaupstað í sam- tali við Mbl., þegar hann var inntur eftir því hvaða áhrif hinar nýju kvótareglur á loðnu hefðu fyrir fyrirtækið. „Reglurnar koma ekki einungis illa við okkur hér á Neskaupstað, heldur allar bræðslurnar hér á Austfjörðum. Ég held að það verði ekki komist hjá því, að beita einhvers konar miðlun á afla milli staða, því annars er ljóst, að sumir staðir fá nánast ekkert magn til vinnslu. Þá er fyrirsjáanlegur almennur samdráttur, verði ekki gripið til neinna mótaðgerða, því samfara uppbyggingu á mannvirkjum og auknum afla hefur almenn upp- bygging aukizt mjög mikið og þar með vinna fyrir iðnaðarmenn," sagði Ólafur ennfremur. Þá kom það fram hjá Ólafi, að hann teldi alveg nauðsynlegt að gera mjög nákvæmar rannsóknir á kolmunna á næsta sumri, þannig að hægt yrði að veiða hann í stórum stíl. — „Það liggur fyrir, að Sovétmenn veiða mikið magn af kolmunna hér rétt utan við landhelgina og því verður það að teljast mjög ólíklegt, að ekki finnist neitt af honum nær landi. Það hafa reyndar ekki farið nein- ar alvöru rannsóknir fram á kolmunnamagninu hér við land, það var aðeins smáfikt sl. sumar, sem gat ekki leitt til neinnar niðurstöðu," sagði Ólafur. „Það liggur og fyrir, að miðað við þessar nýju reglur eru alltof margir bátar á loðnuveiðum, þannig að hver bátur mun hafa heldur Iítið þegar upp verður staðið. Það er nauðsynlegt að finna stærri bátunum einhver önnur verkefni, t.d. við kolmunna- veiðar, ef eitthvað á að vera fyrir þá að gera á næsta ári,“ sagði Ólafur að síðustu. Strangari reglur um siglingar fiskiskipa TALSVERT bar á því síðari hluta sumars að skip sigldu til erlendra hafna með lélegan fisk ok telja menn, að það kunni að hafa skaðað markaðinn. Landssam- band ísl. útveKsmanna fór því þess á leit við sjávarútveKs- ok viðskiptaráðuneytið að settar yrðu re^lur til þess að koma í veK fyrir að íslenzk skip landi ítrekað slæmum fiski erlendis. I framhaldi af viðræðum um þessi mál hefur viðskiptaráðuneyt- ið sett reglur, þar sem segir, að landi skip tvívegis farmi erlendis á 6 mánaða tímabili, sem sé svo slakur, að helmingur hans eða meira fari í 4. gæðaflokk, fái skipið ekki útflutningsleyfi næstu sex mánuði á eftir. Landi skip hins vegar þrívegis farmi erlendis á 6 mánaða tímabili, sem sé svo slak- ur, að helmingur hans eða meira fari í 3. gæðaflokk, þá fái viðkom- andi skip ekki útflutningsleyfi næstu 6 mánuði á eftir. LIU gætir þess að framangreindun reglum verði fylgt. Eins og frá hefur verið greint í Mbl. hefur umboðsmönnum LÍÚ i Bretlandi verið falið að gefa um- sögn um hvern farm, sem landað er þar. Meta þeir fiskinn nú í flokka frá 1—4, þ.e. góður, viðun- andi, slæmur og óviðunandi. Þá hefur LIÚ sett reglur um bókanir skipa til siglinga á erlenda markaði. Nú er ekki lengur hægt að bóka löndunardaga nokkrar vikur fram í tímann eins og kom fyrir í haust, heldur verður að bóka söludag ytra sama dag og skip heldur til veiða. Sömuleiðis verður skip, sem veiðir fyrir er- lendan markað að tilkynna afla til skrifstofu LÍÚ tvisvar í viku, á mánudögum og fimmtudögum. Sé slíkt ekki gert áskilur LÍÚ sér rétt til að fella viðkomandi skip út af löndunarlista. LIÚ hefur beint því til útgerð- armanna og skipstjórnarmanna, að úthald skips sem veiðir fyrir erlendan markað verði takmarkað þannig að veiðitími verði aldrei nema 10—12 dagar og fiskurinn því ekki eldri en 15—17 daga þegar honum er landað. Sömuleiðis legg- ur LÍÚ áherzlu á að meðferð fisksins sé góð. Gegn auknum síldveiði- leyfum loðnuskipanna FULLTRÚAR útvegsmanna og sjómanna hafa farið þess á ieit við sjávarútvcgsráðherra, að loðnu- skip fái að veiða meira af síid á yfirstandandi vertíð, en ákveðið var í haust. Er þessi beiðni sett fram vegna niðurskurðar á loðnu- kvótanum, sem minnkar tekju- möguleika og verkefni þessara 52 skipa verulega. Ákvörðun hefur ekki verið tekin um þetta mál. Morgunblaðið spurði Jakob Jak- obsson, fiskifræðing, að því í gær hver væri afstaða hans til þessa máls: „Við gerðum tillögur um 45 þúsund tonna hámarksafla á síld á þessu ári og við höfum engin gögn í höndunum, sem benda til þess, að sú viðmiðun hafi verið of lág, þvert á móti. Eftir sýnum og öðrum upplýsingum að dæma hefði átt að halda sig við tillögur okkar, en ekki leyfa veiðar á 50 þúsund tonnum af síld eins og gert var. Við förum til stærðarmælinga á síldar- stofninum í lok nóvember og þar til við höfum þau gögn í höndun- um, sem sýna annað en við nú vitum, munum við ekki leggja til frekari síldveiðar,“ sagði Jakob. Fram hefur komið, að á yfir- standandi vertíð hefur mjög lítið orðið vart við smásíld og var Jakob spurður um þetta atriði. „í ár og 1979 hefur lítið orðið vart við yngri síld í veiðinni, en þegar þeir góðu árgangar frá 1974 og 1975 voru að vaxa upp var mikið fár á síldar- miðunum vegna ungsíldar. Þess er einnig að geta að smásíldar hefir orðið minna vart í sambandi við t.d. rækjuveiðarnar og æ sjaldnar hefur þurft að loka svæðum vegna þess. Þetta finnst okkur benda til, að þeir árgangar sem ættu að bera veiðina uppi á næstu árum séu lélegir, en nú er verið að leggja aukna áherzlu á smásíldarrann- sóknir til að fá úr þessu skorið,“ sagði Jakob Jakobsson að lokum. Mun minna saltað á Höfn á reknetavertíðinni en í fyrra ^ Höfn. Hornafirði 29. október. Á HÁDEGI síðastliðinn mánudag lauk síldveiðum í reknet. Heiidaraflinn, sem barst á iand hér á Horna- firði var nú rúmlega 62 þúsund tunnur, en var á reknetavertíðinni í fyrra rúmlega 103 þúsund tunn- ur. Orsökin fyrir því að ekki barst meiri afii hingað til Hornafjarðar á þessari ver- tið er sú, að nú hélt síldin sig aðallega við Austfirðina og var mikið inn á fjörðum. Var því miklu landað á Austfjarðahöfnum. Fyrst framan af gengu veið- arnar heldur treglega, en þeg- ar veiðar hófust fyrir alvöru „þá var þetta einn hveilur" eins og sjómennirnir orða það. Reknetabátarnir tóku sinn kvóta á mun skemmri tíma heldur en undanfarin ár, t.d. stóð vertíðin í fyrra til 9. nóvember. Skipting aflans á milli vinnslustöðva hér á Höfn var sem hér segir: Fiskimjöls- verksmiðja Hornafjarðar 28.271 tunna, til frystingar í Fiskiðjuveri KASK 13.415 tunnur, Stemma hf. 26.529 tunnur. í bræðslu fóru rúm- lega 300 tunnur. Nákvæmar tölur um afla einstakra báta liggja ekki fyrir, en allt bendir til að fjórir aflahæstu Hornafjarð- arbátarnir séu: Sigurður Ólafsson SF 44 með 8.100 tunnur, Gissur hvíti SF 55 með 7.600 tunnur, Freyr SF 21 með 7.300 tunnur og Steinunn SF 10 með 6.900. Skipstjóri á Sigurði Ólafssyni er Ólafur Þorbjörnsson. Enginn Hornafjarðarbátur stundar síldveiðar í hringnót og fara bátarnir héðan nú flestir á línuveiðar og net. Líkur eru á að söltun verði haldið áfram hér á Höfn og einhverjir hringnótabátar verði í viðskiptum hér. Einar. Vélháturinn Sigurður ólafsson SF 44 var aflahæstur Hornafjarðarbáta á reknetavertiðinni og sennilega hefur enginn annar reknetabátur fengið yfir 8 þúsund tunnur á vertiðinni. Á meðfylgjandi mynd sést báturinn koma inn til löndunar á Fáskrúðsfirði (Ljósm. Albert Kemp). Atriði úr „Því miður frú“ eftir Jökul Jakobsson, sem Leikfélag Hveragerðis sýnir bráðlega. Leikfélag Hveragerð- is sýnir 3 einþáttunga HveraKerði, 29. október. LEIKFÉLAG Hveragerðis er að undirbúa sýningu á fyrsta verk- efni þessa starfsárs. Af þvi tilefni hitti fréttaritari Mbl. Svövu Hauksdóttur ritara fé- lagsins að máli og spurði hana hvað væri á döfinni hjá þeim. hún sagði svo frá: „Leikfélag Hveragerðis æfir nú af kappi þrjá einþáttunga og hafa æfingar staðið 3Íðan í lok september. Er frumsýningin fyr- irhuguð þ. 14. nóv. nk. í Hótel Hveragerði. Tveir einþáttung- anna eru eftir Jökul Jakobsson og heita þeir „Því miður frú“ og „Knall“. Einnig er rússneskur gamanþáttur: „Bónorðið", eftir Anton Tshekov. Leikstjóri er Hjalti Rögnvaldsson og fer hann einnig með hlutverk í einum þættinum. Einþáttungar eru nýjung hjá L.H., tilraun til að gera sem flestum til hæfis. Kemur þarna fram bæði gaman og alvara og ætti að vera eitthvað fyrir alla. Æfingar hafa gengið vel þrátt fyrir tilfinnanlegan skort á æf- ingahúsnæði, æft hefur verið á einum 4—5 stöðum í bænum. Það er ánægjuefni hve margir leikaranna eru nýtt fólk í félag- inu, sem er nú að fást við sitt fyrsta hlutverk. Stjórn félagsins vonar að Hvergerðingar og nærsveitungar sýni áhuga og fjölmenni á sýn- ingarnar. Formaður L.H. er María Reyk- dal“. Sigrún. Árni Sveinsson. Hreinn Hermannsson. Nýir útibússtjórar hjá Landsbankanum Á FUNDI bankaráðs Lands- banka íslands, limmtudaginn 23. október sl., var Árni Sveinsson skipaður útibússtjóri við útibú bankans i Neskaupstað og Hreinn Hermannsson við útihúið á Fáskrúðsfirði. Árni Sveinsson er fæddur árið 1933 á Akureyri. Hann hóf störf í bankanum árið 1956 og hefur lengst af starfað í endurskoðunar- deild, síðustu tíu ár sem deildar- stjóri. Árni er kvæntur Ástu Ólafsdóttur og eiga þau einn son. Hreinn Hermannsson er fæddur árið 1935 á Akureyri. Hann hefur starfað í bankanum í tólf ár og verið bókari við útibú bankans á Höfn, Hornafirði, frá árinu 1971. Hreinn er kvæntur Valdísi Þórar- insdóttur og eiga þau fjögur börn. Ólafur G. Einarsson: Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða: „Engin formleg beiðni um aðstoð46 — vegna Atlantshafsflugsins „VIÐ höfum aldrei lagt fram neina formleKa beiðni um að- stoð við Atlantshafsflugið." sagði SÍKurður IleÍKason for- stjóri FluKleiða í samtali við Mbl. i Kær. „Á fundi með fjórum ráðherrum 20. ágúst sl. tiikynntum við að ekki yrði um að ræða áframhald á þessu flugi. en áður en sú ákvörðun var tekin höfðum við kannað stöðuna miðað við tilboð stjórn- valda í Luxemborg upp á 3 millj. $ aðstoð og hugsanlega möguleika um flugrekstur með öðrum hætti. Síðan skeði það að- ríkisstjórnin kom beiðni til okkar og sú saga er öllum kunn.“ Sigurður sagði, að talað hefði verið um heiðni frá Flugleiðum á fundi 23. marz sl., en hann sagði að þar hefði verið um að ræða beiðni um eftirgjöf á lendingargjöldum á Keflavíkur- flugvelli vegna Atlantshafs- flugsins árið 1979 og ’80 í samræmi við það sem síðar varð í Luxemborg og nær sú ákvörð- un yfir árið 1981 einnig. Árni Gunnarsson alþingismaður: „Ein af rugl sam- særiskenningum Ólafs Ragnars44 „UPPLÝSINGAR í alþjóðleg- um flugtímaritum um mark- aðsverð flugvéla gefa engan veginn rétta mynd af verði þeirra véla sem eru búnar fullkomnum tækjum og búnaði sem nauðsynleKur er á lenKri flugleiðum og í erfiðu innan- landsflugi eins og hér er,“ sagði Árni Gunnarsson alþing- ismaður í samtali við MorKun- blaðið i g;er vegna ummaúa Ólafs Ragnars Grímssonar um það að upplýsingar Flugleiða um verðgildi flugvéla félagsins væru rangar. „Það er ein af ruglsamsæris- kenningum Ólafs Ragnars,“ sagði Árni, „upplýsingar Flug- leiða séu rangar og hann nefndi sem dæmi og vitnaði í Flight International að þar kæmi fram að skráð markaðsverð á Boeing 727-200 væri 10 millj. $ en það er nokkru lægra en matsverðið á þessari vélartegund Flugleiða. Meinið er, að þarna ruglar Ólafur Ragnar saman að þegar tímarit af þessu tagi birta markaðsverð er um að ræða einföldustu gerð vélarinnar frá verksmiðjunni. En vélar Flug- leiða eru búnar mjög fullkomn- um tækjum og í 727-200 vélinni er t.d. tölvustýritæki sem eitt sér kostar 1 millj. $ og að auki er margs konar búnaður sem Ólaf- ur Ragnar tekur ekki tillit til. Þá sagði sami maður að Flight International verðlegði F 27-100 vél Flugleiða á 1 millj. dollara en staðreyndin er að Flugleiðir eiga enga Fokkervél af þeirri tegund. Þeir eiga hins vegar þrjár F 27-200 og eina 27-500, en þessar vélar eru mun kraftmeiri og með dýrari hreyfla og búnar tækjum sem hækka verð vél- anna geysilega mikið. Menn sem fjalla um slík mál á opinberum vettvangi verða að gera sér grein fyrir því að mesta verðið í flugvélum liggur í hreyflunum og fullkomnum flugleiðsögu- tækjum. Ólafur Ragnar sagði að 6 milljarða króna munur væri á markaðsverði umræddra véla og því sem Flugleiðir höfðu gefið upp. Hann var búinn að finna út svindl vegna þess að hann skildi ekki það sem hann var að tala um. Eg varð því að fara upp og benda honum á þann skakka pól sem hann hefði tekið í hæðina, bæði það að markaðsverð færi fyrst og fremst eftir hverri vél fyrir sig þótt lágmarksverð væri yfir það einfaldasta og svo hinu, að nefna sem dæmi vélategund sem ekki er í eigu Flugleiða." Tökum þátt í umræðum í deildum MORGUNBLAÐIÐ sneri sér í gær- kvöldi til Úlafs G. Einarssonar. formanns þingflokks Sjálfsta-ðis- flokksins, ok spuröi hann hvers vegna nánast allir þingmenn Sjálf- stæðisflokksins hefðu verið fjarver- andi þe«ar rætt var um FluKleiöa- málið i Sameinuóu þingi síðdeKÍs á þriðjudaK. Sömuleiðis var Ólafur spurður hvers veKna aðeins einn þinKmaður Sjálfstæðisflokksins hefði tekið til máls við þessar umræður. „Margir þingmenn voru búnir að binda sig um eftirmiðdaginn og það er mjöK algengt, að menn ger> slíkt því það er frekar óvenjulegt, að fundir standi svona lengi. Sem dæmi get ég nefnt, að við vorum þrír; Matthás Bjarnason, Matthías Mathiesen og ég, búnir að binda okkur fyrir löngu á fundi í Njarðvík- um þar sem við ræddum um fiskveiði- stefnuna við útvegsmenn úr röðum Sjálfstæðismanna. Ég veit án þess að nefna nokkur nöfn, að ýmsir voru á sama hátt löngu áður búnir að binda sig á fundum eftir klukkan 5. Mér skilst, að þetta hafi orðið blaðamatur vegna þess að Ólafur Ragnar Grímsson notfærði sér það undir lok umræðnanna að skjóta því fram, að þarna væru þunnt setnir bekkirnir af sjálfstæðismönnum. Það vantaði nú að vísu sjálfan fjármála- ráðherrann, Ragnar Arnalds, sem búið var að beina ýmsum spurningum til einmitt af hálfu sjálfstæðismanns, Friðriks Sóphussonar. Kannski hefur Ólafur verið að kvitta fyrir með þessu. Um það hversu fáir úr okkar röðum tóku til máls er það að segja, að þarna var verið að ræða um skýrsluna, sem Alþýðuflokkurinn bað um. Hún í sjálfu sér er ekki aðalatriði þessa máls og það var ekki hún, sem við vildum ræða þegar við fórum fram á umræður utan dagskrár. Þá vildum við fá að vita hvenær ríkisstjórnin myndi grípa til sinna aðgerða og það er aðalmálið, frumvarpið sjálft, sem núna er til meðferðar í efri deiíd. Þar taka Sjálfstæðismenn að sjálfsögðu almennt þátt í umræðunum og það sama verður í neðri deild. Okkur þykir engin ástæða til að teygja lopann um þessa skýrslu, hún er ekki það merkileg og auk þess vorum við búnir að fá nánast allt, sem í henni stendur áður en hún kom fram. Hún er ekki mergurinn málsins heldur frumvarpið og það sem ríkis- stjórn ætlar sér að gera. Reyndar voru ýmsir sjálfstæðismenn á mæl- endaskrá þegar skýrslan var fyrst til umræðu. Síðan féllu einhverjir út af skránni eins og t.d. Geir Hallgríms- son, sem var á mælendaskrá, en umræðunni varð ekki lokið og nú er hann farinn útaf þingi,“ sagði Ólafur G. Einarsson að lokum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.