Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 Elin Pálmadóttir: Reykjavik haldi Fæðingarheimil- inu — 500 millj. heldur í B4hnuna Ríkið vill kaupa Fæðingar- heimili Reykjavíkurborgar og leggja undir Fæðingardeild Landspítalans. I borgarstjórn eru uppi raddir um að selja þetta heimili með öllu innanstokks og nefnd talan 500 milljónir króna. Tilgangurinn að losa borgarsjóð við rekstrarhallann, sem sl. ár, eða 1979, var 38 milljónir króna. Tilkominn vegna þess að dag- gjöldin, að upphæð 235 millj., hrukku ekki til. Ríkisvaldið neit- aði sem sagt þessari stofnun um nauðsynlegt viðbótardaggjald. En þar sem 708 konur fæddu börn sín á Fæðingarheimili Reykjavíkurborgar á sl. ári, hef- ur borgin þurft að greiða kr. '5.367 með hverju barni, sem þar fæddist. Það er nú allt og sumt. Sú upphæð mundi á þessu ári varla fara yfir 10 þúsund kr., þrátt fyrir verðbólguna, jafnvel þótt sama kverkataki yrði haldið á fæðingarheimilinu með dag- gjöldum. Mér blöskrar satt að segja ekkert þessi upphæð til nýs borgara í okkar bruðlþjóðfé- lagi. Varla máltíð handa gesti á veitingahúsi, sém mér sýníst hvorki ríki, borg né einstakl- ingar telja eftir að bjóða, ef svo ber undir og sóma varðar. Mætti kannski draga úr veitingum á móti, ef svo mjög þrengir að? Raddir eru um að þessari upphæð væri betur varið annars staðar en hjá sængurkonum og ungbörnum. T.d. hjá öldruðum. Meðan í Reykjavík vantar 300— 350 rúm á sjúkrastofnunum fyrir aldraða og langlegusjúkl- inga, sbr. greinargerð borgar- læknis, skortir vissulega fé til uppbygginar. Og úr þessari hrikalegu vöntun á B-álma Borg- arspítalans að bæta, þegar hún er fullbyggð, sem gengur sorg- lega seint. Og fyrst ríkið hefur nú þessar 500 milljónir til að kaupa Fæðingarheimilið af Rey- kjavíkurborg, því í ósköponum er þeim ekki fremur varið í B-álmu Borgarspítalans, sem ríkinu ber skylda til að greiða 85% af? Reykjavíkurborg getur þá haldið áfram að reka hið ágæta fæðingarheimili sitt, jafn- vel þótt eitthvað þurfi að greiða með þjönustunní eða sem svarar 10 þús. kr. á sængurkonu — ef ógerlegt reynist að fá reksturinn greiddan eins og af öðrum sjúkrastofnunum. Fæðingarheimili Reykjavíkur- borgar nýtur viðurkenningar sængurkvenna í verki — með réttu eða röngu, þær eiga rétt á sinni skoðun á því — bæði Reykjavíkurkvenna og kvenna annars staðar frá, sem kjósa að fæða þar. Á árinu 1978 voru 453 sængurkonur úr Reykjavík af 808 konum, sem fæddu á Fæð- ingarheimilinu. Eða hátt í helm- ingur annars staðar frá. Séu fæðingar teknar í heild í Reykja- vík það ár, voru 1092 sængurkon- ur úr Reykjavík af 2084 konum, sem fæddu á báðum fæðingar- deildunum. Auðvitað ætti Reykjavík ekki að bera ein umframkostnaðinn, enda ætti að vera auðvelt að rukka viðkom- andi sveitarfélag fyrir útlagðan kostnað, rétt eins og gert er í skólakerfinu. Innan við 10 þús. kr. á konu, sem kýs að fæða á Fæðingarheimilinu fremur en á Landspítalanum, mundi ekki ríða neinu sveitarfélagi að fullu. Ef sveitarfélögunum vex þetta í augum, ætti a.m.k. að gefa kon- unum kost á að greiða 10 þús. kr. því fyrirkomulagi að ríkisvaldið hafi kverkatak á slíkum stofnun- um, þá virðist ekkert vera auð- veldara en að þrengja svo að þeim að þær gefist upp og afhendi ríkinu eigur sínar og alla afkomu. Þannig fór á sínum tíma um Fæðingardeild Land- spítalans, sem borgin var aðili að og rak að % á móti ríkinu frá upphafi til 1960 eða þar til svo var að þrengt í gjöldum að rekstrarhalli var orðinn og borg- in gaf ríkinu eignina og losaði sig við rekstrarhallann. Slíkt hefur verið að gerast lengi. Breytingar á löggjöf hafa oftast miðað að því að færa allan rekstur yfir til ríkisins, vegna þess að sveitarfélögin hafa verið sjálfar til að fá að velja um það hvar þeim finnst notalegast að ganga í gegn um fæðingu. Að leysa úr þessum fjárhagsþætti tel ég ekkert stórvandamál. Og ef við fengjum svo þessar 500 milljónir, sem ríkisvaldið hefur, í B-álmu Borgarspítalans, til að leysa úr legurýmum fyrir aldr- aða, þá finnst mér ekkert voða- legt að Reykjavíkurborg — og nágrannasveitarfélögin taki á sig að reka Fæðingarheimilið. I rauninni er furðulegt að ekki skuli fást greidd daggjöld sem duga fyrir svo ódýrri fæðingar- þjónustu. Og auðvitað yrði sá kostnaður greiddur að fullu af skattpeningum þegar búið er að sameina fæðingarstofnanirnar og þær báðar komnar á einn reikning — ríkisins. Að sjálf- sögðu er óeðlilegt að þrengja svo að daggjöldum á einni fæð- ingarstofnuninni umfram aðra, að hún geti ekki lifað nema með utanaðkomandi hjálp. En með komin í þrot eftir að hafa árangurslaust beðið um hækk- anir á rekstrargjöldum. Og eftir það fara sömu peningar skatt- borgaranna, sem sveitarfé- lögunum var neitað um, bara í stofnanirnar gegn um ríkiskass- ann. Ef ríkið hefur efni á að reka stofnanirnar, þá hefur það líka efni á að greiða nauðsynleg daggjöld. Hitt er aðeins aðferð til að komast yfir eignirnar. Ég efast ekki um að Fæðingardeild Landspítalans, sú ágæta stofn- un, þurfi meira rými fyrir starfsemi sína, enda taka kvensjúkdómar og fóstureyð- ingar sífellt meira rými. En með góðri samvinnu, eins og yfir- læknirinn hefur nýlega lýst í viðtali, sé ég ekki að það breyti miklu — ef ekki á þá að breyta rekstrinum. Heyrst hefur sem rök fyrir sölu, að nýtingin á Fæðingar- heimili Reykjavíkur sé ekki mik- il, því fæðingum hafi fækkað í landinu. Fæðingum hefur fækk- að, það er rétt, þó þeim hafi nú aðeins fjölgað aftur. En lítum á nýtinguna. Ég efast um að allar nauðsynlegar stofnanir hafi svo góða nýtingu. í fæðingum er fjöldi að sjálfsögðu dálítið mis- jafn eftir mánuðum. Eða hvern- ig hyggjast menn komast hjá því? Jafnvel þótt upphafinu væri nú miðstýrt og það vel skipulagt og tölvustýrt af ríkinu, þá eru konur þeirrar náttúru að ganga svolítið mislengi með. í ár var nýtingin á Fæðingarheimili Reykjavíkurborgar lægst í upp- hafi árs, fór þó ekki niður fyrir 75,7% í janúar og 64,4% í febrúar. En í marz varð yfirfullt, nýting 104%. í apríl 95%, maí 101,6%, í júní 90,4%, í júlí 84,5%, ágúst 83,2% og septem- ber 98,6%. Hvað ætti nú að gera við allar þessar 525 konur, sem fæddu fyrstu 9 mánuði ársins á Fæðingarheimilinu og þær 708, sem fæddu á sl. ári, ef Fæðingar- heimilið yrði t.d. tekið fyrir legudeild fyrir aldraða, einsog einn borgarfulltrúi hefur lagt til? Eiga þær að fæða í heima- húsum? Það eru ekki einu sinni Iengur til ljósmæður á frjálsum markaði til að taka þar á móti börnum. Þegar Fæðingardeild Lands- pítalans var byggð,. var þáver- andi landlæknir, Vilmundur Jónsson, þeirrar skoðunar að konur gætu bara fætt heima, en fyrir þrýsting frá konum í borg- inni gerði Reykjavíkurborg það mikla átak að koma upp fæð- ingardeildinni með ríkinu og reka hana sem fyrr er sagt að %. Og síðan gengu konur einnig í það að komið yrði upp Fæðingar- heimili Reykjavíkurborgar, þeg- ar svo var orðið þröngt að konur fæddu á göngum og baðher- bergjum í Landspítalanum. Ég held að engin kona, sem þekkti þær aðstæður, gæti sætt sig við að slíkt ástand kæmi upp aftur. Ég gleymi því t.d. ekki þegar ég á menntaskólaárunum varð að hjálpa til við að taka á móti barni í stofunni heima. Inn á heimilið hafði verið tekin van- fær einhleyp kona, sem átti að fæða á Fæðingardeildinni. Þegar að því kom var hringt snemma morguns í þá ágætu stofnun, en þar var allt yfirfullt. Þótt reynt væri að útskýra að móðir mín sæti lömuð í stól og enga hjálp að fá, var svarið stutt og laggott: „Hér er fullt, þið verðið bara að bjarga ykkur einhvern veginn." Við rúlluðum upp teppinu í stofunni. Faðir minn bar sæng- urkonuna þangað og þegar Ijósmóðirin kom, bað hún mig, stelpuna, að leggja frá mér skólatöskuna og aðstoða sig. Þetta reyndist vera tvöföld fæð- ing og erfið, enda sængurkon an 36 ára gömul og þetta fyrsta fæðing hennar. Þegar náðist í lækni, þurfti því að klippa mikið. En þetta bjargaðist og ég stóð með slímuga öskrandi stelpu í höndunum meðan þau sinntu sængurkonunni. Og þetta var ekki einsdæmi á þeim árum Ekki þarf að fjölga mikið fæðingum aftur, til að þrengist á fæðingarstofunum, svo sem sjá má af tölunum hér að ofan. Og tryggingin fyrir því, að ekki verði þrengt um of að ef svo fer og reykvískum konum tryggð aðstaða, er sú ein að borgin hafi þar einhver ítök um stjórnun. Fæðingardeild Landspítalans tekur öll erfið tilfelli, og sem betur fer er nú oftast með skoðunum hægt að sjá fyrir hugsanlega erfiðleika. Og fæð- ingarheimilin jafnt í næsta nágrenni hvort við annað, hver sem rekstraraðilinn er. En auk þess hefur Fæðingardeildin ann- að vandamál, sem tekur sífellt meira rými, kvensjúkdómana. Sú góða deild þarf því að mínum dómi fremur betri aðstöðu innan Landspítalans, en að innlima Fæðingarheimili Reykjavíkur- borgar. Sinfóníutónleikar Efnisskrá: Karl Otto Runólfsson: Forleik- ur að Fjalla-Eyvindi. Chopin Pianúkonsert nr. 1. Debussy: Siðdegisórar skógar- guðsins. Debussy: Haíið. Það var ánægjulegt að heyra forleik Karls Ottós Runólfssonar og væri fróðlegt að bera saman eldri upptökur. Þar mætti merkja hversu mikið hljómsveit- inni hefur farið fram frá því um 1950. Bæði hljómsveit og stjórn- andi lögðu sig fram við flutning- inn svo niðurstaðan var harla góð. Ef menn hiustuðu aðeins á hljómplötur og flutningur tón- listar á tónleikum legðist niður, væri hægt að segja með sanni alla eldri tónlist steinrunna. Lifsseigla gamalla tónverka byggist að nokkru á því, að hver nýr flutningur er í eðli sínu endursköpun. Gagnstætt plötu- þrælnum, fær sá er sækir tón- leika lifandi endursköpun tón- listarinnar og er gleði hans, þegar vel tekst til, mögnuð upp í Tónllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON þeim vonbrigðum er hann upp- lifir þá er illa tekst til. í flutningi og túlkun tónlistar koma fram sérkenni þeirra ein- staklinga, er bjpða fram list sína og leikni en hlustandinn, þessi ófreskja sem er óseðjandi, dæm- ir um án þess þó að hafa sérlega þekkingu á málinu. Það sem er þó furðulegast í þessu máli, er að dómur hlustandans er einn marktækur og sérfræðingurinn verður að beygja sig fyrir „Salo- monsdómi" hlustandans. Ung stúlka hefur leitað sér menntun- ar hjá sérfræðingum og er orðin slyngur pianóleikari, en þrátt fyrir það vantar eitthvað í leik hennar, eða, svo rétt sé sagt frá, er eitthvað í leik hennar, sem m- w i Domenique Cornil „afrómantíserar" píanókonsert Chopins. Domenique Cornil er feikna fínn „tekniker", en lék Chopin eins og hann væri „klass- iker“. Tórtleikunum lauk með Síð- degisórum skógarguðsins og Hafinu eftir Debussy. Það er sérkennilegt við stjórnun Jac- quillats, að hann virðist kunna sig best í hringfastri tónlist en eiga síður heima þar sem skáld- leg innsýn hefur gert tímann óvirkan. Að staldra við og njóta fegurðarinnar í stað þess að þramma áfram, er blátt áfram boðorð Debussys. Hvert blæ- brigði þarf að íhuga því annars nýst það upp í andstæðu sína. Hvass tónn klukkuspilsins snýst upp í glamur, symbalahöggið rýfur sig út úr heildinni og minnir lítið á hvíthvissandi öldufald og einstaka stefbrot koma og hverfa, eins og án tilgangs, eða án þess að láta uppi erindi sitt. Það vantaði bæði myndina og ljóðið í verk Debuss- ys en að öðru leyti var margt þokkalega leikið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.