Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 VIÐSKIPTi VIÐSKIPTI - EFNAHAGSMÁL - ATHAFNALÍF Umsjón Sighvatur Blöndahl Japan: Bílaframleiðsla jókst um liðlega 41% í september Nýir elektrónískir fjarritar á markað Sérfræðingur Olivetti-verksmiðjunnar lengst til vinstri, sést hér leiðheina starfsmönnum Pósts os? síma í sambandi við viðgerðir á fjarritunum. BÍLAFRAMLEIÐSLA japönsku framleiðendanna jókst um lið- le^a 41% í september sl., aðallesa veuna vaxandi eftirspurnar er- lendis frá, að því cr talsmaður framleiðendanna saiíði á fundi með fréttamönnum fyrir ^ikömmu. Alls voru framleiddir 1.008.800 bílar í september, sem er mesta VERZLUNARRÁÐ íslands gekkst í sl. viku fyrir almennum félags- fundi, þar sem til umfjöllunar voru hin nýju lög um tekju- og eignaskatt, sérstaklega hvað varð- ar reynsluna af þeim. Á fundinum voru samþykktar þrjár ályktanir og segir m.a. í fyrstu ályktuninni, að skorað sé á Álþingi að taka til endurskqðunar gildandi lög um tekju- og eignaskatt á grundvelli tillagna Verzlunarráðsins, sem byggðar eru á reynslu af fram- kvæmd laganna. Ennfremur segir í ályktuninni, að í tillögum þessum felist breyt- ingar á lögunum, sem þingmenn allra flokka ættu að geta samein- ast um, og þar með stuðlað að traustu atvinnulífi í landinu og réttlátari skattlagningu tekna af atvinnurekstri. í annarri ályktun fundarins segir m.a., að á undanförnum árum hafi álagning óbeinna skatta á atvinnurekstur aukizt verulega. Álagning þessara skatta taki engin mið af raunverulegri afkomu fyrirtækja, og geti fyrir- tækjum því verið gert að greiða háa skatta, jafnvel þótt um stór- felldan taprekstur sé að ræða. Sé nú svo komið, að flestir skattar, sem lagðir séu á íslenzkan framleiðsla frá upphafi, en áður hafði framleiðslan mest komist í liðlega milljón bíla, eða í júlí sl. Útflutningur á japönskum bíl- um til Vestur-Þýzkalands jókst um liðlega 45% á fyrstu átta mánuðum þessa árs og er þegar farin að valda miklum áhyggjum í Vestur-Þýzkalandi, þar sem fram- leiðsla hefur á sama tíma dregizt nokkuð saman. atvinnurekstur séu þessa eðlis. — „Þegar skattheimtan er orðin svo mikil, sem raun ber vitni, er þessi skattastefna stórhættuleg, veldur verulegum greiðsluerfiðleikum og getur jafnvel .leitt til gjaldþrota hjá fyrirtækjum. Skorar fundur- inn á Alþingi og ríkisstjórn, að taka þessa skattastefnu til endur- skoðunar, þannig að skattar fyrir- tækjanna miðist framvegis ein- vörðungu við raunverulegar tekjur þeirra," segir orðrétt í ályktun fundarins. Þá segir í þriðju ályktun fund- arins, að hann telji, að ákvæði laga um tekju- og eignaskatt, sem heimila, að skattstjórar ákvarði mönnum með sjálfstæðan at- vinnurekstur laun til tekjuskatts, séu bæði ósanngjörn og ófram- kvæmanleg. Skorar fundurinn á Alþingi að fella þegar úr gildi 59. grein laganna. Verzlunarráðið hefur sett upp samandregið yfirlit um breytingar á lögunum um tekju- og eigna- skatt og er það eftirfarandi: 1.0 Samræming í skattlagníngu rekstrarforma. 1.1 Opinber atvinnurekstur greiði öll opinber gjöld, þegar um er að ræða beina eða óbeina samkeppni við skattskyld fyrir- tæki og einstaklinga. PÓSTUR og sími hafa ný- verið flutt hingað til lands 60 elektróníska fjarrita af Olivetti-gerð, og eru það fyrstu elektrónísku fjar- ritarnir, sem hingað koma. Samfara þessari nýjung hefur svo verið ákveðið að gera þá grundvallarbreytingu á fjarritaþjónustunni, að nú verða viðskiptavinir Pósts og síma að kaupa tækin, en hingað til hefur stofn- unin leigt þau. Þorvarður Jónsson, yfirverk- fræðingur Pósts og síma, sagði í samtali við Mbl., að aðalástæðan fyrir þessari breytingu væri sú, að komast hjá því, að borga söluskatt tvisvar sinnum af sama tæki, þ.e. bæði þegar tækið er flutt inn til landsins og síðan af leigunni. Þetta fyrirkomulag dregur einnig úr fjárfestingu Pósts og síma. — „Þá kemur þetta nýja fyrirkomulag líka betur út fjárhagslega fyrir við- skiptavini Pósts og síma, því það tekur tiltölulega skamman tíma að borga niður heildarverð tæk- isins, sé miðað við þá leigu, sem viðkomandi viðskiptamenn þurfa að greiða fyrir tækin í dag,“ sagði Þorvarður ennfremur. Útsöluverð hins nýja elektrón- íska fjarrita er liðlega 3,4 millj- ónir króna og síðan þarf viðkom- andi notandi að greiða tæplega 75 þúsund krónur ársfjórðungs- 1.2. Einkarekstur geti verið sjálfstæður skattaðili, myndað varasjóð. með sömu takmörkun á ráðstöfun hans og hjá öðrum og verið skattlagður eins og annar atvinnurekstur, en áætlun launa verði afnumin. 2.0 Endurmat og fyrningar. 2.1. Fyrri fyrningarhlutföll úr lögunum verði lögleidd að nýju. 2.2. Ársfjórðungslegur verð- breytingarstuðuil. 2.3. Ibúðarhúsnæði í atvinnu- rekstri verði fyrnanlegt. 2.4. Kostnaðarverð tækja og áhalda, sem fyrna má á kaupári, verði hækkað. 3.0 Aðlögun að nýmælum 53. gr. 3.1. Sérstök fyrning tekjufærslu hækki úr 50% í 100%. 3.2. I ár verði fyrirtækjum heimilt að auka eigið fé sitt og teljist sú aukning með eigin fé í ársbyrjun. 3.3. Opinber gjöld, nema sölu- skattur, teljist ekki til skulda við útreikning tekjufærslu. 4.0 Jafnrétti sparnaðarforma. 4.1. Arður verði að fullu frá- dráttarbær hjá fyrirtækjum, en' skattlagður hjá viðtakanda eftir þeim reglum, sem gilda. 4.2. Áhættufé í atvinnurekstri í eigu manna verði frádráttarbært lega. Samkvæmt gamla fyrir- komulaginu þurftu notendur að greiða liðlega 930 þúsund krónur í stofngjald og síðan tæplega 350 þúsund krónur ársfjórðungslega. Inni í þessum ársfjórðungsgjöld- um er viðhaldskostnaður tækj- anna, en Póstur og sími sjá eftir sem áður um viðhald þeirra. Þegar hafa verið seldir 11 nýir fjarritar úr þessari sendingu, allir til fyrirtækja, sem viljað hafa endurnýja tækjakost sinn. Þorvarður sagði, að í landinu til eignaskatts eins og annað sparifé. 4.3. Jöfnunarhlutabréf megi ávallt gefa út miðað við hreina eign. 5.0 Frádráttur frá tekjum: 5.1. Öll opinber gjöld á því ári sem stofn gjaldanna myndast. 5.2. Niðurfærslureglur vöru- birgða verði óbreyttar frá því sem var við EFTA-inngönguna. 5.3. Sérstakur frádráttur verði heimilaður vegna rannsókna- og þróunarstarfsemi. 5.4. Ójafnað rekstrartap megi draga að jöfnu frá tekjum fyrri og síðari ára. Bakfærslan nái til síðustu fimm ára og verði skattur þá endurgreiddur, en færslan fram í tímann miðist við endur- mat eins og nú er. 6.0 Skatthlutföll verði færð í fyrra horf. 6.1. Tekjuskattshlutfall fari úr 65% í 53%. 6.2. Eignarskattshlutfall fari úr 1,2% í 0,8%. 7.0 Dráttarvextir 7.1. Innheimta dráttarvaxta miðist við gjaldfallnar afborganir skatta, sem eru í vanskilum. 7.2. Of innheimtir skattar verði endurgreiddir með sömu vöxtum og lagðir eru á vangreidda. væru liðlega 500 tæki, en það stæði fjölgun fyrir þrifum, að númer vantar í telexstöðina. Úr- bóta er hins vegar að vænta þar á næstunni, þegar 40 númer bæt- ast við og síðan önnur 40 á næsta ári. Nýju fjarritarnir eru útbúnir með svokölluðum nálaprentara, sem teiknar upp stafina, í stað þess að prenta þá beint eins og þekkist. Aðspurður hvers vegna keyptir hefðu verið fjarritar frá Olivetti, en ekki einhverju öðru fyrirtæki, sagði Þorvarður, að Póstur og sími hefðu á sínum tíma leitað eftir tilboðum frá sex fremstu fyrirtækjunum á sviði fjarrita- framleiðslu og Olivetti hefði ein- faldlega verið með lægsta tilboð- ið. Olivetti-verksmiðjan á Ítalíu sendi hingað til lands sérfræðing í viðgerðum fjarrita til að halda námskeið fyrir starfsmenn Pósts og síma, og kom fram í viðtali við Baldvin Jóhannesson, yfirdeild- arstjóra viðgerðardeildar Pósts og síma, að námskeiðið hefði gengið mjög vel. Landsbanki íslands er ein þeirra stoínana, sem fengið hefur hina nýju fjarrita í sína þjónustu, en þessi mynd var tekin þar á dögunum. * Félagsfundur í Verzlunarráði Islands: Tekju- og eignaskattslögin verði endurskoðuð á Alþingi — Skattar miðist framvegis einvörðungu við raunverulegar tekjur fyrirtækja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.