Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 27 Fjórar unglingavökur á vegum KFUM og K VETRARSTARF KFUM oK K í Reykjavík er nýhafið og fer starfsemin fram á 8 stöðum í Reykjavík og Kópavogi. Félög- in hafa á undanförnum árum staðiA fyrir fjnlmennum æsku- lýðsvökum að Amtmannsstíg 2b en vcnna fjarlægðar helstu hyKKðakjarna frá aðalstöðvum félansins verða nú reyndar nýj- ar leiðir og haldnar unKlinKa- vökur á fjórum stöðum í Reykjavík og Kópavogi. Unglingavökunum er sérstak- lega ætlað að vekja fólk til umhugsunar um tilgang lífsins og tilverunnar, eins og yfir- skriftin „Hvert stefnir þú?“ ber með sér. Unglingavökurnar verða fimmtudaginn 30. okt. í félagsheimili KFUM og K að Lyngheiði 21, Kópavogi, föstu- daginn 31. okt. í félagsheimili félaganna við Holtaveg, laugar- daginn 1. nóv. í Breiðholtsskóla og sunnudaginn '2. nóv. í húsi KFUM og K við Amtmannsstíg 2b. Vökurnar hefjast allar kl. 20.30 og á dagskrá verður söngur og hljóðfæraleikur ásamt frá- sögnum í myndrænum búningi. í lokin verða svo hressingar á boðstólum fyrir þá sem vilja. Hrafnatindur hf. hefur fram- leiðslu á Telmaster þilofnum í ÁGÚST síðastliðnum hóf fyrir- tækið Ilrafnatindur hf. í Vík i Mýrdal framleiðslu á nýrri gerð rafmagnsþilofna samkvæmt norsku framleiðsluleyfi. Nefnast ofnar þessir Telmaster og eru framleiddir i mörgum stærðum og gerðum. Einingar i ofnana eru fluttar inn frá móðurfyrirtækinu Telco Fabrikker a/s i Noregi, en ofnarnir eru settir saman hjá Ilrafnatindi hf. Nýlega var staddur hér á landi forstjóri Telco Fabrikker a/s, Tore B. Langnes og kynnti hann Tel- master rafmagnsofnana fyrir blaðamönnum á fundi sem Hrafnatindur hf. boðaði til. Sagði hann að mjög góð reynsla hefði fengist af þessari gerð ofna í Noregi og uppfylltu þeir allar öryggiskröfur sem gerðar væru til rafmagnsofna. Helztu kostir þeirra væru: Lágur yfirborðshiti, ört gegnumstreymi og mikil orkunýtni. Telmaster þilofnar eru mjög fyrirferðarlitlir og vegna hins lága yfirborðshita má stað- setja þá nær hvar sem er. Fyrir- tækið framleiðir sérstakan örygg- isofn sem ætlaður er til notkunar í barnaherbergi og sagði Tore að hann væri eini ofninn á markaðn- um sem ylli ekki bruna þó breidd væru á hann brennanleg efni — þegar breytt er yfir ofninn, rofnar straumrás hans áður en hitastigi eldhættu er náð og hann slekkur á sér. Ofnar þessir eru eingöngu úr áli og því ónæmir fyrir tæringu og mjög endingargóðir. Árni Oddsteinsson, einn eigenda Hrafnatinds hf., sagði að fram- leiðsla Telmaster rafmagnsofn- anna hefði gengið vel hér á landi og hefðu ýmsir aðilar sýnt áhuga á þessari framleiðslu. Markaðurinn fyrir ofnana væri þó fyrst og fremst úti á landsbyggðinni og skipin — en fyrirtækið framleiðir Telmaster ofnarnir eru mjög fyrirferðarlitlir og vegna hins lága yfirborðshita má staðsetja þá na*r hvar sem er. sérstakan Telmaster skipaþilofn. Helztu vandkvæðin á þessari framleiðslu sagði hann vera inn- flutningstolla á einingunum og varla væri grundvöllur fyrir þess- ari framleiðslu nema þeir yrðu felldir niður. Sagði hann að stjórnvöld hefðu sýnt góðan vilja í þessu efni en þó hefðu tollarnir ekki enn fengist felldir niður. Þá sagði Árni að fyrirsjáanlegt væri. að markaður hér innanlands væri of lítill fyrir þessa ofna og yrði fyrirtækið að geta selt nokkuð magn þeirra úr landi ef hagnaður ætti að verða af framleiðslunni. Mun norska fyrirtækið sjá um markaðsöflun fyrir Hrafnatind og munu markaðshorfur erlendis vera nokkuð góðar eða um tvö þúsund ofnar á ári. Tore B. Langnes með Telmaster skipaofn. Frá æskulýðsvöku KFUM og K að Amtmannsstig 2b. Vörður: Uppstillingar- nefnd kosin Atriði úr Idjótinum. í GÆR kusu Varðarmenn upp- stillingarnefnd. sem skal sjá um að gera tillögu um stjórn félags- ins fyrir næsta kjörtimabil. í nefndinni sitja þrir menn og kosningu hlutu: Björgólfur Guð- mundsson. 60 atkvæði. Óskar Friðriksson, 53 og Ingibjörg Rafnar 45. Fjórði maður varð Sveinn Björnsson skókaupmað- ur. en hann hlaut 30 atkvæði. Þetta eru allt ný nöfn, eins og venjulega ‘ hefur verið, og sam- kvæmt venju er fráfarandi for- maður í nefndinni, en Óskar Derek Lovejoy landslags- arkitekt flytur fyrirlestur DEREK Lovejoy landslagsarki- tekt frá Bretlandi er væntan- legur hingað til lands á vegum félags islenskra landslagsarki- tekta. Hann mun halda opinn fyrir- lestur í Norræna húsinu sunnu- daginn 2. nóv. 1980, kl. 16.00, þar sem hann mun fjalla um verk landslagsarkitekta, s.s. skipulag, mannvirkjagerð o.fl. og sýna lit- skyggnur. Derek Lovejoy rekur þekkta arkitektastofu í heimalandi sínu „Derek & Partners", og hefur fengist við margvísleg verkefni þar og erlendis. Hann hefur skrifað bækur um skipulag og landslagsbyggingar- list. Derek Lovejoy er nú fyrsti varaforseti Alþjóðasambands landslagsarkitekta, I.F.L.A. Idjótinn hjá Fjalakettinum SÝNINGAR Fjalakattarins í kvöld (fimmtudag). laugardag og sunnudag munu fara fram í Tjarnarbíói vegna lengdar mynd- arinnar. Nú um helgina verður sýnd myndin IDJÓTINN, leikstýrð af japanska leikstjóranum ÁKIRA KUROSAWA. Mynd þessi er framleidd í Japan árið 1951 og er 165 mín. að lengd. IDJOTINN heitir á frummálinu Hakuchi og er byggð á sögu rússneska rithöfundarins Dostoi- evsky. Hún er í stuttu máli sorgarsaga af eyðileggingu sanns og einfalds manns. Félagsskírteini verða seld í Tjarnarbíói nú um helgina. Verð þeirra er 13.000 kr. og gilda þau á allar myndir vetrarins. Friðriksson hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku í Verði. Nefndin skal skila tillögum sínum fyrir næst- komandi þriðjudag. Allt tal um óþarfa eftirKt lögreglu með ökuhraða ótímabært Oft er um það rætt og skrifað. að ástæðulaust sé fyrir lögregl- una að halda uppi eftirliti með ökuhraða hér i borginni. Gott væri að þetta væri staðreynd. því þá gæti lögreglan sinnt frekar öðrum nauðsynlegum störfum og í umferðinni eru verkefnin næg. Lítum nú aðeins betur á þetta og þá munum við komast að raun um að eftirlit með ökuhraða, bið og stöðvunarskyldu er mikils virði, m.a. af því að allt of stór hluti ökumanna virði ekki grundvallar- reglur umferðarinnar, en það sést m.a. á því. að ár eftir ár eru helstu orsakir umferðaróhappa og slysa þær að ökumenn virða ekki grund- vallarreglur, svo sem stöðv- unarskyldu, biðskyldu, eða regluna um varúð til hægri. Þar sem sett hafa verið upp stöðvunar- og bið- skyldumerki, ættu ökumenn, er á aðalbrautinni aka, að vera nokkuð öruggir m.k. gagnvart umferð úr hliðargötum. Eru þeir það? Svari nú hver fyrir sig, en ég svara því neitandi og byggi þá á langri reynslu. Ef við sláum þessu föstu, gefur það augaleið að ökumenn, sem á aðalbrautinni aka, geta ekki treyst samferðafólki sínu í umferðinni. Ef slík brot sem hér er um rætt eru framin er ökumenn aka greitt eða hraðar en eðlilegt getur talist, verður erfiðara fyrir þá að draga úr eða koma í veg fyrir slys er aðrir ökumenn brjóta á þeim, enda staðreynd, að algengt er eftir slík óhöpp að ökutækin séu oft flutt af staðnum aftan í kranabifreið og oft ökumenn og farþegar í sjúkrabif- reiðum. Það er engin tilviljun, að á sl. ári slösuðust í umferðinni í Reykjavík samtals 253, en þar af voru 71 ökumaður bifreiða og 58 farþegar, eða samtals 129. Allt tal um óþarfa eftirlit lög- reglunnar í sambandi við öku- hraða, stöðvunarskyldu og bið- skyldu, er því ótímabært, þar til ökumenn almennt virða umferð- arreglurnar, en er að því kemur getur lögreglan fyrst hætt afskipt- um sínum af ökumönnum og m.a. snúið sér að gangandi vegfarend- um, en þar er mikið verk óunnið. Að síðustu þetta. Það að aka hratt í góðum bíl á góðum vegi er út af fyrir sig ekki hættulegt, ef maður er einn á ferð, helst á girtu svæði, en ef maður á öryggi sitt undir akstursháttum annarra er hætta á ferðum. óskar ólason.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.