Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 Tómas Magnússon Skarðshlíö - Minning Ég var staddur inni í Lands- banka á Hvolsvelli þann 23 sept. síðastliðinn. Þá gengur Einar Benediktsson gjaldkeri til mín og segir: „Hann Tómas í Skarðshlíð er dáinn. Ég átti von á honum hingað fyrir stundu og fannst óvenjulegt af honum, að ekki stæðist það sem hann var búinn að ákveða, svo að ég hringdi austur og þá var mér sagt þetta." Ég varð hljóður um stund. Fyrjr fáum dögum sat hann eina kvöldstund á heimili mínu, hress og glaður að vanda, en nú var hann liðinn nár. Hann hafði verið tilbúinn að skreppa út í banka, en honum hafði verið fyrirbúin lengri för. Mér finnst að sveitin okkar hafi sett ofan við fráfall Tómasar. Persóna hans, látbragð og störf valda því, og þó að hann væri búinn að fylla sjöunda áratuginn, voru engin ellimörk sjáanleg, sami andinn og áhuginn um þau mál er til heilla horfa í íslenskum land- búnaði. Tómas var fæddur 29. júlí 1909 í Steinum hér í sveit, sonur hjón- anna Elínar Bárðardóttur og Magnúsar Tómassonar er þar bjuggu rausnarbúi og gerðu garð- inn frægan. Þar ólst Tómas upp með stórum systkinahópi við mikla ástúð og umhyggju foreldra. Hvergi hef ég kynnst skemmti- legri forsögn um verk en þeirri, er Magnús hafði við börn sín og vinnufólk. — Ekki naut Tómas annarrar menntunar en þeirrar er fékkst í barnaskóla, en á þeim árum er hann var að alast upp var farskóli hér undir Eyjafjöllum og kennt á þremur stöðum í sveitinni. Mundi sú menntun þykja lítil nú til dags. En Tómas var einn þeirra manna er skóli lífsins og starfsins gerði kleift að skila öllu sínu vel á síðasta prófdeginum. Um það held ég að þeir geti verið sammála er þekktu hann best. Gott skaplyndi og glaðværð ásamt líkamlegu at- gervi virðist vera föst kynfylgja þeirra Steinasystkina og þar var Tómas ekki afskiptur þeim eigin- leikum né öðru því er stuðlað hefur að mannhylli þessa fólks. Oft hefur mér flogið í hug að hefðu Magnús og Elín í Steinum flutt með allt sitt burt, hefði verið meiri flatneskja yfir mannlífinu hér í Austur-Eyjafjallahreppi. Tómas var félagshyggjumaður og gerði sér ljósa grein fyrir því, að samvinna var sú vogarstöng, er gerði bændastéttinni kleift að lyfta þeim Grettistökum, er saga þessarar aldar skráir. Hann var opinn fyrir öllum nýjungum í búnaði og var fljótur að tileinka sér tæknina, enda ber býlið Skarðshlíð þess ljósast vitni að þar hafa gengið ræktunarmenn um garð. Tómas var ræktunar- maður í besta skilningi. Hann gerði sér ljósa grein fyrir því, að það var höfuðatriði fyrir bóndann, að fá sem mesta afurð af hverri einingu, hvort sem það var land eða lifandi búpeningur. Það væri ekki höfðafjöldinn eða víðáttan, sem réði því, hversu afkoman væri. Ég hef engan bónda þekkt sem komist hefur lengra eða nær því að fá fulla afurð af búi sínu. I félagsmálum var Tómas hinn sívökuli maður og tillögur hans byggðar á fastmótaðri rökhyggju. Því var gott að vinna með honum og vegna þessara eiginleika var hann gjarnan kosinn til trúnaðar- starfa. Má t.d. nefna það, að þegar Arni Jónasson, erindreki bænda- samtakanna, flutti til Reykjavík- ur, en hann hafði verið formaður + Elginmaöur minn og faöir okkar, KRISTMUNDUR SÆMUNDSSON, Kópavogsbraut 106, lést á gjörgæsludeild Landspítalans 28. þ.m. Guóný Björgvinsdóttir, og dætur. Elskulegur sonur okkar og bróöir, BJÖRGVIN SIGVALDASON, Öldugerói 19, Hvolsvelli, sem lést af slysförum 23. október veröur jarösungin frá Stórólfshvolskirkju laugardaginn 1. nóvember kl. 2. Hulda Björgvinsdóttir, Sigvaldi Hrafnberg, systkini og aörir vandamenn. Eiginmaöur minn, SIGURSVEINN SVEINSSON, bóndi, Noröur-Fossi, Mýrdal, veröur jarösettur frá Reyniskirkju laugardaginn 1. nóvember kl. 1.30. Ferö veröur frá Umferöamiöstööinni kl. 8.30. Aö ósk hins látna eru blóm og kransar vinsamlega afþakkaöir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélag Islands. Sólveíg Ólafsdóttir. + Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, ÓLAFUR GUÐMUNDUR HALLDOR ÞORKELSSON, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju, föstudaginn 31. október kl. 11. f.h. Guórún Þorsteinsdóttir, Hrefna Ólafsdóttir, Rúnar Ólafsson, Katla Ólafsdóttir, Kjartan Ólafsson, Sara Ólafsdóttir, Guógeir Sumarliöason, Sigurlina Konróðsdóttir, Astvaldur Eiríksson, Svava Jóhannsdóttir, Gústaf Ágústsson, barnabörn. Sandræktarinnar hér, var Tómasi falin forysta og umsjá þeirra samtaka, en vandfyllt var í það skarðið, því með miklum mynd- arskap rækti hann sína þjónustu þar og annað er honum var trúað fyrir. Mörg ár var Tómas fulltrúi A-Eyjafjalladeildar á fundum MBF og ennfremur var hann fulltrúi á fundum Kaupfélags Rangæinga. Þar kynntist ég hon- um best, því við vorum samtímis fulltrúar hjá báðum þessum fyrir- tækjum. Þá fann ég vel hversu traustur samvinnumaður Tómas var og trúr þeirri stefnu er best hefur reynst íslenskum byggðum. Einnig var hann lengi í sóknar- nefnd. Tómas giftist 25. maí 1936 unnustu sinni, Vilborgu Ólafsdótt- ur frá Þorvaldseyri, dóttur bændahöfðingjans Ólafs Pálsson- ar frá Svínhaga á Rangárvöllum. Sama ár kaupir hann Hrútafell II (norðurbæ) og hefur þar búskap. Þar býr hann til ársins 1950 en þá kaupir hann Skarðshlíð I. Árið 1970 búa þau hjónin félagsbúi móti syni þeirra, Ólafi, en 1971 deyr Vilborg og árið 1974 hættir Tómas búskap en Ólafur tekur við búinu nema nokkrum kindum, sem Tómas átti áfram sér til gamans. Þeir feðgar eru búnir að bylta og rækta hvert þverfet sem ræktanlegt er á jörðinni og byggja upp öll hús og fullyrða má að jörðin sé með best setnu jörðum á Suðurlandi. Með konu sinni átti Tómas 5 börn sem eru talin eftir aldursröð: Magnús, smiðúr i Skógum, giftur Guðrúnu Tómasdóttur, systur hins landskunna fræðimanns Þórðar safnvarðar. Eiga þau 2 börn; Sigríður, sambýliskona Guð- mundar Halldórssonar, renni- smiðs á Selfossi. Eiga þau 5 börn; Ólafur, giftur Kristínu Kolbrúnu Hjaltadóttur. Þau eiga einn son og búa í Skarðshlíð; Elín, gift Þór- oddi Kristjánssyni, vegagerðar- manni á Selfossi. Eiga þau 3 börn; Smári, frjótæknir, giftur Svan- hvíti Sveinsdóttur, búsettur í Vík. ÖIl eru þessi börn hið mann- vænlegasta fólk, bræðurnir allir þjóðhagir smiðir og systurnar framúrskarandi húsfreyjur. Prúð- mannleg framkoma þeirra ber uppeldinu ljóst vitni. Það má því fullyrða að þau Tómas og Vilborg voru miklar gæfumanneskjur og láta þjóðfélaginu eftir góða stofna í börnum sínum. Laugardaginn 4. október fór jarðarför Tómasar fram frá Ey- vindarhólakirkju að viðstöddu miklu fjölmenni. Sr. Halldór Gunnarsson jarðsöng og mæltist vel að vanda. Við samsveitungar Tómasar þökkum honum sam- fylgdina og óskum honum léttrar göngu á þeim leiðum er hann nú fetar. Hérna megin er gróandi í sporum hans. Hann var góður drengur. Gissur Gissurarson Einar Gunnlaugsson Burstarfelli - Minning Fæddur 3. janúar 1932. Dáinn 10. október 1980. Þegar vinur minn og nágranni, Einar Gunnlaugsson, bóndi á Burstarfelli í Vopnafirði, er búinn að kveðja aðeins 48 ára að aldri, veit ég ekki hvernig ég á að byrja þessar línur. Þó finnst mér rétt að byrja'á Burstarfelli, þar haslaði hann sér völl þegar mest var þörfin fyrir krafta ungs manns, og þar vann hann þau stórvirki sem lengi sér stað. Burstarfell í Vopnafirði er ann- að elsta ættaróðal þessa lands. Síðan 1532 hefur sama ættin búið þarna og jafnan við rausn. Fyrst- ur þessara ættmenna var Árni Brandsson. Flutti hann um skamman veg, því faðir hans, Brandur Hrafnsson lögréttu- manns, þjónaði Hofi frá 1494 og voru þeir afkomendur Hrafns á Eyri, en hann var einn af fáum göfugmennum, sem Sturlunga greinir frá. Árið 1916 tók við búi á Burstar- felli Metúsalem Metúsalemsson og bjó þar til dauðadags. Metúsalem var þjóðkunnur maður, hann lét sig miklu varða tengslin við forna sögu og stóð meðal annars fyrir því að gamli bærinn á Burstarfelli yrði varðveittur í fornri gerð. Metúsalem bjó lengi með ráðskon- um, en þegar hann kvæntist Jakobínu Grímsdóttur, sem flutt- ist þangað með Arnfríði dóttur sína af fyrra hjónabandi, rann þar upp ný og betri tíð. Ég var 9 ára hestasmali þegar Jakobína þurrkaði af mér smala- tárin, gaf mér eitthvað gott og sýndi mér yngri dóttur sína, Elínu nýfædda. Maður tengdist þessu fólki öllu ævinlangt. Einar Gunnlaugsson var fæddur 3.1. J932, sonur hjónanna Bjargar Jónsdóttur og Gunnlaugs Jónsson- ar frá Hraunfelli, sem hófu bú- skap á Felli eftir að foreldrar mínir fluttust þaðan í Teig, eftir 3ja ára búskap á Felli. Björg og Gunnlaugur á Felli voru annáluð fyrir snyrtilegan búskap, einstakan dugnað, rausn og greiðasemi. Þar sem Einar var 8 árum yngri en ég, og töluverð fjariægð milli Teigs og Fells, bar fundum okkar ekki mikið saman fyrr en við fórum að starfa í Ungmennafélaginu heima, sem á tímabili stóð með blóma. Einar kom fyrst til starfa á Burstarfelli harða vorið 1949 um Erna Þorsteinsdótt- ir - Minningarorð Fædd 21. desember 1929. Dáin 13. október 1980. Erna vinkona okkar er horfin og við eigum þess ekki kost að eiga með henni ljúfar stundir framar. Hversu órannsakanlegir eru vegir mannanna og örlög. Hún sem stóð hér hjá okkur fyrir aðeins fáum vikum með sitt bjarta bros og glaða viðmót, full lífsgleði og ánægju sem hún stráði um- hverfis sig eins og sólargeislum. Við jafn sviplega fregn og and- lát Ernu á maður erfitt að átta sig og sætta við orðinn hlut. Minn- ingarnar leita á hugann og hrann- ast upp. Við hjónin höfðum á umliðnum árum og áratugum not- ið svo margra ánægjustunda á hennar glæsilega heimili, með henni og ástkærum eiginmanni og vinum og vandamönnum — stund- + Eiginmaöur minn og faöir okkar, SIGURHANS V. HJARTARSON, Otrateigi 26, Raykjavík, veröur jarösunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 31. október kl. 15.00. Helga Guömundsdóttir, og börn. + Konan mín, INGIBJÓRG GUÐMUNDSDÓTTIR, Svínavatni, veröur jarösungin frá Mosfellskirkju laugardaginn 1. nóv. kl. 2 e.h. Þelm sem vildu minnast hinnar látnu er bent á líknarstofnanir. Ingileifur Jónsson. + Þökkum auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og jaröarför bróöur okkar, BJÖRNSJÓNSSONAR, fri Asmundarstöðum Systkinin. ir sem ekki gleymast meðan lífs- anda við drögum. Einnig hafa heimsóknir þeirra hjóna á okkar heimili verið margar ógleyman- legar þó vík hafi verið milli vina. Minningarnar eru svo margar að þær rúmast ekki í örfáum kveðju- og þakkarorðum. Við minnumst þess er Erna og Lalli tóku á móti okkur hjónum með sínu glaða brosi og hlýja viðmóti á erlendri grund þó langt væri liðið á nóttu. Við minnumst allra heimsóknanna á Norðfjörð þar sem ekkert var nógu gott í atlæti og viðmóti og gestrisnin alveg takmarkalaus. Erna var ógleymanlegur per- sónuleiki hverjum þeim sem kynntust henni. Hún var falleg, glaðleg, óvenju gestrisin — jafn- vel á íslenska vísu — hún var greiðvikin með afbrigðum og vildi hvers manns vanda leysa. Við biðjum guð að styrkja Lalla vin okkar og synina fjóra í þeirra miklu sorg og alla aðra vanda- menn er um sárt eiga að binda og kveðjum með Ijóðlínum sem Lalli getur áreiðanlega tekið undir: „Þú xrm K«fxt mér hvert kuII minnar ævi. Ok sem greiddir ðll vandkvæði min. Eins ok lindin er sækir að sævi. Svo er sókn min og flótti til þín.“ (IndriÓi á Fjalli.) „Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og allt.“ Dúdda og Eysteinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.