Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 30.10.1980, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. OKTÓBER 1980 45 , !|f!| r "mn >s-- = VELVAKANDI : SVARAR í SÍMA i 10100 KL. 13-14 ' FRÁ MÁNUDEGI Þökk fyrir „Camelot" Bóndakona úr Kjósinni skrifar: „Ég vil biðja Velvakanda að koma þakklæti mínu til sjónvarps- ins fyrir sýningu á myndinni „Camelot“ sem sýnd var laugar- daginn 25. þ.m. Þetta var sannar- lega góð mynd sem allir gátu horft á og hreif huga manns frá hvers- dagsleikanum. Mætti sýna fleiri slíkar, en því miður eru allt of oft sýndar myndir sem eru ekki þess virði að eyða tíma sínum á. Kær kveðja." Þessir hringdu . Gerum kröfur til sjálfra okkar E.V. verkakona hringdi til að þakka grein í Velvakanda-dálkun- um um vinnusiðgæði. — Þetta voru orð í tíma töluð hjá mannin- um. Mér finnst það meira en athugandi fyrir verkafólk að gera kröfur til sjálf sín með því að bæta vinnulag sitt og vinnubrögð til heilla sínum fyrirtækjum frem- ur en að gera ávallt einhliða kröfur til vinnuveitenda. Það ætti til dæmis ekki að þekkjast að fólk fari í vinnusloppum út úr frysti- húsunum til þess að versla eða jafnvel fara í kaffi í einkahús. Þá vill líka teygjast úr pásunum. Nei, gerum fyrst kröfur til okkar sjálfra, svo til atvinnurekenda. Stórhýsi Framkvæmdastofnunar: „Mannvitsbrekka“ skrifar: „Ekki hefur það farið framhjá neinum, að Útvarpið mun búa við þröngan kost niðri á Skúlagötu. Og eftir því sem skilja má af útvarpsmönnum gengur það kraftaverki næst að hægt skuli að reka Útvarp Reykjavík. — Nú það gæti annars verið fróðlegt fyrir almenning að fá um það upplýs- ingar hve margir starfa við Ríkis- útvarpið og jafnvel skiptinguna milli hinna ýmsu deilda. Nú en nóg um það, því verður vafaiítið ekki svarað, Velvakandi góður, því svo viðtekin er sú regla hjá mörgum opinberum stofnun- um, að svara ekki fyrirspurnum viðskiptamanna sinna. óþörí stofnun En víkjum aftur að húsnæðis- leysi útvarpsins. — Gæti ekki komið til mála að leysa það mál, með því að afhenda Ríkisútvarp- inu stórhýsi Framkvæmdastofn- unar ríkisins, sem að flestra dómi er stofnun, sem er gjörsamlega ofaukið í skrifstofuveldi ríkisins? Eitt sinn voru fögur orð höfð um að leggja hana niður, þar eð stofnunin væri óþörf eins og ég lýsti hér að ofan. Vilja menn ekki ræða þessa lausn á húsnæðisvanda Ríkisút- varpsins og þá væri hægt að gefa Arbæjarsafni skófluna frægu, sem Villi á Brekku notaði uppi í mýrinni á árunum." Hver má nota bílastæðin við Tollstöðvarhúsið? 6879—7160 skrifar: Kæri Velvakandi! Að gefnu tilefni langar mig að leggja fram eftirfarandi spurn- ingar: 1. Er bílastæðið við Tollstöðvar- húsið eingöngu notað vegna skrifstofu tollstjóra og Skattstofu. 2. Ef bílastæði fyrir ofangreindar skrifstofur eru ekki nýtt, er þá ekki leyfilegt að hinn almenni skattborgari fái þau lausu til afnota. Ofannefnd kom á bílastæði það er um er rætt mánudaginn 27. okt. 1980 milli 10.30 og 11 og voru þar nokkur auð stæði svo ég lagði bílnum mínum á eitt þeirra og sagði stöðuverði frá. Spurði hann mig hvort ég ynni hjá Tollinum og kvað ég nei við. Sagði hann að ég þyrfti þá að fara með bil minn hvað ég og gerði. Þökk fyrir birtinguna.“ JHoröunblnbib fyrir 50 árum „TROÐNINGUR á samkom- um. — Það er lciðinlegt að þurfa að játa það að Reykvík- ingar kunni ekki einföldustu mannasiði. Eitt dæmið um það er hvernig menn troðast, hrinda og olnboga sig áfram þar sem mannþröng er við miðasolur samkomuhúsa. — Einkum ber á þessum ósið við dyr bíóanna. Þar lætur fólk eins og það sé ekki með öllu viti. — Til þess að sporna við þessum ófögnuði og venja fólk á að hegða sér sæmilega hefir Nýja bíó nú fengið skáta til þess að standa vörð í anddyr- inu og sjá um að enginn ryðjist fram fyrir annan. — En vonandi er að fólki lærist brátt almenn kurteisi og skátavörðurinn verði óþarf- ur.“ „FYRIR nokkru sigldi bresk- ur togari með 11 sjómilna hraða á Skrúðinn, sem var þéttur fyrir! — Varð togarinn fyrir miklum skemmdum ofan sjólinunnar. — Var gert við hann til bráðabirgða á Seyðis- íirði og gat togarinn siglt til Bretlands. Nokkrir skipverj- ar meiddust við áreksturinn, en enginn alvarlega ,..“ Hví ekki að afhenda það Ríkisútvarpinu? Lærið vélritun Ný námskeið hefjast í dag, fimmtudaginn 30. okt. Kennsla eingöngu á rafmagnsritvélar, engin heima- vinna. Innritun og upplýsingar í síma 41311 eftir kl. 13. Vélritunarskólinn Suðurlandsbraut 20 Körfubolti í kvöld Í.S. — Í.R. leika í úrvalsdeildinni í Hagaskóla í kvöld kl. 20.00. Spennan í úrvalsdeildinni hefur aldrei meiri — hvert stig skiptir máli. veriö Kantlímdar — smíðaplötur (Hobby-plötur) fyrir fagmenn og leikmenn. Spónlagdar 1 KOTO- '"•h°8ny-> eikar ffl turuaPKnj ^'vahð tM ,kápa réítin eldhú,inn- | r*tti ngaamfda. Hvífar Plast- hillur 1 30 cm, 5( ^ooeocm * öreidd. 244 cm < lengd. Hurðir é fata- skápa eikar- •pa»ni, til- ounar undir '»kk og b»«. Það er ótrúlegt hvað hægt er aö smíöa úr þessum hobbýplötum, t.d. klæða- skápa, eldhúsinnréttingar, hillur og jafnvel húsgögn. BJORNINN Skúlatúm 4. Simi 25150 Reykjavi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.