Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ1981 DÓMKIRKJAN: Sunnud. kl. 11. messa. Sr. Hjaltl Guömundsson. Kl. 2 messa. Sr. Þórlr Stephensen. Dóm- kórinn syngur. Organleikari Marteinn H. Friöriksson ÁRBÆJARPRESTAKALL: Guösþjón- usta í safnaöarheimili Árbæjarsóknar kl. 11. árd. Sr. Guömundur Þorsteins- son. ÁSPRESTAKALL: Messa aö Norður- brún 1 kl. 2. Sr. Árni Bergur Sigur- björnsson. BREIOHOLTSPRESTAK ALL: Messa í Br.eiöholtsskóla kl. 2 e.h. Aöalfundur safnaöarins. Sr. Lárus Halldórsson. BÚSTAÐAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 2 síöd. Messuheimsókn úr Keflavík. Séra Ólafur Oddur Jónsson predikar, kórar Keflavíkur- og Bústaöakirkna syngja. Organistar Siguróli Geirsson og Guöni Þ. Guömundsson. Séra Ólafur Skúlason dómprófastur. DIGRANESPRESTAKALL: Guösþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 2. Sr. Þorbergur Kristjánsson. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Messa kl. 2 e.h. Prestur sr. Óskur J. Þortáksson fyrrv. dómprófastur. Félag fyrrverandi sóknarpresta. FELLA- OG HÓLAPRESTAKALL: Guösþjónusta i safnaöarheimilinu aö Keilufelli 1 kl. 2 e.h. Sr. Hreinn Hjartarson. GRENSÁSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11. Organleikari Jón G. Þórarinsson. Almenn samkoma nk. fimmtudags- Guðspjall dagsins: Jóh. 16: Sending heilags anda. kvöld kl. 20.30. Sr. Halldór S. Grönd- al. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Messa kl. 2. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. Kaffisala Kvenfélags Hallgrímskirkju veröur aö lokinni messu kl. 2. Þriöjudagur 19. maí: Fyrirbaenaguösþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Laugardag- ur 16. maí: Tónleikar kl. 2. Kór Tónskóla Rangæinga. Landspítalinn: Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lárusson. HATEIGSKIRKJA: Messa kl. 11 árd. Organleikari Ulf Prunner. Sr. Tómas Sveinsson. Sr. Arngrímur Jónsson veröur fjarverandi til 31. maí. Sr. Tómas Sveinsson gegnir störfum í fjarveru hans. KÁRSNESPRESTAKALL: Guðsþjón- usta í Kópavogskirkju kl. 11 árd. Sr. Árni Pálsson. LANGHOLTSPRESTAK ALL: GuöS- þjónusta kl. 1. Organleikari Jón Stef- ánsson. Prestur sr. Sig. Haukur Guö- jónsson. íbúar við Baröa-, Dreka- og Eikjuvog, að ógleymdu Efstasundi, veröa heiöursgestir okkar aö þessu sinni. Sóknarnefndin. LAUGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Sr. Jónas Gíslason dósent messar. Þriöjudagur 19. maí: Bænaguösþjón- usta kl. 18. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Guösþjónusta kl. 2. Sr. Frank M. Halldórsson. SELJASÓKN: Guösþjónusta aö Selja- braut 54 kl. 2. Sr. Valgeir Ástráösson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Messa kl. 2. Organleikari Birgir Ás Guömunds- son. Prestur sr. Kristján Róberlsson. DÓMKIRKJA KRISTS konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síöd. Alla rúmhelga daga er lág- messa kl. 6 síðd. nema á laugardög- um, þá kl. 2 síöd. í þessum mánuöi er lesin Rósakransbæn eftir lágmessu kl. 6 síöd. FELLAHELLIR: Kaþólsk messa kl. 11 árd. KIRKJA ÓHÁDA safnaöarins: Messa kl. 11 árd. Sr. Emil Björnsson. FÍLADELFÍUKIRKJAN: Almenn guös- þjónusta kl. 20. Ræöumaöur Sam Glad. Hljómsveitin The Masters Clay frá Kanada leikur og syngur. HJÁLPRÆDISHERINN: Þjóöhátíöar- dagur Norömanna. Hátíöarsamkoma kl. 20.30. Sr. Jónas Gíslason talar. KFUM & K, Amtmannsstíg 2B: Söngsamkoma á vegum Æskulýös- ráös KFUM & K kl. 20.30. Kórar, söngflokkur og einsöngvarar koma fram. Fjölbreytt söngdagskrá. FÆREYSKA Sjómannaheimiliö: Samkoma kl. 17. MORMÓNAKIRKJAN, Skólavöröu- stig 46: Sakramentissamkoma kl. 2 síöd. og sunnudagaskóli kl. 3 síöd. KAPELLA St. Jósefssystra í Garóa- bæ: Hámessa kl. 14. VÍÐISTADASÓKN: Guösþjónusta kl. 11 árd. Sr. Siguröur H. Guömundss- on. HAFNARFJARDARKIRKJA: Fjöl- skylduguösþjónusta kl. 2 síöd. í umsjá æskulýösfélags kirkjunnar og „Ungs fólks meö hlutverk". Björn Ingi Stef- ánsson predikar. Sóknarprestur. KAPELLA St. Jósefsspítala: Messa kl. 10 árd. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30 árd. Rúmhelga daga messa kl. 8 árd. KÁLFATJARNARKIRKJA: Messa kl. 2 síöd. Ferming. Altarisganga. Organisti Jón Guönason. Sr. Bragi Friöriksson. YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Tón- leikar veröa í dag kl. 17. Kór Tónlist- arskóla Rangæinga undir stjórn Sig- ríðar Siguröardóttur. Aögangur er ókeypis. Menningardögum í maí lýkur meö guösþjónustu (sunnudag) kl. 14. Sr. Þorv. Karl Helgason. KOTSTRANDARKIRKJA: Messa kl. 2 síöd. Sóknarprestur. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 10.30 árd. Sr. Björn Jónsson. L|osm.: s t g r. 99 Þar sem er gleði, þar er sólskin ... Spjallad vid Árna Gardar, sem sýnir um þessar mundir í Galerie U Á Reykjavíkurflugvelli er sitt- hvað á seyði allan ársins hring. Flugvélar koma og fara og þar er tæpast eitt dáutt augnablik og á ekki heldur að vera fremur en í sjálfu lífinu, sem krefst hreyfingar. Það er ekki út í bláinn gjört að efna þar til listsýninga eins og nokkrir forkólfar og andlega sinn- aðir menn hjá Flugleiðum, Þórar- inn Stefánsson, afgreiðslustjóri hjá innanlandsflugi og Örn Eir- íksson, fyrrum siglingafræðingur og núverandi flugumsjónarmaður, hafa beitt sér fyrir með ráðum og dáð undanfarin ár í matstofu innanlandsflugsins. Það lék birta yfir flugvellinum einn morguninn nýverið og ný málverkasýning risin upp. Herra Þórarinn, sá fransk-austfirzki, var kominn í vetrarfrí til að slappa af eftir erilinn, en örn, náfrændi að norðan, var mættur í öllum her- klæðum og gaf greinargóð svör við hverju, sem spurt var um, í þaula. „Við Þórarinn erum akademían hér,“ segir hann hress í bragði, „við gerum allt, sem í okkar valdi stendur, til að fá ákveðnar list- persónur til að sýna hér hjá okkur. Þetta er gjört til að lífga upp á staðinn. Hér borða 150—200 manns á hverjum degi...“ Maður- inn, sem er að sýna um þessar mundir á Galerie Airport, var og staddur þarna. Það er hann Árni Garðar, gamall og nýr starfskraft- ur Morgunblaðsins allar götur frá árinu 1945, eða frá því að hann sagði skilið við laganám í Háskóla íslands og varð að halda út í lífsbaráttuna. í þessari andrá var ljósmynda- vélin munduð og skotið af mynd á þá tvímenninga þar sem þeir stóðu við tvær myndir — aðra af fiski- bátum, sem er algengt viðfangsefni hjá Árna Garöari, enda ekki kyn þótt svo sé, af því að hann er úr Hrísey við Eyjafjörð og alinn upp við sjó og sjómennsku. Strákarnir tóku sig bara furðu vel út og vöktu upp gamlar minningar úr leik frá iiðnum árum. Örn virðist varðveita prakkarasvipinn úr Bótinni á Ak- ureyri, sem betur fer, og Árni eins og hann var alltaf i gamla daga, eldhress og með þá lífstíðni sem þeir einir hafa til að bera sem eru hart þjálfaðir til sjós. Hann byrj- aði að stunda sjóinn tólf vetra gamall frá Hrísey og var á síldar- bátum öll sín menntaskólaár. Ný- lega hitti greinarhöfundur einn ungan efnilegan frænda sinn, full- trúa svokallaðrar gjörningastefnu eða nýlistatízkufyrirbæra á götu (í Bankastræti eða Laugavegi), efn- ispilt, sem ætlar að stunda mynd- list að atvinnu í framtíðinni, og sagði við unglinginn, að hann skyldi prófa að fara á sjóinn, bæði hann og hans líkar, svo að það væri kannski möguleiki á því, að list þeirra og þeir sjálfir breyttust úr amöbum yfir í manneskjur. Stráksi snerist á hæli og hvarf inn í mannþröngina. Þetta var hins vegar vel meint. Þetta atvik rifjaðist upp, þegar gengið var um matstofu innan- landsflugsins á Reykjavíkurflug- velli og skoðuð hin manneskjulegu viðfangsefni málarans, beint úr sjálfu lífinu og hinni gjöfulu nátt- úru lands og lofts og sjávar — það var hressandi og eitthvað langt frá aumingjadóm og tilgerð, sem alltaf er verið að troða upp á hrekklaust fólk með öllum tiltækum ráðum og leiðum. Málarinn Árni Garðar var skelf- ing yfirlætislaus allan tímann þarna, en honum þykir auðsæilega vænt um myndirnar sínar. Hann ætlaði sér alltaf að helga sig kúnstinni frá því að hann var pottormur á Hamri í Hrísey. Öll sín barnaskólaár fyrir norðan naut hann tilsagnar og örvunar hjá aðalkennara sínum, sem hét Aðal- heiður Albertsdóttir, en hún hefur trúlega verið ein þessara nafn- lausu velgefnu íslenzku kvenna, sem allt hefur leikið í hendi og allt ósjálfrátt verið vel gefið. Hún kenndi dans, smíðar, hannyrðir teikningu auk bóklegu greinanna. „Ég get trúað því, að það hafi verið hún, sem opnaði mér þennan heim. Ég var alltaf að teikna. Aðalheiður hafði skemmtilegar og sérstæðar hugmyndir í sambandi við teikn- ingu.“ Þegar Árni Garðar kom í fyrsta bekk í M.A. (hann varð stúdent ’42) bar strax á honum sem dráttlist- armanni. Hann dró upp skopmynd- ir af kennurum og félögum og hann var virkjaður sem slíkur í Airport Reykjavík sambandi við skemmtanir og hann teiknaði myndirnar í árbók efsta bekkjarins nokkur ár, þ.e. Carm- inu. Sem óreglulegur nemandi í fyrsta bekk sat sá, sem þetta ritar, við hlið Árna ellegar Jonna heitn- um jazzpíanista í Hamborg, og minnisstæöar eru kennslustund- irnar hjá Björgvin heitnum Guð- mundssyni tónsxáldi, sem kenndi tónfræði, sem Jonni sálugi þekkti út í yztu æsar. Á meðan teiknaði Árni myndir í staðinn fyrir að skrifa nótur, sem Björgvin blessað- ur var að reyna að kenna. Þvílík inspírasjón. Myndirnar hans Árna á flug- vellinum eru gerðar í vatnslitum og pastel og með blandaðri tækni, en lítið sem ekkert unnið í olíu. Það er alveg jafnverðugt að gera aquarelle eins og olíumynd — það virðast flestir vita nema íslend- ingar, og sumpart er miklu vanda- samara og krefst meiri sjálfsögun- ar að gera hreina vatnslitamynd en mynd í olíulit. Hið fyrrgreinda er eins og að skjóta úr skamm-' byssu af mjöðm iða skjóta fugl á flugi úr bát út' á rúmsjó, eða eitthvað þvíumlí ct. Árna virðist ailtaf fara fram í /atnslitunum — hann skrapp til jú >ss hér um árið og nam myndlist . Oklahoma og kom sterkari á svellinu þaðan, auðsæilega. Amerísku áhrifin eru greinileg í mynd hans Strand, sem er eins konar sjóræningjafantasía og minnir á atriði úr kvikmyndinni „Island", sem verið er að sýna í Laugarásbíói um þetta leyti. „Af hverju sækirðu efniviðinn í sjóinn, Árni?“ „Af því að ég er alinn upp í Hrísey — leitar ekki laxinn alltaf í ána, sem hann er upprunninn úr — ekki satt?“ Á meðan gengið var um salar- kynnin fræddi öm (alias Bassi Eiríks) flugumann á því, að mat- stofan þeirra Flugleiðamanna hefði áður þjónað því hlutverki að vera áfengisgeymsla Flugfélags ís- lands — þar hefðu hressingarlyfin öll handa flughræddum farþegum í utanlandsflugi verið geymd í sprengjuheldum, skotheldum og mannheldum húsakynnum — allt að sjálfsögðu undir innsigli lögum samkvæmt — allir gluggar þannig frágengnir, að ekki hefði verið viðlit að komast inn um þá. Staðurinn hét þá Alkahóll, en andi vínguðsins átti eftir að breytast í anda kúltúrs, þegar húsið var tekið úr notkun sem forðabúr Dyonysos- ar á vegum FÍ. Stofnaður var myndlistarklúbbur innan Flugfé- lagsins, sem hefur dafnað og blómgazt síðan, hver sýningin rek- ið aðra. Þarna hafa þeir kynnt verk sín málarar eins og Kristján Davíðsson, Jónas stýrimaður, Óli G. Jóhanns (Galerie Háhóll Ak.), Valtýr Pjetursson, einkavinur Þór- arins fransk-austfirzka, Sigfús Frá sýningunni í Galerie Airport: Arni Garðar og örn Eiriksson við tvær mynda fyrr- greinds. Halldórsson, Guðmundur W. Vil- hjálmsson (bróðir Thors rithöf- undar) og ýmsir fleiri þekktir og ekki má gleyma Guðmundi Snorra- syni, flugrekstrarstjóra, sem kem- ur mikið við sögu í starfsemi Myndlistarklúbbsins. Málarinn var að flýta sér og Örn kvaddur og haldið á brott út í japanska bílinn hans Árna. „Hann er allur stórkrambúlerað- ur eftir aðra bíla, við að þurfa að parkera við Morgunblaðið — þú þekkir aðstæður þar. Maður verður bara að láta sig hafa það.“ Árni keyrir bíl með tempó eins og hann verður að gera allt með tempó. Þegar haft var orð á því, sagði hann: „Aldrei annað en tempó ...“ Að hafa lifað og hrærzt á stærsta dagblaði landsins síðan síöast í stríðinu mikla og vinna þar margháttuð störf, allt frá auglýs- ingavinnu og uppí eða niður í starfsmannahald og myndasögu- frágang — það hlýtur sko ekki að vera allt „elsku mamma“ fremur en að berjast við fisk á ströngum álum fjarðarins fyrir norðan. Og nú lá leiðin í morgunblíðuna út á Seltjarnarnes, þar sem Árni Garðar hreiðraði um sig með fjölskyldu sinni fyrir einum tíu árum, á Melabrautinni, sem er lífæð nessins og þar með slagkraft- urinn í fegurðinni sem ríkir, sjáv- arloftið með öllu ómengað og sér vítt til hafs, og öll yndislegu fjöllin koma í fangið eins og Keilirinn og Akrafjallið og Skarðsheiðin og svo síðast en ekki sízt Esjan — fjöllin, sem aldrei eru eins, fremur en skemmtiiegar konur, sem maður verður snögg-ástfanginn í og mæl- ist til móts við á hverjum nýjum degi. Hann ók beinustu leið og varð blíðari á svipinn eftir því sem lengra var haldið og við Valhúsa- hæðina segir hann: „Það er komið sólskin. Þar sem er sólskin, þar er gleði, og þar sem er gleði þar er sólskin ... „Enn er lengra haldið og sveigt inn á Melabrautina. „Hérna er litla húsið mitt — þetta er Hans og Grétu-hús.“ Og þarna var húsið hans rústrautt með kóbaltbláu mansaþaki, franskt í arkitektúr. Áður átti það Snæ- björn Kaldalóns, skipstjóri, bróðir þeirra tónskáldsins og læknisins, Sigvalda og söngvarans fræga, Eggerts Stefánssonar. Höfð var stutt viðstaða, en hann sýndi aðeins í svip nokkrar olíu- myndir á veggjum í stofunni. Frúin var að sýsla í eldhúsinu og óheppilegur tími til skoðunar, og þar að auki beið vinnan niðri á Morning Post með öllum sínum snúningi. Á leiðinni niður í borgina sagði hann og benti á sýnir, sem allsstaðar blöstu við í glæsileik: „Ef maður kemst ekki í stuð við að horfa á þetta, er eins gott að horfa niður á tærnar á sér og vera álútur alla ævi...“ stgr.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.