Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ1981 Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup Spurt er: í grein, sem ég las í Morgunblaðinu í vetur, var sagt m.a., að kirkjan hefði kennt endurfæðingu í fornöld, en svo hefði einhver keisari (mig minnir á 5. öld) bannað henni að kenna þetta og þá hefði hún hætt því. Mig langar að fá nánari upplýs- ingar um þetta. Ég man eftir viðtali við þekktan mann hér í blaðinu í vetur, þar sem þessu var haldið fram. Líklega áttu við það. Þar var ýmislegt athygi- isvert. En því einkennilegra að sjá þessa staðhaefingu. í fyrsta lagi var þarna blandað saman hugtökum, sem eru hvort úr sinni áttinni og alveg óskyld. Það var talað um endurfæðingu en átt við endurholdgun. Það er sitt hvort. Endurholdgun (rein- carnation) þýðir, að maður holdgist aftur í einhverri mynd eftir dauðann, komi fram í öðru gervi hvað eftir annað hér á jörðu eða annars staðar. Þetta hefur líka verið kallað sálnaflakk. Endurfæð- ing er hins vegar það, að nýtt kemur inn í líf manns nú og hér, sem breytir lífsafstöðu gagngert, hann kemst í snert- ingu við lífssvið, sem gefur nýja útsýn og stefnumark. Endurfæðing er meginhug- tak í kenningu Jesú og Nýja testamentisins. Að öðlast trú á Krist er að opnast fyrir áhrifum að ofan, sem vekja mann eða fæða til nýs lífs. Þetta er tengt sinnaskiptum eða iðrun, þ.e. endurmati á lífsstefnu, en er þó ekki fyrst og fremst huglægs eðlis, held- ur ávöxtur af hlutlægri íhlut- un hins frelsandi Drottins. Þess vegna er talað um endur- fæðingu í sambandi við skírn- ina. Því skírnin er fólgin í því, að Guð ánafnar einstaklingn- um persónulega allt það, sem hann hefur í Kristi gert til þess að við mættum lifa með honum í ríki ljóssins, friðar- ins, kærleikans. Enginn getur séð Guðs ríki nema hann fæðist að nýju eða að ofan, segir Jesús (Jóh. 3) og í sömu andrá talar hann um að fæð- ast af vatni og anda. Þar á hann við skírnina, hún til- einkar ríkið, sem mótast af Guðs anda. Föður yðar hefur þóknast að gefa yður ríkið (Lúk. 12,32). Og kirkjan tekur undir við Drottinn sinn: Lofaður sé Guð og faðir drott- ins vors Jesú Krists, sem eftir mikilli miskunn sinni hefur endurfætt oss til lifandi vonar fyrir upprisu Jesú Krists frá dauðum (1. Pét. 1,1,3). Guð hefur hrifið oss frá valdi myrkursins og flutt oss inn í ríki síns elskaða sonar (Kól. 1,13). Endurfæðing er kjarna- hugtak í boðun Krists og í kristinni trú frá öndverðu. Enginn keisari hefur hlutast í það, hvorki til eða fá. En í viðtalinu var sem sagt ekki verið að ræða um endur- fæðingu, þótt það orð væri notað af misgáningi, heldur endurholdgun. Og sú fullyrð- ing, að kirkjan hafi kennt endurholdgun framan af en verið neydd til þess að hverfa frá þeirri kenningu, er alger uppspuni. Þar sem viðkom- andi maður er ekki líklegur til þess að fara vísvitandi með staðleysur um söguleg efni, hlýtur hann að hafa látið blekkjast af miður vönduðum heimildarmönnum, sem hann hefur tekið trúanlega. Ýmsir hafa í seinni tíð haft uppi kappsamlegan áróður fyrir hugmyndinni um endurholdg- un. Að sjálfsögðu er öllum frjálst og engum til lýta að aðhyllast þá skoðun sem aðrar og rökstyðja hana samkvæmt sinni sannfæringu. En engum er frjálst eða heimilt að falsa söguna. Ég hef fyrr séð því haldið fram, að kristnir menn hafi trúað á endurholdgun, þar til þeir tóku að spillast. Það er í eitt skipti fyrir öll óhætt að fullyrða, að þetta er hugarburður án allrar fót- festu í raunveruleikanum. Endurholdgun er horn- steinn í trú og lífsskoðun 'Indverja: Maðurinn fæðist aftur og aftur endalaust. Og samofin þessari trú er hug- myndin um karma: Við lútum lögmáli orsaka og afleiðinga, sem enginn guð hnekkir. Það sem þú hreppir í þessu lífi af gæfu og ógæfu, góðu eða illu, það er nákvæmlega það, sem þú hefur unnið þér inn í fyrra lífi, hvorki meira né minna. Víðar en á Indlandi hafa hugmyndir um lífið eftir dauðann hneigst í þessa átt. Þess gætti verulega með Grikkjum til forna. Ekki er fyrir það að synja, að ein- hverjir Gyðingar hafi aðhyllst slík viðhorf. Það skiptir ekki máli. Hvað segir Biblían? Til hennar leita kristnir menn um allt, sem mestu varðar, hana spyrja þeir um úrslita- svör við stærstu spurningun- um. Þar er að finna þá opinberun, sem varpar ljósi á hinstu rökin. Sú opinberun fær inntak sitt og endanlega merkingu í Jesú Kristi, kenn- ingu hans og lífi. Og nú er það staðreynd, að endurholdgun er hvergi kennd, ekki einu sinni nefnd í Biblíunni. Það er hugmynd, sem er henni fram- andi og andstæð grundvallar- forsendum í boðskap hennar. Jesús breytir engu um heildarviðhorf Biblíunnar í þessu efni. Hann er þvert á móti það vitni, sem sker úr um það, að hugmyndin um endurholdgun á ekki heima í hugarheimi kristinna manna. Jesús sker úr þessu með því, sem hann segir um eilíft líf. Og það er sterklega áréttað með því, sem hann segir ekki. í augum kristins manns er það óhugsandi, að hann hefði ekki berum orðum sagt til um það, ef hann hefði trúað eða vitað, að endurholdgun væri sannleikurinn um örlög mannsins. Hann sagðist vera til þes fæddur og í heiminn kominn, að hann bæri sann- leikanum vitni. Hefði hann þagað um þetta, ef það er sannleikurinn? Það getur ekki samrímst trú kristins manns á hann, sem er „votturinn trúi og sanni" og „hefur orð eilífs lífs“. Sigurbjörn Einarsson Útbreiddasta æskulýðsstarfið — barnastarf kirkjunnar bað sem er næst manni og hefur löngum verið þar er gjarnan tekið sem sjálfsagður hlutur. Gott dæmi um þetta er barna- starf kirkjunnar. Það heyrist ekki oft nefnt í umfjöllun um æsku- lýðsmál, samt koma viku- lega saman hópar barna í kirkjunum út um allt land, jafnt í sveitum og bæjum sem á höfuðborgarsvæð- inu. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur um þetta, enda getur barnastarf ver- ið með margvíslegum hætti, en ætla má að kristi- legt barnastarf fari fram á þriðja hundrað stöðum á landinu. Sunnudagaskólinn Nú eru 200 ár síðan Eng- lendingurinn Robert Raikes hóf sunnudagaskólastarf meðal vinnuþrælkaðra barna í námabæjum lands síns. Sunnudagurinn var eini frí- dagurinn og hann kenndi þeim lestur og biblíusögur. Síðan hefur þróunin orðið sú að sunnudagaskólar eru í flestum söfnuðum kirkjunnar þar sem aðstæður leyfa. Er- lendis eru gjarnan umræðu- hópar foreldra og aðstand- enda barnanna, meðan þau eru í sunnnudagaskólanum. Hérlendis hafa samgöngu- örðugleikar torveldað barna- starf í sveitum. Því hefur verið tekinn upp sá háttur víða að hafa stund fyrir börnin að lokinni messu. Guðsþjónustan er þá í styttra lagi, ræðan stutt og færri sálmar, en að henni lokinni koma börnin á fremstu bekk- ina. Þá er fjallað um guð- spjall dagsins á einföldu máli og gjarnan í dramaformi, og segjast margir foreldrar hafa ekki minna gagn af þeim stundum en börnin. I bílun- um á leiðinni heim er þá gjarnan sungið lagið sem kennt var í barnastundinni. Hversdajísskólar ar skorður fyrir hversu haga má barnastarfinu, ennfremur þjóna sumir prestar mörgum kirkjum og flytja því guðs- þjónustur á fleiri stöðum og hafa ekki tíma til barna- starfs á sunnudögum. Þess vegna verður hvers- dagsskólinn æ útbreiddari í barnastarfi kirkjunnar hér- lendis. Er’ hann gjarnan á laugardögum og þá oft í húsnæði þar sem hægt er að fördra og hreyfa sig frjáls- legar en á kirkjubekkjunum. Fjölskyldu- guðsþjónustur I sumum söfnuðum er boð- ið mánaðarlega til fjöl- skylduguðsþjónusta. Auðvit- að eiga guðsþjónustur að vera fyrir fólk á öllum aldri, en raunin hefur löngum orðið sú að mest er miðað við hætti hinna fullorðnu í almennum guðsþjónustum og hafa börn- in gjarnan fundið sér sitt- hvað til dundurs í messum, s.s. að telja gluggarúður eða stjörnur í lofti, eins og flestir kannast við. Fjölskyldumessur Á leið i kirkjuskólann. Eitthvert kristilegt barnastarf mun fara fram á rúmlega 200 stöðum hérlendis. byggðar upp sem venjulegar guðsþjónustur, utan tónlist og tal er miðað við börn og áherzla lögð á virkni þeirra. Hefur verið áberandi hve ungir foreldrar sækja vel slíkar guðsþjónustur með börnum sínum. Einnig verður æ algengara að aðstandendur komi með börnunum til sunnudagaskólans. Sumarbúðir Um þetta leyti lýkur vetr- arstarfi barna í söfnuðum. Er gjarnan endað með stuttu ferðalagi og heimsótt kirkja í grenndinni og síðasta sam- vera sunnudagaskólans hald- in þar. Á sumrin eru all- margar sumarbúðir fyrir börn starfandi á vegum kirkjunnar og ekki sízt KFUM, sem var frumkvöðull þess starfs. Fer þar fram kristni- fræðsla og helgihald ásamt fjörmiklum leikjum og ævintýrum. Hefur sú hug- mynd komið fram að söfnuð- irnir bjóði börnum úr barna- starfi sínu til dvalar í sumar- búðum ásamt fræðurum þeirra og tengi þannig sumar- og vetrarstarf. Heimilisstarfið En mikilvægasta barna- starfið er að sjálfsögðu unnið á heimilunum, við rúm- stokkinn til dæmis þegar rætt er við börnin og lesnar með þeim bænir. Án sam- starfs við heimilin, kemur hið opinbera barnastarf kirkj- unnar ekki að fullum notum, en gagnkvæmur stuðningur kirkju og fjölskyldu verður barninu til ómældrar bless-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.