Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAI 1981 t Systir okkar, JÓNÍNA GUORUN BENEDIKTSDOTTIR frá Stoinnosi, Bugðulæk 13, andaöist á Landspítalanum 13. maí. Ólína Benediktsdóttir, Guðmundur Benediktsson. Móöir okkar, + ANNA THORLACIUS, lést 14. maí. Kórsnasbraut 108, Börnin. Útför eiginmanns míns, fööur, tengdafööur, afa og tangafa, RAGNARS V. JÓNSSONAR veitingamanns, Sóllandi vió Reykjanesbraut, veröur gerö frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 19. maí kl. 13.30. Jarösett veröur á Þingvöllum sama dag. Júlíana Erlendsdóttir, Rakel Ragnarsdóttir, Björgvin Árnason, Jón Ragnarsson, Hrafnhildur Valdimarsdóttir, Þór Ragnarsson, Vilhelmína Hauksdóttir, Ruth Ragnarsdóttir, Ómar Hallsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegar þakkir færum viö öllum þeim er auösýndu okkur samúö viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur okkar, tengdamóöur og ömmu, NELLÝJAR PÉTURSDÓTTUR húsfreyju Miðhúsum, Mýrasýslu. Sérstakar þakkir til þeirra er sýndu henni umhyggju og alúö hin síöustu ár. Jón H. Jónsson, börn, tengdabörn og barnabörn. t Þökkum innilega auösýnda samúö og hlýhug viö andlát og jaröarför mannsins míns, fööur okkar, tengdafööur og afa, VILHJÁLMS ADALSTEINSSONAR. Sérstakar þakkir færum viö vinnufélögum, stjórn ísals og Pöntunarfélagsins. Þorbjörg Guójónsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. + Alúöarþakkir færum viö öllum fyrir auösýnda samúö og hlýhug vegna andláts og jaröarfarar GUÐMUNDARÞÓRDARSONAR lasknis frá Sláttubóli, Drápuhlíö 44, Reykjavík. Sérstakar þakkir flytjum viö læknum og hjúkrunarliöi Landspítal- ans, svo og öllum vinum er studdu hann og styrktu í erfiöri sjúkdómslegu. Systkini hins látna og fjölskyldur þeirra. + Innilega þökkum viö samúö og hlýhug sem okkur var sýndur viö andlát og útför eiginkonu minnar, móöur, fósturmóöur, tengda- móöur, ömmu og langömmu okkar, GUDRUNARRUNÓLFSDÓTTUR, Lokastíg 24a. Þorgeir Eyjólfsson, Erna Þorgeirsdóttir, Magnús Magnússon, Guörún Þorgeirsdóttir, Eyjólfur I. Eyjólfsson, Runólfur O. Þorgeirsson, Ólafur G. Kristjánsson, Guólaug Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför fööur okkar, tengdafööur og afa, JÓNS KRISTINS KRISTJANSSONAR, Erluhrauni 6, Hafnarfirói. Rósa Jafetsdóttir, Magnús Jónsson, Einína Einarsdóttir, Kristján Þ.G. Jónsson, Sigríóur Jónsdóttir, Brynhíldur R. Jónsdóttir, Guómundur Halldórsson, Kristín Jónsdóttir, Heimir Ólafsson, Steinunn Jónsdóttir, Björgvin Jens Guðbjörnsson, Siguröur Jónsson, Reyndís Harðardóttir og barnabörn. Rolf Samuelsson Svíþjóð — Kveðja Laugardaginn 9. maí andaðist á Karolinska sjúkrahúsinu í Stokk- hólmi Rolf Samúelsson söngvari, 41 árs að aldri, eftir stutta en erfiða sjúkralegu. Rolf var bóndasonur frá Verma- landi í Svíþjóð og ólst upp hjá foreldrum sínum og stórum bræðrahópi. Hann var stúdent í Karlstad og háskólaprófi í bók- menntum og guðfræði lauk hann frá Háskólanum í Uppsölum. Aðeins 11 ára gekk hann í söfnuð hvítasunnumanna og var þar trúr alla ævi. Síðasta ár þjónaði hann sem aðstoðarfor- stöðumaður í Hvítasunnusöfnuð- inum í Södermalmskirkju í Stokk- hóimi. Rolf var mjög margt til lista lagt. Hann var stofnandi söng- sveitar bræðranna Samúelssons. Orti hann og raddsetti mörg af fegurstu lögum þeim, er þeir gáfu út. Söngbræðurnir Samúelssons komu 4 sinnum til íslands og áttu hér fjölda af áhugafólki og að- dáendum. Þúsundir Reykvíkinga hlustuðu á þá bæði í Fíladelfíu- kirkjunni, Háskólabíói og víðar. Fjölda söngferða gerðu þeir bræð- ur til Ameríku og flugu ávallt með íslenskum flugvélum Loftleiða á sinni tíð. Rolf var stofnandi hljómplötu- útgáfunnar „Pilot", heimsþekktu merki er helgaði sig sálmum og andlegum ljóðum. Hann var einn- ig stofnandi fyrirtækisins Elac, sem rak einhverjar stærstu sumarbúðir í Evrópu á Öland í Eystrasalti. Keypti stofnunin stórt nes, sem hafði baðstrendur og sjó á þrjár hliðar. Getur þar að líta jarðneska paradís, sem þús- undir manna heimsóttu hvert sumar og nutu umhverfis og veðurblíðu, í kristilegu andrúms- lofti og umhverfi. Nú er starfi hans lokið, aðeins 41 ár að baki, í lífi Rolfs Samúelssons. Hann var dugnaðarforkur og hlífði sér aldrei, hæfileikamaður, er auðvelt átti með að tjá sig. Möguleikar hans á margvíslegum sviðum lífs- ins voru auðsæir. Hann valdi það að vera lærisveinn Jesú Krists og beina áhrifum Hans til samferða- manna sinna. Svíþjóð var of lítil. Sjónvarpsstöðvar í Englandi, Þýskalandi, Hollandi og Belgíu tóku upp dagskrár Samúelssons. Færeyjum og íslandi gleymdu þeir ekki. Því er Rolf Samúelssons minnst hér í blaðiuu. Jarðarför hans verður gerð í dag, laugardaginn 16. maí. Mikill Islandsvinur er kvaddur. Blessuð veri minning hans. Einar J. Gíslason Stefán Magnússon bökbindari: Minning Stefán Magnússon, bókbindari, andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, laugardaginn 9. maí sl. eftir stutta sjúkdómslegu. Stefán var fæddur að Torfmýri í Blönduhlíð 6. mars 1906, sonur hjónanna Ragnheiðar Jakobínu Gísladóttur og Magnúsar Hann- essonar. Móðir hans var dóttir Gísla Jónssonar, hreppstjóra að Hvammi í Laxárdal, Pálssonar frá Kýrholti og konu hans, Ragnhild- ar Eggertsdóttur, Þorvaldssonar frá Skefilsstöðum í Laxárdal. Magnús, faðir Stefáns, var son- ur Hannesar Þorlákssonar, Jóns- sonar, bónda á Yztugrund í Blönduhlíð, og Sigríðar Hannes- dóttur prests að Ríp, en móðir Magnúsar var Ingibjörg Þorleifs- dóttir, Þorleifssonar frá Stóradal í Húnavatnssýslu, en móðir Ingi- bjargar var Ingibjörg Magnús- dóttir prests í Glaumbæ og Sigríð- ar Halldórsdóttur Vídalín frá Reynístað. Stefán var yngstur þeirra systk- inanna fjögurra frá Torfmýri, tólf árum yngri en móðir mín, Ingi- björg á Mel, sem var þeirra elzt, en hún lézt fyrir tæpum tveim árum. Bræðurnir, Ragnar, síðast bóndi á Bergsstöðum í Skagafirði, og Hannes, sem lengi var skóla- stjóri á Akureyri, eru báðir látnir fyrir nokkrum árum. Stefán ólst upp hjá foreldrum sínum í Torfmýri þar til þau fluttust til Sauðárkróks en þá varð hann eftir í Torfmýri hjá foreldrum mínum, sem þá hófu þar búskap. I bók sinni, Hetjur hversdags- lífsins, sem út kom árið 1953, hefir Hannes J. Magnússon lýst á frá- bæran hátt bernskuheimili þeirra systkina. Eftir að barnaskóla lauk fór Stefán í unglingaskóla á Sauð- árkróki og fluttist skömmu síðar vestur yfir Vötnin og var í mörg ár á Reynistað. Þegar hann var nokkuð á þrí- tugsaldri lærði hann bókband á Akureyri og stundaði það upp frá því, í fyrstu með annarri vinnu en síðan alfarið og fluttist þá til Sauðárkróks þar sem hann bjó til dauðadags og vann að bókbandi allt þar til hann lagðist bana- leguna. Ég þekkti Stefán frænda minn allt frá því að ég man fyrst eftir mér. Hann var tíður gestur á heimili foreldra minna á Mel, enda stutt milli bæja, og þau ár, sem við hjónin áttum heima á Sauðárkróki, var hann tíður gest- ur á okkar heimili. Stefán var lengi meðhjálpari við Reynistaðakirkju og meðal minna fyrstu minninga um hann er að sjá hann standa þar í kórdyrum og lesa bænina fyrir og eftir guðs- þjónustu. Á Sauðárkróki starfaði Stefán einnig mikið að málefnum kirkj- unnar þar. Stefán var mikill áhugamaður um uppbyggingu héraðsbóka- safnsins og skjalasafnsins á Sauð- árkróki og átti sæti í stjórn þess m.a. þegar ráðist var í byggingu hins myndarlega safnahúss, sem hann var mikill hvatamaður að. Stefán sagði mér einhvern tíma, að það hefði verið röð tilviljana, sem réði því, að hann lagði fyrir sig bókband. Fyrsta tilviljunin var brotin skeifa. Hann var við hey- band á bökkum Héraðsvatna og heybandslestinni seinkaði, sem síðar kom í ljós að var vegna þess að skeifa brotnaði undan hesti. Hann brá sér því yfir Vötnin meðan hann beið og heim að Keldudal, þar sem hann hitti frænda sinn, sem lært hafði bók- band, og fékk hann þá strax áhuga á faginu. Skömmu síðar kom hann í hús á Sauðárkróki og sá þá af tilviljun gömul bókbandsáhöld, sem hann fékk keypt og fyrir tilviljun komst hann síðan á bókbandsverkstæði á Akureyri, eftir að honum hafði verið synjað um það og hann var orðinn úrkula vonar um að geta lært þetta fag. En tilviljanir eða ekki tilviljan- ir, Stefán Magnússon hefir marga bókina bundið um dagana og handaverk hans er víða að finna. Mest batt hann fyrir bókasöfnin á Sauðárkróki og Siglufirði, en auk þess fyrir marga einstaklinga víðs vegar um landið. Stefán var vel ritfær og skrifaði nokkuð siðari árin, m.a. nokkra þætti í Ættir Skagfirðinga, en hann var áhugamaður um ætt- fræði og annan þjóðlegan fróðleik. Stefán Magnússon var vinmarg- ur og vinfastur og hafði ánægju af að blanda geði við fólk. Börn löðuðust mjög að honum og í hópi beztu vina hans voru jafnan ein- hverjir af yngstu kynslóðinni. Stefán var tilfinninganæmur og skapmikill, en stillti skap sitt vel. Aldrei heyrði ég Stefán tala illa um nokkurn mann, hann var fágætlega laus við dómhörku í garð samborgara sinna. Honum gat hins vegar runnið í skap ef honum fannst ómaklega á ein- hvern hallað eða fólk verða fyrir óréttlæti, einkum ef í hlut átti fólk, sem á einhvern hátt var minni máttar. Ég vil nota þetta tækifæri til að þakka öllu því góða fólki, sem að því stóð að halda Stefáni rausnar- legt samsæti á 75 ára afmæli hans fyrir tveim mánuðum. Sá hlýhug- ur, sem hann mætti þar, gladdi hann mjög mikið. Að lokum vil ég færa þakkir hjónunum Ingibjörgu Halldórs- dóttur og Þorvaldi Árnasyni og börnum þeirra fyrir þá einstöku vináttu og umhyggju, sem þau sýndu Stefáni nú síðustu árin, eftir að þau urðu nágrannar hans á Sauðárkróki. Stefán Magnússon verður til moldar borinn frá Sauðárkróks- kirkju í dag, laugardaginn 16. maí. Halldór Þ. Jónsson ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið, af marggefnu tilefni, að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera vélrituð og með góðu línubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.