Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1981 2 1 Frá hliðargötu til aðalstrætis, — írá smáfyrirtæki til stórfyrirtækis. Týsgata 1 og Austurstræti 22. Uppbygging fyrirtækisins hefur veriö með ólíkindum. Hvernig mundir þú lýsa henni í stuttu máli? „Ef ég á að nefna móttó þessa fyrirtækis þá er það fljótgert: áræði, dugnaður, hraði. Áræði vegna þess, að það þótti óðs manns æði að setja Karnabæ á stofn fyrir 15 árum. Annað kom fljótlega á daginn og stjórnendur þessa fyrirtækis hafa alltaf haft kjark; það sýnir uppbyggingin. Dugnaður þeirra hefur verið mikill. Ávallt hefur verið unnið hörðum höndum að uppbyggingu. Og ekki bara stjórnendur, heldur og allt starfsfólk. Karnabær hefur ver- ið þeirrar gæfu aðnjótandi, að hafa gott starfsfólk. Það er einhver innri kraftur, sem stendur að baki uppbyggingu Karnabæjar. Okkar skyldur eru við neytendur; að bjóða þeim góða vöru á góðu verði og starfsfólk okkar; að tryggja því örugga atvinnu. Stundum hefur mér fundizt, sem skynsemin hafi borið okkur ofurliði, því puðið og erfiðleikarnir hafa aukizt í réttu hlutfalli við um- fang. En það sem fer verst með okkur er óvissan um framtíðina. Það er ekki hægt að gera áætlanir af viti langt fram í tímann. Kringumstæður eru sí- fellt að breytast. En nú er ég farinn að tala um verðbólgu og óstjórn. Æ, það á ekki við í afmælisviðtali. Snúum okkur heldur að einhverju öðru.“ Já, þú ert nú 39 ára gamall. Þú hefur verið ungur maður þegar verzlunin í Týsgötu var stofnsett. „Eg man vel þegar Karnabær var stofnaður. Þá var ég í viðskiptafræði í Háskólanum. Menn veltu þessu mikið fyrir sér. Það var vakað dag og nótt yfir fyrirtækinu og mikil spenna ríkti fyrstu dagana. Púlsinn var tekinn nánast á klukkustundar fresti og þá á ég við söluna á Týsgötunni. En fljótlega kom í ljós, að þetta gekk og það vel. Okkar fólk fór mánaðarlega utan en slíkt hafði verið óþekkt. Saumastofan að Fosshálsi. Fyrst til Lundúna en síðan stöðugt lengra og tengsl þau sem sköpuðust, viðskipta- sambönd sem sköpuðust, lögðu síðar grunn að vexti og viðgangi fyrirtækisins. Við sækjum stöð- ugt sýningar erlendis, bæði til að sjá nýjustu tízku eða ný hráefni en taktu endilega fram, að þessar ferðir séu engar skemmtiferðir. Þetta eru púl- ferðir miklar, það er unnið myrkranna á milli. Þessi ferðalög eru snar þáttur í starfseminni þó dýr séu. En með þeim skapast þau tengsl sem eru hverju fyrirtæki nauð- synleg." Innflutningurinn veitir aðhald Nú eruð þið umsvifamiklir bæði á sviði innflutnings og framleiðslu. Rekst þetta ekki stundum á? „Það kemur fyrir en þegar á heildina er litið, þá eru þessir árekstrar meinalitlir. Þetta rennur saman hlið við hlið, ljúflega eins og bæjarlækir og þegar saman kemur, verður það að fljóti. Þá gefur innflutningurinn möguleika á samanburði, að fylgjast með því sem er að gerast. Einnig veitir hann okkur aðhald. Við sjáum hvaða möguleikar eru fyrir hendi en við látum ekki undan síga hvað verð- og gæðasamanburð snert- ir. Við leggjum mikið kapp á hagræðingu. Þegar árið 1972 var farið að vinna að þessum málum hjá fyrirtækinu. Á tím- um óðaverðbólgu er slíkt í raun forsenda vel rekins fyrirtækis. Peningar eru dýrir í dag og halda verður lager í lágmarki. Við reynum að framleiða sem næst eftirspurn, ólíkt sumum fyrirtækjum, sem framleiða án þess að hugsa fyrir eftirspurn. Því hrannast upp birgðir á lager og fullkomin óvissa ríkir um hvort hægt verður að finna kaupendur- Þarna er fé bundið og það nýtist ekki að öðru leyti. Við höfum ekki efni á slíku. Auðvitað gerum við okkar mis- tök. Árlega höldum við útsölu til að koma út vörum, sem ekki hafa selzt. Við höfum orðið að verðfella þennan fatnað. Þarna fara saman hagsmunir neyt- enda og okkar, því þessar vörur hreyfast að öðrum kosti lítt eða ekkert." Það hefur verið mikið átak að koma upp þessu húsi að Foss- hálsi. „Já, vissulega, en eins og ég raunar sagði áður, þá er einhver innri kraftur sem drífur þetta áfram. Þetta var mikið átak en nauðsynlegt. Við vorum með framleiðslustarfsemi okkar í leiguhúsnæði á fimm stöðum viðs vegar um borgina. Þó vissulega geti verið hagkvæmt að leigja, þá var orðið brýnt að koma framleiðslunni undir eitt þak. Því var ráðizt í að reisa þetta hús. Það var fullbyggt á sex mánuðum. Ég vil segja eftir mottói fyrirtækisins: Áræði, dugnaði og hraða.“ Stórhýsi Karnabæjar að Fosshálsi. II. Ilalls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.