Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ1981 salt myndast ekki við venjulega ferskvatnsvinnslu, sem hér er greinilega átt við. í slíkum tilvik- um nær sjórinn ekki nálægt þvi mettun við eimingu og það er beinlínis tæknilega erfitt að eima hann til fullvinnslu. Það sem vafalítið á sér stað í því tilviki, sem tiltekið er hér, er að í frárennsli slíkra stöðva er mikið uppleyst salt, og getur slíkt að sjálfsögðu verið vandamál varð- andi mengun á stöðum sem eru viðkvæmir fyrir slíku. En hér er ekki um salt að ræða sem á neinn hátt er sambærilegt við fisksalt, og þótt menn vildu vinna fisksalt úr þessum legi með sólaruppgufun á þeim fáu stöðum þar sem aðstæöur væru góðar til þess, munar það hverfandi litlu í fyrir- höfn miðað við það, sem er um venjulegan sjó. Ég veit þess vegna ekki til að sú leið hafi nokkurs staðar verið valin í sambandi við lausn frárennslisvandamála ferskvatnsvinnslu, og er margt annað tiltækara í þvi efni. Þá er því lýst af mikilli ná- kvæmni hvernig móðurpækillinn rennur ofan af saltinu á hinum sólríku stöðum í suðri og að þar sé svo mikill stöðugleiki í öllum aðstæðum að saltið sé ófrávíkjan- lega gott. En satt að segja hefi ég aldrei þekkt til þess að náttúru- legar aðstæöur séu mjög stöðugar hvorki þar í suðri né annarsstað- ar. Þar ríkir misjöfn veðrátta sem getur haft úrslitaáhrif á það á stundum hvort saltvinnslan yfir- leitt tekst eða ekki, svo ekki sé minnst á áhrif slíkra breytinga á kristöllunarhraða og efnajafn- vægi, enda ber sólarsalt slíkt með sér, því það er mjög afbrigðilegt í efnasamsetningu. Varðandi möguleika framleiðslu á natríumklórati á vegum hins nýja félags, skal það tekið fram, að ekki stafar sprengihætta af því efni í 50% upplausn, eins og fyrirhugað er að framleiða. Efni þetta hefir síðustu árin rutt sér mjög ört rúms sem bleikingarefni í pappírsiðnaði, og er sá markaður hafður í huga. Varðandi arðsemi sjóefna- vinnslunnar skal það enn tekið fram að hún er viðunandi að dómi allra þeirra, sem kynnt hafa sér málið. Að lokum skal tekið fram við- víkjandi fyrirhugaða verðlagningu á saltinu, að tilkostnaður allra notenda hvar sem er á landinu er fyrirhugaður hinn sami. Baldur Lindal efnaverkfræðingur: Saltviraisla á Suðumesjum Athugasemd við grein Sigurðar Péturssonar Baldur Lindal upplýst að hluthafar eru ríkið, sveitarfélög á Suðurnesjum og 500 aðrir aðilar. Félag þetta hefir látið byggja tilraunasaltverk- smiðju og rekið hana á þriðja ár. Framleitt hefir verið fisksalt og nokkuð af grófu matarsalti til heimilisnota. Félagið hefir ennfremur látið framkvæma margar söltunartil- raunir undir umsjón Geirs Arne- sen hjá Rannsóknastofnun fiski- ðnaðarins, en hann er óumdeilan- lega sá maður sem er dómbærast- ur á fisksalt á íslandi, og þó víðar sé leitað. Niðurstaða þessara til- rauna er í stuttu máli sú að ekkert það hefir komið fram við þessar tilraunir, sem skoðast getur nei- kvætt gagnvart Reykjanessalti. Hins vegar leyfi ég mér að benda á að fiskur úr Reykjanessalti er yfirleitt blæfallegri (Ijósari) og í honum minna los en með sólunnu salti. I sambandi við bragð af fiskinum skal taka fram, að það þykir eðlilegt af þeim sem það hafa reynt. Nú skal vikið að hinum tækni- legu rökum Sigurðar varðandi arðsemi. Telur hann að vegna þess að salt falli til við ferskvatns- vinnslu úti í Kaliforníu sé von- laust að saltvinnsla geti borið sig á íslandi. Fyrst skal þá skýra frá því að Rásaður krossvidur til inni- oq útinotkunar Þykkt 10 mm. Stærö 121x250 cm. Finnsk gæöavara á hagstæðu verði BJÖRNINN I Skúlatúni 4. Simi 25150. Reykjavík I Þar sem ég er nú einn þeirra manna sem búinn er að „dekra" í meira en tvo áratugi við hugmynd um saltframleiðslu á Reykjanesi, þykir nauðsynlegt að fara nokkr- um orðum um grein Sigurðar Péturssonar gerlafræðings, sem birtist í Morgunblaðinu 14. maí sl. Grein þessi ber nafnið Saltvinnsla á Suðurnesjum — á að eyðileggja íslenzka saltfiskinn. Þótt ég hafi ýmislegt fram að færa varðandi grein Sigurðar að öðru leyti, gleður það mig stórlega að sjá að hann telur það „sterk meðmæli með hinu nýja salti" að það er roðgerlasnautt. Sem al- kunnugt er inniheldur sólunnið salt urmul af þessum roðagerlum og algengt er að 20.000 roðagerlar séu i grammi af sólunnu salti á móti 0 gerlum í Reykjanessalti. Gerlar þessir valda miklu tjóni í geymslu með því að fiskurinn tekur á sig rauðleitan blæ og gerlagróðurinn veldur skemmdum í fiskinum. Reynt er að hamla gegn þessu með kælingu, en roð- inn blossar upp um leið og henni er sleppt. öruggt má telja að Reykjanessalt er heppilegra að þessu leyti og þó möguleiki sé á smiti vegna slíkra gerla á meng- uðum fiskframleiðslustöðum, myndi slíkt vera smávægilegt í samanburði við núverandi aðstæð- ur. Tilraunir Rannsóknastofnunar fiskiðnaðarins hafa leitt í ljós að eftir 4 mánaða geymslutima við 22°C á fiski söltuðum með Reykja- nessalti, hefði enginn roði komið í ljós. Undirbúningsfélag saltverk- smiðju á Reykjanesi hf. hefir nú starfað um 4 ára skeið. Það skal r ------ Innritun í Fjölbrautarskólann í Breiðholti í ler fram í Miðbæjarskóianum í Reykjavík dagana 1. og 2. júní nk. kl. 9.00—18.00, svo og í húsakynnum skólans, viö Austurberg, dagana 3. og 4. júní á sama tíma. Umsóknir um skólann skulu aö ööru leytl, hafa borist skrifstofu stofnunarinnar fyrir 9. júní. Þeir sem umsóknir senda síðar, geta ekki vænst skólavistar. Fjölbrautarskóiinn i Breiöholti býöur fram nám á 7 námssviöum og eru nokkrar námsbrautir á hverju námssviöi. Sviö og brautir eru sem hér segir: Almennt bóknámssviö: (menntaskóiasviö). Þar má velja milli 6 rfámsbrauta sem eru: eölisfræðibraut, félagsfræöibraut, náttúru- fneöibraut, tónlistarbraut, tungumálabraut og tæknibraut. Heilbrigóissvið: 2 brautir eru fyrir nýnema, heilsugæzlubraut: (til sjúkraliöaréttinda) og hjúkrunarbraut. Eh hin síöari býöur upp á aöfaranám aö Hjúkrunarskólanum. Hugsanlegt er aö snyrtibraut, veröi einnig starfrækt viö skólann á þessu námssviöi ef nemendafjöldi reynist nægur. Hússtjórnarsvið: 2 brautir veröa starfræktar. Matvælabraut I er býöur fram aöfaranám aö Hótel- og veitingaskóla íslands og matvælabraut II er veitir undirbúning til starfa á mötuneytum sjúkrastofnana. Listasviö: — Þar er um 2 brautir aö ræöa. Myndlistarbraut bæöi grunnnám og framhaldsnám svo og handmenntarbraut er veitir undirbúning undir nám viö Kennaraháskóla íslands. Tæknisviö: (iönfræöslusviö). lönfræöslubrautir Fjölbrautarskólans í Breiöholti eru 3: Málmiónabraut, rafiónabraut og tréiðnabraut. Boöió er fram 1 árs grunnnám, 2ja ára undirbúningsmenntun aö tæknínámi og 3ja ára braut aö tæknifræöinámi. Þá er veitt menntun til sveinsprófs í 4 iöngreinum: húsasmíöi, rafvirkjun, rennismíöi og vélvirkjun. Loks geta nemendur einnig tekiö stúdentspróf á þessu námssviði, sem og öllum 7 námssviðum skólans. Hugsanlegt er, aö boöið verói fram nám á sjávarútvegs- braut, á tæknisviói næsta haust, ef nægilega margir nemendur sækja um þá menntun. Uppeldissvió: á uppeldissviöi er 3 námsbrautir í boöi: Fóstur og þroskaþjálfabraut, íþrótta- og félagsbraut og loks menntabraut er einkum taka miö aö þörfum þeirra, er hyggja á Háskólanám til undirbúnings kennslustörfum, félagslegri þjónustu og sálfræöi. Viöskiptasviö: boönar eru fram 4 námsbrautir: Samskipta og málabraut, skrifstofu- og stjórnunarbraut, verzlunar- og sölu- fræöibraut, og loks læknaritarabraut. Af 3 fyrstu brautunum, er hægt aö taka almennt verzlunarpróf eftir 2 námsár. Á 3. námsári, gefst nemendum tækifæri, til aó Ijúka sérhæföu verslunarprófi í tölvufræðum, markaösfræöum og sölufræóum. Læknaritarabraut líkur meó stúdentsprófi, og á hiö sama viö um allar brautir viöskiptasviösins. Nánari upplýsingar um Fjölbrautarskólann í Breiöholti má fá á skrifstofu skólans á Austurbergi 5, sími 75600 er þar hægt aö fá bækling um skólann svo og námsvísi, F.B. Skólameistari 18 ára gömul stúlka meö barn á 1. ári óskar eftir aö fá aö búa hjá fjölskyldu. Nánari upplýsingar í síma 25500 milli kl. 11 og 12 (Ólína). Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar AUGLÝSINCASTOFA MYNDAMÓTA HF íslandsmót í hárgreiðslu og hárskuröi veróur haldiö í íþróttahúsinu Seltjarnarnesi, n.k. sunnudag. Mótiö verður sett kl. 1 e.h., og lýkur meö verölaunaafhendingu kl. 6 e.h. Samband hárgreiöslu- og hárskerameistara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.