Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAÍ 1981 39 Brœðraminning: Jóel Guðmundsson Bjami Guðmundsson Jóel Guðmundsson, fæddur 1. júli 1936. Bjarni Guðmundsson, fæddur 10. ágúst 1938. í dag eru kvaddir frá Útskála- kirkju tveir samferðamenn okkar, bræðurnir Jóel og Bjarni Guð- mundssynir frá Eyjaholti í Garði, en þeir fórust með skipi sínu, Báru VE 141, 4. mars síðastliðinn. Frá Vestmannaeyjum voru þeir, en í eldgosinu 1973 lágu leiðir margra Vestmannaeyinga i Garð- inn og settust hér að, eftir að æskustöðvar þeirra fóru undir hraun, og voru fjölskyldur þeirra í þeim hópi. Erfitt er að finna orð til að tjá sig, þegar kveðja skal vini og góða samferðamenn. Þessi fáu orð eiga aðeins að vera þakklæti til kærra vina fyrir mjög góð kynni. Það verður okkur ógleymanlegt, þegar þessi hópur glæsilegs fólks kom á heimili okkar eftir gosið. Okkar kæra vinkona, Laufey, hafði þá orðið að sjá á bak eiginmanni og þrem börnum, en með henni voru fimm synir og ein dóttir og þeirra börn og makar, ásamt öðru venslafólki, sem flest átti eftir að ílendast hér og njóta vinsældar og virðingar. En nú er sorgarský yfir Eyja- holti. Enn hefir verið höggvið stórt skarð í þennan fríða hóp. Almættið gaf Laufeyju mikið og hefir líka tekið mikið frá henni, en um leið gefið henni stillingu og kjark til að taka sinni stóru sorg með aðdáanlegri reisn og æðru- leysi. Það er huggun í harmi að vita hana umvafða ást og um- hyggju síns stóra ástvinahóps. Og missir Guðrúnar og barn- anna hennar fjögurra er mikill og skárðið stórt eftir ástríkan föður og eiginmann. En það einkennir þau öll stilling og reisn, sem ber vott um sanna trú á það góða og góðar minningar um góða menn. Við þökkum þessum elskulegu drengjum fyrir góða en alltof stutta samfylgd og biðjum góðan Guð að blessa sálir þeirra og styrkja eftirlifandi ástvini í þeirra stóru sorg. _Svo (ari þeir i (riði, er frá oss skiljast hér. ok hjá þvi dimma hlirti sem holdiA inn um fer. Skal frelsis enKÍll fríöur, okn flytja huKKun þá. ad drottins dýrð vor biður. ef drottin trúum á.“ (BII) Kristin og Þorsteinn Fimmtudaginn 5. marz sl. frétti ég, að Bára VE 141 hefði ekki komið að landi kvöldið áður og að leit stæði nú yfir. Mér brá ónotalega við þessa frétt, því að einhver kvíði hafði verið í mér undanfarið. Ég óttað- ist að nærri mér yrði höggvið, en kvíðinn hafði beinst að ungum syni mínum, sem nýbyrjaður var sjómennsku. Síðast af öllu hefði ég óttast um þessa tvo frændur mína á Bárunni. Ég vissi vel hvað báturinn var góður og hversu afburða sjómenn þeir voru og af sumum jafnvel taldir fremur of gætnir en hið gagnstæða. Ég ætla ekki að rekja ættir þeirra bræðra, það verður gert af öðrum frænda okkar hér í dag. Þeir kynntust sjómennskunni strax sem ungir snáðar, þegar foreldrar þeirra bjuggu í Fá- skrúðsfirði og þegar á unglingsár- um komst ekkert annað að hjá þeim. Þetta var eins sjálfsagt hjá þeim og að nýr dagur kemur eftir annan dag. Þeir voru vitrari en ég, sem barðist á móti þessu þangað til um tvítugsaldur. Þeir vissu að blóðið er svo „salt“ í mörgum okkar úr Eyjólfsættinni, að allt annað verður að láta undan. Bjarni kaus strax frelsi trill- unnar. Hann byrjaði með Guð- mundi föður sinum á Hlýra og 1960 eignaðist hann bátinn. Bjarni var hörkuduglegur sjómaður og reyndist strax hin mesta aflakló og ég hygg að í vertíðarlok hafi hann aldrei þurft að öfunda aðra af hlut þeirra. Hann var drengur góður og hugsaði einstaklega vel um gamla fólkið í Eyjaholtinu; það saknar nú vinar í stað. Jóel byrjaði einnig sjómennsku með föður sínum, en síðan lá leiðin á vélbátana. Hann var með Þor- geiri föðurbróður sínum á Lund- anum og þar sagðist hann hafa fengið góðan skóla. I september 1957 var ég svo heppinn, að Jóel frændi minn réðist til mín, í nokkra daga i þetta sinn, því að í byrjun október fór hann í Stýri- mannaskólann í Eyjum, en kom aftur 3. febrúar 1958 að loknu námi. Jóel var síðan með mér í tíu ár á þremur bátum með Halki- ons-nafninu, að árinu 1960 undan- skildu, sem stýrimaður, en þó lengur sem vélstjóri. Sumarið 1968 skildu loks leiðir, þegar hann ásamt bræðrum sinum ákvað að láta byggja Báruna. Jóel var vel meðalmaður á hæð, þrekinn og afburða liðugur og aldrei vissi ég fyrir víst hve sterkur hann væri. Þó held ég, að við höfum komust næst því að sjá það, þegar hann og Gísli Eyjólfs- son björguðu einum hásetanum frá því að fara útbyrðis með seinni endanum á netatrossu, sem við vorum að klára að leggja. Strákur- inn stóð öfugu megin við „sértann" og klemmdist út að borðstokknum, Jóel rauk þá til og dró einsamall slaka á tógið, svo að Gísli gat kippt stráknum undan. Þeir voru snöggir frændurnir, þá eins og oftar. Það fer ekki hjá því, að eftir tíu ára samstarf er margs að minn- ast. Ég held að samkomulag okkar hafi verið alveg sérstakt og man ég ekki eftir, að okkur yrði sundurorða allan þennan tíma. Það var oft gaman á línuvertíð- inni, þegar vel aflaðist. Menn voru stundum í vandræðum með að innbyrða stórskötu eða risaslöngu, þegar þær komu upp, en Jóel var ekki í vandræðum með þetta, þegar har.n var við rúlluna. Venju- lega komu þessir risar fljúgandi í stórum boga inn á dekk hjá honum. Ef til vill óþarflega stór- um stundum, og þegar hann leit við, var oftast einhver stríðnis- glampi í augunum, og úr svipnum var hægt að lesa: „ Svona eigið þið að fara að þessu, drengir." Við höfum alltaf verið smáhrekkjóttir í Eyjólfsættinni. Mér er líka minnisstætt, þegar við lágum í Grimsby með bilaða kælivatnsdælu. Það gekk í miklu brasi við að ná dælunni frá, vegna þess hve þröngt var framan við vélina, en þegar átti að setja hana niður aftur, þá fyrst vandaðist málið. Englendingarnir gáfust upp og fóru upp á verkstæði til að ná í einhver áhöld. Þeir voru varla horfnir, þegar Jóel tróð sér niður með dælunni. Hvernig jafn þrek- inn maður komst þetta, hef ég aldrei skilið. Honum tókst að koma annarri hendinni undir dæl- una og þetta 20 kílóa stykki small í tenginguna. Þegar Englend- ingarnir komu aftur, var búið að skrúfa allt fast og það mætti segja mér, að þeir væru ennþá, 20 árum seinna, að reyna að ráða gátuna. Mörgum þótti Jóel dulur og ekki var hann margmáll í fjölmenni, en í þröngum vinahópi var hann oftast sá kátasti og mörg lands- tímin fóru í spjall niðri í borðsal, jafnvel þótt maður hefði ekkert sofið síðasta sólarhringinn. Það var mikið gæfuspor, þegar hann, 11. október 1958, kvæntist nágrannastúlku sinni, Guðrúnu Pétursdóttur, frá Kirkjubæ í Eyj- um, og ánægjulegt að sjá hvað þau voru samhent í að byggja upp heimili sitt. Þau voru fyrst heima hjá foreldrum hennar, en fengu síðan leigt niðri í bæ. Þeim, sem ólust upp í „girðingunni", gekk oftast illa að slita sig þaðan og eins fór fyrir Bíbí og Jóel. Þau keyptu Eystri-Oddsstaði og það var gaman að sjá hamaganginn hjá þeim, þegar þau voru að lagfæra húsið, sem var orðið hið myndarlegasta, þegar Eyjagosið svipti þau þessu heimili sínu. Þegar gosinu í Eyjum lauk, gátum við mörg, sem áttum heima í „girðingunni" ekki hugsað okkur að snúa heim aftur. Þessi blettur, sem var okkur svo kær, var horfinn undir hraun og ösku. Frændfólk og vinir, sem höfðu þekkst frá barnæsku, tvístruðust. Eystri-Oddsstaðir, sem þau Bíbí og Jóel höfðu endurbyggt af svo miklum myndarskap, voru horfn- ir. Sömuleiðis Háigarður, heimili þeirra Bjarna og Laufeyjar móður hans. Það er jú hægt að byggja ný hús, kann einhver að segja. Það er rétt, en það verður aldrei hægt að byggja nýja „girðingu". Gam- algróið samfélag, eins og þarna var, verður aldrei bætt með ver- aldlegum auði. Þó var gerð ánægjuleg tilraun til slíks, þó að lítil væri í sniðum, og það er Eyjaholtið i Garðinum, þar sem þessu fólki var ákaflega vel tekið af heimamönnum. Þar settust þeir Jóel og Bjarni að með fólki sínu og nágrönnum, og þar var gott að koma. Þetta var lítill en góður kjarni af fólki því, sem bjó þar sem hraunið gnæfir nú hæst á Heimaey. Því er sorg þess mikil í dag. „Það skilur þetta enginn," sögðu tvær ungar konur úr Sandgerði við mig í vetur. „Þetta var best útbúni litli báturinn hérna og gætnustu mennirnir." Ég hef líka oft spurt sjálfan mig Hvers vegna? Við hjónin sendum Bíbí og börnum hennar, tengdamóður og skyldfólki og einnig öllum í Eyja- holtinu okkar innilegustu samúð- arkveður. Ég veit að frændur mínir, Jóel og Bjarni, fyrirgefa mér, þó að ég treysti mér ekki til að koma í Útskálakirkju í dag til að kveðja þá, en vilji heldur minnast þeirra í einrúmi. „Jarðarfarir eru ekki þitt fag,“ sagði hann Einar Guttormsson einu sinni við mig, og það var mikið rétt. Guð blessi ykkur öll. Stefán Stefánsson Miðvikudaginn 4. mars sl. skeði sá sorglegi atburður, að vélbátur- inn Bára VE 141 týndist með tveimur mönnum. Voru það bræð- urnir Jóel og Bjarni Guðmunds- synir frá Háagarði í Vestmanna- eyjum. Báruna létu þeir bræður, ásamt Unnari bróður sínum, smíða í Vestmannaeyjum árið 1970, og stunduðu fiskveiðar á bátnum upp frá því, ýmist með línu eða handfæri og öfluðu oftast fram- úrskarandi vel. M/b Bára var um 12 smálestir að stærð og þótti mjög falleg fleyta. Töldu þeir bræður bátinn afburða gott sjóskip og svo var umhirða þeirra á bátnum góð, að hún vakti athygli manna í Sand- gerðishöfn og víðar. Allt var þar fágað og hreint ofan þilja sem neðan og hver hlutur á sínum stað, bundinn og vel frá genginn. Þeir bræður lögðu úr Sandgerð- ishöfn um klukkan 5 að morgni í þennan sinn síðasta róður og munu hafa lagt línuna um 20 sjómílur í norðvestur frá Garð- skaga, en þar voru þeir á sjó deginum áður og fengu þá um 4 smálestir af góðum fiski. Klukkan um 4 þennan dag höfðu þeir bræður samband við Kefla- víkurradíó og voru þá langt komn- ir með að draga línuna og var allt i lagi hjá þeim. Gerðu þeir ráð fyrir að tala við Keflavíkurradíó aftur að loknum línudrætti. Eftir fyrrgreint samtal heyrðist ekkert frá þeim meira. Á þessum fiskimiðum voru þá 6 til 8 vindstig. Þegar Báran var ekki komin í höfn klukkan 6.30 um kvöldið og ekkert hafði til hennar heyrst, var haft samband við þá 10 til 15 Sandgerðisbáta, sem þá voru enn ókomnir að landi, og þeir beðnir að leita bátsins. Þegar leið á kvöldið bættust fleiri bátar í leitina ásamt flugvél og munu um nóttina hafa verið 30 skip og bátar við leitina, sem var vel skipulögð og var henni heldið áfram næsta dag eftir því sem veður leyfði, en bar þó engan árangur. Þeir bræður voru þrautþjálfaðir og góðir sjómenn og er að þeim mikill mannsskaði og þeirra sárt saknað af nánasta skylduliði, fjöl- mennum frændgarði og vinum. Jóel Guðmundsson Fæddur 1. júlí 1936. Dáinn 4. mars 1981. Hann var fæddur í Skálavík í Fáskrúðsfirði 1. júlí 1936, þar sem foreldrar hans bjuggu frá 1934 til 1946. Móðir hans er Laufey Sig- urðardóttir, frá Hala í Ásahreppi, er ólst þar upp frá 7 ára aldri hjá Ingimundi bónda þar og Sigríði konu hans. Seinna fluttust þau hjón til Keflavíkur. Guðmundur Jóelsson, eiginmað- ur Laufeyjar, var fæddur og upp- alinn í Vestmannaeyjum og átti þar til fjölmennra ætta að telja. Þau hjón byrjuðu að búa í Eyjum um 1930. Þá keypti Guð- mundur góðan trillubát, sem hann nefndi Báru og var formaður á 3 ár í Eyjum, en flutti svo með sér austur, þar sem hann stundaði fiskveiðar á henni öll sumur og haust ásamt búskapnum. En þau hjón höfðu á þessum árum 2 kýr og 40 til 60 kindur. Það má með sanni segja að Jóel hafi ungur vanist sjónum, því að innan við 10 ára aldur var hann farinn að skreppa með pabba sínum á sjó- inn, þegar blíðast var, og 12 ára gamall fór hann að róa að stað- aldri með föður sinum á sumrin, sem fullgildur háseti. Jóel var 10 ár til sjós með Stefáni Stefánssyni, frænda sín- um frá Gerði, á þremur bátum, sem allir hétu Halkion. Var hann hjá Stefáni sem háseti, vélstjóri og stýrimaður, því að til þess hafði hann lærdóm og próf. Hafði hann lært á námskeiðum, sem haldin voru á hverju hausti í Eyjum á'v þeim árum. Vetrarvertíðina 1960 var Jóel skipstjóri á ísleifi II, sem var 59 smálestir. Jóel var fremur fáskiptinn maður, en prúður ogi stilltur í allri framkomu og vann allra traust, sem með honum unnu á sjó eða landi. Hann var mjög fjölhæfur til allra verka og mátti teljast góður smiður á tré og járn, þó ekki hefði hann lært þær iðngreinar. Hinn 11. - október árið 19S8 kvæntist Jóel eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Pétursdóttur, Guð- jónssonar á Kirkjubæ i Vest- mannaeyjum og seinni konu hans, Lilju Sigfúsdóttur. Ungu hjónin byrjuðu búskap I ■ leiguhúsnæði, en eftir fjögurra ára samveru keyptu þau Eystri- Oddsstaði í Eyjum, sem var gam- alt tveggja hæða steinhús, alger- lega þægindalaust, en því gjör- breyttu þau hjón og unnu bæði að því að bæta það og fegra svo að var til fyrirmyndar. Þar bjuggu þau hjón fram að gosi í Eyjum, en þá fluttu þau í Garðinn. Guðrún er mjög vel gefin dugn- aðarkona, sem bjó manni sinum og börnum unaðslegt heimili. Eignuðust þau hjón fjögur börn, sem eru Guðmundur, 22 ára, Sævar, 17 ára, Lilja, 15 ára og Sigrún, 11 ára. Ég kveð kæran frænda minn og veri hann Guði falinn. Eyjólfur Gislason Bjarni Guðmundsson Fæddur 10. agúst 1938. Dáinn 4. mars 1981. Bjarni Guðmundsson var fædd- ur í Skálavík i Fáskrúðsfirði 10. ágúst 1938. Hann fluttist með foreldrum sínum og systkinum til Vestmannaeyja sumarið 1946, en þá keyptu foreldrar hans húsið Háagarð, sem stóð vestast svo- nefndra Vilborgarstaðahúsa. í því húsi átti Bjarni heimili sitt uns hann fluttist frá Eyjum árið 1973. Ungur byrjaði Bjarni að stunda sjóinn eins og Jóel bróðir hans, því innan við fermingaraldur fór hann að róa á sumrum með föður sínum á trillubátnum Hlýra, sem faðir hans eignaðist fljótlega eftir að hann fluttist til Eyja og stundaði sjóinn á þeim bát sumar, vor og haust. Um 1960 eignaðist svo Bjarni bátinn Hlýra og var formaður á honum þar til er þeir bræður létu smíða Báruna árið 1970. Bjarna fórst formennskan vel úr hendi og fékk hann fljótlega á sig orð fyrir aflasæld og for- mennskuhæfileika. Innan við tvítugsaldur fór Bjarni eitt sumar norður á síld- veiðar með Ella í Varmadal, á Sjöstjörnunni VE 92, og þótti reynast þar vel, þótt ungur væri. Bjarni var mikill lundaveiði maður og stundaði hann veiðiskap nokkur sumur og lá þá við í Ystakletti. Einn daginn veiddi hann þar yfir eitt þúsund lunda, sem þá var Eyjamet. Trillubátinn Hlýra fluttu þeir bræður með sér í Garðinn og átti Þorgeir bróðir þeirra þá orðið bátinn, ásamt Ómari, yngsta bróð- urnum, og reru þeir bátnum frá Sandgerði, en seldu hann fyrir fjórum árum og eiga nú 12 smál. bát, sem einnig ber nafnið Hlýri. Þau Háagarðssystkinin voru 9 talsins, sex bræður og þrjár syst- ur. Ungan dreng misstu þau hjón skömmu eftir fæðingu hans eystra, en af þeim sem upp komust var Bára elst. Hún lést um tvítugt. Þórdís er búandi kona í Gunnars- holti á Rangárvöllum, gift Magn- úsi Péturssyni frá Kirkjubæ. Ingi- björg var yngst systkinanna. Hún dó af slysförum þriggja ára göm- ul. Guðmundur faðir þeirra andað- ist 14. september 1965, en eftir lát manns síns bjó Laufey ekkja hans með sonum sínum. Nú siðustu árin með þeim Bjarna og Þorgeiri, sem voru henni góðir og hugulsamir. Bjarni Guðmundsson var dreng- ur góður og vildi öllum vel. Ég kveð kæran frænda minn og veri hann Guði falinn. Eyjólfur Gislason

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.