Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 16.05.1981, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 16. MAI 1981 Hermaður kristinna hægri manna i Líbanonljöllum. Tilbúnir í „takmörkuð átök“? Enn versnar ástandið í Líbanon þar ætlar stríðinu aldrei að linna Það blandast fáum hugur um, að ástandið í Miðausturlöndum er nú eldfimara en um langa hríð. ísraelar og Sýrlendingar eru í þann veginn að fara í hár saman fyrir alvöru, báðir telja sig kallaða til að vernda Líbani, það er satt bezt að segja ekki sannfærandi skýring. En víst er það báðum mikilvægt, hvernig valdahlutföll varðandi Líbanon skipast. Israelar segjast ekki horfa á það aðgerð- arlausir að Sýrlendingar þurrki út kristna menn í Líhanon. Sýrlend- ingar vilja vernda hagsmuni mú- hammeðstrúarmannanna og þess- um markmiðum verður varla náð nema með vopnaskaki, eftir allt sem á undan er gengið. Sýrlend- ingar eru sagðir treysta sér í ,vopnuð átök að vissu marki" við Israela og þeir hafa enda sýnt á síðustu dögum og vikum, að þeir hafa ekki í hyggju að láta í minni pokann að sinni, hver svo sem framvindan verður. Sendiför Philip Habibs — sem er af líbönsku foreldri, en fæddur í Bandaríkjunum og þrautreyndur diplómat — virðist hafa borið lítinn eða engan árangur. Að vísu er vert allrar athygli, að Assad Sýrlandsforseti skyldi fást til að taka á móti Habib, því að undan- farin tvö ár hefur Assad neitað að eiga orðastað við sendimenn frá Bandaríkjunum. Hvernig sem á málið er litið verður ekki annað séð en ósveigj- anleiki sé á báðar hliðar. Assad Sýrlandsforseti virðist vera eðlis- grimmur maður, hatur hans í garð „síonistanna í ísrael" stýrir at- höfnum hans. Á hinum endanum er harðlínumaðurinn Menachem Begin, forsætisráðherra ísraels, sem gæti allt að einu unnið væntanlegar kosningar í landinu út á þá harðfylgni sem hann sýnir í viðureigninni við Sýrlendinga. Hvorugur þessara manna er lík- legur til að hvika og forsmekkur- inn af því, sem í vændum er, er þegar farinn að sjást, báðir aðilar hafa byrjað áreitni, þótt í tiltölu- lega smáum stíl sé, þegar þetta er ritað. En það er deginum ljósara að það má ekki mikið út af bera til að allt fari í bál og brand. Þó er líka margt sem gefur til kynna, að Bandaríkin og Sovétríkin hafi reynt að bera klæði á vopnin. Það er hvorugu stórveldanna geðfelld tilhugsun að til styrjaldar komi milli Israela og Sýrlendinga, enda gæti hún kostað, að þessi við- kvæma jafnvægiskúnst, sem bæði Bandaríkin og Sovétríkin reyna að stunda, þrátt fyrir allt, í sam- skiptum sín á milli, færi algerlega út um þúfur. Ef til styrjaldar drægi milli ísraeia og Sýrlendinga verða Bandaríkjamenn að styðja Israela og Sovétmenn myndu varla geta skorazt undan því að veita Sýrlendingum stuðning. Og það kemur fleira til. Hvernig myndu Egyptar bregðast við — þrátt fyrir friðarsamning við Isra- el, og mikla úlfúð og illsku milli þeirra persónulega, Egyptalands- forseta og Sýrlandsforseta, er vafamál hvort Egyptar gætu látið átök milli Arabaþjóðar og ísraels afskiptalaus. Og trúlegt er að fleiri drægjust inn í þau. ísraelar hafa mjög gagnrýnt Bandaríkin fyrir að veita Saudi-Aröbum ádrátt um nýtízku vopnabúnað og raunar stendur ísraelum að mörgu leyti stuggur af auknum áhrifum Sauda bæði á Vesturlönd- um og ekki sízt í Bandaríkjunum. Og Saudar myndu sjálfsagt ekki sitja með hendur í skauti, þó svo að Bandaríkjamenn reyndu að hemja þá eftir mætti. Og þótt kalt sé með Irökum og Sýrlendingum gætu þeir fallizt í faðma, þegar sameiginlegur fjandi þeirra, Isra- el, á í hlut. Og einhvers staðar þarna inná milli alls er svo Líbanon, sem ágreiningurinn stendur um. Og skiptir þó ekki máli nema óbein- línis. Land í rúst en var fyrir fáeinum árum talið ódáinsreitur Miðausturlanda, ferðamenn úröll- um heimshornum streymdu til landsins, fjármagn erlendis frá flæddi inn í bankana, þar var allt í blóma. „Sá sem dvelur hálfan mánuð í Líbanon, fer ekki þaðan aftur“, var sagt og allir vildu heimsækja þá paradís Miðaustur- landa sem Beirút var. Nú er Beirút ekki aðeins skipt borg, hún er líka borg í dauðateygjunum. Mú- hammeðstrúarmenn og kristnir hafa borizt á banaspjótum, Pal- estínumenn og þeir herskáir eru á hverju strái og „friðargæzlusveit- ir“ Sýrlendinga magna ófriðarbál- ið. Sumir segja að upphaf þessa máls megi rekja til þess er Huss- ein Jórdaníukonungur rak PLO- menn af höndum sér fyrir röskum tíu árum, þegar þeir voru farnir að gerast of aðsópsmiklir í ríki hans. Þeir leituðu margir skjóls í Líbanon og hafa látið mjög til sín taka, um það þarf ekki að fjölyrða, svo margt og mikið hefur verið skrifað um þetta. En harmleikur Líbana er meiri en svo að nokkur hugsandi maður geti leitt hann hjá sér. Kannski iíka með það í huga að Líbanir reyndu áður að halda sér utan við átökin í kring- um sig, þeir vildu aðeins fá að lifa óáreittir og í friði sínu góða lífi. Þó að Líbanir hafi að vísu tekið þátt í árás á ísraela var sú atlaga í lágmarki. Enda hafa Israelar sína kenningu um það og segia hana eina af ástæðunum fyrir því að þeir sýni Líbönum umhyggju, þeir telja að Líbanir séu sem sé afkomendur Esaú. Begin — berst eins og ljón og sópar til sín fylgi. Frá Zahle. Upphaf átakanna nú má rekja til bardaga um bæinn Zahle, þar sem búa um 200 þúsund manns, meirihlutinn kristið fólk. Zahle hefur áður lent inn á milli í átökum stríðandi aðila, en ekkert viðlíka og nú, er segja má að borgin hafi verið í umsátri svo vikum skipti. Borgin er á hernað- arlega mikilvægum stað bæði fyrir Sýrlendinga og hermenn kristinna hægri manna. Og þar sem hægri menn krefjast þess, að bæði Palestínumenn og Sýrlend- ingar haldi brott. frá Líbanon, væri það rós í hnappagat kristnu Yoram Aridor, hinn klóki fjármálaráðherra ísraels. hersveitanna á Beirútsvæðinu og yfirráðasvæði þeirra gæti þá spannað fjallahéruðin umhverfis og inn í Bekaadalinn. Fyrir Sýrlendinga felst mikil- vægi borgarinnar einkum í að hún er við þjóðveginn til Damaskus. Færi svo að kristnir hægri menn lokuðu leiðinni, væru Sýrlend- ingar vægast sagt illa staddir. Þessi barátta síðustu vikurnar, þótt á öðru svæði sé, virðist hafa orðið Saad Haddad major í suðri og mjög umdeildum til framdrátt- ar, það sýnist allt benda til að kristnum hægri mönnum sé að vaxa fiskur um hrygg og ekki aðeins á yfirráðasvæði Haddads. Sýrlendingar líta það óhýru auga, svo að ekki sé meira sagt. Þar sem Sýrlendingar óttast að ef til styrjaldar kæmi færu ísrael- ar eldi yfir Bekaadalinn með aðstoð kristinna líbanskra banda- manna sinna, myndi það veikja varnir Sýrlands í Golanhæðum og því hafa Sýrlendingar reynt af afli að yfirbuga kristna menn í Zahle og ná bænum á sitt vald. Síðan breiddust bardagarnir snarlega til Beirút sem er ekki langt undan, eða í aðeins um 25 km fjarlægð, þar sem mörg úthverfin eru yfir- gefnar rústir eftir fimm ára hlé- litla bardaga. Kom þá til einna harðastra bardaga sem orðið hafa í hrörlegum húsarústunum síðan 1976 og skothríðin yfir Grænu Iínuna varð ákafari og mannskæð- ari en í mörg ár. Beirútbúar Assad Sýrlandsforseti — grimm- ur maður og einhver mesti haturs- maður síonismans allra Araba- leiðtoga — og er þá mikið sagt. reyndu að flýja í skjól. Þeir fara að venjast vist í byrgjum. Fólks- flótti frá Líbanon hefur magnazt mjög sl. ár, margir hafa t.d. sezt að í Grikklandi og er það yfirleitt efnameira fólki sem hefur tekizt að hafa með sér drjúgan hluta eigna sinna. Samtímis því að bardagar geis- uðu grimmt í Beirút og Zahle hertu ísraelar árásir sínar á stöðvar Palestínumanna í suðrinu. Dag eftir dag flugu ísraelskar flugvélar lágflug yfir flótta- mannabúðir jafnt sem skæru- liðahreiður og vörpuðu niður sprengjum. En þá fyrst, fór sem sagt leikurinn að æsast þegar Sýrlendingar svöruðu með því að flytja eldflaugar til stöðva í Líb- anon. ísraelar kröfðust brott- flutnings þeirra, Sýrlendingar létu hótanir Begins eins og vind um eyru þjóta. Og við það situr. Það er athyglisvert þegar velt er fyrir sér þróun mála í Líbanon að fjendurnir nú eru fyrrum banda- menn: þegar sýrlenzka friðar- gæzluliðið kom fyrst til Líbanon fyrir fimm árum, litu hinar hrjáðu kristnu hægrisveitir á það sem bjargvætt sinn og fögnuðu því. Síðan fór sambúðin fljótlega að kólna. Sýrlendingar voru ekki dús við hernaðaraðgerðir kristnu falangistanna í óþreytandi við- leitni þeirra að koma Palestínu- mönnunum frá Líbanon. Enn meiri ama hafði stjórnin í Dam- askus af þeim vaxandi stuðningi sem ísraelar veittu kristnu hægri mönnunum. Sá stuðningur hefur auðvitað lengi verið opinbert leyndarmál, en var í fyrsta skipti opinberlega viðurkenndur af stjórninni í Jerúsalem í fyrra mánuði. Þessir átakaatburðir og átakan- legu hafa orðið stórkostlegt vatn á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.