Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984 3 Á ferð og flugi um verslunarmannahelgina: „Góða skapið í uppsveiflu“ Fimm langferdabflar voru að leggja af stað í Þjórsárdal frá Umferðarmið- stöðinni með fullfermi farþega þegar Morgunblaðsfólk bar þar að um fjög- urleytið í gær. En þangað virtist mesti fólksstraumurinn landleiðina frá Rejkjavík liggja í upphafi þessarar verslunarmannahelgar og starfsfólk BSÍ sagði um eittþúsund farmiða hafa selst þá þegar í Þjórsárdalinn. „í Þjórsárdalinn, auðvitað," sögðu þrjár ungar stúlkur, Gerður Bjarnadóttir, Hrafnhildur Arnar- dóttir og Guðrún Bernódusdóttir, sem voru við það að stíga upp í langferðabílinn þegar þær voru inntar eftir áfangastað. „Okkur finnst HLH-flokkurinn svo fyndinn og Baraflokkurinn með betri hljómsveitum og svo hlökkum við til að hitta vini og kunningja," bættu þær við og ruku þar með af stað á vit ævintýranna, enda greini- lega vel undir slikt búnar með myndarlegan farangur og ferða- skapið f góðu lagi. Þeir Björgvin, Bragi, Tryggvi, Hálfdán og Bubbi voru hins vegar að fara á þjóðhátíð í Eyjum, héldu því blákalt fram að aðalfjörið yrði í Vestmannaeyjum í ár og hurfu við svo búið í reykjarmekki áleiðis til Þorlákshafnar. Inni í sal sátu þrjár vinkonur, sem voru þó að fara hver í sína áttina, á Hellu, í Húsafell og i Þjórsárdalinn. „Ég er alveg að verða fimmtán, en þetta er i fyrsta skipti sem ég fæ að fara ein á svona útihátíð, áður hef ég alltaf farið með pabba og mömmu,“ sagði Guð- ný Rósa og bætti því við, að mest hefði sig nú langað f Atlavíkina en það væri of löng ferð og kostnaðar- söm. Alda Björg sagðist hafa mælt sér mót við vinkonur sínar i Húsa- Þeir sem ætluðu á Vestfirðina eða til Vestmannaeyja máttu bíða lengi á Reykjavíkurflugvelli I gær, en allir voru ákveðnir í að glutra ekki góða skapinu niður. (Ljósm. Mbl. Árni Sæberg). Mannfjöldi í Atlavík Um klukkan átta í gærkvöldi var fjöldi samkomugesta f Atlavfk orðinn 3.200 og áætluðu aðstandendur hátíða- haldanna þar, að sú tala færi upp í 5.000 um miðnættið, að því er Skúli Oddsson, framkvæmdastjóri UÍA, tjáði Mbl. „í fyrra voru samkomugestir um 3.000 talsins á miðnætti á föstudegi, en 5.000 þegar mest var þannig að þetta er nokkur aukning," sagði Skúli. „En allt gengur vel og þó að þetta sé meiri mannfjöldi en við átt- um von á svona snemma, þá held ég að við séum í stakk búnir til að ráða við það. Hér er glaðasólskin og steikjandi hiti. í dag var hitinn 35 stig f forsælu niðri f vfkinni, eigin- lega hálfgerð svækja," sagði Skúli Oddsson. Morgunblaðið/ Gunnlaugur. Unnið af kappi við undirbúning hátíðarinnar í Viðey. Hljóðfærin flutt út f eyna f pramma. felli en Berglind var dularfull á svipinn og fékkst ekki til að ljóstra upp erindi sínu á Hellu. Færri flugu en vildu Á Reykjavíkurflugvelli var ys og þys eins og við var að búast, enda hafði staðið til að 25 flugvélar hæfu sig á loft og flyttu farþega f öll landshorn þennan dag. Þegar Morg- unblaðsfólk mætti á staðinn leit þó ekki út fyrir að allir kæmust á áfangastað, því verið hafði ófært til Vestmannaeyja frá hádegi og með öllu á Patreksfjörð frá því daginn áður. Vestfirðingar og Vestmann- eyingar voru þvi að verða nokkuð langeygir eftir þvf að komast leiðar sinnar, en að öðru leyti hafði flugið gengið vel, að sögn Flugleiðafólks. „Við ætlum á ball á Birkimel sama hvað tautar og raular," sagði bráðhress Barðstrendingur, sem búinn var að biða eftir Patreks- fjarðarfluginu frá þvf klukkan niu um morguninn. Félagar hans tóku f sama streng og kváðust mundu taka rútu i Hólminn og flóabátinn þaðan ef svo héldi fram sem horfði með flugið. Þeir sem biðu Eyjaflugs voru líka farnir að velta fyrir sér öðrum ferðamöguleikum, en þrátt fyrir tafir varð ekki annað séð en að allir væru f besta skapi og að viss samkennd hefði myndast i þessum fjölmenna hóp, sem búinn var að þreyja lungann úr föstudeginum úti á flugvelli. Eða eins og einn orðaði það: „Helgin er rétt að byrja og góða skapið er í uppsveiflu ef eitthvað er.“ „Það er ekkert vafamál að fjörið verður mest f Eyjum f ár,“ sögðu þessir kappar, sem voru á leið til Þorlákshafnar og síðan á þjóðhátíð í Vestmanna- eyjum. Beðið eftir bflnum á BSl. Þær Alda Björg, Berglind og Guðný Rósa voru að fara hver í sína áttina; á Hellu, í Húsafell og í Þjórsárdalinn. VeiÖum Dana harðlega ótmælt: Stofnað til stjórnlausra veiöa úr íslenska loðnustofninum — segir í mótmælaorðsendingu frá íslenska utanríkisráðuneytinu ÍSLENSK STJÓRNVÖLD hafa sent frá sér mótmælaorðsendingu vegna Eríndí til Norðmanna loðnuveiða danskra skipa úr íslenska loðnuveiðistofninum innan efna- hagslögsögu Jan Mayen. Geir Hallgrimsson utanrikisráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að mótmælin hefðu verið afhent danska utanríkisráðuneytinu og Efnahagsbandalagi Evrópu, sem fer með flsk- veiðimál aðildarríkja sinna. Jafnframt hefði norska utanrfkisráðuneytinu verið afhent nýtt erindi um málið. Ráðstafanir þessar af hálfu ríkisstjórn- arinnar hafa verið gerðar í samráði við utanríkismálanefnd. Hér á eftir fer mótmælaorðsendingin sem send Norðmanna. Erindi til Dana/EBE fslenskum stjórnvöldum eru það mikil vonbrigði að dönsk fiskiskip skuli vera að hefja veiðar úr íslenska loðnustofnin- um, eins og kom í ljós við eftir- litsflug islensku Landhelgis- gæslunnar i gær. Með þessum aðgerðum er stofnað til stjórnlausra veiða úr fiskstofni sem íslenska þjóðfé- lagið er mjög háð en ekki skiptir neina aðra þjóð verulegu máli að því er heildarafkomu snertir. Einhliða setning 105 þús. lesta kvóta fyrir EBE lýsir mikilli óbilgirhi og skortir hverskyns réttmætar forsendur. Einmitt slík algjörlega óraunhæf og óréttmæt kröfugerð hefur nú i nokkur ár öllu öðru fremur hindrað samkomulag um skyn- samlega nýtingu og raunhæfa vernd islenska loðnustofnsins var Dönum og EBE og enndið til milli Islands, Noregs og EBE. Þetta viðhorf verður að breytast. Sérstaklega er þvi harðlega mótmælt að veiðar EBE/Dana fari fram austan miðlínu Græn- lands og Jan Mayen, þ.e. i efna- hagslögsögu Jan Mayen, þar sem fsland og Noregur eiga jafnan nýtingarrétt, sbr. samkomulag er tók gildi hinn 13. júní 1980. Miðlinuskipting er óumdeild þjóðréttarregla og aðeins frá- víkjanleg þar sem alveg sérstak- ar aðstæður rikja. Ekki er um slikt að ræða i þessu tilviki þar sem annars vegar er um islenskt hagsmunasvæði að ræða en hinsvegar óbyggða strönd Græn- lands. Þess er eindregið vænst að framangreindum veiðum verði hætt, en þess freistað með raunsærri afstöðu að koma á sanngjörnu samkomulagi hlut- aðeigandi aðila. 3. ágúst 1984 Loðnuveiðar sem EBE/Danir hafa nú hafið á svæðinu milli Jan Mayen og Grænlands í skjóli einhliða ákveðins 105.000 lesta kvóta EBE geta stefnt loðnu- stofninum i mjög alvarlega hættu. fslensk stjórnvöld meta það að norsk stjórnvöld hyggjast hafa „oppsyn“ á svæðinu og „ved sid- en av luftovervakning vil det ogsá bli sendt et norsk oppsyns- fartey til omrádet". fslendingar telja sér skylt að taka þátt f eft- irliti eftir þvi sem nauðsyn kref- ur og sendu i gær gæsluflugvél á svæðið. Var þá sannreynt að 3 dönsk skip voru þar við veiðar. Þvi er eindregið mótmælt að ekki skuli vera haldið uppi full- kominni lögsögu á Jan Mayen- svæðinu af norskri hálfu, þ.e.a.s. svæðinu milli miðlinu og 200 milna frá Grænlandi, og þannig verndaðir sameiginlegir hags- munir Noregs og fslands, sbr. Jan Mayen-samkomulagið frá 1980 sem kveður á um sameigin- lega norsk-íslenska nýtingu á svæðinu. íslensk stjórnvöld hljóta að gera norsk stjórnvöld ábyrg fyrir veiðum EBE/Dana á svæð- inu, þ.e. veiðimagn þeirra verði dregið frá kvóta Noregs, sbr. 7. gr. samkomulagsins. fslensk stjórnvöld telja ótví- rætt, að skv. þjóðarrétti eigi miðlína að skipta efnahagslög- sögu milli Jan Mayen og Græn- lands, og minna á að samkomu- lag fslands við Noreg byggðist m.a. á þvi. Með hliðsjón af þvi að ísland hefur ennþá meiri hags- muna að gæta en Norðmenn af þvi að loðnustofninn verði ekki eyðilagður telja islensk stjórn- völd sér skylt að vinna að þvi eftir fremsta megni að deilan um mörkin verði leyst hið allra fyrsta og lögsaga þessa sameig- inlega hagsmunasvæðis verði virt. EBE/Dönum hefur í dag verið afhent hjálagt erindi sem is- lensk stjórnvöld treysta að mætt verði af fullum skilningi, svo að ekki þurfi að koma til frekari löggæsluaðgerða. 3. ágúst 1984

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.