Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984 27 Melta unnin úr slógi og úrgangsfiski um borð í Dagrunu frá Bolungarvík: 100 þúsund tonnum fleygt ár- lega á öllum togaraflotanum Einar K. Guðfinnsson, útgerðarstjóri Einars Guðfinnssonar hf., við slóg- meltukörin. Bolungarvtk, 31. júlí. FRÁ ÞVÍ í byrjun maí hefur skuttog- arinn Dagrún landað auk aflans um 300 lestum af slógmeltu sem unnin er um borð úr tilfallandi slógi úr aflanum og úrgangsfiski sem að öðr- um kosti er hent. Fréttaritari Mbl. ræddi við Jónatan Einarsson forstjóra hjá Einari Guðfinnssyni hf. um þessa tilraun til aukningar á nýtingu sjávarafla. Jónatan var spurður að því hvað hefði vakið áhuga þeirra á því að fara út í að reyna þessa vinnslu. Hann sagði að þeir, eins og mörg önnur útgerðarfyrirtæki, væru stöðugt leitandi að leiðum til að auka verðmæti sjávarfangs og ekki síst að nýta svokallaðar aukaafurðir. Það hefði verið 1973 að ungur Bolvíkingur, Elias Jóna- tansson sem stundaði nám í verk- fræði við HÍ, valdi sér sem loka- verkefni að athuga meltuvinnsiu með tilliti til síldar- og fiskimjöls- verksmiðju í Bolungarvík. Niðurstöður úr þessu verkefni Elíasar voru á þann veg að við ákváðum að fara út i þessa vinnslu. Jónatan sagði að jafnframt hefði í langan tíma verið unnið að þessum rannsóknum á slógmeltu og hjá Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins og nú síðustu 5—6 ár undir yfirstjórn Sigurjóns Ara- sonar deiidarverkfræðings sem hefði unnið mjög athyglisvert starf á þessu sviði enda er nú árangurinn að koma í ijós. í formála að ritgerð Elíasar Jónatanssonar kemur fram að ár- lega sé fleygt fyrir borð hvers skuttogara 1.000—1.300 lestum af siógi og úrgangsfiski. Jónatan sagði að út frá þessu væri hægt að setja upp einfalt reikningsdæmi sem segði að hent væri á ári um 100.000 lestum á öllum togaraflotanum sem gæti jafngilt aflaverðmæti 10 loðnu- skipa miðað við þann loðnukvóta sem í gildi var á síðustu vertíð. Jónatan var beðinn um að skýra í stuttu máli vinnslurásina á þess- ari afurð. »Um borð í Dagrúnu fer slógið og úrgangsfiskurinn á færiband í stað þess að renna í sjóinn aftur. Færiband þetta flytur slógið í safnkar og úr því gengur efnið síð- an í hakkavél, sem í raun myndar slógmeltuna, sem síðan er blandað maurasýru og dælt í tanka. Stóri kosturinn við tækjabúnaðinn um borð í skipinu er sá að hann út- heimtir enga aukavinnu fyrir áhöfn skipsins. Þegar í land er komið er slógmeltunni dælt í tankbíl sem flytur hana í síldar- verksmiðjuna þar er hráefnið hit- að upp í 35°C í þar til gerðum meltunartönkum og því hitastigi er haldið í sólarhring. Þá er efnið keyrt í gegnum skilvindur sem skilja lýsi úr efninu. Að lokum fer það í gegnum soðkjarnatæki þar sem uppgufun á vatni fer fram og eftir stendur meltuþykkni sem selt hefur verið til grasköggla- verksmiðjunnar í Gunnarsholti þar sem því er blandað í gras- kögglana enda er meltuþykkni ákaflega eggjahvíturíkt og hentar vel til fóðurgjafar á ýmsum svið- um. Ég vil einnig geta þess að áhöfn- in á Dagrúnu og starfsmenn síld- arverksmiðjunnar eiga þakkir skildar fyrir þann dugnað og áhuga sem þeir sýndu á meðan á tilraunavinnslunni stóð og er nú svo komið að bæði hirðing um borð og vinnsla ganga mjög vel,“ sagði Jónatan. Hafa verið kannaðir erlendir markaðir fyrir þessa afurð? „Já við höfum kynnt okkur það að markaður fyrir meltuþykkni er fyrir hendi erlendis. Ég get sagt frá því að t.d. norð- menn hafa sett búnað til meltu- vinnslu um borð í nokkra sinna togara og þeir nýta meltuþykknið til fóðurgjafar í fiskirækt." Eru fleiri nýjungar á þessu sviði í uppsiglingu hjá fyrirtækinu? „Eins og ég hef sagt erum við stöðugt leitandi að leiðum til að nýta betur sjávarafla þann sem okkur berst, og svo er einnig um önnur fyrirtæki á þessu sviði þó svo að fjölmiðlar hafi stagast á því að fiskvinnslan og útgerðin að- lagist ekki breyttum aðstæðum. Vitanlega er þessi meltuvinnsla einn þátturinn í því. Nú, við höf- um sett eitt skipa okkar á rækju- veiðar og lagt aukna áherslu á þá vinnslu og nú nýlega gerðist Einar Guðfinnsson hf. hluthafi í fiski- rækt sem verið er að byggja upp inni í ísafjarðardjúpi. Meðal hluthafa í þessu fyrirtæki eru út- gerðarfyrirtækin Norðurtanginn á Isafirði og Hjálmur hf. Flateyri." Svo sem kemur fram í viðtalinu við Jónatan er hér á ferðinni at- hyglisvert mál sem meltuvinnslan er, til nánari glöggvunar má geta þess að í síðustu veiðiferð Dagrún- ar var afli hennar 140 lestir og að auki 40 lestir af slógmeltu og i næst síðustu veiðiferð skipsins var aflinn 180 lestir og að auki 48 lest- ir af slógmeltu. Úr þessum tveimur veiðiferðum hefðu því tæpum 90 tonnum verið fleygt í sjóinn en í þess stað eru nú unnin úr þeim verðmæti. Gunnar Útbúnaðurinn um borð (Dagrúnu. 5teinhÚ5in njóta eilífe sumars eftiraðhafa verið máluð að utan með utanhússmálningu frá Málningu hf. V/ATM5VARI (Mónó5ílan) V/atnsfráhrindandi efni sem læKKar raKastig steyptra mannvlrKja vari i40 Mmá/tung’ 5TEIMAKRVL Terpentínu- þynnanleg, aKrýlbundln málnlng með sléttn áferð / KOPAL DYROTEK Vatnsþynnanleg aKrýlbundin málning m, HRAUM 5terK, vatnsþynnanleg aKrýlbundln plast- málning með sendinnl áferð 'má/ninglf Fæst i byggingavöruverslunum um land allt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.