Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984 Jíltóöur á morgun DÓMKIRKJAN: Messa kl. 11.00. Dómkórinn syngur, organleikari Jónas Þórir Þórisson. Sr. Hjalti Guömundsson. ÁSKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11.00. Síöasta guösþjónusta fyrir sumarleyfi. Sr. Árni Bergur Sig- urbjörnsson. BÚST AÐAKIRK JA: Guösþjón- usta kl. 10.00. Organleikari Guöni Þ. Guömundsson. Sr. Ólafur Skúlason. ELLIHEIMILID GRUND: Messa kl. 10.00. Sr. Árelíus Níelsson. HALLGRÍMSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Ragnar Fjalar Lárus- son. Þriöjudagur fyrirbænaguös- þjónusta kl. 10.30. Miövikudagur náttsöngur kl. 22.00. LANDSPÍTALINN: Guösþjónusta kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Tómas Sveinsson. KÓPAVOGSKIRKJA: Messa í Kópavogskirkju kl. 11.00. Sr. Árni Pálsson. LAUGARNESKIRKJA: Laugar- dagur: Guösþjónusta Hátúni 10b, 9. hæö kl. 11.00. Sóknar- prestur. Mark. 8.: Jesús mettar 4 þús. manns. NESKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11.00. Orgel og kórstjórn Örn Falkner. Sr. Guömundur Óskar Ólafsson. Miövikudagur fyrir- bænamessa kl. 18.20. Sr. Guö- mundur Óskar Ólafsson. SELJASÓKN: Fimmtudagur 9. ágúst fyrirbænasamvera Tinda- seli 3, kl. 20.30. Sóknarprestur. ÞINGVALLAKIRKJA: Kvöldvaka í kvöid, laugardag, kl. 20.30. Sr. Ingólfur Guðmundsson flytur Þingvallaspjall, sem hann nefnir: Kristni 2000. Ungt fólk með hlut- verk annast blandaöa dagskrá. Samkomunni lýkur meö nátt- söng. Forsöngvari er Carlos Ferrer guöfræöinemi. Almenn guösþjónusta á sunnudag kl. 14. Organleikari Einar Sigurösson. Sr. Heimir Steinsson. SKÁLHOLTSKIRKJA: Messa sunnudagskvöld kl. 21. Söngva- og tónastund í umsjá Ólafs Sig- urjónssonar organista hefst kl. 20.30. Sóknarprestur. Bridge Arnór Ftagnarsson Sumarbridge Aðeins 54 pör mættu til leiks í Sumarbridge sl. fimmtudag, enda verslunarfríhelgin fram- undan. Spilað var í 4 riðlum og urðu úrslit þessi: A-riðill: Erla Eyjólfsdóttir — Gunnar Þorkelsson 246 Sigmar Jónsson — Vilhjálmur Einarsson 238 Ragnar Björnsson — Þórarinn Árnason 237 Guðmundur Kr. Sigurðsson — Halldór Magnússon 235 B-riðill: Helgi Jóhannsson — Magnús Torfason 212 Birgir Sigurðsson — Oskar Karlsson 203 Hulda Hjálmarsdóttir — Þórarinn Andrésson 190 Leif Österby — Sigfús Þórðarson 178 C-riðill: Arnar Ingólfsson — Magnús Eymundsson 180 Árni Eyvindsson — Jakob Ragnarsson 179 Ásgeir P. Ásbjörnsson — Friðþjófur Einarsson 179 Oddur Hjaltason — Jón Þ. Hilmarsson 171 D-riðill: Guðmundur Þórðarson — Baldur Bjartmarsson 142 ólafur Lárusson — Magnús Halldórsson 132 Erlendur Markússon — Markús Markússon 125 Meðalskor í A var 210, í B og C 156 og 108 í D-riðli. Nú, eftir 12 kvöld í Sumarbridge, er staða efstu spilara þessi: Anton R. Gunnarsson 22,5 Friðjón Þórhallsson 22,5 Helgi Jóhannsson 13 Páll Valdimarsson 11 Tómas Sigurjónsson 11 Erla Eyjólfsdóttir 11 Gunnar Þorkelsson 11 Alls hafa 188 einstaklingar fengið vinningsstig (1-2-3) á þessum 12 spilakvöldum í Sumarbridge. Sumarbridge er rekið af Bridgesambandi Reykjavíkur, sem öll félög á Reykjavíkur- svæðinu innan Bl, eru aðilar að. Framkvæmdaaðili fyrir hönd Reykjavíkursambandsins er síð- an Ólafur Lárusson. Sumarbridge verður fram- haldið að venju næsta fimmtu- dag, í Borgartúni 18 og hefst spilamennska uppúr kl. 18, en í síðasta lagi kl. 19.30. Allir vel- komnir meðan húsrúm leyfir. Bridgedeild Skagfirðinga Þriðjudaginn 31. júlí var spil- að í tveim 10 para riðlum. Hæstu skor hlutu: A-riðill Björn Hermannsson — Lárus Hermannsson 156 Guðmundur Guðlaugsson — óli Andreason 120 Sigmar Jónsson — Vilhjálmur Einarsson 117 B-riðill Ásthildur Sigurgísladóttir — Lárus Arnórsson 144 Kristján Þorvaldsson — Sveinn Þorvaldsson 118 Guðrún Hinriksdóttir — Haukur Hannesson 108 Meðalskor 108 Nú verður gert eins og hálfs- mánaðar hlé hjá deildinni, en byrjað aftur að líkindum 11. sept. Mun það verða kynnt ræki- lega í blöðum þegar þar að kem- ur. Þá eru félögum þakkaðar góð- ar mætingar og skemmtilegt samstarf. Umsjónarmönnum bridge- þátta í dagblöðum færð- ar bestu þakkir og stjórnanda, Guðmundi Kr. Sigurðssyni, fylgja óskir um góða ferð á sól- arströnd Portoros. Starfsfólk Ferðamiðstöðvar Austurlands á Egilsstöðum: Anton Antonsson, Guðrún Kristinsdóttir og Inga Rósa Þórðardóttir. Egilsstaðir: Ég fer með Ringó Starr í útreiðar- túr um verslunarmannahelgina — spjallað við ferðaskrifstofufólk á Egilsstöðum Egibwtöðum 1. ágúnt. FERÐAMIÐSTÓÐ Austurlands tók til starfa á Egilsstöðum árið 1978 og er hlutafélag nokkurra aðila á Aust- urlandi sem tengjast ferðalögum á cinn eða annan hátt. Framkvæmda- stjóri Ferðamiðstöðvar Austurlands hefur verið frá upphafi Anton Ant- onsson, franskur að ætt og uppruna, en hefur búið ásamt íslenskri konu sinni á Egilsstöðum undanfarin 7 ár. „Ferðamiðstöð Austurlands er e.t.v. fyrst og fremst umboðsaðili. Við höfum umboð fyrir Flugleiðir, Ferðaskrifstofuna Úrval og Ferðamiðstöðina í Reykjavík. Þá höfum við einnig umboð fyrir Tryggingu hf. En auk þess tökum við á móti erlendum ferðamanna- hópum í vaxandi rnæli," sagði Anton þegar tíðindamaður Mbl. innti hann eftir starfsemi Ferða- miðstöðvar Austurlands. Hvaðan eru þessir erlendu ferðamenn? „Aðallega frá Frakklandi, en einnig er talsvert um Þjóðverja, Svisslendinga og Færeyinga." Hver skipuleggur ferðir þessara útlendinga hingað? „Það eru erlendar ferðaskrif- stofur, sem við erum umboðsaðili fyrir, einkum franskar ferða- skrifstofur." Og hvers konar túristar eru þetta? „Þetta er fyrst og fremst fólk sem er að leita eftir eins konar safari-ferðum. Við tökum á móti fólkinu á Keflavíkurflugvelli. Síð- an er yfirleitt haldið hingað aust- ur um Suðurland og síðan ekið suður Sprengisand. Gist er í tjöld- um, á farfuglaheimilum eða við nýtum gistiþjónustu bænda." Er þetta kannski umfangsmesta starfsemi ykkar yfir sumarmán- uðina? „Já, tvímælalaust. Þetta eru 2ja vikna ferðir og að meðaltali um 25 manns í hverri ferð. Þá höfum við fitjað upp á sérstökum gönguferð- um, einkum hér um slóðir, og þær ferðir hafa átt vaxandi vinsældum að fagna. Þá erum við með ýmis- legt á prjónunum, eins og ferðir til Borgarfjarðar eystri og ferðir til Neskaupstaðar og bátsferðir það- an til Mjóafjarðar." En hvað með þjónustuna við heimamenn? „Jú, við höfum lagt kapp á að skipuleggja ódýrar ferðir fyrir Austfirðinga til Reykjavíkur, svonefndar helgarferðir, t.d. get- um við boðið Austfirðingum nú um verslunarmannahelgina ferð flugleiðis til Reykjavíkur og hót- elgistingu þar fyrir aðeins 3.400 kr. Þá bjóðum við upp á sérstakar útsýnisferðir héðan frá Egilsstöð- um þrisvar í viku. Föstudaga og sunnudaga er farið héðan kl. 9.00 Guðmundur Steingrímsson ekur ferðalöngum umhverfis Löginn og inn að SnæfellL inn að Snæfelli og eru það mjög vinsælar ferðir og auk þess stend- ur til boða hringferð kringum nn á miðvikudögum kl. 13.00." Ferðamiðstöð Austurlands starfa auk Antons þær Guðrún Kristinsdóttir og Inga Rósa Þórð- ardóttir. Það barst í tal að Guðrún er fornleifafræðingur að mennt og við spurðum hvað hafi rekið forn- leifafræðing til starfa í ferða- mannaiðnaðinum. „Hér um slóðir er ekkert starf að hafa á því sviði,“ svaraði Guð- rún, „og auk þess hefi ég nú enn ekki lokið námi að fullu." Verður þú að vinna um verslun- armannahelgina? „Þótt þjónustan sé nú góð hjá okkur hérna verður lokað um verslunarmannahelgina. Ætli ég fari ekki bara í berjamjó um verslunarmannahelgina," sagði Guðrún. „Skrifstofan verður lokuð en það verða látlausar sætaferðir héðan frá okkur á Atlavíkurhá- tíð,“ ságði Anton, „en ég ætla að fara í útreiðartúr með Ringó Starr og frú um helgina á vegum þeirra UÍA-manna.“ Hvert verður ferðinni heitið? „Það er algjört leyndarmál." Aðspurð kvaðst Inga Rósa hvergi fara um verslunarmanna- helgi, hvorki í berjamó né í útreið- artúr með Ringó. Líklega yrði hún í garðinum heima við nema ef hún skyldi bregða sér með bóndanum upp að Snæfelli en hann ekur túr- istum þangað og verður verslun- armannahelgin engin undantekn- in. - Ólafur V-íslending- arnir ánægðir VESTIJR-íslendingarnir scm hingað komu undir lok júlímánaðar hafa lýst ánægju sinni með komuna hingað. Margir hafa t.d. hitt ættingja hér, sem þeir höfðu litla eða enga hugmynd um að þeir ættu. Hefur því víða verið efnt til gleðifunda af því tilefni. Hópurinn heldur heim aftur 13. þ.m. Magnús Sigurjónsson, sem haft hefur veg og vanda af þessari hóp- ferð, eftir að gestirnir komu hingað, hefur beðið Mbl. að geta þess, að í síma hans suður í Kópa- vogi, 40455, er hægt að fá upplýs- ingar um dvalarstað velflestra Vestur-íslendinganna, eftir því sem þeir hafa sjálfir gefið honum upp heimilisfang.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.