Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984 HeEAAfm Hvenjcr aztla&u ab (ara ab horfflót í augu v/i2> raunveruleikann. ?" Hugsanlega ertu svona andfúll vegna þess aó engin prinsessa hef- ur kysst þig? Yfirvararskeggið fer þér betur, sé ég- Þessir hringdu . . . Góð ráð til bíleigenda J.H. hringdi og hafði eftirfarandi að segja bfleigendum: „Nokkuð hefur verið skrifað undanfarið um gangtregðu í bíl- um. Þeir eru góðir i gang kaldir og slæmir í gang heitir. Ef vélin er í lagi og vel stillt að öllu leyti, má rekja orsakirnar til eftirfarandi: Kaldur fer bíllinn strax í gang vegna þess að þá er notað eins lítið loft og fer í gegnum loftsíuna, þeg- ar bíllinn er heitur, þarf að rétta gangblönduna, sem sagt mikið loft. Ráðlegg ég bíleigendum að stíga bensíngjöfina hægt í botn og ræsa síðan vélina, án innsogs. Það er siður margra að standa á bensíngjöfinni þegar bíll er ræst- ur heitur, en fátt er verra því það veldur því einungis að soggreinin fyllist af bensíni. Þeir sem aka bíl- um með sjálfvirkt innsog, eiga að stíga bensíngjöfina hálfa leið í botn og ræsa bílinn þannig. Til að losna við öll óþægindi skuluð þið hafa sog af loftsiu, stillt allt árið á vetrarstillingu, merkt W Blöndungurinn fær þá rakalaust loft vegna hita sem kemur frá útblástursgreininni. Loftsían helst þá alltaf þurr, en það er einmitt rakinn í henni sem veldur þessum vandræðum margra bíleigenda. Bréfritari er orðinn þreyttur á Svartbaknum sem gerir sig sitellt heimakomnari í húsgörðum. Flestar loftsíur eru einmitt úr pappír og þéttast því við raka. Okkar lofthiti er fyrir neðan þau lofthitamörk sem sumarstilling loftsíu er gerð fyrir, merkt S og óhætt er að fullyrða að allir sem nota W, þ.e. vetrarstillingu, allt árið, eyða minna bensíni vegna þess að þá er hægt að taka innsog- ið fyrr af. Þannig er þessu háttað á flestum evrópskum og japönsk- um bílum, aðeins eitt handtak sem tekur minni tíma en að þurfa að opna og loka húddinu. Að lokum þetta: Allir þeir bílar sem koma hingað til lands eru gerðir fyrir hærri oktantölu bens- íns en hér er selt og því er nauð- synlegt að stilla kveikju og blönd- ung með hliðsjón af því. Þið, sem kaupið nýja bíla, skuluð krefjast þess af sölumönnum þeirra að svo sé gert við bílana." Svartbakurinn til óþæginda Guðmundur Jónasson hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „Ég og margir fleiri í höfuð- borginni, erum orðin langþreytt á hinni gífurlegu mergð af Svart- baki, sem er hér organdi um allan bæ. Fuglinn ólmast um húsþök, elt- andi varnarlausa smáfuglsunga allan liðlangan daginn, og er það óskemmtilegt tilsýndar. Svartbak- urinn er að verða að faraldri hér í bænum og gerir hann sig æ meira heimakominn í húsgörðum, eig- endum þeirra til mikillar hrell- ingar. Gott dæmi um það hvað fuglinn er mikill ósómi má nefna að í Þórsmörkinni t.d. gengur fólk mjög vel um tjaldstæði sín og set- ur sorp í poka fyrir utan tjöld sín, fyrir fólkið sem sér um að hirða svæðið. Svartbakurinn er hins vegar alltaf á undan „hreinsun- ardeildinni" og rífur þá iðulega ruslið út um allt. Manni skilst að breski bítillinn Ringo Starr sé á leið til landsins og hyggist skemmta útihátíðar- fólki í Atlavík um verslunar- mannahelgina. Geri ég nú að til- lögu minni að orgið í svartbakin- um verði tekið upp á band og það leikið fyrir útihátíðarfólkið, í staðinn fyrir að leika glymjandi Munur á hlutverki farar- stjóra og leiðsögumanns Ferðamaður skrifar: „Nýlega birti DV grein þess efn- is að leiðsögumenn hjá dönsku ferðaskrifstofunum Tjæreborg og Spies þyrftu að fara á leiklistar- námskeið til að geta stjórnað skemmtunum og uppákomum fyrir farþega í sólarlandaferðum. í greininni kemur fram misskiln- ingur eða vanþekking, annað hvort hjá þýðanda eða uppruna- legum greinarhöfundi, þvi að hér er bersýnilega átt við fararstjóra sem á dönsku kallast rejseleder á ensku tourleader eða escort). Leið- sögumaður á dönsku er hins vegar turistforer (á ensku travel guide). Þeir sem taka að sér að fara með ferðamenn til annarra landa kallast fararstjórar. Þeir fylgja farþegum á ferðum þeirra eða taka á móti þeim á flugvellinum og annast margs konar fyrir- greiðslu m.a. stjórn á grísaveislum og öðrum álíka uppákomum. Þeg- ar þeir fara í skoðunarferðir með farþega sína taka þeir oftast þar- lenda leiðsögumenn. Sumir farar- stjórar hafa atvinnuleyfi í landinu eða fá undanþágu og eru þá sjálfir leiðsögumenn í skoðunarferðum eða á ákveðnum skoðunarstöðum (höllum, söfnum o.fl.). 1 ferð sem ég fór með danskri ferðaskrifstofu til Ítalíu þurfti danski fararstjór- inn að fá atvinnuleyfi til að geta verið leiðsögumaður í skoðunar- ferðunum. í ferð sem ég fór með íslenskri ferðaskrifstofu til Ítalíu í fyrra hafði íslenski fararstjórinn ekki atvinnuleyfi og sagðist því þurfa að hafa ftalskan leiðsögu- mann á skoðunarstöðum. Hingað til lands koma margir erlendir ferðamannahópar og hafa sumir þeirra með sér erlenda far- arstjóra sem annast alls konar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.