Morgunblaðið - 04.08.1984, Page 24

Morgunblaðið - 04.08.1984, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984 lltagmiHfifrffc Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, s(mi 10100. Auglýsingar: Að- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, simi 83033. Áskrift- argjald 275 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakiö. Lykilhlutverk verzlunar „Hefi selt bíla og setið hesta í 64 ár“ „Afnám verzlunarhafta var hliðstætt því þegar þjóðin flutti úr moldarkofum í nútíma húsakynni" SfMNCFNI: mOBEL TALSfmAR H t«M Reikningur frá verzlun ]ónatans Þorsteinssonar, Laugaveg 31, Reykjavfk '•>// —y -r— ■ OnekiÐ hr. aur Innlagl / o/O/k 1 /07ci\oc | 9rc ° yýcc/ / p /T | n /6oo CH> 1 JLu/ 7. » 1 A /4,0\oo 1 A-cco/ /'?OcJe T Aenrt cv'1- &*//*> jíWt. * !• /oS /o/O ooV i tr/ ó y/iíc ÍO; / /fas /Z/u/ct. /O/O /ua/ ■* /íc Cro -tAÆ" Lo T- % pr. ÞORÍ ■. ’Ckti ’</&/ í '/ko/r . U-a rv't*-"' ‘ •/< * *—*• r % Reikningur vegna bflasölu sem Óli M. gekk frá árið 1919, fyrir meira en sextíu árum. Við sáum líka hönd hans undir tölvureikningi frá Heklu 1984. Hún var nánast eins, sama snyrtimennska í stafagerð og frágangi. Fáar þjóðir eru jafn háðar milliríkjaverzlun og ís- lendingar; flytja út jafn hátt hlutfall framleiðslu sinnar og inn jafn mikið af lífsnauðsynj- um sínum. Það er rétt sem Guido Bernhöft, kaupsýsl- umaður, segir í viðtali við Morgunblaðið í dag, að lífskjör landsmanna hverju sinni ráð- ast ekki sízt af því, hvern veg til tekst um sölu útflutnings okkar og kaup innflutnings. Verzlunin gegnir þar lykil- hlutverki í þjóðarbúskap okkar. Þeir sem leiddu sjálfstæð- isbaráttu þjóðarinnar á síð- ustu tugum liðinnar aldar og á morgni nýrrar lögðu megin- áherzlu á verzlunarfrelsi, sem vera skyldi vegvísir til betri tíðar. Engu að síður varð það hlutverk skammsýnna stjórn- málamanna, um og upp úr 1930, að fella íslenzka verzlun í fjötra hafta og miðstýringar, sem ekki vóru leystir að ráði fyrr en á árunum 1960 og 1961. Þessir áratugir hafta, skömmtunar og vöruþurrðar reyndust víti til varnaðar, sem hvergi á hliðstæðu í dag, nema í sósíalistaríkjum. Það var við- reisnarstjórnin, ein farsælasta ríkisstjórn í sögu lýðveldisins, sem leysti verzlunarfjötrana og færði viðskiptahætti hér til svipaðs forms og í öðrum vest- rænum ríkjum. Stöðugleiki í verðlagi og efnahagslífi yfir höfuð var mikill á 12 ára ferli viðreisnar, 1959—1971, verðbólga að með- altali vel innan við 10% á ári. Því miður steig viðreisnar- stjórnin ekki skrefið til fulls. Það er fyrst nú sem hreyft er að ráði við leifum verðlags- hafta og viðskiptabankar fá sjálfstæði til vaxtaákvarðana, en Matthías Á. Mathiesen viðskiptaráðherra hefur fylgt fram ýmsum leiðréttingum á þessum vettvangi. „Þessar aðgerðir eru að mínu mati stærsta skref frá miðstýringu í peningakerf- inu,“ sagði Þorsteinn Pálsson formaður Sjálfstæðisflokksins í viðtali við Morgunblaðið, „frá því að viðreisnaraðgerð- irnar voru ákveðnar fyrir 25 árum.“ Það er eftirtektarvert að jafnvel postular hafta og miðstýringar í þjóðarbúskapn- um viðurkenna gildi frelsis og samkeppni í viðskiptum sem almennt kjaraatriði. Þannig sagði Hjörleifur Guttormsson í þingræðu 10. maí sl., að „nú þegar samkeppni vaxi í smá- sölu hér á Reykjavíkursvæð- inu verði enn augljósari sú mismunun sem fólk býr við í sambandi við kaup á lífsnauð- synjum, sú miklu meiri dýrtíð sem menn megi taka á sig úti um landið... Ég held að þarna sé verulegt umhugsun- arefni," segir Hjörleifur, „fyrir kaupfélögin, sem víða úti um landið eru aðalverzlan- irnar, sums staðar einu verzl- anirnar." Það virðist megin- niðurstaða í máli Hjörleifs Guttormssonar að „keppnin um viðskiptavinina" hér á höf- uðborgarsvæðinu hafi „fært niður verð á lífsnauðsynjum þannig að umtalsvert er fyrir þá sem þar stunda viðskipti og er sérstaklega búbót fyrir fjöl- skyldufólk þar sem fleiri eru í heimili." Verzlunin gegnir veigamiklu hlutverki í þjóðarbúskap okkar. Gildir það bæði um viðskiptin við umheiminn og verzlunarþjónustu við hina al- mennu borgara. Verzlunin er vinnugjafi um 12.200 einstakl- inga, eða 11,5% vinnandi fólks í landinu. Það er því mikil- vægt að verzlunin sem atvinnugrein hafi skilyrði til að gegna hlutverki sínu sem bezt. fþeim efnum hefur veru- lega miðað til réttrar áttar. Morgunblaðið árnar verzl- unarfólki giftu og gengis í til- efni verzlunarmannahelgar. Umferðar- helgi Verzlunarmannahelgin er í reynd fríhelgi þorra fólks og mesta umferðarhelgi árs- ins. Ástæða er til að hvetja alla, sem leggja leið sína út í þjóðvegakerfið, að athuga vel farkosti sína, áður en lagt er af stað, aka undantekninga- laust með hliðsjón af aðstæð- um; sýna háttvísi og tillits- semi í umferðinni, aðgát við frammúrakstur og nota bíl- belti og ljós. Minnumst þess að áfengi og akstur eiga aldrei samleið. Tíðni umferðarslysa er allt- of há hér á landi. Fyrirbyggj- andi aðgerða er þörf. Þar skiptir aksturslag hvers og eins miklu máli. Við þurfum öll að taka þátt í fyrirbyggj- andi slysavarnastarfi meðan við sitjum undir stýri. Takmarkið er slysalaus verzlunarmannahelgi. segir Óli M. ísaks- son hjá Heklu hf. Óli M. ísaksson, starfsmaður hjá Heklu hf., 86 ára að aldri, hefur störf hvern virkan dag klukkan sjö árdegis, eldhress og klæddur af stakri smekkvísi og snyrtimennsku. Hann hefur selt bfla og/eða séð um viðgerðir þeirra í meira en sex ára- tugi. Hann gegndi um tíma for- mennsku í Sambandi bifreiðainn- flytjenda og Sambandi eigenda bif- reiðaverkstæða, sem síðar mynduðu Bflgreinasambandið, en hann er heiðursfélagi þess. En íslenzki hest- urinn er hans heilsulind og tóm- stundagaman. „Ég reið síðast út í gær,“ sagði óli M. ísaksson, þegar blaðamaður Mbl. heimsótti hann á vinnustað, Heklu hf., sl. fimmtudag. Hann er einn af þeim sem stýrðu bifreið- inni inn í íslenzkt þjóðlíf meðan tuttugasta öldin var enn ung, en situr enn hesta sína, þegar aðeins lifir hálfur annar áratugur henn- ar. Ég er fæddur Eyrbekkingur, sagði óli, ólst upp á Seltjarnarnesi frá sex ára aldri en flutti til Reykjavíkur árið 1914, sama ár og fyrri heimsstyrjöldin hófst. Það ár lauk ég námi frá Verzlunarskóla Islands. Við vórum tveir sem lifðum 70 ára útskriftarafmæli frá Verzl- unarskóla íslands sl. vor, ég og Þórarinn Nilsen, sem lengi starf- aði við Útvegsbankann. Það var mjög ánægjulegt að mæta sem heiðursgestur við skólaslit sl. vor, eftir öll þessi ár sem gengin eru hjá garði. Ég hóf störf hjá Garðari Gísla- syni, þeim þekkta kaupsýslu- manni, strax að námi loknu, en eftir hálft annað ár þar fór ég til Jónatans Þorsteinssonar, frænda míns, sem var í hópi fyrstu inn- flytjenda á bílum. Það var upphaf starfs míns í bílaverzlun, sem ég hefi verið viðloðandi síðan, eða langleiðina í sjö áratugi. Ég var og um tíma hjá Sveini Egilssyni, en tengsl mín við Heklu hófust snemma. Um tíma rak ég bifreiða- Síminn og fyrstu felenzku farmskipin: Merk tímamót á morgni aldarinnar — Spjallað við Guido Bernhöft, sem unnið hefur við heildverzlun í sextíu ár Morgunblaðið lagði leið sína til Guido Bernhöft, forstjóra heildverzlunar- innar H. Ólafsson og Bernhöft, sem stofnuð var 2. janúar 1929. Guido Bernhöft er einn elzti kaupsýslumaður Reykjavíkur, 83 ára að aldri, fæddur í Reykjavík 16. júlí 1901. Hann hefur starfað við heildverzlun í 60 ár og er heiðursfélagi Félags íslenzkra stórkaupmanna. Það var því ekki úr vegi að leita fanga hjá honum í tilefni af fríhelgi verzlunarmanna. Ég man fyrst eftir mér í ág- ústmánuði 1906, sagði Guido Bernhöft, þegar Hannes Hafstein ráðherra stóð á svölum gamla Landsímahússins í Pósthússtræti og flutti hátíðarræðu í tilefni af opnun símans. Þetta var stór stund i sögu okkar, ekki sizt verzl- unarsögunni, sem færði okkur nær umheiminum og gerði öll sam- skipti við hann auðveldari. Þá man ég einkar vel stofnun Eim- skipafélags íslands hf. 17. janúar 1914 og komu fyrsta skips þess, Gullfoss hins elzta, í apríl 1915, rétt eftir stóra brunann í miðbæn- um, þegar Hótel Reykjavík brann ásamt tólf eða þrettán öðrum hús- um. Þetta tvennt, síminn og íslenzk farmskip, sem fluttu framleiðslu okkar utan og margs konar nauð- synjar til landsins, breyttu miklu fyrir vaxandi verzlunarþjónustu í landinu. Máske gera menn sér ekki nægilega grein fyrir gildi verzlunar fyrir eyland, sem flytur út jafn stóran hluta þióðarfram- leiðslu sinnar og við Islendingar og inn jafn mikið magn lífsnauð- synja. Það vegur þungt í lífskjör- um okkar á hverri tið, hvern veg til tekst um sölu framleiðslu okkar og innkaup nauðsynja. Verzlunin er í raun einn af þýðingarmestu hlekkjunum í þjóðarbúskap okkar. Það var mikið um fallegar stór- verzlanir i Reykjavík á tveimur fyrstu tugum aldarinnar. Ég man eftir Brydes-verzlun, Thomsens- magasíni, Edinborg, Liverpool, Duus-verzlun, Verzlun Haraldar Árnasonar, Vöruhúsinu og Jes Zimsen. Þetta voru allt glæsileg verzlunarhús, sem höfðu upp á margt að bjóða. Af heildverzlun- um má nefna: O. Johnson og Kaaber, Garðar Gíslason, Nathan & Olsen, H. Benediktsson & Co. og I. Brynjólfsson & Kvaran. Fyrstu Ford-bifreiðirnar koma til landsins kringum 1914, en fram að þeim tíma og einnig að hluta til næstu ár var vörum dreift frá Guido Bernhöft, forstjóri H. Ólafsson & E heildverzlunum á hestvögnum og handvögnum. Það hefur orðið mikil breyting að þessu leyti á þeim sextíu árum, sem ég hefi starfað við heildverzlun. Ég gæti einnig tínt til sitt hvað úr félagsstarfi verzlunarfólks meðan kaupmenn og verzlunarfólk starfaði í góðu sambýli í Verzlun- armannafélagi Reykjavíkur og úr starfi Verzlunarmannafélagsins Merkúr, sem var launþegafélag, en það yrði of langt mál í stuttu spjalli, eins og þessu viðtali er ætlað að vera. VR hélt t.d. árlega veglegan jólafagnað í Iðnó fyrir börn félagsmanna. í skemmti- nefnd voru í mörg ár auk mín Hjörtur Hansson og Árni Einars- son. Einnig gekkst félagið fyrir útihátíðum, sem settu svip á bæj-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.