Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 48
OPIÐALLA DAGA FRÁ KL. 11.45-23.30 AUSTURSTRÆTi 22 INNSTRÆtl, SlUI 11633 LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Loðnuveiðarn- ar eru reknar með hagnaði — segir útgerðarmaður dönsku skipanna „VIÐ ERUM þarna til að drepa tím- ann áður en við fönim í makrfl og ég reikna ekki með að þetta verði nema einn til tveir túrar á bát,“ sagði Árni Gíslason, útgerðarmaður í Hirtshals í Danmörku, er blm. Morgunblaðsins hafði samband við hann vegna loðnu- veiða danskra nótaveiðiskipa við Jan Mayen, en Árni er aðili að útgerðinni sem gerir bátana út. Árni lagði áherslu á að ekki væri um taprekstur að reða varðandi þessar veiðar og útgerðin nyti engra styrkja. „Það er vissulega umhugsunar- efni fyrir íslenska útgerðarmenn, sjómenn og stjórnvöld, hvernig á Vestmannaeyjar: Veiðst hafa um 100 þús- und lundar LUNDAVEIÐI í Vestmannaeyjum befur gengið vel til þessa. Skilyrði hafa verið lundanum hagstæð og greinilega er gott æti. Nú munu næstum 100 þúsund lundar hafa lotið í laegra haldi fyrir harðsnún- um veiðimönnum í Eyjum, en alls er hindaveiði stunduð í 7 eyjum að staðaldri í 4-5 vikur, auk veiða á Heimaey. Sem dæmi um góða veiði má nefna að í einni eynni veiddu þrír menn tæp 9 tonn á þremur vikum og hefur slík hörkuveiði ekki verið einsdæmi. Mikið er um ungan lunda, 3—5 ára, sem er auðveiddur sökum þess hve gæfur og forvitinn hann er. Lundaveiðin stendur, eins og áð- ur sagði, í um 5 vikur, en þjóðhátíðarvikan reiknast ekki með, því þá hafa Eyjamenn um annað að hugsa. Allri veiði verð- ur lokið um miðjan ágúst. því stendur, að við getum sótt loðn- una frá Danmörku og þarna norður til Jan Mayen og haft upp úr því, þegar mér skilst að ekki sé hægt að sækja hana frá íslandi þarna norð- ur eftir," sagði Árni ennfremur. „Verðið á brennsluolíunni hjá okkur er rúmar 6 krónur íslenskar, og við reiknum með að hráefnis- verðið verði um 80 aurar danskir, og það er alls enginn taprekstur á þessu. (Jtgerð okkar báta getur- ekki borið neina taptúra." Aðspurður sagði Árni, að bát- arnir héldu sig innan hugsanlegrar línu, sem liggur 200 mílur austur af Grænlandi. „Við förum eftir því sem dönsk stjórnvöld segja okkur og höldum okkur vestan við þessa línu. Það er viðurkennd staðreynd, að Norðmenn og Danir hafa gert þegjandi samkomulag varðandi „gráa svæðið", þ.e. svæðið sem ligg- ur frá miðlinu og austur að línu, sem er 200 mílur frá Grænlandi. Og í þessum efnum förum við eftir því sem dönsk stjórnvöld ákveða," sagði Árni Gíslason. Sjá nánar á bls. 3: „Stofnað til stjórnlausra veiða úr íslenzka loðnustofninum*'. „HAÆÆÆÆÆ!" var það fyrsta, sem Bftillinn Ringo Starr, átrúnaðargoð milljóna ungmenna um allan heim fyrr á árum. sagði þegar hann steig út úr einkaþotunni, er flutti hann til Reykjavfkur laust fyrir kl. 19 í gærkvöldi. I fylgd með Ringo var eiginkona hans, leikkonan Barbara Bach, og umboðsmaður hans, Jane Woodgate. Nokkur mannsöfnuður var á vellinum þegar þotan lenti og kenndi þar ýmissa grasa: blaða- og fréttamanna, gamalla aðdáenda, forvitinna vegfarenda, löggæslumanna auk starfsmanna flugþjónustu Sverris Þóroddssonar, sem leigja einkaþotuna og flytja Bítlafólkið til og frá Atlavík. Jónas R. Jónsson, hljómlistarmað- ur, tók á móti Ringo og konunum og verður fylgdarmaður þeirra hér á landi.________________- Mbi/Arni Sæberg. Skoðanakönniui Hagvangs hf.: Stjórnarandstaða vínn- ur á frá því í apríl 1984 VEGNA verzlunarmannahelgarinnar fór Morgunblaðið óvenjusnemma í prentun í gær. Morgunblaðið kemur næst út miðvikudaginn 8. ágúsL Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa bætt stöðu sina meðal almennings frá því í aprfl fram í júlí á þessu ári, ef tekið er mið af skoðanakönnun Hag- vangs hf., sem kynnt er hér í blaðinu í dag. Hins vegar er fylgi stjórnarand- stöðuflokkanna allra, nema Kvenna- listans, ennþá minna nú en það var í kosningunum í aprfl 1983. Mest hefur sveiflan orðið milli Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags. Sé tekið mið af þeim sem afstöðu tóku minnkar fylgi Sjálfstæðisflokksins úr 52,1 % f aprfl í Bflaumferð frá Reykjavfk þyngdist f gærkvöldi, að sögn lögreglu, og var útlit fyrir mikla uraferð. Mikill viðbúnaður er af hálfu lögreglu, umferðarráðs og FÍB til þess að umferðin gangi vel og áfallalaust og vildu þessir aðilar hvetja ökumenn til að sýna sérstaka aðgæslu og tillitssemi. Aðeins Sjálfstæöisflokkur og Kvennalisti með meira fylgi en í kosningunum 1983 483%oú, en fylgi Alþýðubandalagsins eykst úr 9,3% í 14,9%. í kosningunum i apríl 1983 hlaut Sjálfstæðisflokkurinn 38,7% at- kvæða og 23 þingmenn kjörna, í könnuninni nú er hlutfall hans 48,8% atkvæða og þingmannafjöld- inn yrði 29 samkvæmt því (31 í könnun Hagvangs hf. í apríl sl.). Að- eins Sjálfstæðisflokkurinn og Kvennalistinn hafa haft meira fylgi samkvæmt þessum könnunum Hag- vangs hf. en þeir hlutu í sfðustu þingkosningum. Hinn stjórnar- flokkurinn, Framsóknarflokkurinn, nýtur samkvæmt könnuninni nú fylgis 14,7% kjósenda og fengi 9 þingmenn hefur stuðningur við flokkinn minnkað úr 17,1% í apríl og þingmönnum fækkað um 1. í kosningunum naut Framsóknar- flokkurinn stuðnings 18,5% kjós- enda og fékk 14 þingmenn kjörna. Alþýðubandalagið nýtur stuðn- ings 14,9% aðspurðra (9 þingmenn) en fékk 17,3% (10 þingmenn) at- kvæða í kosningunum. Alþýðuflokk- urinn stendur svo að segja 1 stað milli kannana Hagvangs hf. með 6,4% (4 þingmenn) fékk 11,7% (6 þingmen) í kosningunum. Bandalag jafnaðarmanna hefur bætt stöðu sína á milli kannana Hagvangs hf. úr 3,7% (2 þingmenn) f apríl I 6,2% (4 þingmenn) nú, fékk 7,3% (4 þing- menn) í kosningunum. Fylgið hefur dalað hjá Kvennalistanum milli kannana Hagvangs hf. og er nú 8,1% (5 þingmenn) var 9,2% (6 þing- menn) í apríl en í kosningunum í apríl 1983 fékk Kvennalistin 5,5% atkvæða og 3 þingmenn. Séu tölur einstökum kjördæmum skoðaðar er athyglisvert að Sjálf- stæðisflokkurinn hefur heldur bætt stöðu sfna utan Reykjavíkur frá því f april en í höfuðborginni minnkar fylgi hans úr 37,3% f 32,9% og eru þeir þá taldir með sem ekki tóku afstöðu. Sjá nánar um niðurstöður í spurningavagni Hagvangs hf. á bls.4. Ólympíuleikamir í Los Angeles: Undankeppni spjót- kastsins háð í dag UNDANKEPPNI í spjótkasti fer fram á Ólympíuleikunum í Los Ang- eles í dag. Meðal keppenda eru tveir íslendingar, Einar Vilhjálms- son og Sigurður Einarsson, og hefur Einari verið spáð verðlaunasæti af virtum fþróttatímaritum ytra. „Ég er tilbúinn. Stóra stundin er að renna upp. Allur undirbún- ingur hjá mér hefur gengið að óskum og mér er ekkert að van- búnaði," sagði Einar m.a. í viðtali við blaðamann Mbl. f Los Angel- es. Spjótkastararnir þurfa að kasta 83 metra til að komast f úrslitakeppnina. Einar kastaði á dögunum 85 metra með því að nota hálfa atrennu, sjö skref. Sjá nánar samtal við Einar á bls. 44. L

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.