Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984 atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna — atvinna Beitingamenn Vana beitingamenn og II. vélstjóra vantar á 220 lesta línubát frá Grindavík sem fer á útilegu og siglir meö aflann. Upplýsingar í símum 92-8587 og 92-8043. St. Jósefsspítali Landakoti Ritari óskast á bókasafn frá 1. sept. nk., 75% starf. Vélritunar-, ensku- og íslenskukunn- átta nauösynleg. Umsóknareyöublöö hjá starfsmannahaldi, Öldugötu 19. Deildarritari óskast viö Handlækningadeild frá 1. sept. nk. Fóstra eða aðstoðarmaöur: ein staöa viö barnaheimiliö Litlakot (1 árs—3 ára). Hjúkrunarfræðingar óskast viö eftirtaldar deildir: — Augndeild — Handlækningadeild — Lyflækningadeild Sjúkraliðar óskast viö eftirtaldar deildir: — Handlækningadeild — Lyflækningadeild Umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist hjúkrunarforstjóra sem veitir nánari upplýsingar í síma 19600 frá kl. 11.00—12.00 og 13.00—14.00 alla virka daga. 1. ágúst ’84 Skrifstofa hjúkrunarforstjóra. Sólheimar í Grímsnesi Þroskaþjálfar og annað starfsfólk óskast til ýmissa starfa nú þegar. Uppl. veitir forstöðumaöur í síma 99-6430. Tölvustjóri IBM system/34 Viljum ráöa sem fyrst tölvustjóra meö reynslu á IBM System/34 eöa sambærlegum vélum. Þarf aö geta unniö sjálfstætt, vera áreiöan- legur, heiöarlegur og reglusamur. Starfiö krefst þátttöku í námskeiðum til áframhaldandi þjálfunar. Nokkuö góö tök á ensku nauösynleg. Umsóknir með upplýsingum um aldur, menntun og fyrri störf sendist til okkar fyrir 8. ágúst nk. Fariö veröur meö allar umsóknir sem algjört trúnaðarmál, og öllum veröur svaraö. Upplýsingar gefur Hermann Tönsberg, skrifstofustjóri. w SKRII FST( 3FUVÉLAR H.F. m Ottó A. Michelsen, Hverfisgötu 33, sími 20560. Hjúkrunarfræð- ingar Hjúkrunarheimiliö Sólvangur Hafnarfiröi óskar eftir aö ráöa hjúkrunarfræöinga til starfa, frá og meö 1. sept. nk. á kvöld- og næturvaktir. Um kvöld- og hlutastörf er aö ræöa. Uppl. veitir hjúkrunarforstjóri í síma 50281. Forstjóri. Fjármálastjóri Viö leitum aö fjármálastjóra fyrir einn af viöskiptavinum okkar sem er traust innflutn- ingsfyrirtæki í örum vexti. Auk daglegrar fjármálastjórnunar er viökom- andi ætlaö aö gera fjárhags- og greiöslu- áætlanir og sjá um samskipti viö lánastofn- anir. Einnig hefur hann yfirumsjón meö bók- haldi og viöskiptasamningum fyrirtækisins. Viö leitum aö manni/konu meö: — viöskipta- eöa hagfræöimenntun — reynslu af fjármálastjórn. — stjórnunar- og samskiptahæfileika. í boöi er skemmtilegt starf, góö vinnuskilyröi og góö laun. Allar nánari upplýsingar veröa veittar í síma 91-687844 milli kl. 9—10. Umsóknum skal skila fyrir 15. ágúst. ipái(3la)|larí?ffl[þ)5(i)DTiui®í§® ÁRMÚLI38 PÓSTHÓLF 8995 128REYKJAVÍK SÍMI: 91-68 78 44 Reykjavíkurborg. Droplaugarstaðir, heimili aldraða Snorrabraut 38. Lausar stööur: Hjúkrunarfræðinga Ýmsir möguleikar á skiptingu vakta allt frá 1 fastri vakt í viku þ.e. 20% til 100% vinnu. Sjúkraliða 5 og 8 tíma vaktir. Sjúkraþjálfara Allt aö 70% starf kemur til greina. Möguleiki á aö nýta húsnæöiö fyrir aöra þjálfun. Upplýsingar á staðnum eöa í síma 25811. Lausar stöður Viö Fjölbrautaskólann á Akranesi eru lausar til umsóknar stööur kennara í ensku, starf- fræöi og eðlisfræöi. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst. Skólameistari. Alhliða skrifstofustarf Stór félagasamtök meö aöalstöövar í Reykja- vík óska eftir aö ráöa starfsmann til síma- vörslu og annarra alhliða skrifstofustarfa m.a. tíl innskriftar á tölvu og skjalavörslu. Umsækjendur þurfa helst aö hafa nokkra reynslu í skrifstofustörfum og æskilegt væri aö viðkomandi heföi unniö viö tölvuinnskrift. Umsækjendur þurfa aö hafa góöa framkomu, vera geögóöir og þægilegir í umgengni, stundvísir samviskusamir og nákvæmir. Vinnustaöurinn er ekki mjög stór, en starfs- aðstaða er góö. Ráöiö veröur í starfiö frá og meö 1. sept nk. Eiginhandarumsóknir er greini aldur, mennt- un, fyrri störf, fjölskyldustærð, meömæli og launahugmyndir, sendist augld. Mbl. merkt: „Lipurö — 1405“ fyrir 10. ágúst. Öllum umsóknum veröur svaraö. Matreiðslunemi óskast ekki yngri en 18 ára. Uppl. á staönum milli kl. 1—3 þriðjudag og miðvikudag. Veitingahöllin, húsi Verslunarinnar. Starf ritara hjá opinberri stofnun er laus til umsóknar, góö vélritunar- og íslenskukunnátta áskilin. Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir 15. ágúst nk. merkt: „Starf — 3708“. Ritari Útflutningsfyrirtæki í miöbænum óskar aö ráöa ritara (stúlku). Þarf aö hafa gott vald á ensku og helst fleiri tungumálum, góöa vélrit- unarkunnáttu og æfingu í aö vinna meö telex. Æskilegt er aö viökomandi hafi reynslu í meöferö útflutningsskjala. Umsókn sendist Morgunblaöinu merkt: „Rit- ari — 3205“. Öllum umsóknum veröur svarað. Smiður/lagtækur maður Óskum aö ráöa smiö eöa lagtækan mann til þess aö vinna lagfæringar á húsnæöi og í framtíöinni einnig nýsmíöi. Örugg vinna hjá traustu fyrirtæki. Umsóknir sendist augl.deild Mbl. fyrir 9. þ.m. merktar: „Lagtækur — 2301. Sölumaður Heildverslun meö hársnyrti og gjafavörur óskar eftir aö ráöa sölumann sem fyrst. Skil- yröi er aö umsækjandi hafi reynslu í sölu- störfum og geti unnið sjálfstætt. Æskilegt er aö viökomandi hafi bíl til umráða, Umsókn er tilkynni aldur og fyrri störf sendist augl.deild Mbl. fyrir 10. ágúst merkt: „Hár — 3705“. LAUSAR STÖÐURHJÁ REYKJAVIKURBORG Dagvistun Reykjavíkurborgar vill ráöa starfs- fólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör sam- kvæmt kjarasamningum. Sálfræðingur, ’/z staöa. Forstöðumaður viö leikskólann Hólaborg. Fóstrur viö ýmis dagvistarheimili. Fóstra, þroskaþjálfi eöa uppeldismenntaður starfsmaöur til aö sinna börnum meö sér- þarfir. Upplýsingar veitir framkvæmdastjóri og umsjónarfóstrur á skrifstofu Dagvista barna Fornhaga 8, sími 27277. Umsóknum ber aö skila til starfsmannahalds Reykjavíkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæö á sérstökum umsóknareyðublööum sem þar fást fyrir kl. 16.00 mánudaginn 20. ágúst 1984. Vistheimilið Sól- borg Akureyri Forstöðumaður Vegna fyrirhugaöra skipulagsbreytinga á rekstri heimilisins og útibúa þess er stofnað til nýrrar stööu forstööumanns. Stööunni fylgir umsjón og skipulags faglegs starfs inn- an vistheimilisins. Æskilegt er aö umsækj- andi hafi reynslu á sviöi stjórnunar og staö- góöa þekkingu á meöferö og þjónustu viö þroskahefta. Skriflegar umsóknir er greini frá menntun og fyrri störfum sendist til formanns svæöis- stjórnar, Egils Olgeirssonar, Baldursbraut 9, Húsavík, sem einnig veitir allar frekari uppl. Sími hans er 96-41875 og 96-41422. Umsóknarfrestur er til 20. ágúst. Svæöisstjórn, Norðurlandsumdæmis eystra, um málefni fatlaöra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.