Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984 IMÝ ÞJÓNUSTA , MEIRA FYRIR PENINGANA KOMDU MEÐ FILMUNA OG ÞÚ FÆRÐ MYNDIRNAR SAMDÆGURS í FALLEGU ALBÚMI ÁN AUKAGJALDS. LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF| LAUGAVEGI 178 OG IMÝJA HÚSINU LÆKJARTORGI. DUU Sprenging á flug- velli á Indlandi Madns, Indlmndi, 3. ágúmt. AP. SPRENGJA sprakk á alþjóðaflug- vellinum í Madras á fimmtudag. Henni hafði verið komið fyrir í ferðatösku sem átti að fara með vél til Sri Lanka. Vélin yflrgaf hins veg- ar flugvöllinn án töskunnar, þar sem eigandinn fannst ekki og sprakk sprengjan í flughöfninni um þremur tímum eftir brottrör vélarinnar. Hluti flugstöðvarinnar féll saman og fórust a.m.k. 25 manns og fimmtán slösuðust. Óopinberar heimildir segja að hringt hafi verið þrisvar sinnum á flugvöllinn til að vara við sprengj- unni, en þrátt fyrir það hafi flug- völlurinn ekki verið rýmdur. Flug- vallarstarfsmaður sagði að sím- tölin hefðu sennilega komið frá óþekktum manni sem keypti flugmiða til Sri Lanka og skildi tösku sína eftir, en fór aldrei sjálf- ur um borð í vélina. Þar sem eng- inn tók töskuna með sér í gegnum öryggisgæsluna, var henni komið fyrir hjá tollgæslu flughafnarinn- ar og þar sprakk hún um hálf sex- leytið á fimmtudag. Sprengingin var mjög öflug og þeyttist einn veggurinn í komusal flugstöðvarinnar út og við það féll loftið niður og skildi 25 eftir í valnum og um 15 manns stórslas- aða. Nokkrum klukkustundum eftir sprenginguna í flugstöðinni, var aftur hringt og tilkynnt um sprengju í farangursskýli flugvall- arins. Lögregla og björgunarsveit- ir hófu samstundis leit, en höfðu ekki orðið varir við sprengjuna þegar siðast fréttist. Talið er að hópur sem berst fyrir sjálfstæði Sri Lanka, hafi staðið að spreng- ingunni. Lík Píu Rontini, fórnarlambs „ófreskjunnar frá Fórenz“ (sem sagt var frá í biaðinu í gær), þar sem það fannst úti á víðavangi. Bfll Píu og kærasta hennar, sem einnig var myrtur, sést einnig á myndinni. Sjö kærustupör hafa verið myrt á þessum slóðum síðan 1967. EFTIR því sem hundum fjölgar verður fleira fólk fyrir því, að hundar bíti það, og eru nú líkindi til þess, að 10.000 manns hið fæsta lendi í þess háttar „ævintýri" áður en ár er liðið. En svo er hamingjunni fyrir að unnar að því er þetta varðar og þakka, að afleiðingar hundsbits verða sjaldnast alvarlegar, og eru það aðeins 1—2% hinna bitnu, sem leggja verður inn á sjúkrahús. Þar að auki er það aðeins lítið brot, sem verður að fá einhvers konar sérmeðferð. Þetta kemur fram í athugun, sem Borgarspítalinn í Kaup- mannahöfn hefur látið gera á slysastofu sjúkrahússins varðandi eðli og fjölda aðgerða vegna hundsbits. Samkvæmt niðurstöðum athug- unarinnar, sem birtar eru í viku- riti læknasamtakanna, eru börn og ungmenni innan tvítugsaldurs tíðustu viðskiptavinir slysastof- börn eru oftar bitin í andlit en fullorðnir. Einn þriðji af „fórnardýrunum" hefur hlotið bit af eigin hundi, einn þriðji af hundum sem við- komandi þekkir og einn þriðji af ókunnugum hundum. Leitar- og leiðsöguhundar, svo og veiðihundar, bíta tíðar en önn- ur hundakyn, og sjeffer-hundarnir skera sig algerlega úr að því er þetta varðar, því að þeir eru skaðbítarnir í fimmta hverju til- viki sem fólk þarf á meðhöndlun að haida á slysastofunni. Bólgur eru tíðasti fylgifiskur hundsbits. Og áhættan er mun meiri við handarbit en önnur, lík- Á seglbretti frá Japan til Sakhalin Tokyo, 3. ágúHt. AP. FRANSKUR seglbrettakappi, sem fór á bretti sínu frá Japan til sov- ésku eyjarinnar Sakhalin, sagði að sovéskir hermenn hefðu hlaupið á eftir sér þegar hann kom til eyjar- innar. í fyrstu voru þeir mjög undr- andi á því að kappinn var ekki sovéskur, en að lokum buðu þeir Frakkann velkominn til Sovétríkj- anna, þrátt fyrir að hann hefði ekki vegabréfsáritun. Þoka og kuldi hröktu Frakk- ann næstum þvf til baka, þegar hann átti eftir 10 km til eyjar- innar. Hann ákvað þó að láta slag standa þegar hann sá topp Kiylón fjallsins á Sakhalin og tókst að komast til eyjarinnar á þremur klukkustundum. Þar dvaldist hann í tvo daga þar til hann sneri aftur til Japans. Eyjan Sakhalin komst í frétt- irnar í september á síðasta ári, þegar kóresk farþegaþota var skotin niður fyrir að fara inn í sovéska lofthelgi. Var þá eyjan gerð að bækistöð björgunar- sveita sem rannsökuðu afdrif vélarinnar. Frakkinn sagði að Sovétmenn- irnir á eyjunni hefðu verið mjög „vingjarnlegir, alúðlegir og bera virðingu fyrir íþróttamönnum". Hann bætti svo við að “hefði ég ekki verið franskur, hefði kannski gegnt öðru máli“. lega vegna þess hve þunn húðin er á höndum. Venjulega nægir, að sögn lækn- anna, að þvo sárið strax vel og vandlega upp úr sápu til að koma í veg fyrir ígerð. Verður Peres falin Tel Arhr, 3. ágúst AP. CHAIM Herzog, forseti ísraels, mun væntanlega fara þess á leit næstu daga viö Shimon Peres, leiðtoga Verkamanna- flokksins, að hann reyni að mynda tveggja flokka stjórn í landinu, sem Verkamannaflokkurinn og Likud-bandalagið eigi aðild að. Skýrðu blöð í ísrael frá bessu í dag. ÝC Þeir Peres og Yitzhak Shamir forsætisráðherra hafa ásamt fleiri flokksbræðrum hvor úr sín- um flokki átt nokkra fundi und- anfarna daga í því skyni að kom- ast að samkomulagi um að mynda þjóðstjórn í kjölfar þeirr- ar pattstöðu, sem myndazt hefur í stjórnmálum landsins eftir þingkosningarnar 23. júlí. fela skuli að mynda nýja stjórn. Herzog neitaði að ræða nokkuð við öfgasinnan Meir Kahane, sem ól á hatri í garð Araba í kosn- ingabaráttunni. Shimon Peres Bandaríkin: Verkamannaflokkurinn fékk þá 44 þingsæti en Likud 41. Þrettán smáflokkar hafa þau þingsæti, sem eftir eru, en á þjóðþinginu sitja alls 120 þing- menn. Hefur Herzog forseti rætt við leiðtoga allra þeirra 15 flokka, sem sæti eiga á þingi nema einn í því skyni að ákveða, hvorum þeirra Peres eða Shamir Atvinnuleysi eykst Wuhington, 3. ágúsL AP. í SKÝRSLU bandarískra stjórnvalda nýverið kemur fram að atvinnuleysi í júlí hafi aukist í fyrsta skipti í 20 mán- uði meðal óbreyttra borgara. sam- kvæmt skýrslunni var atvinnuieysi f umræddum hópi 7,5 prósent, eða 0,4 prósentum meira heldur en við síð- ustu athugun. Atvinnulausir voru samkvæmt útreikningunum 8.543.000, en voru 8.130.000. Óbreyttir borgarar sem hafa atvinnu f Bandaríkjunum losa 105,4 milljónir. Þeir voru 105,7 milljónir f júni og var það met. Tíu þúsund hundsbit ár hvert í Danmörku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.