Morgunblaðið - 04.08.1984, Side 18

Morgunblaðið - 04.08.1984, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984 Hreinn Bjarnason: Reynum aö vera samkeppnisfær „ÞAÐ ER alltaf stór hópur fólks sem vill þekkja kaupmanninn, sem það verslar við,“ sagði Hreinn Bjarnason kaupmaöur f Hagabúð- inni þegar rætt var við hann í vik- unni. „Svona hverfisverslanir geta vel gengið, ef hægt er að halda verð- inu svipuðu og hjá stórmörkuðunum. Ég hef ekki orðið var við að við- skiptavinir okkar sæki mikið í þá, enda er svo lítill verðmunur að það borgar sig varla.“ Hreinn sagðist vera búinn að starfa við verslun í 33 ár. í 14 ár hefur hann rekið Hagabúðina. „Það er mikill munur að starfa við þetta þegar fjölskyldan tekur þátt í þessu með manni. Fyrst var ég með litla búð, en ég held að það sé miklu auðveldara að reka verslun af þeirri stærð sem Hagabúðin er. Þá er hægt að bjóða upp á meira vöruúrval og betra verð. Þessi verslun byggist upp á viðskipta- vinum héðan úr hverfinu. Mikið af ungu fólki hefur bæst við við- skiptavinahópinn með tilkomu nýja hverfisins úti á Granda. Hér er boðið upp á mikið úrval og fólki þykir gott að geta keypt allt á sama stað. Ég er hræddur um að kaupmenn í minni matvöruversl- unum hafi ekki áttað sig nógu fljótt á þróuninni, sem varð fyrir nokkrum árum þegar stórmarkað- ir spruttu upp. Þeir hefðu þurft að lækka verðið í samræmi við verð stórmarkaðanna. Við lækkuðum verðið hjá okkur fyrir 6—8 árum og höfum reynt að vera sam- keppnisfær á þessu sviði. Enda hefur rekstur verslunarinnar gengið vel.“ Hreinn var spurður að því hvort mikið hafi verið verslað með greiðslukortum hjá honum. „Ég hef ekki tekið við greiðslukortum hér og er ekki hrifinn af þessari þróun. Fólk áttar sig ekki á því að ef það greiðir matvöru með kort- unum, kemur það niður á þeim seinna. Sennilega hækkar vöru- verð um 5% og ekki er hægt að bjóða upp á eins gott vöruúrval. Þegar kaupmaðurinn fær ekki vöruna staðgreidda, getur hann ekki gert eins hagkvæm innkaup sjálfur og það hlýtur að koma út á þennan hátt.“ Að lokum sagði Hreinn að versl- un hafi gengið vel að undanförnu og ætti nú að geta tekið á sig ein- hverja launahækkun, enda byggð- ist verslunin upp á góðu starfs- fólki. „Ef fólk fær góð laun, eykst vinnugleðin. Viðskiptavinirnir fá betri þjónustu og verða ánægðari Það hlýtur að koma versluninni til góða.“ Hreinn Bjarnason, kaupmaður í Hagabúðinni. Morgunbia»i»/ júiiu». Þrælgott kerfi. Freestyle — dans Morgun- dag- og kvöldtímar. fyrir stráka og stelpur. Allir aldurshópar. Innritun og upplýsingar í síma 25620 kl. 17—19. Afhending akírteina iaugardaginn 11. ágúst kl. 14—16. Likamsþjál fu n Bal lcttskóla Eddn Scheving SKÚLATÚNI 4 — SÍMAR 25620 og 76350 Magnús Steinþórsson Ekkert frí um versl- unarmannahelgina — segir Magnús Steinþórsson, bensín afgreiðslumaður hjá Shell á Egilsstöðum Egilastödum, 31. júlí. „Nei, nei, ég verð að vinna um verslunarmannahelgina,“ sagði Magnús Steinþórsson, afgreiðslu- maður á Shell-stöðinni á Egils- stöðum, er tíðindamaður Mbl. spurði hvort hann ætti frí um verslunarmannahelgina. Magnús er verðandi 3. árs nemandi í Menntaskólanum á Egilsstöðum og hefur ekki áður fengist við verslunar- og afgreiðslustörf. „Ég er ánægður með þetta starf. Kaupið gott, það gerir vaktavinnan — það eina nei- kvæða er að eiga ekki frí um verslunarmannahelgina." Verður mikið að gera um verslunarmannahelgina, held- urðu? „Já, það verður áreiðanlega margt um manninn, enda verða allir tiltækir starfskraftar á þönum hér. Annars hefur verið mikið að gera hér í allt sumar eða frá því að opnað var 17. júní, og raunar komið í ljós að veit- ingaskálinn t.d. er of lftill. Fólk hefur snúið frá vegna þrengsla." Hefur þá verið lítið um frí hjá þér í sumar? „Ég hef átt frí aðra hverja helgi, en það hittist svo á nú að ég er á vakt um komandi helgi, verslunarmannahelgina. Annars hefði maður nú skellt sér í Atla- vík. Já, já, hingað koma góðir viðskiptamenn, aðallega túrist- ar. Jú, einstaka maður fjargviðr- ast svolítið yfir háu bensínverði, en það er nú ekkert dýrara hjá okkur en annars staðar." Fer það ekki bara að lækka? „Kannski. Vonandi." Og hvað getur þú svo selt við- skiptavinum annað um verslun- armannahelgina en bensín? „Auðvitað olíur og svo hafa selst þessi býsn af alls konar úti- leguvarningi að undanförnu úti- grillum, kolum o.þ.u.l. að ógleymdum barnabílstólum, sem hafa bókstaflega runnið út. Hin- um megin í húsinu er svo grill- og veitingasala, en þar eru nú aðrir við afgreiðslu." — Ólafur Sjálfsbjörg Akureyri: Mótmælir hækkun á lyfjakostnaði MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi ályktun frá Sjálfsbjörg á Akureyri: „Fundur í stjórn Sjálfsbjargar, félagi fatlaðra á Akureyri, hald- inn fimmtudaginn 19. júlí mót- mælir harðlega þeirri breytingu sem gerð var á reglugerð nr. 261, um greiðslu almannatrygginga á lyfjakostnaði, sem tók gildi 1. júní sl., þar sem lyf til öryrkja voru hækkuð um 140%, ásamt því sem sett var reglugerð um hámark ein- inga lyfjaávísana við tveggja mánaða not, en það þýðir í raun allt að 300% hækkun á lyfjum til langsjúkra öryrkja, á sama tíma sem örorkulífeyrir hækkar aðeins um 16,5%. Þá mótmælir stjórnin einnig þeirri hækkun sem gerð hefur verið á greiðslum sjúkra- tryggðra á sérfræðingahjálp og rannsóknum, sem nemur á sama tíma 170%. Þá lýsir stjórnin furðu sinni á þeirri ákvörðun stjórnvalda, og mótmælir henni harðlega, að hækka aðeins grunnlífeyri al- mannatrygginga hinn 1. júní, en hækka ekki einnig tekjutryggingu, barnalífeyri og heimilisuppbót, sem eru bara hluti af lífeyri ör- yrkja og ellilífeyrisþega, á sama tíma sem öll önnur laun í landinu hækkuðu um 2%. Stjórnin skorar á stjórnvöld að endurskoða þegar ákvörðun sína um þessar hækkanir og skerðingu lífeyristekna, þar sem með þeim ræðst hún á garðinn þar sem hann er lægstur og varpar raunar stór- um hópi sjúkra öryrkja út á kald- an klakann."

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.