Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.08.1984, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. AGÚST 1984 Sigbjöm í Sporthúsinu á Akureyrí: „Ef viðskiptavinum mis- líkar þjónusta okkar segja þeir okkur einfaldlega upp“ Akureyri, 1. ágúst. „Það má segja að ég hafi dottið óvart inn í þessa stétt. Ég hafði lokið stúdentsprófi hér á Akureyri og að auki einu ári i Háskólanum, lagði þar stund á lögfræði. Ég var þá kvæntur og áttum við hjónin eitt barn. Þá gerðist það, eins og oft vill verða hjá ungu fólki, að enn fjölgaði hjá okkur og að þessu sinni eignuðumst við tvíbura. Ætlunin hafði verið að kona færi út á vinnumarkaðinn og aflaði tekna á meðan ég lyki við lögfræð- ina, en þetta batt enda á þá drauma, svo að lífsbaráttan blasti við. Eitthvert starf þurfti að velja, og þá var það 1976, að ég stofnaði Sporthúsið hf, og hóf verslun með sportvörur hér í Hafnarstræti 94 í leiguhúsnæði," sagði Sigbjörn Gunnarsson, kaupmaður i Sporth- úsinu á Akureyri, þegar Mbl. ræ- ddi við hann í dag. „Verslunin hér í Hafnarstræt- inu gekk vel frá upphafi og því var það á árinu 1980, þegar hluti hús- sins Hafnarstræti 94 var boðið falt að ég réðist í að kaupa það og stækkaði þá verulega húsnæði verslunarinnar. Ætli við verðum ekki hér á horni göngugötunnar til frambúðar, en til þess að þóknast viðskiptavinum okkar settum við nú f ár up útibú f nýju verslun- armiðstöðinn Sunnuhlíð í Gler- árhverfi." Er afkoma kaupmanna á Akur- eyri góð? Oft er talað um þessar mundir um ofsagróða verslunar- innar. „Þú færð mig í sjálfu sér ekki til að kvarta. En það get ég sagt þér að kaupmenn almennt bera of lítið úr bftum miðað við þann langa vinnutfma , sem þeir verða að ynna af höndum. Hér á Akureyri held ég að sá gamli hugsunarhátt- ur sé afar rfkur f ýmsum, að kaup- maðurinn sé nokkurs konar arist- ókrat í bæjarfélaginu og hljóti óhjákvæmilega að græða á tá og fingri. Því er ekki að leyna, að svona var þetta hér á Akureyri, og kannski vfðar, áður en hin mikla samkeppni nútfmans hélt innreið sfna. Eins og er í dag, þá er starf okkar aðeins það að hugsa stöðugt um að þóknast viðskiptavinum okkar, ef þeim mislfkar þjónustan, þá segja þeir okkur einfaldlega upp störfum, við missum viðskipti við þá, og þá er stutt í að við get- um eða þurfum að loka verslunum okkar. f dag er kaupmaðurinn að- eins „verkamaður f vingarði Drottins" rétt eins og hver annar launþegi, en þvf er lfka ekki að neita, að á undanförnum árum hafa margir dottið inn f stétt okkar og álitið að þarna væri um auðveldan og fljóttekinn hagnað að ræða. Þeir hafa fljótlega kom- ist á aðra skoðun og margar versl- anir hafa hætt störfum — og þá væntanlega eigendur þeirra TilkMiiiin<> til hluthafa Amarfhigs Þann 15. ágúst nk. rennur út frestur sá sem hluthafar Arnarflugs hafa til að nýta sér forkaupsrétt sinn að nýju hlutafé í Arnarflugi, samkvæmt samþykkt aðalfundar félagsins 11. júlí sl. Á aðalfundinum var samþykkt að hækka hlutafé félagsins um kr. 40.560.000 með áskrift nýrra hluta, þannig að heildarhlutafé félagsins verði kr. 48.360.000. Hluthafar hafa forkaupsrétt að hinum nýju hlutum í samræmi við skráða hlutafjáreign sína, enda skrái þeir sig fyrir nýjum hlutum fyrir 15. ágúst nk. Skrifstofa Arnarflugs í Lágmúla 7 tekur við hlutafjárloforðum og veitir allar upplýsingar. Vakin er athygli á því að framlög manna til atvinnurekstrar eru frádráttarbær frá skattskyldum tekjum samkvæmt ákvæðum laga nr. 9/1984. Þeir hluthafar sem óska að neyta forkaupsréttar síns verða að tilkynna það skriflega til skrifstofu Arnarflugs fyrir 15. ágúst nk. og visast í því sambandi til bréfs um hlutafjáraukninguna sem öllum hluthöfum hefur verið sent. ' Bræðurnir Gunnar (Lv.) og Sigurbjörn Gunnarssynir. reynslunni ríkari, eða það skyld- um við ætla.“ sagði Sigbjörn Gunnarsson i Sporthúsinu. Aðspurður kvaðst Sigbjörn mjög fagna göngugötunni nýju, hún væri lífleg og skemmtileg eins og hún er nú, en hvort hún hefði aukið verslun vildi hann ekki tjá sig um. Að vísu hefði verslun hjá sér aukist, er erfitt væri að segja til um, hvort það væri að ein- hverju leyti göngugötunni sem slíkri að þakka. Sigbjörn bjóst við að verða um kyrrt í bænum um þessa mestu ferðamannhelgi ársins, njóta hvíldar i faðmi fjölskyldunnar. GBerg Gunnar Gunnarsson, verslunarmaður: „Vinnutími oft langur“ „Að vera afgreiðslumaður í verslun er í sjálfu sér eins og hvert annað starf. Það hefur sínar björtu hliðar og einstaka sinnum daprar. En þar sem við erum al- farið í þjónustu viðskiptavinanna, getum við og megum ekki sýna dapurleika af okkur við afgreiðslu, það getur stundum verið erfitt, en hvaða starf er ekki einhvern tíma erfitt?" sagði Gunnar Gunnarss- on, afgreiðslumaður í Sporthúsinu á Akureyri, þegar Mbl. ræddi við hann í dag. „Það má segjal, að ég hafi valið þetta starf af sjálfu sér. Þegar Bjössi bróðir stofnaði verslunina var ég að vísu of lftill til að hefja starf þar strax, en þegar skólag- öngu var lokið og farið vr að huga að framtíðarstarfi, kom þetta svona eins og af sjálfu sér, ég hafði áður aðstoðað í versluninni og svona eins og rann inn f starfið. Ég sé ekki eftir því og eins og er býst ég ekki við að fara að breyta til á næstunni. Vinnutimi okkar er oft óskaplega langur. Á stundum er ekki friður utan vinnutímans, það fylgir að vísu starfinu. Og þá verður lmaður að taka í hnakka- drambið á sjálfum sér og muna, að viðskiptavinirnir eru til fyrir okkur en við ekki fyrir þá,“ sagði Gunnar Gunnarsson í Sporthús- inu að lokum. Aðspurður bjóst hann við að nota helgina til þess að spila golf á Jaðri, en tók fram, að þessi helgi væri sko svo sannarlega ekki leng- ur fríhelgi verslunarmanna, „eða hverjir heldur þú að vinni fram til klukkan sex á föstudag og síðan fram að hádegi á laugardag af þvf fólki, sem nýtir sér þessa helgi til ferðalaga?" GBerg Flugleiðir: Til London með „lávörðum“ FLUGLEIÐIR bjóða upp á vikuferö til heimsborgarinnar Lundúna. Flug- leidir hafa fengið til iiðs við sig „menningarlávarðana" Björgvin Halldórsson og Gísla Rúnar Jónsson til að annast og skipuleggja þessa ferð. Innifalið f ferðinni er m.a. flugfar og gisting með morgunverði á Kenil^orth við Tottenham ct.rd. Aðgöngumjði á „Cats“ og „Little shop of horrors“. Jazztónleikar og þríréttuð máltíð á Ronnie Scott’s, kvöldmáltíð á kínverska veitinga- húsinu „Gallery Rendesvous“, heimsókn í brugghúsið „Orange Brewery". Markaðir eins og Covent Garden, Portobello Road og Camd- en Lock verða skoðaðir, einnig verð- ur farið í Tower of London. Allir ferðalangar fá afhenta ferðahand- bókina „Heimsborgin London“ eftir Jónas Kristjánsson. Ferðin verður farin vikuna 12. ig- úst til 19. ágúst og gefa söluskrif- stofur Flugleiða allar frekari upplýs- ingar. (Úr fréttatilkynningu.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.