Morgunblaðið - 04.08.1984, Side 43

Morgunblaðið - 04.08.1984, Side 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. ÁGÚST 1984 43 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS rokktónlist sem kostar forráöa- menn útihátíðarinnar stórfé. Hvernig líst tónlistarunnendum á þessa tillögu?" pix. Sama gildi fyrir börn og fullorðna María Kristín hringdi og hafði eftirfarandi að segja. „Mig langar að koma hér að dá- lítilli athugasemd varðandi grein sem birtist í dálkum Velvakanda laugardaginn 28. júlí sl. og bar hún heitið „Hví ekki sama gjald fyrir alla?“ f greininni segir höfundur henn- ar að ekki geti það talist óeðlilegt þó að fullorðnir telji sig eiga frek- ari rétt til sætis í strætisvagni en barn sem greitt hefur margfalt minni upphæð. Ég er þeirrar skoðunar, að vel geti komið upp sú staða, að það sé réttlætanlegt að fullorðnir standi upp fyrir börnum í strætisvagni. Alveg eins og ætlast er til að börn víki fyrir fullorðnum. Mér finnst skilyrðislaust að fólk ætti að hafa það fyrir reglu að standa upp fyrir þeim sem því finnst hafa meiri þörf fyrir sætið en það sjálft, t.d. fyrir fólki sem er augljóslega þreytt eða hlaðið pinklum. Gildir hér einu, að mínu mati, hvort um er að ræða börn eða full- orðna. Hvar liggur listinn? G.Á. hringdi og hafði eftirfar- andi að segja: „Ég er hér með eina fyrirspurn varðandi grein er birtist í Velvak- anda þriðjudaginn 31. júlí sl. und- ir fyrirsögninni „Segjum upp sjón- varpsafnotum". Áður en ég kem henni á fram- færi langar mig þó til að segja greinarhöfundi, sem kallar sig sjónvarpsnotanda, að ég er hjartanlega sammála honum og voru orð hans eins og töluð úr mínum munni. í greininni segir, að um þúsund- ir nafna á undirskriftalistum, liggi nú fyrir til afhendingar á Al- þingi, þar sem farið er fram á að samið verði við varnarliðið um af- not af sjónvarpi þeirra. Nú langar mig til að vita hvar ég get nálgast þennan lista, því ég hef ómældan áhuga á að bæta mínu nafni á hann. Vona ég nú að einhver geti liðsinnt mér.“ 111 meðferð á dýrum refsiverð Margrét Hjálmtýsdóttir hringdi og hafði eftirfarandi að segja: „í Morgunblaðinu 31. júlí sl. birtist athyglisverð og ágæt grein eftir Martein Skaftfells, þar sem hann ræðir af þekkingu um hræði- lega þjáningu hesta sem fluttir eru í hópum með skipum til slátr- unar í útlöndum. Pistlar og greinar um það at- hæfi voru í blöðum síðastliðinn vetur. Þá kom i ljós að bændur vildu ekki taka þátt í slíkum verknaði því almennt eru bændur dýravinir og er þeim ekki sama um, á hvern hátt þeir fá peninga fyrir dýrin sín. Hestana, þessi tryggu og vitru dýr, vildu þeir ekki láta líða píslarvættisþjáningar á leiðinni í dauðann. Samkvæmt lögum er ill meðferð á dýrum refsiverð. Allt gott fólk hefur áhuga fyrir dýraverndun- Samkvæmt lögum er ill meðferð á dýrum refsiverð. armálefnum. Dýrin eru með- búendur okkar á jörðinni og hafa gTeind og tilfinningasemi hvert á sinn hátt. Á okkar kalda landi hafa þau þjónað okkur og að mestu fætt og klætt í gegnum ald- irnar. Tilvera þeirra hefur haldið líftórunni í landsmönnum, okkur ber að þakka það og virða.“ Orð misritast í bréfi er birtist í Velvakanda 1. ágúst sl. undir fyrirsögninni „Slæm- ar málvillur“, urðu þau mistök á að orð misritaðist. I stað orðsins „tiltölulega" átti að standa „allavega", sem þýðir það sama og enska oröið „any- way“. Velvakandi biðst velvirð- ingar á þessum mistökum. fyrirgreiðslu fyrir hópana, sjá um viðskipti við ferðaskrifstofur og aðra þjónustuaðila, fara út að borða með farþegunum og fleira í þeim dúr. Þegar þeir fara í skoð- unarferðir taka þeir íslenska leið- sögumenn sem segja frá landi og þjóð og því sem fyrir augu ber. Ef erlendi fararstjórinn vill hins veg- ar sjálfur vera leiðsögumaður, þarf hann að sækja um atvinnu- leyfi. En það eru fleiri en ofangreind- ur greinarhöfundur í DV sem þekkja ekki muninn á fararstjóra og leiðsögumann. T.d. voru tvær auglýsingar í útvarpinu um dag- inn, önnur frá Ferðaskrifstofu ríkisins og hin frá Vestfjarðaleið. Þar voru ákveðnir einstaklingar auglýstir sem fararstjórar, en í báðum tilfellum eru þeir leiðsögu- menn í þessum ferðum. Þetta upp- lýsist hér til fróðleiks. Hins vegar er ekki eins fráleitt og menn halda í fyrstu að farar- stjórar og leiðsögumenn sæki leik- listarnámskeið, því að það er gagnlegt fyrir báðar starfsgrein- arnar, bæði hvað snertir leikhæfi- leika og framsögn. Þess vegna vaknar sú spurning hvaða undir- búning íslenskir fararstjórar fái áður en þeir taka að sér að fara með íslenska ferðamenn til ann- arra landa eða stjórna uppákom- um á erlendum sólarströndum? Og hvaða undirbúning fá íslenskir leiðsögumenn áður en þeir taka að sér að fara með ferðamannahópa um ísland? Eru gerðar einhverjar kröfur til þessa fólks af hálfu ferðaskrifstofanna sem ráða í þessi störf? Ferðaskrifstofumenn eru vin- samlega beðniir að veita svör við þessum spurningum. Og hvaða kröfur gera islenskir ferðamenn til fararstjóra sinna og leiðsögu- manna? Hafa þeir gert sér grein fyrir hvað þeir eru að borga þegar þeir borga fyrir fararstjóra eða leiðsögumann? Það væri fróðlegt að heyra frá lesendum um þetta efni.“ Hefjið aftur sýningar Áhugamaður um leiklist skrifar: Mig langar fyrir hönd fjölda vina minna að skora á Stúdenta- leikhúsið að hefja aftur sýningar á leikritinu „Láttu ekki deigan síga, Guðmundur", en eins og kunnugt er, er sýningum nú lokið. Ég, ásamt fjölskyldu minni, reyndi allmörgum sinnum að fá miða á sýninguna en alltaf var uppselt. Sýnist mér nú á öllu að færri hafi komist á sýningu Stúdenta- leikhússins en vildu og finnst mér því tilvalið að hefja sýningar á stykkinu aftur. VISA VIKUNNAR KS neitar viðræðum við Hagkaup og Vörumarkaðinn — Tdur þser ckki samrýma.st sainþykktum sínum 8TJÓRN KaapféUg* Bkagflrtiftg* | að reksiur tliUurhúu KS gMngi trt- h«fa< Mynjað þvi tak* upp <iðrK-ó&r , vkki muni takest vlð Hagkaup f ! Kr,,iöa ful), gnjndvfcliarverft ti) fteykjav.k urn leign þeirr* afftnr- , b*md*. nm Hagktup og Vóru- nefwíu * stótnrhtoí k*upft-l»g«nns í j markaðtmnn viínuftu Ul ( brftff S*uft»rkróki i ItnmMtlt nUfarUð Stg- j *ín«. «*, úr Immv ioíti gripnar VVl i, I UréP, sijórnwfauw *tl fyrúUekí j gnngi mt meft -«!o ktndkXjftU <« um upplýfiHgutn, ttem ítjörn KB b*fur af.að eér. vjtr vönttia * síft- anU itri ft fulil grundvaHarverft tti hæmbt, afurftaverft *u« vax'.a. milli 6 og V& hjá héftum þeim húsum, sem fyriruiki ykkar eiga nðiid aö, iwro w nvipuft vöntuu ng var hjá KS“. Einníg segir. „Sé eú stnfthæf íog ykkar rfttt *ft *l*turhftm« h*f: mm Verslunarhöft Bændum er pakkað í pólitískt net, í peninginn mega ekki fálma. Þeir verða að framleiða framsóknarkjet og fá ekki að versla við Pálma. Hákur. VISA kynnir vöru Qg pjónustustaöi BÍLAVARAHLUTIR — NOTAÐIR: S Bíla- og Partasalan Sæból, Lækjargötu 18A, Akureyri 96-24311 Bílapartar, Smiðjuvegi 12, Kópavogi 91-78540 Hekla, Laugavegi 170—172 91-21240 Versliö meó V7SA . . . af myndtim, kortum og plakötum. Einnig mikið úrval af tré-, ál- og stti elluröm mutn og margt fleira. ÞÚ GETUR FENGIÐ GÓÐA GJÖF FYRIR MINNA EN 100 KR. Ofríó: Mánud. - fimmtud. kl. 9-18 Föstudaga kl. 9-19 l.augardaga kl. 10 - 17 Sunnudaga kl. 13 - 17 íflUíidin DALSHRAUNI 13 HAFNARFIRÐI SÍMI 54171

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.