Morgunblaðið - 16.11.1985, Side 17

Morgunblaðið - 16.11.1985, Side 17
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR16. NÓVEMBER1985 17 Svar til Torben Friðrikssonar Basar kvenndeildar RKÍ KVENNADEILD Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands heldur árleg- an basar sinn í Félagsheimili Fóstbræðra að Langholtsvegi 109—111 sunnudaginn 17. nóvember og hefst hann kl. 2 e.h. Þar verða á boð- stólum allskonar handavinna, heimabakaðar kökur, jólakort o.m.fl. Allur ágóði rennur til kaupa á bókum fyrir sjúklingabókasöfn spítalanna. — eftir Sigurð Helgason í Morgunblaðinu þann 30. októ- ber síðastliðinn er birt bréf frá Torben Friðrikssyni til undirrit- aðs. Þar er spurt um starfskjör flugfreyja. Að vísu hefur mér ekki enn borist þetta bréf, en vil engu að síður upplýsa eftirfarandi: 1. Um ökutækjastyrki: Ökutækjastyrkur flugfreyja er ætlaður til greiðslu á kostnaði við að komast til og frá vinnu, en bæði er vinnutími þeirra óreglu- legur og vinnustaður utan alfara- leiða. Styrkurinn er greiddur óháð því hvort launþeginn á bifreið eða ekki. Um þessa ökutækjastyrki gilda sömu reglur og ökutækja- styrkir hjá öðrum. Flugfreyjur leggja ekki fram reikninga fyrir aksturskostnaði hjá félaginu, en eins og fyrirspyrjanda er kunnugt er þeim sem fá greiddan bifreiða- styrk gert að gera grein fyrir kostnaði á móti ökutækjastyrk hjá skattyfirvöldum. Við höfum 137.666 kindum slátrað hjá Sláturfélagi Suðurlands — Meðalfallþunginn 130 grömmum meiri en í fyrra í HAUST var slátrað alls 137.666 fjár í sláturhúsum Sláturfélags Suð- urlands, 122.583 dilkum og 15.083 fullorðnu. Haustið 1984 var slátrað 135.273 kindum og var því slátraö 2.393 kindum fleira í haust. Meðal- fallþungi dilka var 14,05 kg. og er það 130 grömmum rneira en haustið 1984 þegar meðalfallþungi dilka í sláturhúsum SS var 13,92 kg. Hjá SS er slátrað í sex slátur- húsum á Suður- og Vesturlandi. Slátrun hófst 18. september og lauk reglulegri slátrun þann 1. nóvember. I sláturhúsinu við Laxá í Borgarfirði var slátrað 9.447 fjár og var meðalfallþungi dilka 14,84 kg. (13,87 1984), á Selfossi 26.290 fjár, 14,90 kg. (14,32), í Laugarási 18.241 fjár, 14,24 kg. (14,15), á Hvolsvelli 44.759 fjár, 13,95 kg. (13,86), í Vík 13.079 fjár, 13,83 kg. (14,25) og á Kirkjubæjarklaustri 25.850 fjár, 13,08 kg. (13,33). engin bein afskipti af skattfram- tölum einstakra starfsmanna og getum því ekki sagt um það hvort eða í hve miklum mæli styrkurinn er skattlagður hjá starfsmönnum. 2. Um dagpeninga: Flugfreyjur fá greidda dagpen- inga sem ætlaðir eru til greiðslu á hluta af dvalarkostnaði þeirra erlendis, en félagið greiðir beint sjálfan gistikostnaðinn. Um þessa dagpeninga gilda sömu skattaregl- ur og dagpeningar opinberra starfsmanna og annarra sem fá greidda dagpeninga vegna vinnu sinnar. Það er hins vegar ekki á okkar valdi að kveða á um skatt- skyldu þeirra eða segja til um það hvort eða í hvaða mæli þeir eru skattlagðir hjá starfsmönnum af ástæðum sem áður eru raktar. Höfundur er forstjórí Flugleida. Marfa Manda Ivarsdóttir í versluninni M. Manda boutique Ný verslun í Kjörgarði MARÍA Manda ívarsdóttir fatahönnuður hefur opnað verslunina M. Manda boutique á 2. hæð í Kjörgarði, Laugavegi 59. í frétt frá versluninni segir að þar sé seldur tískufatnaður kvenna, og lögð er áhersla á stílhreint og sérstakt útlit. f versluninni er á boðstólnum bæði model-fatnaður auk fjölda- framleidds fatnaðar. Góður dagur í bókabúðínní. í dag höldumvid uppáopnun nýjaLaugavegarins. Allír kraKkar sem koma í bama- bókabúðína fa ókeypis eíntak af bók um Högna Hínríks. Harpa kynnír fmgramálníngu og víð gefiim 20% kynníngar- afslátt. Ritsafn Þórarins Eldjáms, 7 bækur, fæst með 10% afslættí, kr. 4.322.00. Einar Askell kemur í heimsókn og segir frá nýju bókinni smm. Jóladagatöl í míklu úrvalí. Hagstætt verð. Stóra Webster’s ensk-enska orðabókín á sértílboðí, kr. 2.490,00. &****»* Þórarínn Eldjám árítar nýju bókina sína „Margsaga" kl. 11.30 -14.00. Sendum í póst- kröfu um allt land, Það er okkur sönn anægja að geta aftur boðíð bók Sígurðar Nordal, íslensk menníng, á eínstaklega góðu verðí, kr. 890,00. Tryggíð ykkur eíntak í tíma því upplagíð er takmarkað. Bókabúð Máls og menníngar. Símí: 24240.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.