Morgunblaðið - 14.03.1987, Page 1

Morgunblaðið - 14.03.1987, Page 1
64 SÍÐUR OG LESBÓK STOFNAÐ 1913 61,tbl. 75. árg. LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 Prentsmiðja Morgunblaðsins Afvopnunarmálin: Perle spáir samn- ingi fyrir haustið Waflhmgton. Reuter. RICHARD N. Perle, sérfræðing- ur Bandarikjastjómar í afvopn- unarmálum og harður gagnrýnandi gildandi samninga, spáði þvi í gær, að samningar um meðaldrægu eldflaugamar næðust fyrir haustið. Perle, sem er aðstoðarutanríkisráðherra og fjallar sérstaklega um stefnuna í alþjóðlegum öryggismálum, ætlar að láta af embætti á vori komanda. Aukakosningar á Englandi: Bandalagið bar signr úr býtum Truro, Engiandi. Kosningabandalag Frjálslynda flokksins og jafnaðarmanna vann auðveldan sigur í aukakosn- ingum, sem fram fóru í fyrradag í Truro-kjördæmi í Vestur-Eng- landi. Áttu fijálslyndir þing- manninn fyrir en þegar talningu lauk í gær var Ijóst, að bandalag- ið hafði aukið meirihlutann verulega. Margaret Thatcher, forsætisráð- herra og leiðtogi íhaldsflokksins, sagði, að úrslitin hefðu engin áhrif á það hvenær hún boðaði til al- mennra þingkosninga en búist er við, að hún geri það áður en kjör- tímabilinu lýkur um mitt næsta ár. David Steel, leiðtogi frjálslyndra, spáði því hins vegar, að Thatcher hugsaði sig um tvisvar áður en hún efndi til kosninga á næstunni. Prambjóðandi bandalagsins, Matthew Taylor, verður yngsti þingmaður á breska þinginu, aðeins 24 ára gamall. Fékk hann 60,4% atkvæða, 14.500, 4000 fleiri en í kosningunum 1983. Frambjóðandi íhaldsflokksins fékk 31,6% en Verkamannaflokksins aðeins 7,1%. Til kosninganna var boðað vegna þess, að fyrrum þingmaður, David Penhaligon, lést í bflslysi í desemb- er sl. „Enn eru mörg ljón í veginum en ef vel gengur kunnum við í fyrsta sinn í sögunni að ná samn- ingum um að eyða alveg ákveðinni vopnategund," sagði Perle í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina. Á flmmtudag kynntu Banda- ríkjamenn Sovétmönnum hug- myndir sínar um samkomulag um meðaldrægu eldflaugamar og hafa þeir síðamefndu í meginatriðum fallist á, að fylgst verði með fram- kvæmdinni, svokallað eftirlit á staðnum. Bandaríkjamenn leggja til, að á fimm ámm verði eytt 268 bandariskum flaugum í fimm Vest- ur-Evrópuríkjum og 243 sovéskum í Austur-Evrópu. Perle sagði, að framlag Reagan- stjómarinnar til afvopnunarmála hefði verið að koma mönnum niður á jörðina og auka þeim skilning á þvf í hveiju raunvemlegt vígbún- aðareftirlit væri fólgið. „Fyrri samningar gerðu ráð fyrir og ýttu undir kjamorkuvopnakapp- hlaupið," sagði hann, „en nú emm við að ræða um stórkostlegan niður- skurð kj amorkuvopna. “ Reuter * Ivon um nýtt vor Fimmtán kunnir félagar i Mannréttindasamtökunum ’77 i Tékkóslóvakíu söfnuðust í gær saman í kirkjugarði í Prag tíl að minnast þess, að 10 ár voru liðin frá dauða Jans Patooka, stofnanda sam- takanna, sem lést eftir yfirheyrslur lögreglunnar. Er samkoma af þessu tagi mjög fátíð í Tékkóslóv- akíu enda sjást þess engin merki, að stjómvöld þar ætli að draga úr kúguninni. Annar frá vinstri er Jiri Hajek, sem var utanríkisráðherra árið 1968, á þeim stutta tima sem kallaður var „Vorið í Prag“. Sovétmenn draga 1 land í afvopnunarviðræðunum Hafa fallið frá tilboði um skammdrægu eldflaugarnar London, Reuter. Samningamenn Sovétríkj- anna í afvopnunarviðræðunum í Genf hafa dregið aftur fyrra tílboð sitt tun að stöðvuð verði fjölgun skammdrægra kjarn- orkuflauga. Áttí það að vera liður í væntanlegu samkomu- lagi stórveldanna um að eyða öllum meðaldrægum eldflaug- um í Evrópu. Er þetta haft eftír vestrænum stjórnarerindrek- um, sem benda einnig á, að Sovétmenn hafa enn ekki lagt fram samkomulagsdrög á sama hátt og Bandaríkjamenn. Að sögn vestrænu stjórnar- erindrekanna hafa sovésku samn- ingamennimir í Genfarviðræðun- um skýrt viðmælendum sínum frá þessari nýju afstöðu. „Sovétmenn hafa fallið frá til- boði sínu um skammdrægu eld- flaugamar. Hér er um að ræða meiriháttar skref aftur á bak,“ sagði einn stjómarerindrekanna, sem fylgst hafa með Genfarvið- ræðunum. Nú þegar horfur hafa vænkast á samkomulagi um að eyða öllum meðaldrægum eldflaugum í Evr- ópu þykir mjög mikilvægt að ná Reuter. Þannig voru margir bílar leiknir eftir árekstur 150 bíla á hrað- brautinni milli Lille og Dunkirk i Frakklandi. Fyrir einhverja guðs mildi lést enginn en 17 manns slösuðust. Er mikilli þoku um kennt en lögreglumenn segja, að ástæðan hafi fyrst og fremst verið allt of hraður akstur við stórhættuleg skilyrði. Frakkland: 150 bílar í árekstri Lille, Frakklandi. AP. RÚMLEGA 150 fólksbílar og flutningabílar lentu i gær sam- an i einum árekstri á hrað- brautinni milli Lille og Ermarsundsborgarinnar Dun- kirk. Var mikilli þoku um kennt en hún var svo svört, að menn sáu varla handa sinna skil. „Það er kraftaverk, að enginn skuli hafa látið lífíð," sagði einn lögreglumannanna, sem komu á vettvang, en 17 manns slösuðust og þar af ijórir alvarlega. Við áreksturinn kviknaði í fimm bflum og brunnu þeir en margir aðrir voru líkastir harm- óniku eftir að hafa lent á milli stórra vöruflutningabfla. Einn bíll, Peugeot 205, var t.d. aðeins tveggja metra langur þegar hann var dreginn út úr kösinni en þó slapp ökumaðurinn ómeiddur að kalla. Tók hálfa aðra klukku- stund að ná honum út úr brakinu. „Ökumenn á bijáluðum hraða í niðdimmri þoku, það er eina ástæðan fyrir þessu slysi,“ sagði einn lögreglumannanna um áreksturinn. einnig samningum um skamm- drægu flaugarnar. Geta þær dregið allt að 1000 km og hafa Sovétmenn mikla yfirburði hvað þann vopnabúnað snertir. Segja vestrænir stjómarerindrekar, að það hefði verið almennur skilning- ur eftir Reylgavíkurfundinn, að skammdrægu flaugamar yrðu teknar með í samningum um með- aldrægu eldflaugamar. Mikhail Gorbachev, leiðtogi Sovétríkj- anna, tók líka þannig til orða á blaðamannafundi f Reykjavík, að hann hefði lagt til, að „tala þess- ara flauga yrði fryst“. Sovéskir embættismenn sögðu I fyrradag, að viðræður um skammdrægu eldflaugamar yrðu að vera óháðar viðræðum um þær meðaldrægu og Viktor Karpov, sérfræðingur sovéska utanríkis- ráðuneytisins í afvopnunarmálum, ítrekaði þetta í London sama dag. 1 samkomulagsdrögum Banda- ríkjamanna um meðaldrægu flaugamar er gert ráð fyrir, að báðar þjóðimar hafi jafn margar skammdrægar flaugar og ekki fleiri en Sovétmenn hafa nú. Bandaríkjamenn gætu því Qölgað sínum ef viðræður um þessar flaugar fæm út um þúfur. Sovét- menn ráða nú yfir nokkmm hundmðum skammdrægra flauga en Nato-ríkin yfir 72.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.