Morgunblaðið - 14.03.1987, Síða 2

Morgunblaðið - 14.03.1987, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 Hagnaður Lands- bankans 174 millj- ónir kr. HAGNAÐUR af rekstri Lands- banka íslands var 174 milljónir króna á síðastliðnu ári, eftir að afskriftir höfðu verið dregnar frá tekjum ásamt framlögum í sjóði og áætluðum tekju- og eign- arsköttum. Árið áður varð rekstrarafgangur 260 milljónir kr. Lækkun hagnaðarins stafar af minni mismun inn- og útláns- vaxta og hækkim rekstrarkostn- aðar umfram gjaldskrárhækkan- ir. Matthías Bjamason, viðskipta- I ráðherra, undirritaði ársreikning ' Landsbankans í gær. Af því tilefni sendi bankinn frá sér fréttatilkynn- ingu um afkomuna. Fram kemur að lausafjárstaða bankans batnaði verulega á síðasta ári, fyrst og fremst af minni aukningu útlána en innlána. Útlán, önnur en afurða- lán, jukust um 24%, en afurðalán lækkuðu. Þegar á allt er litið juk- ust útlán um 8%, og voru í árslok 28.126 milljónir kr. Landsbankinn er með helming allra útlána til at- vinnulífs þjóðarinnar. Hann er með 66% að útlánum til sjávarútvegsins, 45% af landbúnaði, 51% af iðnaði, 78% af olíuverslun, 31% af annarri verslun og 27% af útlánum til ein- staklinga. Innlán voru samtals 16.902 millj- ónir kr. í árslok 1986. Aukning heildarinnlána var 33,5% á árinu. Spariinnlán jukust þó mun meira, sérstaklega á Kjörbókum og af- mælisreikningum. Gjaldeyrisinnlán minnkuðu nokkuð. Fjöldi framhaldsskólanema sótti menntamálaráðherra heim. Verkfall HÍK: Morgunblaðið/Þoricell Sautján þúsund nemendur í framhaldsskólum landsins FULLTRÚAR samninganefnda ríkisins og Hins íslenska kennarafélags sátu á fundi í gærkveldi, þar sem reynt var að þoka kjaradeilu ríkisins og kennara í átt til sam- komulags. Nefndirnar eru nú að ræða launaliði nýs kjarasamnings, sem gert er ráð fyrir að gildi í tvö ár. Kristján Thorlacius, formaður HÍK, sagði eftir fundinn í gærkveldi að heldur sigi í áttina, þó ennþá beri tals- vert mikið á milli. Gert er ráð fyrir næsta samningafundi seinnipartinn í dag. Stoltenberg hingað í op- inbera heimsókn DAGANA 24.-25. marz mun Thorvald Stoltenberg, utanríkis- ráðherra Noregs, koma í opin- bera heimsókn til íslands í boði Matthíasar Á. Mathiesen, ut- anrikisráðherra. Stoltenberg mun eiga viðræður við Matthías Á. Mathiesen um al- þjóðamál og samskipti íslands og Noregs. Þetta er fyrsta utanlands- ferð hans í embætti utanríkisráð- herra Noregs. Verkfall HÍK kemur til fram- kvæmda á miðnætti annað kvöld hafí samningar ekki tekist fyrir þann tíma og leggja þá rúmlega 1100 kennarar, einkum á fram- haldsskólastigi, niður vinnu. Nemendur í framhaldsskólum og grunnskólum afhentu í gær Sverri Hermannssyni, menntamálaráð- herra, undirskriftalista 4.580 nemenda í 14 skólum, þar sem skorað er á samningsaðila að semja, svo ekki þurfí að koma til verkfallsins. Samkvæmt upplýsingum Sól- rúnar B. Jensdóttur, skrifstofu- stjóra Skólamálaskrifstofu menntamálaráðuneytisins, eru um 40 skólar á framhaldsskólastiginu, sem verða fyrir mismiklum áhrif- um vegna verkfallsins. í þessum skólum væru um 17 þúsund nem- endur og auk þess yrði einhver röskun á starfsemi grunnskól- anna. Búast mætti við að bók- námskennsla á framhaldsskóla- stiginu félli svo til alveg niður í verkfalli. Sjá ennfremur viðtöl við nem- endur á bls. 35. Hrannar B. Arnarsson, formaður Félags framhaldsakólanema, af- hendir Sverri Hermannssyni, menntamálaráðherra, undirskriftalistana. Afkoma Flugleiða á liðnu árí: Hagiiaður varð 434 milljónir króna Lausafjárstaða góð og eigið fé fyrirtækisins 801 milljón kr. Eimskip lækkar flutn- ingsgjöld um 3,5% EIMSKIP hefur ákveðið að lækka flutningsgjöld á almennri stykkjavöru í innflutningi um 3,5% að meðaltali frá núverandi gjaldskrá. I ækkunin er breytileg eftir gjaldskrár- og vöruflokk- um og jafnframt verða tveir hæstu gjaldflokkar félagsins felldir niður. Tekjulækkun félagsins vegna þessarar lækkunar er um 105 milljónir króna. Hörður Sigurgestsson forstjóri Eimskips sagði í samtali við Morg- unblaðið að lækkunin væri möguleg vegna bættrar nýtingar skipa félagsins, aukinna flutninga og lækkunar kostnaðar erlendis, meðal annars vegna umboðsskrif- stofa félagsins, sem nú væru fjórar, í Rotterdam, Hamborg, Gautaborg og Portsmouth. Flutn- ingar Eimskips á síðasta ári hefðu aukist að heildarmagni um 13% og flutningar félagsins á Norður- Atlantshafí hefðu komið þokka- lega út á árinu 1986 og hefði það bætt afkomuna, þrátt fyrir að nú sé aftur meiri samdráttur í þeim flutningum. „Ein orsök lækkunarinnar er HAGNAÐUR Flugleiða á síðastliðnu ári reyndist vera 434 milljónir króna, samkvæmt því sem fram kom á fundi stjómar Flugleiða og forstjóra í gær, en þar vora ársreikningar félagsins fyrir árið 1986 lagðir fram og samþykktir. Hagnaðurinn samsvarar 6,34% af rekstr- artekjum félagsins. „Við erum ágætlega ánægð með Helgason forstjóri í samtali við þessa afkomu," sagði Sigurður Morgunblaðið. Hann sagðist þakka þennan árangur góðri nýtingu á öllum leiðum félagsins og einnig góðri nýtingu á hótelum og bfla- leigu. „Þá hefur eldsneytisverð einnig lækkað á árinu, sem hefur haft sín áhrif.“ Rekstrartelgur Flugleiða á liðnu ári voru samtals 6,5 milljarðar króna. Sigurður sagði að lausafjárstaða fyrirtækisins hefði batnað mjög mikið fráþví árið 1985 og veltufjár- hlutfallið nú væri 0,86, miðað við 0,55 árið 1985. Að sögn Sæmundar Guðvinsson- ar, fréttafulltrúa Flugleiða, reyndist hagnaður fyrir fjármagnskostnað vera 350 miHjónir króna, en var árið áður 208 milljónir króna. Inn í 434 milljón króna hagnaði á árinu eru 157 milljónir króna sem er sölu- hagnaður eigna, en Flugleiðir seldu eina Fokker vél á árinu og hluta- bréf fyrirtækisins í Cargolux. Heildarfjöldi farþega varð 788.831 og var þar um 5,5% aukn- ingu að ræða frá árinu áður. Fraktflutningar jukust um 11,5%, einkum vegna umtalsverðrar aukn- málum, sem ríkt hefur hérlendis að undafömu. Gengistap varð mun minna á síðasta ári heldur en mörg undanfarin ár,“ sagði Hörður. Hann sagði að Eimskip hefði síðast lækkað flutnings- gjöldin í desember árið 1983. Um hvort frekari lækkanir á flutn- ingsgjöldum væro mögulegar sagði Hörður: „Það fer eftir því hver framvindan í efnahagsmál- um verður á þessu ári, en við eigum ekki von á því að um frek- ari lækkun geti orðið að ræða á næstu mánuðum að minnsta kosti.“ ingar í millilandaflutningum. Sæmundur sagði að meðalsætanýt- ing hefði á liðnu ári verið 78,4%. Hjá Flugleiðum störfuðu á liðnu ári að meðaltali 1611 starfsmenn og nam launakostnaður fyrirtækisins tæpum 1,3 milljörðum króna. Eiginfjárstaða Flugleiða hefur batnað verolega og er bókfært eig- ið fé fyrirtækisins nú 801 milljón króna. Þar af er núverandi hlutafé 105 milljónir króna. Stjómin hefur ákveðið að á aðal- fundi félagsins, þann 25. þessa mánaðar verði lagt til að greiddur verði 10% arður og að hlutafé verði þrefaldað með útgáfu jöfnunar- hlutabréfa, þannig að hlutafé verði samtals 315 milljónir króna. Endurbirting vegna mistaka í MORGUNBLAÐINU í gær birtist opið bréf til Heimis Pálssonar eftir Júlíus K. Bjömsson. Greinin birtist í Morgunblaðinu í febrúar síðast- liðnum, en birtist aftur fyrir mistök. Morgunblaðið biður hlutaðeigandi velvirðingar á þessum mistökum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.