Morgunblaðið - 14.03.1987, Síða 38

Morgunblaðið - 14.03.1987, Síða 38
38 MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 atvinrm — — ntuinr ntx/inm 3 atvinna — o t\/inn a __ __ ofi/ínno % lr I f 9 § § W& £ lr // i/ Fu CKVJffffC * CtlVIIIIlCt CHVIí n lct ~ cuvinrici FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ Á ÍSAFIRÐI Hjúkrunarfræðingar — sjúkraliðar Óskum að ráða nú þegar: ★ Hjúkrunarfræðinga ★ Sjúkraliða Húsnæði og dagvistun barna til staðar. Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 94-3014 eða 94-3020 alla virka daga milli kl. 8.00 og 16.00. Vanur flatningsmaður vantar í fiskverkun í Kópavogi. Gott kaup fyrir réttan mann. Upplýsingar í síma 40013 og í heimasíma 43726. Umbúðaframleiðsla — framtíðarstörf Kassagerð Reykjavíkur hf. óskar eftir mönnum til starfa á lyftara. Umsækjendur þurfa að hafa lyftarapróf. Æskilegur aldur 20-40 ára. Gott mötuneyti er á staðnum. Þeir, sem áhuga hafa á störfum þessum, hafi samband við Þóru Magnúsdóttur milli kl. 13.00-16.00. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. AXKassagerð Reykjavíkur hf. KLEPPSVEGI 33 - 105 REYKJAVÍK - S. 38383 Verkstjóri — fiskvinnsla Dugmikill verkstjóri óskast til nýstofnaðs fisk- vinnslufyrirtækis á Suðurnesjum. Um er að ræða sérstaka en jafnframt fjölþætta vinnslu. Við leitum að framtakssömum og áreiðanleg- um manni sem getur unnið sjálfstætt. Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Húsnæði nálægt vinnustað getur fylgt. Laun samkomulag. Tilvalið tækifæri fyrir duglegan sjómann sem vill komast í land. Farið verður með allar umsóknir sem trúnað- armál og öllum umsóknum verður svarað. Tilboð sem greini nafn, heimilisfang, aldur, menntun og starfsreynslu ásamt síma- númeri skilist inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 22. mars nk. merkt: „F — 5231“. Fangavarsla Fangavörð vantar í afleysingu frá 1. apríl 1987 til 1. apríl 1988. Umsóknarfrestur er til 25. mars. Einnig vantar menn til sumaraf- leysinga frá 20. maí til 10. sept. 1987. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist fangelsinu, Síðumúla 28, Reykjavík. Forstöðumaður. Laust varðstjórastarf Starf varðstjóra í lögreglu ísafjarðar er laust til umsóknar. Leitað er að manni, sem lokið hefur námi í Lögregluskóla ríkisins og öðlast nokkra starfsreynslu að því loknu, helst við stjórnunarstörf. Yfirlögregluþjónn veitir nánari upplýsingar. 12. mars 1987. Bæjarfógetinn á ísafirði, sýsiumaðurinn í ísafjarðarsýslu, Pétur Kr. Hafstein. Lögreglumenn til afleysinga Nokkra menn vantar til afleysinga í lögreglu ísafjarðar frá 1. júní til 22. september 1987. Um er að ræða fjölþætt starfssvið, og eru góð kjör í boði. Yfirlögregluþjónn veitir nánari upplýsingar. 12. mars 1987. Bæjarfógetinn á ísafirði, sýslumaðurinn í ísafjarðarsýslu, PéturKr. Hafstein. Húsavík — bæjarstjóri Starf bæjarstjóra hjá Húsavíkurkaupstað er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 27. mars nk. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf berist til bæjarstjórans á Húsavík sem jafnframt veitir nánari upplýsingar í síma 96-41222. Bæjarstjórn Húsavíkur. Rafvirki Heildverslun óskar að ráða rafvirkja til lager- og afgreiðslustarfa. Umsóknir með upplýsingum um aldur og fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „R — 1478“. Bílavinna Ryðvarnarfyrirtæki óskar að ráða starfsmann nú þegar til framtíðarstarfa. Góðir tekju- möguleikar fyrir góðan mann. Tilboð sendist auglýsingadeild Mbl. með uppl. um nafn, aldur, heimili, síma, og fyrri störf merkt: „Bílavinna — 823“. raðauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar ______________*_____'_______________ ■ Frá Kennaraháskóla íslands Nám í uppeldis- og kennslufræðum Nám í uppeldis- og kennslufræðum, sérstak- lega ætlað list- og verkmenntakennurum framhaldsskóla, hefst við Kennaraháskóla íslands haustið 1987. Námið fullnægir ákvörðun laga nr. 48/1986 um uppeldis- og kennslufræði til embættis- gengis kennara og skólastjóra og samsvarar fullu eins árs námi eða 30 einingum. Náminu verður dreift á tvö ár til að auðvelda þeim sem starfa við kennslu að stunda nám- ið. Sumarnám verður 1988 og 1989 en námskeið og heimavinna yfir vetrarmánuðina. Námið hefst með viku námskeiði síðast í ágúst 1987. Að þessu sinni fer námið fram á Akureyri. Tilskilið er að 15 nemendur hið minnsta taki þátt í því. Umsóknir þurfa að hafa borist til Kennarahá- skóla íslands fyrir 15. apríl 1987. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kennaraháskóla íslands við Stakkahlíð. 12. mars 1987, rektor KHÍ. Aðalskoðun bifreiða, festivagna, bifhjóla og léttra bifhjóla 1987 í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, fer fram við Bifreiðaeftirlitið í Borgarnesi, dagana 25. mars til 10. apríl kl. 10.00-12.00 og 13.00-16.30. Miðvikud. 25. mars í Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30 Fimmtud. 26. mars í Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30 Föstud. 27. mars í Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30 Mánud. 30. mars í Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30 Þriðjud. 31. mars í Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30 Miðvikud. 1. apríl í Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30 Fimmtud. 2. april i Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30 Föstud. 3. april í Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30 Mánud. 6. april í Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30 Þriðjud. 7. april í Borgarnesi kl. 9-12og 13-16.30 Miðvikud. 8. april i Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30 Fimmtud. 9. april i Borgarnesi kl. 9-12 og 13-16.30 Föstud. 10. april í Borgarnesi kl.9-12og 13-16.30 Á Logalandi 13. apríl kl. 10-12 og 13-16, í Lambhaga 14. apríl kl. 10-12 og 13-16 og í Hvalfirði 15. apríl kl. 10-12 og 13-16. Endurskoðun fer fram í Borgarnesi dagana 19.-21. maí kl. 9-12 og 13-16.30, í Lambhaga 22. maí kl. 10-12 og í Hvalfirði sama dag kl. 13-15. Bifreiðar skráðar 1985 og síðar sem eru einkabifreiðar eru ekki skoðunarskyldar. Framvísa ber kvittunum fyrir bifreiða- og tryggingagjöldum, ásamt gildu ökuleyfi. 3. mars 1987. Skrifstofa Mýra- og Borgarfjarðarsýslu. Dansk-íslenska félagið gengst fyrir dagskrá til minningar um Jón Helgason prófessor í Kaupmannahöfn þriðju- daginn 17. mars nk. Verður hún haldin í Norræna húsinu og hefst kl. 20.00 Sveinn Skorri Höskuldsson prófessor spjallar um Ijóð Jóns, lesið verður upp úr verkum hans og vinir hans rifja upp minningar. Dansk-íslenska félagið. Norrænir starfsmenntunarstyrkir Menntamálaráðuneyti Dannmerkur, Finn- lands, Noregs og Svíþjóðar veita á námsár- inu 1987-88 nokkra styrki handa íslendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum lönd- um. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til fram- haldsnáms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskól- um eða framhaldsnáms iðnskólakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á íslandi. Fjárhæð styrks í Danmörku er 15.000 d.kr., í Finnlandi 17.600 mörk, í Noregi 18.000 n.kr. og í Svíþjóð 10.000 s.kr. miðað við styrk til heils skólaárs. Umsóknir skulu berast menntamálaráðu- neytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 21. apríl nk. Nánari upplýsingar fást í ráðu- neytinu. Menntamálaráðuneytið, 12. mars 1987.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.