Morgunblaðið - 14.03.1987, Page 43

Morgunblaðið - 14.03.1987, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 14. MARZ 1987 43 Fríður hópur kennara sem sá um kennslu eftir hádegi. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Grunnskóli Þorlákshafnar: Foreldrafélagið sá um kennsluna Þorl&luhBfn. FORELDRAFELAG Grunn- skólans í Þorlákshöfn sá um kennslu S skólanum einn dag í febrúar, svo ekki þurfti að gefa nemendum frí þó kennarar tækju sér starfsdag og ynnu að verkefnum og undirbyggju skólastarfið. Settur skólastjóri þennan dag, Brynjólfur Ingi Guðmundsson, sagði að þetta væri í þriðja skipt- ið sem foreldrafélagið sæi um kennslu í skólanum. Mjög vel hefði gengið að fá foreldra til starfa enda byggt á mjög góðri reynslu fyrri ára, enginn hefði sagt nei og örugglega færri komist að en vildu. Reynt er að koma sem fjöl- breyttustu efni að og helst ekki því sama ár eftir ár. Engin hefðbundin kennsla var í sex elstu bekkjardeildunum held- ur var fengið fólk úr hinum ýmsu greinum atvinnulífsins og félaga- samtökum til að kenna og kynna sitt sérsvið. Þeir sem kenndu að þessu sinni voru: Guðbjörg Thorarensen stöðvarstjóri Pósts og síma, hún kenndi að fylla út hin margvíslegu eyðublöð og kynnti starfsemi Pósts og síma, Hallgrímur Sig- urðsson forstjóri í Suðurvör var með efni um útgerð og fisk- vinnslu, Júlíus Ingvason banka- stjóri Landsbankans í Þorlákshöfn kynnti starfsemi bankans og ræddi um efnahagsmál, Gunnar Markússon forstjóri Egilsbúðar Settur skólastjóri í einn dag, Brynjólfur Ingi Guðmundsson. Karl Ægir Karlsson nemandi í 9. bekk. Málfríður Þorleifsdóttir nem- andi i 6. bekk. kynnti sögu Þorlákshafnar, Sig- urður Ólafsson slökkviliðsstjóri var með efni um eldvamir, Svanur Kristjánsson og Dagbjartur Sveinsson frá hestamannafélag- inu Háfeta kenndu um hesta og kynntu starfsemi félagsins, Hall- grímur Steinarsson framkvæmda- stjóri í efnaverksmiðjunni Eim fór með einn bekk í vettvangskönnun í verksmiðjuna, Kristín Þórarins- dóttir hjúkrunarfræðingur var með efni um alnæmi og almenna skyndihjálp, Guðmundur Her- mannsson sveitastjóri sá um málefni Ölfushrepps, Þorleifur Björgvinsson framkvæmdastjóri Glettings kenndi um fískvinnslu og útgerð, séra Tómas Guð- mundsson sóknarprestur sá um að kynna kirkjuna, Hallfríður Höskuldsdóttir, Guðný Hallgríms- dóttir og Valgerður Jóhannsdóttir kenndu hnýtingar. Fjórir yngstu bekkimir voru í hefðbundinni kennslu sem Rán Gísladóttir, Sesselja Pétursdóttir, Guðrún Eggertsdóttir, Ellen Ól- afsdóttir, Guðný Hallgrímsdóttir, Erena Marlen og Hildur Sæ- mundsdóttir sáu um. Málfríður Þorleifsdóttir nem- andi í 6. bekk sagðist hafa verið í sex tímum og hefðu þeir verið hver öðrum skemmtilegri, mest hefði þó verið gaman að hesta- mennskunni. „Það var líka gaman að sjá laxaseiðin og læra allt um pósthúsið." Málfn'ður sagði að það mættu vera tveir svona dagar á ári, þetta væri góð tilbreyting og „æðislegt að skilja allar bækur eftir heima og þurfa ekkert að læra fyrir daginn". Karl Ægir Karlsson nemandi í 9. bekk sagði að þetta hefði verið góður dagur, mikil tilbreyting og fróðlegt. Það sem kom Karli mest á óvart var viðhorf bankustjórans til gjaldeyrisöflunar í landinu, hveijir eyddu og hveq'ir öfluðu. „Það er alveg réttlætanlegt að hafa tvo svona daga á ári, gott að hvíla sig á kennurunum og fá tilbreytingu, einnig hafa kennar- amir gott af því að hvíla sig á nemendunum. Svo er líka gott fyrir foreldrana að kynnast starfí skólans," sagði Karl Ægir Karls- son. Jón H. Sigurmundsson. HONDA hefur hlotið lof gagnrýnenda fyrir frábært útlit, sparneytni, kraft og einstaka aksturseiginleika. Kynnist verðlaunabílnum. BILASYNING I DAG KL. 1-5 HONPA Á ÍSLANDI, VATNAGÖRÐUM 24, S. 38772,82086, TREYSTIÐ VALI HINNA VANDLÁTU — VEUIÐ HONDA Eigum fyrirliggjandi nokkra HONDA ciyic á óvenju hagstæðu verði aðeins frá kr. 390.400,-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.