Morgunblaðið - 19.03.1987, Síða 13

Morgunblaðið - 19.03.1987, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 13 Morgunbladið/SiguWhir Jónsson Forustusveit Sjálfstæðismanna í komandi Alþingiskosningum kom saman til fundar í Hótel Örk sl. sunnudag. Sjálfstæðismenn í kosningaundirbúningi ÞINGMENN SjálfstæðisHokks- ins og aðrir efstu menn á listum Sjálfstæðismanna um allt land komu saman til fundar í Hótel Örk í Hveragerði um sl. helgi ásamt miðstjórn Sjálfstæðis- flokksins. Rætt var um undir- búning komandi Alþingiskosn- inga og kosningabaráttuna. Nær 60 manns tóku þátt í þess- um undirbúningsfundi fyrir kosningamar. Borg: Búvísindadeild Hvanneyrarskóla heimsækir Borg f Miklaholtshreppi. Nemendur búvísindadeildar Hvanneyrarskóla boðuðu til fræðslufundar að Breiðabliki nýlega. Umræðuefnið var að ræða um kjötmat og áhrif græn- fóðursbeitar fyrir sláturlömb. Það er viss þáttur í námi bú- Snæfellinga vísindadeildar Hvanneyrarskóla að nemendur fari út í sveitir og kynni bændum og búaliði sín fræði. Þeir hafa áður komið hingað til okkar Snæfellinga með fræðslufundi og ennfremur hafa þeir komið með fjöl- breytta skemmtidagsskrá sem er sýnishom af félagslifí skólans. Hafa þessar samkomur ævinlega verið ágætlega sóttar og eru þær góður tengiliður milli skólans og þeirra byggðarlaga sem þeir hafa heim- sótt. Páll Daði Guðbjörnsson sýnir í Gallerí Borg DAÐI Guðbjömsson opnar sýningu I Gallerí Borg við Austurvöll í dag, fimmtudag- inn 19. mars kl. 17.00. A sýningunni verða um 35 verk, olíumálverk, vatnslitamyndir, pastelmyndir og grafík, allt unnið á siðastliðnum tveimur árum. Daði er fæddur í Reykjavík 1954. Hann stundaði nám við Myndlista- og handíðaskólann og síðan framhaldsnám við Ríkis- akademíuna í Amsterdam. Hann er formaður Félags íslenskra myndlistarmanna og í safnráði Listasafns íslands. Þetta er sjöunda einkasýning Daða, en hann hefur einnig tekið þátt í samsýningum bæði hér- lendis og erlendis. Sýningin er opin virka daga frá kl.10.00-18.00 nema mánu- daga kl. 12.00-18.00. Um helgar er opið frá kl. 14.00-18.00. Sýn- ingin stendur til 31. mars. Verk Daða Guðbjömssonar; Maður og kona. Myndlist- arsýning á Hofsósi LARS Emil Árnason opnaði myndlistarsýningu í félagsheim- ilinu Höfðaborg á _ Hofsósi, siðastliðinn sunnudag. Á sýning- unni eru um 20 málverk auk 8 skúlptúra úr hinum ýmsu efnum. Lars Emil stundaði nám við Myndlistarskólann í Reykjavík, Myndlista- og handíðaskóla íslands auk framhaldsnáms við Akademy voor Beeldende Kunst í Hollandi. Hann hefur haldið einkasýningar bæði heima og erlendis auk samsýn- inga. Sýningin á Hofsósi verður opin frá kl. 18.00-20.00 alla virka daga, en um helgar frá kl. 16.00-20.00. Öll verkin á sýningunni eru til sölu. Sýningunni lýkur 28. mars. V^terkur og k-/ hagkvæmur auglýsingamiðill! WBKAiSFRÉTTIR Það er komið vor í París Páskaferð til Frakklands 16.-23. apríl. Frábær vikuferð til París- ar, Rouen, Amiens og Reims. Versalir heimsóttir og hinn heimsfrægi skemmtistaður LIDO. íslenskur fararstjóri. Verð kr. 29.530.- Iðandi stórborgir um páska Kaupmannahöfn — ein vika..........Verð frá kr. 25.550.- London — ein vika. — Selfridge hótel.Verð frá kr. 25.230.- Ath. enski fótboltinn: 18. apríl Wimbledon — Arsenal. Ath. enski fótboltinn: 20. apríl West Ham — Tottenham. Amsterdam - ein vika..............Verð frá kr. 22.510.- Glasgow — ein vika................Verð frá kr. 19.210.- Ath. Sama lága verðið er enn í fullu gildi i Glasgow. Florida Þar er sólin heitari, steikurnar stærri og strandirnar betri. DISNEYWORLD, SEAWORLD OG EPCOT CENTER. - Það er ævintýri líkast að dvelja eina viku í Orlando í næsta ná- grenni við Andrés Önd. Sérferð eldri borgara til Mallorca 2. maí — 6. júní 36 dagar. Ferðin verður undir öruggri leiðsögn og handleiðslu ELÍSA- BETAR HANNESDÓTTUR sem er sérmenntuð í íþróttum aldraðra og starfar á vegum Féiags áhugamanna um íþróttir aldraðra. Einnig verður hjúkrunarfræðingur með í ferðinni. Verð frá kr. 35.600.- Hjá okkurer ALLT innifalið. Gerið verð- samanburð. FERÐASKRIFSTOfAN URVOL v/Austurvöll. Símar (91)26900 og 28522 Kjörorð okkar eru: — Úrvalsferð — Úrvaisverð — Úrvalsþjónusta

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.