Morgunblaðið - 19.03.1987, Síða 30

Morgunblaðið - 19.03.1987, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 Afnám prestskosninga: „Fagna því að gömlu lög- in hafa verið afnumin“ - segir herra Pétur Signrgeirsson biskup „ÉG fagna því heilshugar að gömlu lögin frá 1915 hafa nú verið afnumin því í þeim voru augljósir vankantar sem voru síst til að treysta samheldni innan kirkjusókna“, sagði biskup ís- lands, herra Pétur Sigurgeirs- son, er hann var inntur álits á nýjum lögum um veitingu pre- stakalla, sem samþykkt voru á Alþingi í fyrrinótt. Biskupinn sagði að afnám gömlu laganna hefði lengi verið til umræðu innan kirkjunar og fyrir lægju sam- þykktir og ályktanir hinna ýmsu stofnana kirkjunar, svo sem Kirkju- þings, í þá veru. „Það var tími til kominn að breyta lögunum um prestskosningar sem nú eru orðin 70 ára gömul og að mörgu leyti úrelt. Á þeim voru augljósir van- kantar. Þar var til dæmis talað um almennar prestskosningar en dæmi voru um að allt upp í 40% af sóknar- bömum gátu ekki tekið þátt í þeim vegna ijarveru eða af öðrum orsök- um. Reynslan af þessum kosningum hefur ennfremur leitt í ljós mjög óæskilegar hliðarverkanir innan sóknanna og þær hafa leitt til upp- lausnar innan prestakalla. Prestur sem vinnur slíkar kosningar getur verið mörg ár að sameina sóknar- bömin aftur og stundum verður það ekki hægt. í þéttbýli hefur reynslan orðið sú að prestur sem ætlar að sækja um brauð verður að hafa handbærar eitt til tvö hundruð þús- und krónur til að koma af stað kosningavél og mikið hefur borið á því að umsækjendur hafi jafnvel farið hús úr húsi til að biðja fólk um að kjósa sig. Þetta tekur mikinn tíma og það er að mínum dómi ekki vænlegt fyrir umsækjendur að þurfa að heyja hólmgöngu við stétt- arbræður sína fyrir hvers manns dyrum. Eins hefur í slíkum kosning- um borið á umfjöllun um umsækj- endur sem alls ekki er sæmandi. Ég vil þó taka fram, að þótt nú hafi verið ákveðið að reyna annað fyrirkomulag verður aldrei komist fyrir allra hnökra sem að fylgja veitingu prestakalla. í nýju lögun- um er til dæmis er gert ráð fyrir kosningar eigi sér stað eftir sem áður innan safnaðarstjóma. Þær skipa að meðaltali um 14 til 18 manns, þar sem einnig er gert ráð fyrir þáttöku varamanna í slíkum kosningum. Þó má benda á að lög- in gera einnig ráð fyrir þeim möguleika að safnaðarstjóm geti kallað til prest, sem þá fær 4 ára reynslutíma áður en kosið verður um hann. Eins er gert ráð fyrir að kosið verði um veitingu prestakalla ef ákveðið hlutfall sóknarbama fer fram á slíkt. En ég fagna því að nýtt fyrirkomulag verður nú reynt og að fímm ámm liðnum verður það tekið til endurskoðunar og því breytt ef þurfa þykir. Ég geri þó ekki ráð fyrir að miklar breytingar verði gerðar þar á því ég hef trú á að þetta nýja fyrirkomulag muni reynast vel“, sagði biskup Islands, herra Pétur Sigurgeirsson. HEIMA VINNANDIHUSMÆÐUR ÞAKKA HEILBRIGÐISRÁÐHERRA Fulltrúar hagsmunanefndar heimavinnandi húsmæðra færðu Ragnhildi Helgadóttur heilbrigðisráðherra blómvönd í tilefni samþykktar á lengingu fæðingarorlofs. Það var samþykkt á þingi Bandalags kvenna 8. mars sl. að færa Ragnhildir þakkir með þessum hætti. Á myndinni eru þær Helga Guðmundsdóttir og Ragna Jónsdóttir ásamt heilbrigðisráðherra Ragnhildi Helgadóttur. 10 félög BHMR hafa boðað verkfall Bókasafnsfræðingar boða verkfall frá 2. apríl BÓKASAFNSFRÆÐINGAR, sem starfa hjá ríkinu, hafa boðað verkfall frá og með 2. aprfl næst- komandi. Atkvæði voru greidd um verkfall um helgina og sam- þykktu 33 verkfall, 14 voru á móti og auðir seðlar voru fjórir. Á kjörskrá voru 54, en 51 greiddi atkvæði. Þeir bókasafnsfræðing- ar, sem boðað hafa verkfall, starfa meðal annars á bókasöfn- um framhaldsskóla, Háskóla- bókasafni, Landsbókasafni og hjá ýmsum stofnunum rikisins. Samtals hafa sjö aðildarfélög BHMR, Bandalags háskólamanna, sem starfa hjá ríkinu, nú boðað verk- fall og verkfall þriggja félaga til viðbótar, Hins íslenska kennarafé- lags, Félags háskólamenntaðra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraþjálf- arafélags íslands, eru þegar hafin eða um það bil að hefjast. Þessi fé- lög hafa boðað verkfall: Félag íslenskra fræða frá 23. mars, Sál- fræðingafélag íslands frá 24. mars, Stéttarfélag íslenskra félagsráð- gjafa og Iðjuþjálfafélag íslands frá 26. mars, Félag íslenskra náttúru- fræðinga frá 31. mars, Matvæla- og næringafræðingafélag fslands frá 1. apríl og Félag bókasafnsfræðinga frá 2. apríl. Eitt félag, Útgarður, sem er félag þeirra sem ekki eiga rétt á aðild að öðrum félögum innan BHMR, felldi verkfallsboðun. Tvö félög hafa samið við ríkisvaldið, Pre- stafélag íslands og lögfræðingar, sem starfa hjá ríkinu. TOYOTA FJÖIÆNHA VÉUN NYKYNSLOÐ rOYOTA Bismyndað brunahólf og kerti í miðju Ný hönnun - tannhjóladrifnir knastásar... mm 'wmmam Tveir knastásar, Qórir ventlar og „kross-flæði '. FIOLVENTLA VÉLAR Tvívirk titringsdempun á trissu ... Camry og í]ölv<;ntla vélin Enn kynnir Toyota tækninýjung á sviði fólksbíla, fjölventla vélina, sem er tvímælalaust ujiphaíið að nýrri kynslóð bílvéla. Þessi vél hefur 4 ventla við hvem strokk, eða alls 16, og tölvustýringu á vél og bensíninnspýtingu. Þessi búnaður eykur afl vélaiinnar, nýtir eldsneytið betur og minnkar eyðsluna. Aðrir kostir Fjölventla vélin hefúr einnig svonefnt „breytilegt sogkerfi". í tveggja hólfa soggrein er annað hólfið lokað við lágan snúning vélarinnar. Við aukinn snúning eykst lofttæmi í soggreininni, sérstakur búnaður opnar hitt hólfið og eykur þar með flæði blöndunnar til brunahólfa. Árangurinn er ótvíi’æður • Hraðari og betri bruni • Meira nýtanlegt afl • Aukin sparneytni • Snarpara viðbragð Þessi léttbyggða og kraftmikla vél er einmitt í hinum nýja og glæsilega Toyota Camry, fjölskyldu- bílnum sem nú hefur öðlast aksturseiginleika sportbíls. Sem sagt: Hájiróuð tækni... og bíll sem hæfir henni. Hvort sem ekið er hægt eða sprett úr spori, verður ánægjan af Toyota Camry óblandin. TOYOTA Fjölventla vélin - bílvél framtíðarinnar TOYOTA V|S/6'60l w >tnv

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.