Morgunblaðið - 19.03.1987, Page 46

Morgunblaðið - 19.03.1987, Page 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 Fréttaritari Morgunblaðsins á loðnumiðunum: Þessi skip eru mörg orðin drullupungar - segir Pétur Sæmundsson skip- sljóri á loðnuskipinu Þórshamri GK 75 frá Grindavík Loðnan streymdi í land í Grindavík í hundruðum, jafnvel þúsundum tonna talið. Hver báturinn rak annan og síðan komu þeir aftur hver af öðrum, koll af kolli. A hverjum morgni þegar landkrabbar héldu til vinnu lagði loðnufnyk- inn að vitum þeirra frá höfninni. Vörubílarnir mynduðu langar raðir á bryggjunum og síðan hurfu þeir hver af öðrum drekkhlaðnir til Sandgerðis, Keflavíkur, Hafnarfjarð- ar eða Reykjavíkur, þar sem unnið var sólarhringana út við frystingu á þessum smávaxna fiski sem skapar svo milda vinnu og mikil verðmæti. Ekki má gleyma Grindavík. Þar var heldur betur tekið til hendinni við frystinguna eins og annars staðar þó mest færi í gegnum staðinn enda liggur hann vel við og sparar bátunum langa siglingu fyrir Reykja- nes og inn Flóann. En hvert hurfu þessi bátar sem voru orðnir daglegir gestir. Ekki hurfu þeir bara út innsiglingar- rennuna og austur fyrir Hópsnesið? Pétur skipstjóri í brúnni. Magnús Sigurðsson háseti vinnur við nótina. Ég var staddur niðri á hafnargarð- inum einn laugardagseftirmiðdag fyrir skömmu. Það var verið að landa úr Kap II frá Vestmannaeyjum og nokkrum netabátum. Veðrið var upp á sitt besta eins og svo oft áður á þessum vetri. Magnús NK var að hverfa í austurátt. Nokkrar trillur voru að þræða inn rennuna og Þórs- hamar GK 75 var úti fyrir býsna siginn með 400 tonn. Á bryggjunni ræddu Ásmundur og Sigmar, eigend- ur bátsins, við einn hafnarvörðinn um möguleikana á að báturinn kæmist inn á háfjörunni. Eftir nokkra út- reikninga komust þeir að þeirri niðurstöðu að hann ætti að sleppa. Næsta morgun hvarf báturinn í aust- urátt fyrir Hópsnesið og nú var ég um borð. Ég hafði fengið leyfi til að fara með og sjá hvert hann færi og fylgjast með veiðinni. Báturinn var kominn austur fyrir Þorlákshöfn þegar ég vaknaði og dreif mig upp í brú. Stýrimaðurinn var á vakt, og svaraði greiðlega for- vitnisspumingum landkrabbans. Loðnugangan var út af Melnum, 12 mílur vestan við Eyjar, út af Land- eyjum. Óhætt er að segja að hún sé í fjörunni því að hún var á 10—15 faðma dýpi. Okkur hafði miðað hæg- ar en upphaflega var búist við. Vindur var á móti og töluverður straumur enda bræla utar og kvika. I Vest- mannaeyjum voru 9 vindstig en inn til landsins grillti í strandlengjuna í dumbungnum. í talstöðinni mátti heyra í fyrstu bátunum og gekk á ýmsu. Tveir bát- ar, Gísli Ámi og Jón Finnsson, höfðu sprengt nætumar. Hjá einum bátnum hafði loðnukökkurinn í nótinni lagst / 1 Einn loðnubáturinn vel siginn að snurpa síðasta kastið áður en lagt verður af stað norður. Morgunblaðið/Kr.Ben. PWí'rtHtmw Beðið eftir að _ karlinn _ kalli „Lago“. Hlynur, Árni og Ólafur bíða við spilið fyrir snurpuvírinn. Matthías Sigurpálsson 1. stýrimaður og Jón Pétursson háseti í nýjum flotgöllum. Fyrir aftan þá er Magnús Sigurðsson háseti, sem búinn er að vinna lengi í slikum galla og telur það allt annað líf. Þórður 2. stýrimaður t.h. telur kerlinguna úr sýninu, einn háset- inn til aðstoðar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.