Morgunblaðið - 19.03.1987, Side 66

Morgunblaðið - 19.03.1987, Side 66
66 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. MARZ 1987 Fimm dosiraf hvítri Loftmó.lhingu-" Ingimar Karlsson telur þingmenn ekki hafa lokið öllum þeim verkefnum sem þeir voru kosnir til fyrir fjórum árum síðan og bendir í því sambandi m.a. á fíkniefnamálin. > Þú tekur ferðatöskurnar, þá halda allir að við séum hjón? Sonurinn er frískur en rafhlöðurnar eru tæmdar! HÖGNI HREKKVÍSI Orlítið bitur kveðja til alþingismanna Ágætu alþingismenn, Nú liggur ykkur á. Nú þurfið þið að komast út til fólksins og afla fylgis fyrir kosningu til næstu fjög- urra ára. En eruð þið búnir að ljúka því sem þið voruð kosnir til fyrir fjórum árum síðan? Ég held því miður ekki öllu. Hvað með fíkniefnamálin? Þið hafið ekki sinnt nauðsynlegum breytingum á lögunum þar um. Einn maður fór sjö sinnum til út- landa til innkaupa á fíkniefnum á síðasta ári og var sleppt lausum að loknum yfirheyrslum. Hæstiréttur mildar um helming dóm undirréttar yfir eiturlyfjainnflytjendum. Hann telur skorta heimildir í lögum fyrir svo þungum dómum sem undirrétt- ur tajdi rétt að beita í baráttu sinni við þessa voðamenn. Þarna sofið þið á verðinum. Hvað með hættuleg eiturefni? Fyrir nokkrum vikum komu nokkrir þingmenn fram með frumvarp um að banna innflutning á efni sem eyðileggur verndarhjúp jarðarinnar gagnvart hættulegum geislum úr geimnum. Sannað þykir að þessi hjúpur sé þegar orðinn það skertur að húðkrabbamein sé farið að stór- aukast í sumum löndum af þessum sökum. Allir sem tóku þátt í um- ræðu á Alþingi um þetta frumvarp á Alþingi töldu nauðsyn á því. Það væri hins vegar ekki tími til þess að samþykkja það nú. Já ykkur liggur mikið á. Mig skortir sennilega fremur samúð með ykkar áhugamáli því að mér liggur sjálfum ekkert á. Ástæðan er persónuleg og því ástæðulaust að tíunda hana hér. Mig grunar að það séu ýmis efni flutt til landsins sem annarsstaðar eru fordæmd vegna hættu á að þau séu krabbameinsvaldandi. Þar á ég einkum við ýmis byggingarefni. En hver hefur tíma til að sinna slíku í ykkar önnum kafna þjóðfélagi? Þetta stendur líka fjarri flestum þeim sem ennþá halda heilsunni. Ég vil að lokum minna á að þið alþingismenn þurfið á atkvæðum okkar að halda og við þurfum ár- vökula þingmenn sem hlaupa ekki á atkvæðaveiðar frá óunnu verki. Ingimar Karlsson Til þeirra sem hlut eiga að máli Það er eitt mjög áríðandi sem vantar í stefnuskrá stjórnmála- flokkanna í væntanlegum kosning- um, það er leiðrétting á vaxtaokri lífeyrissjóðanna. Frambjóðendur virðast ekki hafa fundið smjörþef- inn af þessum okurlánum sjálfir, annars kynnu þeir ugglaust að fínna til. Hér eru smá dæmi. Af 100.000 krónum sem fengnar voru að láni hjá sjóð árið 1983 er búið að greiða 80.000 krónur en eftir standa 400.000 krónur. Vitið þið frambjóðendur góðir hvað svona reikningskúnstir ófram- sýnna fagmanna í listinni eru búnar að kosta íslenzkan aðal? Fjöldi heimila er í upplausn, margir hafa geggjast, fleiri tekið sig af. Hinir sem enn standa á löpp- unum eru í þetta einni til fjórum atvinnum á sólarhring til að standa í skilum og hrekkur ekki til — því það eru fleiri krumlur en lánasjóð- imir sem gramsa í kaupumslaginu. Stéttarfélagsgjaldið, Iífeyrissjóðs- gjaldið, félagsgjaldið, starfsmanna- gjaldið, skatturinn, skyldusparnað- urinn, barnsmeðlagið — og svo framvegis. Margt gamalt fólk, sem á þak yfir höfuðið, komið því upp af litlum efnum, situr illa í því. Það hefur lánað unga fólkinu veð í húsinu sínu þegar allt var að fara í kalda kol — en dugði ekki til. Haldið þið að þessi ellilaun þessa gamla fólks sem líka hefur byggt borgina hrökkvi fyrir vaxtagreiðslunum? Fyrir myntbreytingu brunnu pen- ingamir upp í bönkunum á svoköll- uðum vaxtaaukareikningum. Þá varð gömul milljón að tíu þúsund krónum. Þær fékk innistæðueig- andinn. Um það leyti átti kona nokkur úti í bæ gamla milljón og tók aðra að láni hjá lífeyrissjóð til kaupa á íbúð. Lífeyrissjóðurinn kunni eins og bankinn að ávaxta milljónina sína. Því þó konan sé nú búin að borga af þessari lánsmilljón sinni í sjö ár skuldar hún samt þrjú hundmð þúsund. Það er nú aðalnúmer ykkar, frambjóðendur, að taka þennan falska skuldakaleik frá vömm fólks, svo það geti farið að rétta úr herð- unum. Onnur stefnumál, þó af mörgu sé að taka, og ég geri ekki að málefni hér, eru ekki eins aðkall- andi. Guðrún Jacobsen Víkverji skrifar Vetur konungur hefur heldur betur minnt á tilvem sína eftir að hafa látið lítið á sér kræla undan- farna mánuði. Við Islendingar emm skyndilega minntir á að við búum lengst norður í höfum þar sem allra veðra er von. Þegar svona norðan- bál gerir eftir mildan vetur er stórhætta á ferðum fyrir gróður á láglendi. Við verðum bara að vona að skemmdir á gróðri verði sem allra minnstar. Það skýrist á næstu dögum og vikum. xxx Víkveiji getur ekki látið hjá líða að lýsa yfír aðdáun á þeim glæsilega árangri sem handknatt- leiksmenn Víkings hafa náð á undanfömum ámm. í 10 ár sam- fleytt hafa Víkingar annað hvort orðið íslandsmeistarar eða bikar- meistarar í þessari þjóðaríþrótt okkar íslendinga. Og það hefur verið upplýst að markvörður liðsins, Kristján Sigmundsson, hafí staðið í markinu öll þessi ár. Árangur Kristjáns og félaga hans hlýtur að vera einsdæmi hér á landi og jafn- vel í öllum heiminum. Að baki þessum árangri liggur geysileg vinna leikmanna og stjóm- armanna. Leikmenn þurfa að leggja hart að sér við æfingar og keppni og stjórnarmenn þurfa að stjóma starfi deildarinnar og afla peninga til reksturs hennar. Hér gildir það sama og í öllu íþróttastarfi á ís- landi. Störfin em unnin í sjálf- boðaliðsvinnu og af áhuganum einum. Rekstur íþróttadeilda kostar milljónir króna á ári hverju og deild- imar leita á svipuð mið við öflun peninga. Enda verður æ erfíðara fyrir deildirnar að ná endum saman og æ erfiðara er að fá menn til að reka þær. Þetta er vandamál sem íþróttaforystan þarf að glíma við fyrr en seinna. XXX A Ivikunni var Víkveiji viðstaddur athöfn í Langholtskirkju en þangað hafði hann ekki áður kom- ið. Kirkjan er mjög fögur en látlaus og hljómur sérstaklega góður. Við athöfnina sungu tveir af okkar fæmstu óperusöngvurum, Ólöf Kol- brún Harðardóttir og Garðar Cortes, og hefur Víkvetji sjaldan heyrt söng hljóma eins fagurlega og þama.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.