Morgunblaðið - 03.12.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 03.12.1987, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987 5 Starfsmaður fasteignasölu: Farbann framlengt þar til ákæra er birt MÁL starfsmanns fasteignasölu í Reykjavík, sem er sakaður um stórfelld brot, fjársvik, skjalafals og fjárdrátt, er nú til meðferðar hjá ríkissaksóknara, en óvist er hvenær það verður afgreitt það- an. Á þriðjudag var maðurinn úrskurðaður f áframhaldandi farbann þar til ákæra verður birt, þó ekki lengur en til 29. janúar á næsta ári. Snemma í sumar sagði Morgun- blaðið frá máli þessa manns, sem er sakaður um stórfelld brot gagn- vart tugum viðskiptavina sinna. Maðurinn var handtekinn í vor, en sleppt úr haldi aftur í lok maí. Hann var hins vegar úrskurðaður í farbann, sem rann út þann 1. desember, eða á þriðjudag. Þá var lögð fram sú krafa að honum yrði gert að sæta áframhaldandi far- banni og á þriðjudag var kveðinn upp sá úrskurður hjá sakadómi Reykjavíkur að svo skyldi vera til ákærubirtingar, þó eigi lengur en til 29. janúar á næsta ári. Morgunblaðið/Albert Kemp Bátar hafa að undanförnu komið inn á pollinn og kastad á síldartorf- ur. Síldarsöltun að ljúka á Fá- skrúðsfirði Fáskrúðsfirði. SÍLDARSÖLTUN er nú að mestu lokið hér á Fáskrúðsfirði. Heildar- söltun er um 21 þúsund tunnur. Bátar hafa að undanförau komið hér inn á pollinn og kastað á sfldartorfur og sumir fengið full- fermi. Hér hefur verið mikil veðurblfða og enn enginn snjór komið, það sem af er vetri. — Albert. Björgúlfur seldi í Hull BJÖRGÚLFUR EA frá Dalvík seldi f gær afla sinn, mest þorsk í Hull. Verð fyrir aflann var hátt. Björgúlfur EA seldi alls 131 lest að verðmæti 10,5 milljónir króna. Meðalverð var 80,36. Mest af aflan- um var þorskur en eitthvað var líka af kola. Framboð á ferskum físki í Bretlandi er nú fremur lítið, bæði héðan og öðrum löndum. Hins veg- ar eru talsverðar siglingar skipa héðan fyrirhugaðar á næstunni. Grimsby: Stafnes Ltd. hætt rekstri Bókhaid fyrir- tækisins í endurskoðun Umboðsfyrirtækið Stafnes Ltd. í Grimsby hefur nú hætt rekstri um sinn. Verið er að end- urskoða bókhald þess og framtf- ðin óljós. Fyrirtækið er í eigu íslenzkra og erlendra aðila og hefur undanfarin ár selt ferskan fisk fyrir íslenzka útflytjendur á mörkuðunum í Hull og Grimsby. Auk þess hefur það verið í sölu á frystum fiskafurðum í smáum stíl og fyrirgreiðslu fyrir sjávarútvegsfyrirtæki hér heima. Stafnes er eitt þriggja íslenzkra umboðsfyrirtækja á Humber-svæð- inu. Kókaínsmyglari: Gæsluvarð- hald framlengt BRASILÍSKI karlmaðurinn, sem flutti hingað til lands 450 grömm af kókafni, var f gær úrskurðað- ur f áframhaldandi gæsluvarð- hald til 1. febrúar á næsta ári. Maðurinn hefur nú setið í gæslu frá því um miðjan október, en þá voru hann og kona hans handtekin með fíkniefnið í fórum sínum, auk 780 þúsund króna i peningum. Konunni var sleppt, þar sem talið er að maðurinn hafi staðið einn að innflutningi efnisins. OTDK cXvm hreinn Mll HUÓMUR - Enn stígur Mobira skref i f ramar í farsímatækninni Með Mobira Cityman farsímanum nýtirðu tíma þinn beturog eykur athafnafrelsið svo um munar, því hann ersá minnsti, léttasti og því einn sá allra notadrýgsti fyrir athafnafólk á ferð og flugi. • í bílnum • í skjalatöskunni • Á skrifborðinu • Á vélsleðanum • í hnakktöskunni • Á bakvaktinni - Reiðubúinn að koma þér í öruggt samband. Hafðu samband við okkur eða komdu í Ármúlann og fáðu nánari upplýsingar. mm 1 1 *jt __ « rratæKmnr. Ármúla26, símar: 91 -31500-36700 108 Reykjavík Þettaer Mobiia Chyman farsíminn í fullri 1 stæid!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.