Morgunblaðið - 03.12.1987, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 03.12.1987, Blaðsíða 76
Þar vex sem vel er sáð! flforgmtfrlafrtfe Framtíð ER VIÐ SKEIFUNA aana # SUZUKI FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1987 VERÐ í LAUSASÖLU 55 KR. Vestmannaeyjar: Gosminj- ,ar skulu standa GOSMINJAR skulu standa, er svar bæjaryfirvalda í Eyjum við áskorun nokkura ibúa þess efnis að húsarúst frá goslokum yrði rifin niður og fjarlægð. Húsinu hefur nú verið lokað og það girt af. Fyrir nokkru sendu íbúar við Kirkjubæjarbraut og nokkrar ná- lægar götur bæjaryfírvöldum undirskriftalista þess eftiis að hús eitt, sem staðið hefur autt og opið frá goslokum, yrði rifíð. Húsarúst ^þessi stendur efst við Kirkjubæjar- braut og er að hluta niðurgrafíð í jaðri jarðhlaups sem skreið úr Eld- felli í gosinu. Böm hafa mikið notað húsið fyr- ir leiki og álíta foreldrar að bömun- um stafí slysahætta af því. Bæjaryfírvöld vísuðu beiðni foreldr- anna til Gosminjanefndar. Nefndin hafnaði fyrir sitt leyti ósk þeirra og taldi að húsið yrði að vemda vegna gildis þess sem gosminja. Hafa bæjaiyfírvöld í Eyjum nú lát- Jfrið negla fyrir glugga og hurðir hússins og girða það af að hluta. Ætti nú mestu áhyggjum að vera létt af foreldrum í nágrenninu, en fátt segir af hrifningu bamanna. — Bjarni DAGUR XI TILJÓLA Morgunblaðið/GSV Sigurður Ringsted og nýútsprungnar stjúpur í garði hans við Helgamagrastræti á Akureyri. Gular og bláar stjúpur úti í garði Akureyri EINMUNA veðurblíða hefur ríkt á Norðurlandi undanfarnarvik- ur og er nú svo komið að blóm í görðum hér á Akureyri eru farin að ruglast heldur betur f ríminu. Þau eru nefnilega farin að blómstra, að minnsta kosti stjúpumar í garðinum hjá Sigurði Ringsted, fyrrverandi bankaútibússtjóra Iðnaðarbankans. Hann býr við Helgamagrastræti og sagðist hann fyrst hafa tekið eftir knúppunum á stjúpunum sinum á mánudaginn. Þær em gular og bláar. Sigurður sagði að stjúpumar hefðu fallið eins og önnur blóm í haust þegar fór að snjóa, en nú hefðu þær lifnað á ný. „Við erum með stjúpur í kerjum á stéttinni hjá okkur og hafa þær náð að sá sér sjalfar á stéttina og vaxa villt- ar. Þetta er lygilegt," sagði Sigurður. Hann sagði að þetta hefði aldr- ei gerst áður. Hann myndi þó eftir því eitt sinn þann 20. nóvember er hann var á leið til vinnu að hann fann á leiðinni þijá útspr- ungna fífla. Þeir voru vitanlega settir í vatn og fengu að piýða anddyri bankans í nokkra daga. „Maður fær ef til vill blómvönd úr garðinum á jólaborðið ef veður- blíðan helst. Eg ætla ekkert að róta við blómunum að sinni heldur mun ég leyfa náttúrunni að sjá um þetta á meðan vel viðrar." Stefnir í hlýjasta ár síðan 1972 VEÐURFAR hérlendis hefur verið mjög gott það sem af er árinu, og minnir það á hlýinda- skeiðið 1925-60, að sögn Páls Bergþórssonar veðurfræðings. Sumarið var mjög hagstætt viðast hvar á landinu, og vetur- inn mildur, fyrir utan nokkuð kuldakast í október. Heldur hlýrra hefur verið suð- vestanlands en í meðalári, úrkoma heldur minni, en sólskin 45 stundum undir meðallagi. Ef hiti í desember verður í meðallagi verður árið 1987 það hlýjasta sfðan 1972. Ástæðan fyrir hlýindunum nú er sú að um okkur leika nú suðlægir vindar, en samkvæmt upplýsingum frá Veður- stofunni er lítil ástæða til að spá áframhaldandi hlýindaskeiði. „Menn hafa verið að ræða um að nú væru áhrif kolsýrunnar í loftinu að koma í ljós, en sennilega er þetta aðeins tilviljun, og segir ekki mikið til um framhaldið," sagði Páll Berg- þórsson. Faxamarkaður: Karfi seldur á metverði KARFI var seldur á hæsta verði sem fengist hefur á fiskmörkuð- unum til þessa, á Faxamarkaði i gær. Seld voru 37,6 tonn af karfa úr Jóni Baldvinssyni RE á meðal- verðinu 32,36 krónur. Andrés Hallgrímsson, starfsmað- ur Faxamarkaðar, segir að verð á karfa sé um 24 kr. að jafnaði á fískmörkuðunum, en í gær hafi karfínn farið hæst á 35 kr. og lægst á 30,50. Fiskurinn hafí verið seldur til Garðskaga hf. í Garði og fari líklega í frystingu. Franskar kartöflur: Engin innflutnings- leyfi í næstu viku Innflutningsnefnd maljurta falið að gera tillögur um möguleika innlendu framleiðendanna Landbúnaðarráðuneytið gefur ekki út nein innflutnings- leyfi fyrir frönskum kartöflum í þessari viku, öðrum en þeim sem þegar eru á leið til landsins. Ráðuneytið tilkynnti innflytj- endum þessa ákvörðim á mánudag. Jafnframt fól ráðherra innflutningsnefnd garðávaxta að kanna innflutninginn og möguleika til að framleiða þessa vöru úr innlendu hráefni og að gera tillögur um skipan mála í framtíðinni. Tillögur nefndarinnar eiga að liggja fyrir á mánudag. Sveinbjöm Eyjólfsson fulltrúi í landbúnaðarráðuneytinu orðar þetta þannig að ráðuneytið hafí -y„tímabundið frestað afgreiðslu innflutningsleyfa fyrir franskar kartöflur". Fái innflytjendur ekki ' áritun á tollpappíra nema fyrir þeirri vöru sem væri á leiðinni til laiídsins. Innflutningsnefndini hefði verið falið að kanna innflutn- ing á frönskum kartöflum, kart- öflubirgðir landsmanna og möguleikana á framleiðslu á frönskum kartöflum úr íslensku hráefni. Þá hefði nefndinni verið falið að gera tillögur um skipan mála. Eftir það kæmi í ljós hvort innflutningurinn yrði óbreyttur, hann takmarkaður eða alveg stöðvaður. Innflutningsnefnd matjurta er skipuð samkvæmt ákvæðum i bú- vörulögum og eru í henni tveir fulltrúar bænda, tveir fulltrúar innflytjenda (skipaðir af viðskipta- ráðherra) og oddamaður tilnefnd- ur af landbúnaðarráðherra. Nefndinni er ætlað það hlutverk að láta landbúnaðarráðherra í té rökstutt álit um hvort innflutnings matjurta og blóma sé þörf og hve mikils. I búvörulögunum segir að landbúnaðarráðherra hafi með höndum leyfisveitingar til innflytj- enda kartaflna, nýs grænmetis, sveppa og blóma og innflutningur þessara vara sé því aðeins leyfður að innlend framleiðsla fullnægi ekki eftirspum. Samtök kartöflubænda hafa oft farið fram á að innflutningur franskra kartaflna verði stöðvaður þegar innlend framleiðsla sé á markaðnum, ekki síst frá því ljóst varð í haust að mikil offramleiðsla var á kartöflum í landinu í ár. Hey í hreyfíl Flugleiðaþotu DC-8 VÉL frá Flugleiðum dró i sig hey í flugtaki á flugvelli í Banjul i Gambiu í fyrradag og var vélin ferjuð á þremur hreyflum til Lúxemborgar þar sem skipt var um hreyfil. Vélin, sem ber einkennisstafina TF-FLE, var í leiguflugi fyrir Scanair og á leið til Stokkhólms. „Það var aldrei nein hætta á ferð- um," sagði Steinn Logi Bjömsson, forstöðumaður upplýsingasviðs Flugleiða, í samtali við Morgun- blaðið. „Vélin var. í flugtaki og dró þá í sig hey úr heysátu á túni í grennd við flugvöllinn. Slökkt var á hreyflinum, samkvæmt reglum um svona atvik, og lent aftur. Það fund- ust engar skemmdir á hreyflinum en vélin var feijuð til Lúxemborgar á þremur hreyflum þar sem skipt var um hreyfil af öryggisástæðum." TF-FLE hefur verið í leiguflugi fyrir Scanair síðan í september og mun halda því áfram út apríl. Suðurnes: Gjaldheimta sett á stofn FULLTRÚAR sveitarfélaga á Suðumesjum og Jón Baldvin Hannibalsson, fjármálaráðherra, undirrituðu i gær samning um stofnun Gjaldheimtu Suðurnesja, sem staðsett verður f Njarðvfk. Gjaldheimta Suðumesja er fyrsta gjaldheimtan af tíu sem fyrirhugað er að stofna út um land og hefst starfsemi hennar þann 1. janúar næstkomandi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.