Morgunblaðið - 26.01.1989, Síða 52

Morgunblaðið - 26.01.1989, Síða 52
'íEiSí' VEITINGAHÚSIÐ SKÚTAN DALSHRAUNI 15 S. 51810 og 651810 KORFUKNATTLEIKUR - NBA-DEILDIN ÞÖRR\ MATUR Fjölbreyttur þorramatur á fjölskyldubakka, kr. 1.050.- pr. mann. Ljúffengur þorramatur á trogum fyrir fimm manns eöa fleiri, kr. 1.050.- pr. mann. Glæsilegar þorraveislur að viðbættri grlsa- steik, t.d. fyrir fyrirtæki og/eða félagasamtök, kr. 1.150.- pr. mann. Bjóðum upþ a þægilegan og vistlegan sal fyrir 50 - 170 manna hópa. MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTT1R FIMMTUDAGUR 26. JANÚAR 1989 NBA-molar ■ PÉTUR Guðmundsson, okk- ar maður í NBA-deildinni, er með nokkuð góða nýtingu úr þriggja stiga skotum. Hann hefur leikið í deildinni í fjögur ár með Portland, Los Angeles Lakers og loks San Antonio Spurs. Nýting hans úr skotum fyrir utan línuna er 50%. Pétur hefur skotið tvisvar og hitt úr öðru skotinu! í úrslitakeppninni hefur Pétri ekki gengið jafn vel — skotið tvisvar án þess að skora. ■ STIGAMET NBA-deildarinn- ar var sett í leik Detroit Pistons og Denver Nuggets í Denver 1983. Detroit sigraði eftir þrí- framlengdan leik, 186:184. Flest stig í leik án framlengingar voru er Denver sigraði San Antonio Spurs 163:155, árið 1984. Það eru tæp 7 stig á mínútu. Fæst stig í leik í NBA-deildinni voru í leik Fort Wayne Pistons og Minnea- polis Lakers árið 1950. Wayne Pistons sigraði í leiknum, 19:18. Þess má geta að Georg Mikan gerði 15 af 18 stigum Lakers. Metið í íslandsmótinu var sett í fyrra er Haukar sigruðu Tindastól 141:134 í þrí-framlengdum leik. ■ LOS Angeles Lakers hefur náð bestum árangri á útivelli. Það var árið 1972 er liðið sigraði í 31 af 38 útileikjum sínum. Sama ár náði liðið besta árangri í heild, vann 69 af 82 leikjum sínum. Boston Celtics hefur hinsvegar náð besta árangri á heimavelli. Það var árið 1986 er liðið sigraði í 40 af 41 heimaleik sínum. ■ UPPSELT hefur verið á síðustu 500 heimaleiki Portland Trail Blazers. Það er met í NBA- deildinni. Boston Celtics er í 2. sæti með uppselt á 387 heimaleiki í röð. ■ OG Beiri met. Los Angeles Lakers hefur unnið flesta leik í röð. Það var 1971-72 er liðið vann 33 leiki í röð. Liðið tapaði svo 34. leiknum fyrir Milwaukee, 104:120. Þá var í liði Milwaukee „efnilegur" leikmaður, Kareem Abdul-Jabbar sem nú er að ljúka ferli sínum með Lakers. Pat Rilay, ræðumaður og þjálfari. ■ PAT Riley, þjálfari Lakers, þarf ekki að hafa áhyggjur af aura- leysi. Hann fær rúmlega 400.000 dollara í laun fyrir að þjálfa lið Lakers. Við þetta bætist svo þókn- un fyrir að halda ræður hér og þar í Bandaríkjunum. Fyrir að stíga í pontu tekur Riley um 15.000 doll- ara. Þess má geta að í fyrra hélt hann um 50 ræður. „Ég tel mig vera þjálfara og fyrirlesara," segir Riley. „Ræðumennskan hjálpar mér við að koma sjónarmiðum mínum á framfæri og gera fólki grein fyrir því hvað ég geri sem þjálfari." ■ ÁHORFENDUM fjölgaði um 22,9% í NBA-deildinni í fyrra. Árið 1987 voru áhorfendur 4.330.488 en í fyrra voru áhorfendur 5.307.143. Mesta aukningin var á leikjum Sacramento, LA Clippers, Milwaukee og New York. , iilififjliífííttutiiiitimtt t NBA-úrslK Atlanta Hawks—Cleveland Cavaliers...............................121:105 New Jersey Nets—Denver Nuggets..................................117:115 Seattle Supersonics—Portland Trail Blazers......................103:100 Chicago Bulls—Dallas Mavericks .................................109: 91 Houston Rockets—Miami Heat ....................................118: 93 Phoenix Suns—Charlotte Homets................................. 106:103 New York Knicks—Los Angeles Lakers..............................122:117 Milwaukee Bucks—Sacramento Kings................................114:110 1. VINNINGUR á laugardag handa þér, ef þú hittir á réttu tölumar. • • vantaí smn: /z mo, ■ asimsv OFALDUR Mark Jackson átti mjög góðan leik gegn Lakers og stjómaði spili New York. Lakers skelh á heimavelli EFTIR 24 sigra í röð á heima- velli urðu meistararnir, Los Angeles Lakers, loks að játa sig sigraða. Það var New York Knicks sem stöðvaði sigur- göngu Lakers og sigraði 122:117 í spennandi leik. Þess má geta að New York hafði aðeins tapað einum leik á heimavelli, fyrir Lakers, og því má segja að leikmenn New York hafi borgað fyrir sig. Síðustu mínútumar vom mjög spennandi og þegar nokkrar sekúndur vom til leiksloka var stað- an 120:117 og Lakers með boltann. Liðið reyndi þtjú Gunnar skot en þau geiguðu Valgeirsson skrifar öll og New York gerði síðustu stigin úr vítaskotum. Pat Ewing (25 stig) og Mark Jackson vom bestir í liði New York. Micheal Jordan meiddist í leik .Chicago gegn Dallas. Hann hvfldi lengst af en kom inn á í fjórða leik- hluta. Þá gerði hann út um leikinn með 9 mikilvægum stigum og Chicago sigraði 109:91. Dominique Wilkins var í miklu stuði er Atlanta sigraði Cleveland 121:105. Wilkins gerði 41 stig fyrir Atlanta. New Jersey sigraði Denver, 117:115 í spennandi l'eik. Það sem var þó merkilegast við þennan leik var að Michael Adams gerði ekki þriggja stiga körfu í leiknum en hann hafði gert a.m.k. eina slíka í 79 leikjum í röð, en það er met.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.