Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 9 Q'ffimamatseðill á kvöldin í alltsumar. Þríréttaður fm2250úl2.950kr. SE A Einnigbjóðum viðgestum að velja afhinum frábœra sjávarrétta- ogsérréttamatseðli. ÍMf BORÐAPANTANIRI SIMA 25700. cSx. TOSHIBA . Þeir sem eiga TOSHIBA örbylgjuofn segja að það sé tækið, sem þeir vildu síst vera án. TOSHIBA eru mest seldu örbylgjuofnarnir á Islandi og þeim fylgir ókeypis kvöldnámskeið hjá Dröfn H. Farestveit hússtjórnarkennara. Hvernig væri að láta drauminn rætast og <á sér slíkan kostagrip ? Við bjóðum yfir 10 gerðir af TOSHIBA örbylgjuofnum á verði og kjörum, sem allir ráða við I Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni-28 S622901 og 622900 ErindiÞórðar í upphafl greinar sinn- ar rifjar Kristján upp erindi sem Þórður Frið- jónsson, forstjóri Þjóð- hagsstofnunar, flutti á aðalfundi Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna í vor, þar sem hann ræddi um markaðstengingu ís- lensku krónunnar í stað þess að Seðlabanki og ríkissljóm ákvæðu gengi eins og nú er raunin. Kristján segir síðan: „Mér finnst að þessar ábendingar Þórðar hafi ekki fengið nægilega at- hygli og umfjöllun og langar því til að fjalla um þær hér en þær em í meginatriðum þessar: . „1. Skynsamlegt er að breyta leikreglum um gengisákvörðun krón- unnar þannig að framboð og eftirspum eftir gjald- eyri geti haft áhrif á daglegt gengi krónunn- ar. Markaðsgengi krón- unnar getur stuðlað að betra jafnvægi i þjóðar- búskapnum en gildandi gengistilhögun. 2. í því skyni að koma á markaðsgengi er nauð- synlegt að þróa gjaldeyr- ismarkað og virkan pen- ingamarkað. í því sam- bandi er meðal annars mikilvægt að efla stjórn- tæki Seðlabankans og loka yfirdráttarheimild ríkissjóðs í Seðlabankan- um.“ Segja má að íslenskt efnahagslíf byggist í dag á því grundvallarlögmáli að verðlag sé frjálst og það ráðist af franiboði og eftirspum. Þetta á við um verðlag á öllum svið- um þjóðlífsins nema á gengi krónunnar. Þar te\ja stjórnvöld emf ástæðu til að íhlutast um verðlag með því að skylda þá, sem selja vöra og þjónustu erlendis, til þess að skila andvirði framleiðslunnar fyrir ákveðið verð sem stjóm- völd ákveða. Þessi verð- mæti em síðan afhent innflyijendum til ráðstöf- unar sem síðan mega selja þau í formi inn- fluttrar vöm fyrir það verð sem þeim þóknast að fá fyrir þessi sömú verðmæti." Markaðsgengi krónunnar Iindi Sölumiðstöðvar hrað- |a í vor flutti Þórður Frið- J.tjóri Þjóðhagsstofnunar, at- írindi um að markaðstengja 'utað þess að Seðlabanki og ^væðu gengi krónunar eins hver mörk til frávika. Hvor'i reynast raunhæf ræðst á mar^^ þeim fjármálalegu ákvt^p stjórnvöld reyna að hafa á þess að tryggja markT gengi. Því verður að Króna á frjálsum markaði Umræður um skipan gengismála eru ekki nýjar af nálinni. Hagfræðingar, stjórnmála- menn og forystumenn í atvinnulífinu hafa á undanförnum misserum viðrað ýmsar hugmyndir um hvaða fyrirkomulag gengis- skráningar myndi best henta íslenskum hagsmunum. Kristján Ragnarsson, for- maður Landssambands íslenskra útvegs- manna, ritar í nýjasta hefti Útvegsins, fréttabréf LÍÚ, grein þar sem hann færir rök að því að markaðstenging krónunnar gæti, að uppfylltum vissum skilyrðum, ver- ið skynsamlegasta lausnin. Erfitt að mark- aðstengja krónuna Formaður LÍÚ heldur áfram: „Allt fram á þetta ár hafa mikilvægar ákvarðanir í verðlagsmál- um verið háðar ákvörð- unum opinbers aðila. Má þar nefna ákvörðun fisk- verðs, sem ákveðið hefur verið af Verðlagsráði sjávarútvegsins, og verð á olíuvörum sem ákveðið hefur verið af Verðlags- ráði. Eins og okkur er vel kunnugt um em opinber afskipti hætt af þessum málaflokkum og ræðst nú verð með samningum eða á markaði. Hvað skyldi valda því að markaðsaðstæður skuli engu ráða um verð á gjaldeyri hér á landi þegar þessu er öfugt far- ið í öllum nálægum lönd- um? Satt best að segja held ég að n\jög erfitt væri að markaðstengja gengi krónunnar með hliðsjón af smæð markaðarins. Þórður vekur hins vegar athygli á því að það sé engum þeim vandkvæð- um bundið sem ekki megi leysa. Sjálfsagt er að stjórii- völd seiji sér markmið um stöðugt gengi og miðað sé við einhver mörk til frávika. Hvort þau mörk reynast raunhæf ræðst á markaðnum og af þeim fjármálalegu ákvörðun- um sem stjómvöld reyna að hafa á markaðinn til þess að tryggja markmið um stöðugt gengi. Því verður að linna að stjórnvöld skammti sjáv- arútveginum starfsskil- yrði með handstýrðu gengi. Þetta á reyndar ekki aðeins við um sjáv- arútveginn heldur einnig iimlendan samkeppnis- iðnað og þann vísi að ferðamannaiðnaði, sem nú er að kikna undan óraunhæfu gengi sem gerir ísland að dýrasta ferðamannalandi í Evr- ópu og þótt víðar væri leitað." Burtmeð skömmtunar- valdið í lok greinar sinnar segir Kristján: „Nýlega birtust upplýsingar um afkomu sjö stærstu sjáv- arútvegsfyrii-tækja lands- ins sem sýndu umtals- verðan hallarekstur af fiskvinnslu. Sömu sögu er að segja um útgerðar- þátt þessara sömu fyrir- tækja. Þessi afkomumynd blasir við áður en kemur til skerðingar á veiði- heimildum og áður en nýr skattur í formi sölu veiði- heimilda leggst á og áður en veiðieftirlitsgjald tvö- faldast, en samtals munu þessar nýju álögur nema um 600 milljónum króna. Minnkun veiðiheimilda til fiskveiða er að minu mati óhjákvæmileg. Við megum undir engum kringumstæðum lenda í þeim hremmingum sem íbúar Nýfundnalands hafa lent í með tveggja ára banni á þorskveiðum. Það var erfitt fyrir Norð- menn og Sovétmenn að takmarka þorskveiðar í Barentshafi eins og gert var en það hefur nú borið ríkulegan ávöxt. Það er skylda stjóm- valda að gera sjávarút- veginum mögulegt að komast yfir þessa erfið- leika svo fólkið sem við hann vinnur glati ekki trúnni á að það geti haft framfærslu af viimu við sjávarútveg. Því er hins vegar ekki að neita að rík ástæða er til þess að hafa áhyggjur af stefnu stjóm- valda. Fjármálaráðherra, sem sér þann kost vænst- an að leggja nýja skátta á sjávarútveginn, er ekki líklegur til þeirrar fram- sýni sem stjómvöld þurfa að hafa til þess að takast á við þessa erfiðleika. Gengisstefna sem byggist á því að skammta sjávarútveginum tekjur fyrir afurðir sinar með óraunhæfu gengi, mun leiða til ófamaðar. Því fögnum við liugmyndum um mai-kaðstengingu á gengi íslensku krónmmar og teljum að með því verði mtt úr vegi því skömmtxmarvaldi sem stjómvöld hafa gagnvart sjávarútveginum. Það er svo okkar að lifa við þær kringxunstæður sem markaðstenging á gengi íslensku krónunnar gef- ur.“ Nachi legurer japönsk gæóavara á sérsaklega hagstæóu veröi. Allaralgengustu tegundir fáanlegará lager. Sérpantanir eftir þörfum. Wldsotify HÖFÐABAKKA 9 112 REYKJAVÍK SÍMI91-670000 Ofl 685656 BIODROGA LÍFRÆNAR JURTA SNYRTIVÖRUR „AGE PROTECTION“ BIODROGA Gulllínan uppfyllir allar þarfir húðarinnar til að viðhalda ferskleika og heilbrigðu útliti. Útsölustaðir: Stella, Bankastræti; Kaupfélag Eyfirðinga; Ingólfsapótek, Kringl- unni; Kaupfélag Skagfirðinga; Lilja, Grenigrund 7, Akranesi; Vestmannaeyja- apótek; Bró, Laugavegi; Gresika, Rauðarórstíg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.