Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 51
MORGUNBLÁÐIÐ ÞRIÐJÚDAGÚR 18. ÁGÚST 1992 51 Sameiningarviðræður sveitarfélaganna: Sveitarstjórn Kjalarnes- hrepps hafnar sameiningu HREPPSNEFND Kjalarneshrepps ákvað á fundi sínum í gærmorgun að senda ekki fulltrua sinn fund sameiningarnefndar sveitarfélag- anna sem fram fór á sama tíma í Kópavogi. I bókun frá nefndinni er sameiningin harðlega átalin og jafnframt er vinnubrögðum sam- einingarnefndarinnar mótmælt. í bókun hreppsnefndarinnar er fullyrt að sameiningarnefndin taki Byggðir við Húnaflóa: Biskup vísiterar BISKUP íslands, Ólafur Skúlason, lýkur visitasíu um Húnavatnspróf- astsdæmi dagana 21.-24. ágúst með guðsþjónustu í kirkjum Strandasýslu. Við guðsþjónustu eða helgistund þjónar sóknar- prestur fyrir aitari, en biskup predikar. Á föstudag, 21. ágúst, predikar biskup á Prestsbakka kl. 14 og Óspakseyri kl. 17. Á laugardag, 22. ágúst, predikar biskup í Kollafjarðar- nesi kl. 14, í Kaldrananesi kl. 17 og í Drangsnesi kl. 21. Á sunnudag predikar hann í Hólmavík kl. 14 og á Stað í Steingrímsfirði kl. 17.30. Síðasta predikun biskups í visitas- íunni verður svo í Árnesi á mánu- dag, 24. ágúst, kl. 14. NORRÆN ráðstefna um fram- haldsskólamál fatlaðra, einkum þroskaheftra, verður haldin dag- ana 16.-19. september nk. á Hót- el Loftleiðum. Að ráðstefnunni standa norræna samtök, NFPU (Nordiska Förbundet Psykisk Utvecklingshamning) en Lands- ■ ALHEIMSMÓT hvítasunnu- manna verður haldið í Ósló í Nor- egi dagana 9.-12. september. Þetta er í 16. sinn sem hvítasunnuhreyf- ingin kemur saman til alheimsmóts og í fyrsta sinn sem hvítasunnufólk úr fyrrum kommúnistaríkjum fær óhindrað að fara til fundarins. Með- al ræðumanna verður Yonggi Cho, sem veitir forstöðu 700 þúsund manna kirkju í Seoul í Suður- Kóreu. (Fréttatilkynning) einungis mið af hagsmunum ríkis- ins og stærri sveitarfélaga á kostn- að hinna minni. Þar segir einnig að engin tilraun sé gerð til að meta hvemig gæta eigi hagsmuna minni byggðarlaga við sameiningu á borð við þessa. Hreppsnefndin telur meginrökin fyrir stækkun sveitarfélaga vera þau að auðveldara verði að flytja Ráðstefna þessi er haldin til að marka upphaf rannsóknarsamvinnu Fróðskaparseturs Færeyja og heim- samtökin Þroskahjálp eiga aðild að samtökunum fyrir Islands hönd og hafa því yfirumsjón með ráðstefnunni. í fréttatilkynningu frá Þroska- hjálp segir að ráðstefnan sé ætluð skólafólki, bæði kennurum, nem- endum, skólastjómendum, embætt- ismönnum og kjörnum fulltrúum og ennfremur fólki sem vinnur að rannsóknum eða tengist á annan hátt lífi fatlaðra nemenda. Forseti íslands, frú Vigdís Finn- bogadóttir, verður viðstödd setn- ingu ráðstefnunnar og mennta- málaráðherra mun ávarpa ráð- stefnugesti í upphafi hennar. Fyrir- lesarar, tólf talsins, koma frá Dan- mörku, Finnlandi, íslandi, Noregi og Svíþjóð og fjalla um stöðu fatl- aðra/þroskaheftra nemenda í fram- haldsskólum á Norðurlöndum út frá þeirri hugmyndafræði að skólinn skuli vera fyrir alla. verkefni frá ríki til sveitarfélag- anna. Nefndin bendir þó á að und- anfama áratugi hafi sveitarfélögin unnið saman með góðum árangri að ýmsum málaflokkum, svo sem fræðslu- og heilbrigðismálum. Nefndin telur sameiningu miða að aukinni miðstýringu og leiða til þess að vald færist í auknum mæli frá fólkinu í landinu. Nefnd- in skorar því á Samtök sveitarfé- laga á höfuðborgarsvæðinu að virða og gæta hagsmuna minni sveitarfélaga sem geti og vilji varðveita sjálfstæði sitt. spekideildar Háskóla íslands. Nefndir hafa verið starfandi hjá báðum þessum stofnunum síðan árið 1990 til þess að undirbúa ráð- stefnuna. Ráðstefnan verður sett klukkan 9 fimmtudaginn 20. ágúst og flytja þá bæði rektor Háskóla Islands og rektor Fróðskaparseturs Færeyja stutt ávörp. Á fimmtudeginum verða síðan flutt erindi um íslenskt og færeyskt mál, mannanöfn, og bókmenntir. Síðari dag ráðstefn- unnar verður íjallað um fiskveiðar Færeyinga hér við land, sameigin- lega fiskstofna, stöðu landanna í síðari heimsstyijöld, þróun samfé- laganna í Færeyjum og á íslandi, og viðhorf þjóðanna hvorrar til ann- arrar. Fram kemur í fréttatilkynningu frá heimspekideild H.I. að fyrir- komulag ráðstefnunnar sé þannig að tveir fyrirlesara, annar Færey- ingur og hinn íslendingur, fjalla um sambærilegt efni frá sjónarhóli sinnar þjóðar. Fyrirlestramir verða fluttir á færeysku og íslensku, en útdrættir úr þeim koma til með að liggja frammi. Stefnt er að því að gefa fyrirlestrana út ásamt ítar- legri bókaskrá sem kæmi að gagni við áframhaldandi rannsóknir. Ráðstefnan er öllum opin og án þátttökugjalds. Norræn ráðstefna um framhaldsskóla fyrir alla Islensk-færeysk ráðstefna: Fjallað um sameigin- leg rannsóknarefni RÁÐSTEFNA um rannsóknarefni sem ísland og Færeyjar eiga sam- eiginleg á sviði máls og bókmennta, sögu og samfélagsfræða verður haldin í Odda, hugvísindahúsi háskólans, dagana 20. - 21. ágúst nk. Ráðstefna þessi er haldin á vegum heimspekideildar Háskóla íslands og Fróðskaparseturs Færeyja. Hafna ásökunum nemenda - segir Rafn Geirdal skólastjóri RAFNI Geirdal skólasljóri Nuddskólans, segist hafnar öllum ásök- unum nemenda sinna. „Það verður að koma skýrt fram,“ sagði Rafn, „að skólinn ræður sér 100% sjálfur og það er enginn sem ræður yfir honum. Nemendur mínir hafa verið að reyna að koma fram sínum óskum en mér finnst það gert á full frakkan hátt.“ Aðspurður sagðist Rafn aldrei hafa fullvissað nemendur sína um að þeir yrðu nuddfræðingar, hvað þá heldur að þeir fengju starfsrétt- indi á stofu eftir nám sitt. „Nem- endur mínir sóttu það fast að fá að komast inn í skólann. Þau verða þannig að taka því hvernig ég kenni. Ég hvorki auglýsti né þurfti að bera mig eftir nemendum. Af þeirri ástæðu er erfitt að tala um blekkingar." Námsskrá segir Rafn hafa verið samda til að hæfa nemendum og hafi verið í stöðugri þróun allan veturinn. Hann hafi tilkynnt að breytingar gætu átt sér stað, sem og varð raunin. „Breytingamar sem þau gagnrýna eru í raun framfarir í þeirra þágu,“ segir Rafn um þær ásakanir að ekki hafi verið staðið við námsskrá. Rafn hafnar alfarið gagnrýni um meint misferli við boðun nýs greiðslumáta skólagjalds. „Námið. tekur tvö ár og þau eru samþykkt inn í skólann á þeim forsendum. Reikningurinn er því fyrir tvö ár og ég tel að óþarft sé að tiltaka innihaldskostnað í upphafi. Það er einfaldlega greitt fyrir allt tímabil- ið. í upphafi ætluðu allir að vera með en þegar líða tók á veturinn kom í ljós að nokkrir höfðu í huga að hætta námi. í því tilviki verður að taka til greina að raunkostnáður við fyrra árið, námsárið, er miklu meiri en kostnaðurinn við hið síð- ara, starfsárið. Þeir sem hætta verða þá að greiða í samræmi og greiða raunkostnað þess árs sem viðkomandi hefur lokið.“ Rafn hafnar ennfremur þeirri fullyrðingu að siðareglur sem hann setti hafi reynst afturvirkar. Þær hafi hann sett af gefnu tilefni því hann hafi ekki sætt sig við fram- komu einstakra nemenda. Hann lík- ir reglum sínum við siðareglur lækna og bendir á í því sambandi að mikilvægt sé að nemendur í fag- skóla virði fagið. Rafn tekur það sérstaklega fram að hann beri eng- an kala til nemendanna persónu- lega. Það séu nemendurnir sem eru að skapa vandamál úr því sem þau hafa fengið úr skóla sínum. Hann hafi reynt að koma á sáttum en segist úr því sem komið er tilbúinn að ræða málið með milligöngu Neytendasamtakanna. Búnaðarbanki íslands í Hveragerði. Morgunbiaðið/Sigrún Búnaðarbanki íslands í Hveragerði 25 ára Hveragerði. BÚNAÐARBANKI íslands í Hveragerði átti 25 ára afmæli 11. ágúst sl. Hélt starfsfólk bank- ans daginn hátíðlegan með ýms- um hætti. Var öllum viðskipta- vinum bankans boðið upp á kaffi og tertur. Bangsinn Paddington skemmti börnum við góðar und- irtektir. Bankanum bárust marg- ar heillaóskir og góðar gjafir. Fréttaritari hitti að máli Öldu Andrésdóttur sem unnið hefur í bankanum frá stofnun hans og bað hana að segja örlítið frá starfsem- inni. „Það var þann 11. ágúst 1967 að Búnaðarbanki íslands yfirtók Sparisjóð Hveragerðis, sem þá hafði starfað um árabil," sagði Alda. „í fyrstu vorum við bara tvö starfs- mennimir, auk útibússtjórans, Tryggva Péturssonar, sem rak bankann af miklum myndarskap þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. í hans stað kom Guð- mundur H. Thoroddsen sem var hér í 10 ár eða fram á nýliðið vor að hann fluttist til annarra starfa hjá Búnaðarbankanum, en við tók Gunnar Hjartarson sem áður var útibússtjóri á Akureyri." Nú starfa alls 15 manns hjá bankanum að meðtöldu sumaraf- leysingafólki. Skristofustjóri er Ingibjörg Guðjónsdóttir. Alda sagi að bankanum hefði strax verið mjög vel tekið og hefði hann fljótlega sprengt utan af sér húsnæðið og þá hefði þetta stóra hús, sem nú hýsir bankann, verið byggt. Bankinn rak um langt ára- bil útibú á Flúðum og á Laugar- vatni og síðar á Selfossi. Nú eru þau orðin sjálfstæðir bankar. Að lokum sagði Alda að hún teldi það hafa verið lyftistöng fyrir bæj- arfélagið að fá bankann í héraðið. - Sigrún --------------- Rauði krossinn: Námskeið í skyndihjálp Reykjavíkurdeild Rauða kross íslands gengst fyrir námskeiði í skyndihjálp sem hefst á morgun, miðvikudag 19. ágúst og stendur fjögur kvöld. Kennsludagar verða 19., 24., 25. og 27. ágúst. Námskeiðið verður haldið í Fáka- feni 11, 2. hæð og er öllum 15 árf og eldri heimil þátttaka. Meðal þess, sem kennt verður, er blástursmeð- ferðin, hjartahnoð, hjálp við bruna, blæðingum, beinbrotum og mörgu öðru. Einnig verður fjallað um það hvernig má koma í veg fyrir slys. Sýnd verða myndbönd um helstu slys og að námskeiðinu loknu fá nemend- ur skírteini, sem hægt er að fá metið í ýmsum framhaldsskólum. Skráning á námskeiðið er í síma Reykjavíkur- deildarinnar. Þá útvegar Reykjavíkurdeild RKÍ leiðbeinendur til að halda námskeið í fyrirtækjum og hjá öðrum sem þess óska. VANNMN FJÖL8KYLDA? Heildarvinningsupphæöin : 91.917.752 kr. Röðin: 111-211 13 réttir: 1.362 raöir á 12 réttir: 23.318 raöirá 11 réttir: 161.714 raöir á 10 réttir: 559.990 raöir á -11X-1222 18.220-kr. 670 - kr. 0-kr. 0-kr. Þar sem vinningsupphæöir fy rir 10 og 11 rétta voru undir 200 kr. lágmarki, pá flytjast þær upphæöir á 13 rétta í næstu viku. Búast má viö aö 1. vinningur veröi ekki undir 80 mllljónum. 1X2 ... ef þú spllar tll að vlnna l!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.