Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 18.08.1992, Blaðsíða 48
48 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 18. ÁGÚST 1992 BRÉF HL BLAÐSINS „ Getdrfti oi'ft þig OQ Vtri'öbú/nn öé firtfia sjð ómago. fyrir /. SQfiétftlbtr. Þú manst þú lofaðir að fara með mér út að ganga þegar þú kæmir heim ...? Aðalstræti 6 101 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691222 Til farþega Sólarflugs Frá Guðna Þórðarsyni: KOMIÐ HEFUR í ljós, að brögð eru að því, að Flugleiðir hf. standi ekki við gerðan samning frá 9. júní 1992, um flugfargjöld til Kaupmannahafnar og London fyr- ir nafngreinda bókaða farþega Flugferða-Sólarflugs. Flugleiðir hf. gerðu kröfu til þess að samningurinn gilti aðeins fyrir nafngreinda farþega og fengu í hendur nafnalista bókaðra og staðfestra farþega, sem hluta samnings. Gildir samningurinn um alla bókaða farþega Flugferða- Sólarflugs til Kaupmannahafnar og London til septemberloka 1992. Samið var um fargjald fyrir þessa nafngreindu farþega sem er til Kaupmannahafnar og eða London fram ogtil baka kr. 11.000 eða kr. 5.500 aðra leiðina, að við- bættum flugvallagjöldum. Engin lágmarksfjöldi farþega er tilgreindur í samningnum og gildir hann því fyrir hvern bókaðan einstakling, fjölskyldur eða hópa, samkvæmt nafntengdum farþega- Iista, sem samið var um fyrir óg er í höndum Flugleiða hf. Skilyrði er að umrætt fargjald sé greitt að minnsta kosti þremur dögum fyrir brottför. Frá Sigríði Magnúsdóttur: HINN 5. ágúst skrifar Björg Jó- hannsdóttir í Velvakanda um fréttina frá Trékyllisvík þar sem börnin drápu minkayrðlingana. Ég er svo sannarlega sammála henni. Lýsingin á þessum aðförum bam- anna fór virkilega fyrir bijóstið á mér. Hvað vakir fyrir börnum sem gera svona hluti? Ég hef ekki van- ist öðru en að börnum þætti gam- an að sjá afkvæmi dýranna og Farþegar geta leitað réttar síns um að Flugleiðir hf. standi við þennan samning um ofangreind fargjöld, sem tengur er samkvæmt kröfu þeirra einungis við nöfn allra farþega samkvæmt áðurnefndum farþegalista. Þurfa farþega að snúa sér til aðalsöluskrifstofa Flugleiða hf. (ekki ferðaskrifstofa eða annarra umboðsmanna Flugleiða hf.) vísa til þessa samnings og nafna sinna á umræddum farþegalista, sem er hluti samningsins, að minnsta kosti þremur dögum fyrir brottför og kreíjast flugfarseðla fyrir kr. 11.000 auk flugvallargjalda. Ef fyrirstaða verður um af- greiðslu, þurfa farþegar að fá skriflega synjun frá afgreiðslu- skrifstofu Flugleiða hf. Geta þeir síðan póstlagt synjunina til Jóns Oddssonar hæstaréttarlögmanns, pósthólf 561,101 Reykjavík. Hann hefur tekið að sér að sækja, með aðstoð dómstóla ef með þarf, rétt fólks til ofangreinds umsamins flugfargjalds, ef Flugleiðir hf. neita fólki þessu um fargjaldið, þrátt fyrir að það eigi nafngreind- an rétt til þess. Undirritaður trúir því ekki fyrr en í síðustu lög, að Flugleiðir hf. leika sér með þeim, öll ungviði eru falleg, líka minkayrðlingar. En síðar kemur önnur frétt heldur betur heilbrigðari um yrðl- inga í Breiðuvík. Litla stúlkan var alsæl með þetta litla, fallega dýr. Ætli það hafi nokkuð hvarflað að henni að pynta það til dauða með priki eða gijótkasti? Áreiðanlega ekki. SIGRÍÐUR MAGNÚ SDÓTTIR, Granaskjóli 23, Reykjavík láti viðkomandi farþegum ekki þessi flugfargjöld í té, enda voru þeir búnir að sætta sig við þau vegna þess að samkeppninni yrði þá jafnframt hætt. Verða þá sem betui; fáir farþegar Flugferða-Sól- arflugs hf. fyrir fjárhagslegu tjóni. GUÐNI ÞÓRÐARSON, Forstjóri Flugferða-Sólarflugs RÖNGSÖK Frá Bjarna Valdimarssyni: HÆTTIÐ að ásaka Bakkus um þjóðfélagsumhverfi, sem er „alveg glatað“. Síðan hvenær skapaði brask vistvænt umhverfi? í Aust- ur-Evrópu þar sem lýðurinn mögl- ar: nákvæmlega eins og gegn Ar- oni og Móse á auðninni forðum tíð. BJARNI VALDIMARSSON, Reykjavíkurvegi 22, Hafnarfirði Aðeins fyrir fína fólkið Frá Katrínu Sólveigu: ÉG ER 13 ára og bý í Hafnar- firði. Um síðastliðna helgi ætlaði ég með strætisvagni niður að Reykjavíkurhöfn til að fylgjast með 75 ára afmæli hafnarinnar. En þegar ég ætlaði að stíga upp í vagninn var sagt nei, þessi er fyrir fína fólkið, það er að segja Bæjarstjómina sem var þarna að opna strætisvagnastöðina með öllu tilheyrandi. Ríkissjónvarpið var einnig á staðnum og var að mynda opnunina. Ég varð því að bíða í heilan klukkutíma eftir vagninum fyrir vesæla fólkið. KATRÍN SÓLVEIG, Hafnarfírði Ljótar aðfarir HÖGNI HREKKVISI EZ SlMOIcKFtS,KSF>IZ2AN þlN. " Víkverji skrifar Fréttabréf Landgræðslunnar barst fyrir skömmu á borð Víkveija. Þar er ijallað um verndunaraðgerðir í Dimmuborg- um í Mývatnssveit, en gróður í þessari stórkostlegu náttúruvin Iiggur nú undir skemmdum vegna sandfoks. Í fréttabréfinu segir: „í haust er leið gerðu Landgræðslan, Náttúruverndarráð og sveitar- stjóm Skútustaðahrepps ítrekaðar tilraunir til að fá sérstaka fjárveit- ingu inn á fjárlög til að tryggja vemdun Dimmuborga. Ekkert fjármagn fékkst. íslandsbanki og Pokasjóður Landverndar veittu málinu hins vegar lið með því að veita hvor um sig 500 þúsund krónur til stígagerðar. Góðir göngustígar eru forsenda þess að Dimmuborgir geti tekið við ört vaxandi mannfjölda, en þangað komu hátt í 100 þúsund manns í fyrra.“ xxx Víkveiji hefur oft lagt leið sína í Dimmuborgir og er sam- mála því, sem segir í fréttabréf- inu, „að sandurinn má ekki þokast feti framar en orðið er í þessari náttúruparadís. Slíkt tjón yrði seint eða aldrei bætt.“ Hins vegar efast Víkveiji um að það gangi til lengdar að kvabba á byrðum hlöðnum ríkissjóði um fjárveitingu í þessar framkvæmdir. Víkveiji minnist að minnsta kosti tveggja eða þriggja blaðagreina, sem birzt hafa í Morgunblaðinu á undan- förnum árum, þar sem höfundar hafa lagt það til að tekið yrði gjald af ferðamönnum, sem heimsækja Dimmuborgir, og tekjurnar notað- ar til að hefta sandfok og gera gangstíga. Skrifari hefur hins veg- ar ekki orðið var við að Land- græðslan hafí gert mikið með þessar hugmyndir. xxx að er mjög auðvelt að inn- heimta gjald af ferðamönn- um, sem heimsækja Dimmuborgir. Staðurinn er girtur af og gengið inn í borgirnar um eitt og sama hliðið, þar sem þyrfti ekki nema einn starfsmann til að selja miða. Gjaldið gæti verið 100 krónur á mann. Að því gefnu að 100.000 manns heimsæki staðinn á sumri hveiju, yrðu tekjurnar tíu milljón- ir, tíu sinnum meira en tekizt hef- ur að heija út úr íslandsbanka og Pokasjóði! Væntanlega þyrfti að borga miðasölumanninum kaup, en það yrðu aldrei nema nokkur hundruð þúsunda yfir sumarið. Nógir peningar yrðu eftir til fram- kvæmda. xxx Sama á við um fleiri náttúru- undur. Hvað mælir til dæmis gegn því að ferðamenn borgi fyrir að ganga um hverasvæðið í Haukadal eða fyrir að fá að virða Gullfoss fyrir sér? Víða erlendis reiða menn glaðir fram smáupp- hæð fyrir að fá að skoða söfn eða rústir sögulegra bygginga — og af hveiju skyldu menn þá ekki vera tilbúnir að borga fyrir að sjá undur íslenzkrar náttúru?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.